Alþýðublaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 2
ftLwreuBUBie Sunnadagnr 18 deserober I9#| I Orka úlvarpsstöðvar innar aukin upp í 100 kw. Hefur aðeins út- varpað á 16 kw. orku síðar í stríðsbyjun rf"5.ÆTIÐ þess að „stilla“ ^ útvarpstækin ykkar að nýju og „spenna þau ekki eins hátt og áður. í morgun var orka útvarps stöðvarinnar aukin upp í 100 kw„ en síðan í stríðsbyrjun hefur hún aðeins haft 16 kw. orku. Um leið og þetta er gert og orka stöðvarinnar eykst þann ig svo stórkostlega útilokast truflanir á ýmsum stöðum t. d. á Akureyri og auk þess heyrist betur og lengra í stöð inni en áður. ueg uð hér í banu Bókagerð hefir farfð mikið fram á slríðsárunum Margskonar fé^ieikur um bókagerH, prent- lisf, úfgáfustarfsemi og fieira opn- M IKIL OG VEGLEG BÓKASÝNING verður opnuð í dag að Hótel Heklu. Standa að sýningu þessari 15 bókaútgáfufélög og 1 bókmenntafélag. Á sýningunni, sem er í mörgum deildiun er komið fyrir mikl- um fjölda af bókum og vekur það strax athygli, er maður lítur yfir hana, að útgefendur hafa valið beztu og fegurstu bækur sínar til sýningar. Sýningunni er komið fyrir fram með veggjunum, í stúk- um, á borðum og um veggi, en þeix eru prýddir fjölda mynda. Vekur sérstaklega athygli geysi mikið safn uppdrátta af íslandi á einum veggnum, en þessir 200 án minnini Jóns Þorlíks sonar skálds á Bægisá 13. þ. Guðmundur G. Hagalín flytur af því tilefni fyrirlestur í bátíóasal háskóians NÆSTKKOMANDI miðvikudag, 13. þ. m„ eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá. Verður afmælisins minnzt að tilhlutun háskólans með því að Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur flytur erindi í há- tíðasal háskólans um Jón Þorláksson, skáldskap hans og þýðingar. Ennfremur mun Landsbókasafnið efna til sérstakrar sýning- ar á verkum Jóns Þorlákssonar, og ritum, sem um hann fjalla. Verður bókasýning þessi haldin í Landsbókasafninu. Jón Þorláksson var eitt merk asta skáld íslendinga á 18. öld, og má rekja áhrif hans á mörg beztu skáld þjóðarinnar. Auk Ijóðmæla Jóns, sem eru mikil að vöxtum og gefin hafa verið út í tveim bindum, liggur eftir hann geysimikið verk í þýð- ingum og eru þeirra merkastar Messíasarkvæði, Klopstocks og Paradísarmissir Miltons. Eins og áður getur mun Guðmundur G. Hagalín, rit- höfundur, flytja fyrirlestur um Jón og verk hans í háskólanum næstkomandi miðvikudags- kvöld. í tilefni af því átti tíð- indamaður blaðsins stutt viðtal við Hagalín í gæír og fórust honum meðal annars orð á þessa leið: „Háskólinn vill láta minnast Jóns Þorlákssonar, þó að aðrir aðilar hafi ekki verulegan hug á slíku, þó skal Landsbókasafn ið undanskilið, og mér finnst gott til þess að vita að háskól- inn vill sýna það á 200 ára af- mæli séra Jóns, að ekki sé hann gleymdur eða sú þakk- arskuld, sem íslenzk menning á honum að gjalda.“ —„ Það hefur ekki 'vakið mikla athygli þetta 200 ára af- mæli? „Nei, ekki svo að ég hafi orð ið þess var. Raunar minntist Jón Helgason blaðamaður á það einhverntíma í vor eða vetur, en annars — nei. Raunar hefur mikilvægi Jóns Þorlákssonar verið viðurkennt, en aldrei af honum geipað eða almennt vakin mikil athyglí á verkum hans. Ég hef 'hátt fjölda mennta manna, sem enga hugmynd hafa um mikilvægi hans. Hins veg- aæ hafa þó menn eins og Jón Sigurðsson og dr. Jón Þor- kelsson sýnt minningu hans sóma, og sonur Jóns Þorkels- sonar, prófessor Guðhrandur Jónsson, hefur skrifað fyrir all mörgum áæum grein sem ber vitni um góðan skilning á menn ingarlegum afrekum Jóns Þor- lákssonar. Eggert Ólafsson mæddist á brákuðu og dönsku skotnu máli, yfir meðferðinni á íslenzkunni, en Jón Þorláks- son þýddi svo blaðsíðu eftir blaðsíSu af stórvirkjum Miltons og Klopstocks að hvergi skeikar um hreinleik og þokka málsins — og er hann sá íslenzkra skálda, sem fyrst og fremst er lærifaðir Jónasar Hallgríms- sonar, enda eru þeir auðsýni- lega mjög andlega skyldir.