Alþýðublaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 3
£bíaau4agt» 10 desember 1044 AtftYOUBLAOtP ___________________________________§ TBURÐIRNm í GrikMandi A þessa dagana vekja ógn og ákelfingu hvarvetna í lönd- bandamanna, nema þá eneðal þeirra, sem telja sér iiag í borgaxastyrjöldum og foræðnavígum í löndum þeim, sem losnað hafa undan oki axazismans, meðal kommún- ista. Þeir fagna nú ástandinu í Grxkklandi og Belgíu, kalla þá, sem bezt ganga fram í því að efla úlfúð og sækja að feersveitum bandamanna „frelsisvini“ og her þeirraa „frelsisher“. Þeir, sem sjá að kverju fer, munu eiga erfitt með að skilja, hvers konar frelsi felst í því, að vega aft- an að hersveitum Breta og hindra það, að friður og ró fcomizt á í hinu hrjáða Grikk landi, og fá heldur ekki séð annað, en að hið eina rétta væri, að hver hinna undirok uðu þjóða gerði upp sínar sak ir í frjálsum almennum kosn ingum, undir eins og kring- umstæður leyfa. RÆÐA CHURCHILLS um þessa atburði hefir vakið gíf- urlega athygli um heim allan, enda var hann ekki myrkur í máli um moldvörpustarf- ■ semi þá, sem nú er haldið uppi í Grikklandi og víðar. Ekki væri úr vegi að athuga örlítið nokkur atriði úr ræðu Chirrchills, mannsins, sem staðið hefir í fylkingarbrjósti allra þeirra, sem bezt hafa dugað í baráttunni gegn naz- istákúguninni og nú viðhefur hin hörðustu orð um þá, sem á máli komúnista heita „frelsisyinir“. CHTJRCHILL er ljóst, hvað fyr- ir þeim vakir, sem nú blása að kolunum í Grikklandi, er hahn segir, ,,að skæruliðar hafa oft notað vopn sín, til þess að vega pólitíska and- andstæðinga sína.“ Það fer ekki milli mála, að hér er al- varlegur hlutur á ferðinni. Vissir menn í Grikklandi telja það öruggara að bíða ekki eftir almennum kosning am í landinu, heldur vilja nú sem skjótast koma þeim fyrir kattarnef, sem þótt hafa ó- þægilegir andstæðingar í fstjórnmálabaráttunni. Og Churchill talar um þá, „sem hafa lýðræðið á vörunum, en ætla að hrifsa til sín völdin í skjóli vopnanna.“ Það nefnir hann svikalýðræði. SSHURCHILL sagði ennfremur eitthvað á þessa leið: „Þess- Ir menn (þ. e. „frelsisvinim- lr“) hafa hrópað „stríðsglæpa snenn“ úm andstæðinga sína. Stríðsglæpamenn eru margir, það er rétt, en þeir verða að dæmast fyrir löglegum dóm atóli, en ekki fyrir skrílkvið- dómi“. Það liggur í augum app, að það er hægur hjá fyr Sr gríska kommúnista að æpa sipp, meðan allt er í æsingu & landinu, að þessi og þessi snaðux sé stríðsglæpamaður Og svo taka manninn af lífi. Það má svo sem ekki prófa mál hans fyrir löglegum dóm Frá bardögam í Aachen Þessi rnynd, sem var tekin meðan bardagarnir geisuðu í Aachen, sýnir amerískan skriðdreka- spilli (tank destroyer) skjóta á Þjóðverja. Reykjarmökkurinn grúfir yfir hinum hálfhrundu ; bygging um í kring, en skemdir urðu mjög miklar í borginni, ens og kunnugt er. Borgarastyrjöldin í Grikklandi: Samkomulagsumleilanir skæru- liðanna við grísku stjömina i Belgíílsir ksmMNh | istar víta banda- í menn IT OMMÚNISTAFLOKK- UR Belgíu samþykkti í gær á fundi sínum að halda áfram haráttunni gegn stjórn Pierlots. Jafnframt var samþykkt yfirlýsing um, að „flokkur- inn harmaði afskipti banda- manna af innanlandsmálefn- um Belga.“ t/esturvígstöðvarnar: Bandamönnum míðar vel áfram og voru í gær 6 km. frá Saarbrucken D ANDAMÖNNUM verður ■ vel ágengt í sókninni á vesturvígstöðvunum. Einkum unnu þeir mikið á á víðstöðv- um 9. ameríska hersins, sem molaðd varnir Þjóðverja á tveim stöðum við ána Rör og hafa um 12 km. af árbakkanum á valdi sínu. Þjóðverjar verjast á nokkrum stöðum í Júlich og sýna af sér hið mesta harðfengi í vörninrii. Hefir 9. herinn tekið um 8000 fanga fellt 2000 og sært 10.000. En götubardagar halda áfram af fulium krafli í Aþenu og Piræus • .....................