Alþýðublaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagnr 10 desember 1044 ALÞYÐUBLAÐIÐ Hðrmuleg tíðindi — Lærdómsríkt og athyglisvert rit — Mandólínhljómsveit Sigurðar Briem — Þorsteini mót- mælt. , / AÐ ERU sannarlega hönnn- legar fréttir, sem berast frá löndnnum, sem frelsuð hafa verið undan oki nazismans og hernáms ins. Jafn skjótt og nazistaherinn hefur verið hrakinn úr löndunum með ægilegum fórnum landsmanna sjálfra og hrezkra og amerískra norskra og pólskra hermanna, er efnt til vopnaðra nppreisna í þeim að baki herjanna í þeim til- gangi að hrifsa til sín völdin með ofbeldi og koma á stjórn öfga og ofsókna. Og allt af er sama að- ferðin notuð, að það sp gert til að klekkja á Þjóðverjavinum. ÞAÐ LÆTUR kannske undar- lega í eyrum og þó er það satt, að slíka atburði og þessa hafa þeir, sem lesið hafa bókina „Úr álögum“, getað sagt fyrir. í bók þessari er nákvæmlega lýst starfs aðferðum hinna leynilegu sam- taka öfgastefnanna og enginn get ur gert sér í hugarlund hvernig þær eru, nema sá sem fær að kynnast þeim af frásögn þeirra, er hafa tekið þátt í þeim, eða af eigin raun. „ÚR ÁLÖGUM" er nú komin út hér, síðara bindið. Dróst það of lengi að síðara bindið ksemi, en við því var ekki hægt að gera. Reynt var að hafá síðara bindið eins ódýrt og hægt var og þess vegna var ekki hægt að gefa það út í bandi, er það og ódýrasta bókin, sem komið hefur út í haust. Nær öll blöð landsins hafa nú skrifað um þessa bók og ljúka þau upp einum munni um það að hún sé stórmerkileg, lærdómsrík og svo „spennandi“ að slíks séu fá dæmi um bækur. En aðalgildi bókarinnar liggur í því að hún sýnir mönnum heim, sem þeir þekktu varla áður, og með því að lesa hana geta menn sagt fýrir um atburði í alþjóðastjórnmál- um. Er og síðara bindið alveg sjólfstæð bók. NÝLEGA LÉT mandólínhljóm- sveit Sigurðar Briem heyra til sín í útvarpinu og hef ég fengið bréf af því tilefni. Segir í öðru þeirra: „Ég vil biðja þig að óska þess fyr- ir hönd margra, að við út- varpshlustendur fáum oftar að heyra í mandólínhljómsveit Sigurð ar Briem. Það er kunnugt, að Sig- urður er bezti kennarinn, sem við eigum völ á í strengjahljóðfær-i um og að hann hefur stundað kennslu í fjölda mörg ár. Það munu eingöngu hafa verið nem- endur Sigurðar sem skipuðu sveit ina, sem lét til 'sín heyra. Það var ágæt skemmtun sem við fengum þar og er þess að vænta, að hún komi sem oftast fram í útvarp- inu.“ AF TILEFNI bréfs Þorsteins hér í pistlum mínum nýlega hef ég fengið eftirfarandi bréf frá lækni: „Mig furðar á ummælum\ Þorsteins í bréfi til þín nýlega um bókina Heilsurækt og mannamein. Hann þykist þess umkominn að fordæma þessa bók. Ég vil minna á það sem Guðmundur Hannes son sagði eitt sinn um þessa bók í tímiritinu Heilbrigt líf. Hann sagði:“ „FÆSTAR ÞJÓÐIR munu eiga stærri eða betri' bók um svipað efni. Við stöndum* nú jafnfætis stórþjóðinni Baiídaríkjunum að þessu leyti. . . . Megin hluti' þess- arar bókar er saminn af lands- kunnum Bandaríkjalæknum og auk þess margir kaflar frumsamd ir af okkar merkustu læknum.“ Það kveður dálítið við annan tón hjá þessum aldna ágætismanni en Þorsteini þínum. Og um verðið á bókinni var það að segja, að fáar bækur hafa verið jafn ódýrar. Hún er hátt á 8. hundrað blað- síður með mörgum myndum og kostaði þó aðeins 95 krónur til áskrifenda. Það var því ekki dýr bók.