Alþýðublaðið - 12.12.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.12.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. desember 1944 ALÞYÐUBLAÐm Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur armast B. S. í., sími 1540. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Sinfonia pastorale eftir Tartini. b) Lög úr „Gullna hliðinu" eftir Pál ísólfsson. (Hljómsveit leikur, undir stjórn dr. Urbantschitsch). 20.45 Erindi: Skipulag heimsvið- skipta, I. (Ólafur Björns- son dócent). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin é píanó. 21.15 íslenzkir nútímahöfundar: Halldór Kiljan Laxness les út skáldritum sínum. 21.40 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Minningarorð Trésmiðaféiagið Frh. af 2. síðu. borizt og sleit síðan borðhald- inu, en eftir var stigin dans langt fram eftir nóttu. Núverandi stjóm félagsins er þannig skipuð: Tómas Vig- fússon, formaður, Einar Kristj- ánsson, Guðmundur Halldórs- son, Gissur Sigurðsson og Ár- sæll Sigurðsson. Kvennadeild Slysa- I vamafélags Islands | r \ heldur «fund annað kvöld miðvikudaginn kl. 8,30 s. d. í Strandgötu 29. Til skemmtunar: Spiluð framsóknarvist. Verðlaun veitt. Konur beðnar að fjöl- menna og hafa með sér spil. Stjórnin. Ágætar íslenzkar Gulrófur í 5 og 10 kg. pökkum. Allt sent heim. Úrvals þurrkaður Söltuð norðlenzk Hverfisgötu 123 hjá Hafliða Baldvinssyni Sími 1456. Sigrún Pálsdéttsr Blöndal á Hallormsstað SIGRÚN Á HALLORMS- STAÐ er nafn sem lengi hefir hljómað í éyrum íslend- inga með sérstökum blæ. Sig- rún á Hallormsstað var ung vel menntuð og gáfuð stúlka, stuttu eftir aldamótin síðustu. Hún lét opinber mál til sín taka og tal- aði á mannfundum t. d. um póli tík. Hún fór ,,ekki út í sveit, að elta þessa Jóni“ eins og Þor steinn Erlingsson sagði, í kosn ingum 1908. Áratug síðar er hún gift kona og kennari á Eið um; þjáðist maður hehnar þá af illkynjuðum sjúkdómi er hún létti honum eftir föngum t. d. í siglingu til Danmerkur. Nokkru síðar er hún orðin hús freyja á eignarjörð sinni og rek ur skóla ásamt manni sínum við ágætan orðstír. Þá er Hall- ormsstaðaskólinn stofnaðar fyr- ir húsmæður. Hún er sjálfkjör in til að veita honum forstöðu. Og þarna setjast þau að, ein hin glæsilegustu og mezt mennt uðu hjón í landinu, bæði ágæt ir kennarar — á einum fegursta stað sem finnst í sveit á land- inu, skógarjörðinni frægu, H»I1 ormsstað, við hafið gula á ís- landi. Og áratugur líður við starf og yndi á nýlendunni' við Hall ormsstað. Nú ber Sigrúnu mjög upp yfir íslenzkar konur í á- hrifum frá skóla sínum og störf um í menningar þágu kynsystra sinna. Þá felíur maður hennar frá með skyndilegum og hörmu iegum hætti. Meira gat Sigrún á Hallormsstað ekki misst, eins og starfi og aðstöðu hennar þá var háttað, þó hélt hún ótrauð áfram og nú er Sigrún á Hall- ormsstað orðin ekkja og það síg ur að lokum um lífdagafjöld og æfikvöldið logar af sólna- sindri minninganna, um mikið æfistarf .Nú er að bíða þess að dagsdns heiði sökkvi bak við fprtjald eiþekkingariinnar á þeim lögum lífsins, sem vizka mannkynsins hefir eigi enn get að handan fyrir horft; það dag setur varð aðfaranótt hins 28. nov. s. 1. Úibfeiðið Álþýðublaðfö. Sigrún Pálsdóttir Blöndal var fædd að Hallormsstað 