- BARDAGAR fara enn harðnandi í Aþenu og Piræus og hafa enn fleiri hópar skæruliða komið til Aþenu. Bret ar halda áfram að hreinsa til í borginni, þrátt fyrir harðvit- ugt viðnám skæruliðanna. Þeir hafa nú um 1/5 hluta borg- arinnar algerlega á sínu valdi. Ýmsir foringjar skæruliða hafa átt viðræður við formælend- , ur grísku stjómarinnar, en seint í gærkveldi var eklci vitað, hvort til nokkurs samkomulag hafi dregið. Yfirmaður ELAS-sveit anna hefir lýst ýfir því, að þrátt fyrir bardagana, teldi hann sig undir yfirstjóm Scobies hershöfðngja, er stjórnar brezka hem- um í Aþenu. : Fregnir frá Aþenu í gærkveldi hermdu, að enn flyktust skæru- liðar inn í úthverfi borgarinnar og væru nú um 10 þúsund skæru liðar í borginni, vel búnir vist- um og vopnum. í Lundúnafregn um var sagt frá því, að það yrði erfitt verk og seinlegt að yfirbuga þá að fullu. Hins vegar eru um 10 þúsund skæruliðar sagðir norður af Aþenu, sem ekki taki þátt í bar dögum og sýni Bretum engan fjandskap. 1 í Piræus, hinni mikilvægu hafnarborg Aþenu geisa einnig stóli, það þykir hentugra að útrýma þeim strax, sem kynnu að vera mótfallnir á- formum kommúnista, enda þótt þeir hafi ef til vill aldrei haft hin minnstu mök við nazista. ÞEGAR MAÐUR íhugar orð Churchills, að Bretar hafi al- drei haft í huga að hafa hönd í bagga um það, hverja stjórn, eða hvert stjómar- form Grikkir kysu sér, held- ur vilji að þjóðin geri það sjálf í frjálsum kosningum, jafnskjótt og friður er feng- inn til þess, fer ekki hjá því, að manni finnist eitthvað gruggugt og ódrengilegt vera á ferðinni í haráttu „frelsis- hers“ kommúnista. NÚ RÁÐAST blöð kommúnista á Churchill fyrir afstöðu hans til þessara mála. Má segja að það komi úr hörð- ustu átt, þegar um er að ræða þann mann, sem mest allra manna, að öðrum for- ystumönnum bandamarina ó- löstuðum, hefir barizt gegn vilimennsku nazismans, fyTÍr frelsi og mannréttindum. harðir bardagar og þar hafa Bretar beitt skriðdrekum og smáherskip hafa skotið af fall- byssum á stöðvar skæruliðanna. Einnig tefla Bretar fram flug- vélum, en yfirmaður brezka flughersins í Grikklandi lýsti yfir því, að sér þætti mjög fyrir því, að þurfa að beita flugvél- um gegn Grikkjiun, enda væru árásir flugmanna' hans með öðr um hætti en gegn Þjóðverjum. Á miðhlúta vígstöðvanna hafa' sveitir úr 3. ameríska hernum enn farið yfir Saar-fljótið á sex stöðum. Við Saarlautern hefir Þjóðverjum boiizt liðsauki og eru bardagar þar feikna harðir. Bandaríkjamenn eru nú aðeins 6 km frá Saarbrucken, höfuð- borg héraðsins. Við Saarlouis verður bandamönnum einnig vel ágengt og eru þar komnir um 3 km yfir landamærin. Rússar brjófasf að Dóná 24 km. norður af Buda Pesf Ungverska stjórnin fiúin frá borginni til bæj- ar nálægt austurrísku landamærunum STALIN TILKYNNTI í dagskipan í gær, að Rússar hefðu rofið vamir (Þjóðverja á breiðu svæði norðaustur af Budapest og væru komnir að Dóná á 120 km. svæði. Þeir eru nú um 24 km. frá borginni. Þýzkar fregnir herma, að ungverska stjómin hafi yfirgefið borgina og hafi sezt |að í bæ einum 'skammt frá landamærum Austurríkis til þess að vera við öllu búin. Rússar tóku 5000 fanga í gær og máðu 150 þorpum og bæjum á sitt Vald. Sókn Rússa hefur verið mjög hröð, þar sem þeir hafa sótt fram um 65 km. norðaustur af borginni og tekið meðal annars ' samgöngubæinn Vac og eru komnár að Dóná á 120 km. breiðu svæði. Það voru stór- skotaliðs og fótgönguliðsher- sveitár, sem brutust inn í Vac, eftir 'harða bardaga. Þaðan er Ikammt til landamæra Tékkó- flóvakíu. Suður af Budapest eru Rússar komnir yfir Dóna ,og er nú sótt að borginni bæði úr suðri og norðri. Þjóðverjar efla vamir sínar eftir föngum nær borginni, en þó virðist þedm hafa þótt ráðlegra að flytja stjórnina þaðan nær AustunríM.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.