Alþýðublaðið - 12.12.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.12.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. desember 1944 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fjúkandi reiður maður skrifar um vatnið, heitt og kalt, blaðamennina og bæjarstjórnarkosningar. — Ljóslaus skrifar um ljósleysi í skammdegi. ALFUR ÚR HÓL skrifar: „Ég er fjúkandi reiður. Út af hitaveitunni og út af kalda vatn- inu. Ég er einn „háttsettur“ borg ari þessa bæjar — bý á Skóla- i vörðuhæðinni. Er ekki eðlilegt að xnaður reiðist? Heita vatnið hverf ur upp úr hádeginu, svo kynda | þarf með kolum hálfan daginn j eða meir. Ég má víst annars þakka fyrir að hafa ekki fargað miðstöðvarkatlinum mínum, eins og margir aðrir, og get því kynt með kolum, þegar líður á daginn. Og kalda vatnið, sem hverfur um hádegið kemur ekki aftur fyrr en um kvöldið. Ég segi það satt, að ég hef ekki möglunarlaust greitt vatnsskattinn síðustu 20 árin, en svo lengi er vatnsleysið búið að standa.“ „HELGI HITAVEITUSTJÓRI stakk upp á því um daginn, að loka fyrir stóru skrifstofubygg- ingamar í miðbæoium. Það var góð tillaga, en hvers vegna er hún ekki framkvæmd? Hann sagði, að með því mætti spara 10% af vatninu og mér skilst að það nægði þó nokkrum íbúðarhús um. Hannes minn! Þið blaðamenn irnir eigið að hjálpa okkur bæj- arbúum, til þéss að ólagið á hita veitunni hverfi. Ef blöðin geta það ekki, þá hver? spyr ég (því ég hef meiri tríj á blöðunum en Lofti).“ „BLÖÐIN EIGA fyrst og.fremst að vera fyrir almenning. Þegar eitthvað þarf úrbótar með, sem heill almennings varðar, þá eiga blöðin að fylkja liði og linna elcki látum fyrr en trassaskapurinn lætur undan, hvort sem í hlut eiga einstaklingar eða yfirvöld. Ég er sannfærður um, að ekkert mætti skipuleggja með eins góð- um árangri eins og samtakamátt dagblaðanna til áhrifa um ýmis þjóðþrifamoál. Þið blaðamenn eig- ið að sýna manndóm ykkar og samtök víðar en á hinum frægu kvöldvökum ykkar, sem þið erúð svo innilega samhentir með. Þið blaðakóngarnir gleymið því alltof oft, að þið eruð mesta valdið í okkar landi, eins og annars stað- ar, ef því ,qr beitt. Það þyrfti sannarlega að skamma ykkur ær- lega ,ekki fyrir misbeitingu valds ins, held'ur fyrir vannotkun þess.“ „LOKS, EF ALLT ANNAÐ BREGST, þá hef ég hér tvær til- lögur til athugunar í 'hitaveitu- málinu. Önnur er sú, eins og' kunningi minn stakk upp á, að senda alla okkar vatnsfræð\inga til vesturvígstöðvanna, svo þeir mættu læra þar viðbragðsflýti og verkleg störf, en fá hins vegar í staðinn nokkra þjálfaða verkfræð inga, sem væntanlega þyrftu ekki fleiri vikur en hinir ár, til þess að lagfæra kalda vatnið að minnsta kosti.“ „HINA TILLÖGUNA á ég sjálf ur. Hún er sú, að strax upp úr ára mótunum fari fram bæjarstjórnar kosningar hér í Reykjavík. Geri ég fastlega ráð fyrir að þá kom- þt allt í lag í einum hvelli, eins og vant er við þau tækifæri." „LJÓSLAUS" skrifar í skamm- deginu: ,,Ég er einn af þeim ó- gæfusömu mönnum, sem hafa orð ið vegna hinnar sáru húsnæðis- eklu að hrökklast suður á Kópa- vogsháls. Þar er ekkert vatn, nema það sem setuliðið gefur okk rur, þar er ekkert heitt vatn til þess að hita upp þessa kofa, sem við verðum að hírast í, en þessir kofar eru margir hverjir næsta ó- vistlegir. Sumt af þessum kofum eru sumarbústaðir, sem við verð uin að leigja, og öðrum höfum við reynt að krækja upp yfir okkur og krakkana til þess að eiga eitt-' hvert makkaskjól, • en þeir eru kaldir og óvistlggir margir hverj- ir; og þar er ekkert rafmagn.