“ Hannes á horninu. Franskl gamanleikur- inn „Hann" að kveðja L eikfélag reykjavík- UR hefur auglýst, að að- eins sé hægt, sökum anna (aef- inga á jólaleikriti félagsins o. fl.), að sýna franska gamanleik inn ,,Hann“ eftir Alfred Savo- ir, tvisvar ennþá. Hvort hér er átt við fyrir jól eða hvort ætl- unin er að sýna leikinn aftur eftir nýjár, er ekki vitað. Þótt svo kynni að vera, þá er það þó víst, að leikur þessi er í þann veginn að kveðja og því síðasta tækifærið fyrir þá, sem áhuga hafa á góðri ieiklist, léttri, en þó með undirstraumi bölsýni og heimsádéilu, að sjá leikinn nú, þar sem allt mun vera á huldu um framtíðarmöguleika hans. Það er ekki hægt að kveðja svo leik þennan, að ekki séu sögð nokkur orð honum til verðugrar virðingar. Leikur þessi er að dómi allra þeirra, sem séð hafa, sérstak- lega vel leikinn og smekklega á svið settur og það jafnvel svo, að sumir ætla, að aldrei hafi leikstjóranum, Indriða Waage, betur tekist, og er hann þó löngu viðurkenndur einn smekklegasti og vandvirkasti leikstjóra þeirra, sem hér er völ á. Þótt efni leiksins sé ef til vill ekki stórfenglegt né rás viðburða hans neitt „agalega spennandi“, eins og sagt er á máli Reykvíkinga, þá hefur hann samt ýmislegt til síns á- gætis, sem sumum höfundum hinna stórkostlegri leikrita hefur oft og tíðum sézt yfir. Þegar á allt er litið,. er það fyllilega ómaksins vert að sjá leik þennan. Hann er ágæt dægrastyttiug og getur verið holl áminning til h'úrra, sem ha,Ida, að aukaatriðin skipti ekki máli í rás viðburðanna, heldur sé heimurinn bv?°'ður upp af eintómum aðalatriðum. G. S. Hjónaband. Síðast liðinn sunnudag voru gef in saman í hjónaband af séra Garð ari Svavarssyni ungfrú Hlín Ei- ríksdóttir, Hjartarsonar rafvirkja meistara, og Helgi Carl Jensen Brand', garðyrkjumaður. Heimili ungu hjónanna er að Björk við Engjaveg. Kærkomiiasta jólagjöf sjómannstos S | ó m e n n Eftir Peter Tutein Snjöll lýsing á ævintýralegasta þætti sjómennskunnar, selveiðum í norðurhöfum. eftir dauska rithöfundinn Peter Tutein. Hér er ágætlegá vel lýst lífi sjómannanna, sem þessar veiðar stunda, svaðilförum þeirra, hætt- um og erfiðleikum, gleði þeirra og sorgum, drykkjum og dansi. Þetta er vel rituð bók, viðburðarík og speunandi, prýdd nokkrum skemmtilegum teikningum — bók, sem allir sjómenn og aðrir þeir, er unnan mannraunum, kjarki og karlmennsku, kunna vel að meta, Békaýtgáfa iPálma H. Jónssonar. Æfintýri og helgisögur frá miðöldum. DR. EINAR ÓLAFUR SVEINSSON, háskólabókavörður hefir tekið bókina saman og ritað inngang að henni. Myndir heíir gert frú Barbara Ámason listmálari. Efni bókarinnar er margþætt, sumt íslenzkt, annað erlent að uppruna. Hér eru helgisögur af ís- * lenzkum dýrlingum, æfintýri, er minna á Þúsund og eina nótt, strengleikar af frönskum toga, fyrirmyndir að allri rómantík. Þó að efnið sé víða sunnan úr löndum er búningur alls staðar ís- lenzkur og stíllinn oft með afbrigðum fagur. Bókin hliðstætt verk við Fagrar heyrði ég raddimar, sem kom út 1942 og seldist upp á örskömmum tíma. Tryggið yður strax eintak af Leit ég suður til landa Bókabúð Máls og Menningar 1 Laugaveg 19. Vesturgötu 21. SkreytiS heinill y9ar með málverkum raderingúm og litprentuðum ljósmynd- um af heimsfrægum mólverkum Verilynin Slígandi Laugavegi 53 LÍTIÐ í GLGGANA f DAG Útbreiðið AlDýðublaðið! Þeir námsflokkár, sem starfa í Austurbæjarskól anum, eiga ekki að mæta fyrren auglýst verður, að kennsla hefjist á ný. Forstöðumaðurinn. Beitu jólagjafimar eru bækur En beztu jólabækurnar að þessu sinni eru: Byron, ævisaga hans eftir Maurois, sem Sigurð- ur Einarsson hefir þýtt. Þessi bók er nú full- prentuð, og kemur í bókaverzlanir nokkrum dögum fyrir jól. Nýjar sögur, eftir Þóri Bergsson. Bókin er nú komin í bókaverzlanir í ekta geitarskinni. \ • Minningar Sigurðar Briem. Fást óbundnar og í góðu skinnbandi. Byggð og saga; hin marka bók eftir Ólaf pró- fessor Lárusson. Hún kemur í skinnbandi eftir helgina. Kristín Svíadrotting, Evudætur, Heldri menn á húsgangi og Hafið bláa. Tvær síðustu bæk- urnar koma í bókaverzlanir eftir helgina. í gær komu á markaðinn 2 nýjar bækur: 3. hefti af norskum ævintýrum úr safni Asbjörnsen og Moe og Pétur og Bergljót, saga eftir Kristofer Janson. Lítið inn í bókaverzlanirnar. Þar eru allar nýjar bækur, jafnskjótt og þær koma út. Bókaverzlun ísafoldar ©g útibúé Laiegavegi 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.