4. júní 1881. Má segja, að að henni standi eingöngu presta og sýslu mannaættir á Austurlandi. Fað ir bennar var Páll stúdent Vig- fússon pres'ts í Ási Guttorms- sonar prófasts í Vallarnesi Páls sonar prófasts á Valþjófsstað Magnússonar. Móðir Páls stú- dents var Björg Stefánsdóttir prófasts á Valþjófsstað Árna- sonar prófásts í Kirkjubæ Þorsteinssonar, eða það sem frekar er talið, Stefánssonar prests í Presthólum Þorleifs- sonar prófasts í ^ Múla. Móðir Stefáns prófasts Árnasonar var Björg Pétursdóttir sýslumanns á Ketilsstöðum Þorsteins sýslu manns á Víðivöllum Sigurðsson ar bónda í Jörva í Haukadal, Þorgilssonar, Bergþórssonar, Bjarnasonar, Sveinssonar og Ragnhildar Gahiladóttur prests á Staðarbakka Hallgríms bóncM á Egílsstöðum í Vopnafirði, um 150,0, en frá honum eru ef til vill allir nú lifandi ísl. komn ir. Kona Péturs sýslumanns og móðir Bjargar var Þórunn Guð mundsdóttir prests á Kolfreyju stáð Pálssonar prests s. st. Á- mundasonar. Móðir Sigrúnar á Hallorms- stað var Elisabet Sigurðardótt ir prófasts á Hallormsstað hins þjóðkunna þingmanns Sunn- Mylinga, héraðshöfðingja og rithöfundar Gunnarssonar Sigrún P. Blöndal íbómdi 'Sikíða — Giunnarseonar Þorsteinssonar prests á Skinna stað Jónsscnar lögréttumanns á Einarsstöðum í Reykjadal Jóns sonar við Mývatn Ingjaldsson- ar Jónssonar Hallgríms skálds. Verða nú ekki frekar raktir ættstuðlar Sigrúnar á Hallorms stað. Vorú foreldrar hennar Pál'l og Elísabet á Hallormsstað hin mestu gáfu og myndarhjón Páll stofnaði blaðið Austra og iráð mest-u um það meðan hans naut við, en hann dó umgur og meðan Sigrún var í bernsku, en Elísabet hélt búskapnum áfram á Hallormsstað. Var hún víð- kunn rausnar og höfðingskona. Átti hún auk Sigrúnar son, Gutt orm, sem hún lét læra skóg- fræði, og síðan gerðist skóg- arvörður á Hallormsstað og hef ir stofnsett þar myndarlegustu skógræktarstöðina í landinu. Elísábet unni Hallormsstað með ,,ærslum“ og börnin voru upp- alin í þeim anda að vinna fyr ir staðinn. Sonurinn komst þar fljótlega á beina braut. Dóttir im áitti lemgri og sieimfiærari leið. Hún lærði í Kvennaskólan um í Reykjavík og síðar á Askov 'í Danmörku. Vaknaði snemma löngun hennar til kennslu og skólastarfa og þá fyrst og fremst á hinum fagra Hallormsstað. Leið Sigrúnar lá þó burt frá Hallormsstað. Hún giftist Bene dilk-t G. Blöndail kemnara á Eið-1 um og átti heima þar til 1924. Stundaði hún kennslu við skól- an,n auk margháttaðra starfa fyrir kvenfélög og kennarasam bönd. Þá fluttust þau hjónin að Mjóanesi í Skógum eigi langt frá Hallormsstað; þá jörð átti hún. Sigrún var á heimleið. Þar stofnuðu þau hjónin skóla fyrir ungar stúlkur og var kennslan bæði til „munns og handa,“ því nú vaf Sigrún orð- in kvenna fróðust um hannyrð ir og vefnað og bárust geysi- áhrif frá skóla hennar í þeim greinum út um héraðið. Tók hún nú að vinna ötullega að æsku hugsjón sinni, hús- mæðrasóla á Austurlandi og 1930 tók skólinn til starfa og Sigrún var komin heim á Hall- ! ormsstað. Þá var hún orðin 48 ára að aldri, eiginkona og móð ir, og átti nú að bera ábyrgð á skólastofnun sem var nokkuð leiinisfiaikit fyrirbrigði á þeim ár- um. Húsmæðraskóli í sveit. Nú var Sigrún landnámskona. Sköli hennar yar nýstofnun ' Honum var