“ „NÚ ER ÞAÐ SVO, að bæjar- ráð Reykjavíkur er fyrir löngu búið að leggja fyrir rafmagnsstjór ann að láta okkur hér fá rafmagn til þess að lýsa upp hreysi okkar með, en „vort ferðalag gengur svo grátlega seint“. En það er ekki von, að þeir sem þessum málum ráða og stjórna, skilji okkar áð- búð hér. Þeir búa í glæstum söl- um í höfuðborg hins íslenzka lýð veldis, uppljómuðum af rafmagni í skammdegismyrkrinu, og þeir hafa gægð af heitu vatni til þess að hita hallir sínar upp með í skammdegiskuldanum. (Ætli það?) Það er svo sem ekki von, að þeir setji sig nokkuð í okkar spor. úti á nesjunum, í köldum og rökmn kofum með léleg eldfæri og ef til vill kertaljós fyrir rafmagn, en við og börnin okkar eru lika menn, og þau spyrja oft án afláts, af hverju getum við ekki fengið líka rafmagnsljós? þegar þau sjá Ijósa dýrðina svo að segja allt um kring.“ „ÆTLI' RAFMAGNSSTJÓRINN vildi nú ekki taka rögg á sig og leggja hingað rafleiðslur eins og honum ber skylda til, já, og það meira að segja nú þegar, svo þessi litli þáttur í rafmagnsmálum Reykjavíkur láti sér ekki verða eins átakanlega til skammar, eins og rafmagnsmál Reykjavíkur hafa verið hingað til, því nú er þó ork an nóg, svo ekki þarf því um að , kenna, enda er verið að vinna að því nú, að verða af með eitthvað af henni til Keflavíkur." Hannes á horninu. Fundur í F U. J. annað kvöld Félag ungra jafnað- ARMANNA iheldur fund annað kvöld kl. 8.30 síðdegis í fundarsal félagsins, Banka- stiræti 2. Á fundinum verða rædd ýmis félagsmál, ennfremur verð ur rætt um fyrirhugaða árshá- tíð félagsins. Þá mun hinn ný- kjörni forseti Sambands ungra jafnaðarmanna, Gunnar Vagns son flytja ávarp, Ilelgi Hann- esson, ritari Alþýðuflokksins, mun flytja erindi, er hann nefnir „Alþýðuflokkurinn og unga fólkið“, og Ingólfur Kristjánsson, blaðamaður, les upp bókarkafla eftir Óskar Að- alstein Guðjónssoh, rithöfund á ísafirði. Félagar eru sérstaklega hvatt ir til að mæta á fundinum, því ýmás áríðandj félagsmál verða til umræðu. Heilderúfgáfa Ténfisfarfélagsiitsá verkum Hallgríms Péfurssonar verður alls þrjú bindi og kom það fyrsta- þeirra út í fyrra, en það voru: með ýtarlegum inngangi eftir sr. Sigurbjörn Einarsson, docent. í næsta bindi, sem er væntanlegt næstu daga, verða \ Veraldleg kvæði skáldsins og þar á meðal Króka-Refsrímur, sem ekki hafa áður verið prentaðar. — Hafa þeir Finnur Sigmundsson, landsbóka- vörður og Steingrímur Pálsson, magister séð mn útgáfu þessa bindis og skrifar hinn síðarnefndi formála fyrir þvi. — Á næsta ári lýkur svo útgáfunni með þriðja bindinu, sem hefir að geyma sálma sr. Hallgríms og önnur verk hans í bimdnu og óbundnu máli. Þetta er veglegasta útgáfan, sem komið hefir af verkum noklcurs íslenzks höfundar. Upplagið er mjög lítið, aðeins þúsund tölusett eintök. Hvert bindi kostar 200 krónur. , Munið, að með því að kaupa öll hindin, haíið þér ekki aðeins eignast merkilegt ritsafn, sem verður því verðmætara, sem stundir líða, heldur hafið þér samtímis lagt af mörkum 4—500 krónur til væntanlegrar Tónlistarhallar. — Tónlistarfélagið gefur einnig út fyrir jólin til ágóða fyrir Tónlistarhöllina: Íslandsvísur Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta) í eitt hundrað og fimmtíu ljósprentuðum eintökum, en -allmörg þeirra eru þegar pöntuð. Áskriftarsísni er 2864 Virðingarfyllst Tónlisfarfélagið Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hrings ins fást í verzlun frú I Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12 Kápur með silfurrefa skinni Höfurn aftnr fengið kápur með astrakan, plydskápur og dömufrakka. ■■ ■ :■'.■■ . ■ "V ' ■’ Nýkomið: Dömutöskur, hanskar og hálsklútar í fall egu úrvali. G. A. M. Verzlunin Grettisgötu 7 (horni Klapparstígs og Grett- isgötu). Til jólagjafa Eldfast gler. Stell — Silfurplett — Kertastjakar — Vasar — Púðurdósir — Saumakassar — Myndarammar — Festar — Nælur — Hringar — Myndaalbúm — Lindarpennar — Spil — Leikföng — Flug- módel — Svifflugvélar — Jólatrésskraut — Kínverjar — o. fl. K. Einarsson & Björnsson Effirmiðdagskjélar alltaf fyrirliggjandi í f jölbreyttu úrvali. ■ ■■ . . ■ ' ( Ragnar Þórðarson & (o. AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 2315 \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.