“ Svifflugfélag’ íslands heldur hlutaveltu í KR-húsinu í dag og hefst hún kl. 2 síðdegis. Margir ágætir munir verða á hluta veltunni, þar á meðal flugferðir um þvert og endilangt landið, pen ingar og málverk eftir marga kunna málara. 80 ára varð í gær Sigríður Pálsdóttir, Smáragötu 4. Hún er ættuð úr Rangárvallasýslu, af Víkingslækj- arætt. uppdrættir eru fengnir úr hinu kunna safni Þorsteins Scheving Thorsteinssons, en það er alveg eipstætt í sinni röð. Á miðju gólfi stenduir gömul prentvél, sú elsta sem til er hér á landi og er hún eign Hins ís- lenzka prentarafélags. Fylgja henni skýringar um notkun hennar og sögu og eru þær næsta fróðlegar. Á horðum eru og myndir úr prentuðum bók- um, titilblöð og fleira og eru þær frá ýmsum löndum. Er úr þessum myndum hægt að lesa sögu bókagerðarinnar og jafn- framt sögu prentlístarinnar. Fremst við dyrnar eru stúk- ur Víkingsútgáfunnar og Helga fells. Eru þeraa margar fagrar bækur, 6n fegurst er Heims- krfngla. í þessum deildum er málverk af Tómasi Guðmunds- syni eftir Gunnlaug Blöndal og bækur skáldsins og einnig af H. K. Laxnes og bækur hans. Næst er sýning Isafoldarprent smiðju h. f. Er þar mikið safn bóka af ýmsu tagi og meðal annars nýjustu bækur félag- sins: Minrtingar Sigurðar Briem, í fallegu bandi, Byggð og saga, Byron o. , fl. Þá er bólcaútgáfan „Bókfell“ með margar fallegar báekur, og þó vantar Minningar Einars Jóns- sonar, aðalbók Bókfells á þessu ári, en mynd er þar af Einari. Kristján Friðriksson sýnir ís- lenzka myndlist og skýrir frá fyrirhugaðri útgáfu Vídalíns- postillu, þeirri 14. í röðinni. En mest er Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar með Skútuöldina, sem er mjög fögur bók, Ritsafn Jóns Trausta og margar aðrar bækur. Þá er Skálholtsprent- smiðja með Katrínu, eftir Sal minen, nokkar myndarlegur drengjabækur o. fl. — í öðrum sal er svo Mál og menning og Heimskringla með sínar bæk- sem er mjög fögur bók. Tónlist- arfélagið með Passíusálmana og fleira. Norðri með sínar bækur og þar á meðal mikla nýja bók: Glitra daggir — grær fold eftir Söderholm. Þá er Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar með nokkrar bækur sánar og þar á meðal Don Quixote, Ham- ingjudaga heima í Noregi eftir Undset og ýmsar fleiri, og loks Þorsteinn M. Jónsson með mynd af Dayíð Stefánssyni og bækur hans, Guðm. Danielsson, Elinborgu Lárusdóttir, Horn- strendingabók og fleira. Maður fæir hugmynd um það við að skoða þessa sýningu að á meðal stærstu bókaútgefend anna sé vaxandi áhugi fyrir því að vanda sem allra mest allan frágang bóka sinna. Má og segja að þarna sé mörg á- gæt listaverk frá sjónarmiði bókagerðarinnar og verður það ljóst, að bókagerð hefur farið Frh. á 7. síðu Mikið sænskf skáld- verk á íslenzku Giifra dagglr, grær fold, eftlr Margit Söderhólm IVT ÆSTU DAGA kemur á ■*■ *• bókamarkaðinn frægt skáldæit, sem hlaut hæstu bók- menntaverðlaun í Svíþjóð árið 1943. Þetta er skáldsagan „Glitra daggir, grær fold“, eftir sænsku skáldkonuna Margit Söderholm. Þetta er geysimikið ritverk, 528 blaðsíður í stóru broti og er henni skipt í þrjá hluta og 26 kafla. Til þess að gefa fólki nokkra hugmynd um efni bókarinnar skal hér skýrt frá heiti kaflanna: í fyrsta hlutanum heita kaflam ir: Spilarinn, Geirþrúður á dansleik, Flóttinn, Geirmimdur er meðal ókunnugra, Geirmund ur sér Sigríði, Geirmundur er í heimsókn hjá ívari, Heimkoma Geirmundaar og Ein dauð og önnur lifandi. í öðrum hlútanum eru þessir kaflar: Dóttirin, Marit sér Friðlu-Jón fyrst, Kirkjuferðin, Fundur við fossinn. Jónsmessu- vaka, Skógurinn logar, Jón sefur í símaskálanum, Jón berst um Marit, Marit fer sínu fram, Maút rúmföst, Marit á flótta og Einmana, í