fengið óyrkt land, utan túns á Hallormsstað, allt varð að sera að nýju til. Rækta ifcún í steóigarrjóðiri, byiggjia hlöðu o^ neningshús. Þarna naut hún ágætrar aðstoðar ágæts eigin- manns og þetta var allt fram- kværnt með mesta myndarskap Jarðarför mannsins míns, Bjarna Einarssonar frá Straumfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 13. þ. m. kl. 2 e. h. Anna Jónsdóttir. Konan mín, líairín Eiríksdóffir andaðist að heimili okkar Sólvallagötu 26, þann 11. þ. m. Fj^rir mína hönd og annarra vandamanna, Jóhannes Bjarnason. Hjartanlega þökkum við, öllum sem sýndu samúð og veittu aðstoð við fráfall og jarðarför, Jóíiínu Sigmriijargar Kristmundsdóttur. Fyrir hönd vandaimanna, Björg Guðmundsdóttir. Magnús Pétursson. Hér með tilkynnist vinum og ættingjum að tengdafaðir minn og afi Oddur HeBgason andaðist í Landakotsspítala 11. desember. Jóhanna Friðriksdóttir og börn. ia Vantar til þess að bera blaðið til áskrifenda í eftirtöld hverfi: Hverfisgötu Barónssfíg Höfðahverfi Braeðraborg^rstig og SóIvelBi á fáum árum. Stóð nú skól- | inn á Hallormsstað með blóma. Auk kennslunnar var hann not aður fyrir sumargistihús og þegar vegarsambandi varð kom ið á milli Austurlands og ann- arra landhluta, streymdi þang að landslýðuinn, til að njóta fegurðarinnar á Hallormsstað. Laðaði nú allt að. _ Fádæma myndarskapur, gáfuy fróðleik ur og gestrisni húsbændanna var allt með frábærum hætti. Hallormsstaður óx með ári hverju áður var hann prestsset ur með klukknahringingum og þár sat hver héraðshöfðinginn eftir annan, nú var þar enginn prestur, -eh nú úar þar kona, sem setti mótið mest á staðinn og nú var Hallormsstaður orð inn eitthvað meira, en prestset ur í.hugum fólksins. Hann var orðinn helgidómur. — Og kannski sá eini sem þjóðin á núna á stríðsgróðatímanum. -— Nú dró fyrir ský fyrir sólu. Benedikt Blöndal, varð úti í stórhríð á Þórudalsheiði 9 .jan. 1939. Það varð héraðsbrestur við fráfall hans. jfíann var mest virtur maður á Fljótsdalshér- aði á þeim tíma. Var það ein- kenni Sigrúnar að engan dró hún niður en öllum lyfti hún til nokkurs þroska er nærri henni áttu leið. Sigrún hafði nú misst sína aðra hönd, en hélt þó ó- trauð áfram og hallaðist í engu' vegur staðar né skóla, að því er séð varð. Sigrún bætti enn við sig störfum og tók að leggjc stund á þjóðlegan fróðleik Hverju hún fékk áorkað í þv éfni er enn eigi komið í ljós Þannig er ramminn un myndina af ytri æfi Sigrúna: á Hallormsstað. Það bíður am arra og annars tíma að skrif; um Sigrúnu á Hallormsstað starfi og lífi; þar er auðugt efn og nóg í bók, sem kosta mund 200 króniur. Við sem vorun henni samferða um æfigöti vitum að það varð „alltaf greii ara þar sem hún stóð“ og miki hæfni hennar í gáfum og áhri um verður okkur ógleyman leg. Nú drúpir Hallormsstaðui Áustfirðingar syngja þar yfi moldum Sigrúnar í dag. Yfi þeim syrgir frumvaxta sonu þeirra hjóna, Sigurður, í 6 beh Menntaskólans á Akureyri. Hallormsstaður hendi guðs þi sló hæsta björkin féll j þínum skó Eflaust áttu sól, þar aftur ri risabjörk í skógi tíma nýs. Benedikt Gíslason frá ÍIofteigL fuNDÍK&STÍLKYKNÍNÍ '4 ' ;•; '■ - • . . . St. íþaka nr. 194 Fundur í kvöld kl. 8.30. Erindi: S. F. J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.