þriðja hlutanuxh éru þessir kaflar: Presturinn, Fundurinn i skóginum, Erfðir, Komin að Lárusargarði, Barnið, Hjá foss- inum og Skímarveizlan mikla. Bók bessi kom út á Akureyri í gær og seldist upp á svipstundu það sem kom í búðimar. Norðri h. f. gefur bókina út. Bók um sjómennsku og svaðilfarir Sjómenn eftir Peter Tutein T^T ÝLEGA er komin á mark- aðinn í íslenzkri þýðíngw bók danska rithöfundarins Pet» ers Tutein, Sjómenn. Hún fjalf- ar um selveiðar í norðurhöfvu® og eru það selveiðar Norðmann® á þessum slóðum, sem lýst ear I bókinni. Norðmenn ráku miklar seÞ veiðar í norðurhöfum, áður em styrjöldin hindraði það, svo sem alkunnugt er. Sá þáttux sjé> sóknar þeirra hefir löngum haft yfir sér mikinn ævintýrablæ og ekki þótt heiglum hent að stunda þann veiðiskap. Hins veg ar hafa mannraunirnar og svafS ilfarimar, sem honum eru sam fara, löngum freistað ungra og tápmikilla manna. Hefir því al- drei verið hörgull á mönnum til selveiðanna, heldur hið gagœ. stæða. í bók Peters Tutein er lýst veiðiferð á norsku selveiðiskipl, daglegum störfum skipshafnar innar, erfiðleikmn hennar, vos- búð, hættum og mannraununy, spenningnum, sem veiðunum er samfara, heimkomunni, gleíÞ skap, dansi og drykkjum eftir vel heppnaða veiðiför. Er þessl lýsing ákaflega lifandi og fjör- leg, svo að lesendanum finnsfe sem hann hafi raunvemlega vet ið sjálfur þátttakandi í þessu ævintýri. Bókin er prýdd nokknuœ skemmtilegum teikningum o@; snoturlega gefin út. Hannes Sig* fússon hefir snúið henni á ís- lenzku en útgefandi er Bókaút- gáfa Pálma H. Jónssonar, Akur- eyri. Útgáfubækur SkálSioStsprentsmiðju; ogíjöldi barna- og unglingabóka SKÁLHOLTSPRENT- SMIÐJA H. F. er ungt útgáfufyrirtæki, sem ekki hef ir starfað nema rúmt ár. En það er athafnasamt í útgáfu starfi sínu og hefir þegar gef ið út fjölda margvíslegra bóka. Af þýddum skáldsögum eft- ir nútímahöfunda, sem þetta útgáfufyrirtæki hefir gefið út, má nefna Hótel Berlín eftir Vicky Baum, eina af nýjustu sögum skáldkonunnar; Katrín, verðlaunaskáldsögu Sally Sal- minen. Hetjur á heljarslóð eft- ir ameríska rithöfundimi Er-' skine Caldwell; Qg dagar koma eftir Rachel Field, sem nú mun vera um það bil uppseld, og Regnbogann eftir Wanda Wass ilewska. Loks má nefna Ra- mónu, skáldsöguna, sem alkunn samnefnd kvikmynd er gerð eftir. Væntanleg er skáldsaga eftir Cronin, hinn vinsæla brezka rit hofund, sem íslenzkum lesend- um er að góðu kunnur, m. a. af skáldsögunni Borgarvirki, sem M. F. A. gaf út i þýðingu Vilmundar Jónssonar landlækn is. Sagan, sem Skálholtsprent- smiðja ætlár að gefa út eftir Cronin er ein frægasta bók höfundarins og nefnist á frum- málinu The Keys of the King- dom, en mun verða nefnd Lykl arnir á íslenzku. Þá er einmg væntanleg önnur skáldsagá effe ir Rachel Field, Allt þetta — og himinninn með (AU this and heaven too). Ennfremur gefur Skálholts- prentsmiðja út mikinn fjöldæ barna- og unglingabóka. Mé þar ekki sízt tilnefna tvær drengjabækur eftir hinn, víð- kunna og síunga höfund Mark Twain, Söguna af Tuma litl» og Stildlberja-Finnur og ævin- týri hans, bók eftir Marryat kauptein, Jón miðskipsmaður (Mr. Midshipsman Easy) og Hróa hött í nýrri þýðingu eft- ir Gísla Ásmundsson. Fyrir stúlkurnar er saga eftir Jó- hönnu Spyri, Veronika, ný prentun á Yngismeyjum eftir Louise M. Alcott, og Meyjar- skemman. Aðrar barna- og ung lingabækur Skálholtsprenfr- smiðju eru t. d. Most stýrimað ur, framhald af Pétri Most,, Indiánasaga eftir Cooper, sem> heitir Hjartabani, Vinzi eftir- Jóhönnu Spyri, Robinson Krusoe og endurprentun á Gulliver í Putalandi. Fyrjr' yngstu lesendurna er bókin Litli svarti Sambo. Að endingu1- má nefna Ævintýrabókina, safn æfiijtýra, prýtt fjölda mynda, sem ætlazt er til a® börndn liti sjálf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.