Alþýðublaðið - 13.01.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.01.1945, Blaðsíða 6
Lífll móðir Móðirin, sem sést foér á myndirmi með barnið sitt, eins mán- aðar gamalt, í fanginu, er sennilega ein af minnstu mæðrum bfiimsins. Hún ér aðeins þrjú fet og níu þumlungar. Hún á áeima í Cfoicago. Faðirinn stendur við hlið hennar. Kína effir HANNES Á HORNINU Framh. af 5. síðu. semdir við, ef hegðun þess var x einhverju ábótavaxit. Nú er öldin önnur. Það er fyrst á vorin, sem foreldramir fá að sjá einkunnir bamsins og frammistöðu. Þess vegna er erfitt fyrir foreldra að fyigjast með því sem er að gerasrt í skólanum á hverjum tíma nema sérstök áherzla sé á það lögð, því allt. tojal kennaranna um samvinnu við heimilin er ekkert annað en orðin tóm.“ „ÞAÐ HEFÐI T. D. ékki verið úr vegi að Gunnar þessi hefði lát ið foreldra bamsins, sem var orð- ið 125 bls. á eftir í bekknum hans, vita, svo að þeir hefðu reynt að hjálpa því áfram með reikninginn, fyrst Gunnar þessi gerði það ekki. Gimnar þessi virðist mjög hneyksi aður yfir því, að ég skuli leyfa mér að tala um kennslumál og þá að því er virðist vegna þess, að mig skorti þekkingu á þeim. Það væri ákaflega æskilegt að allir ménn hefðu eitthvert skólapróf. En þau eru samt ekki fullgildur mæli kvarði á manngildi hvers eins. Þegar út í lífið kemur þá verður maðurinn fyrst að leysa prófraun sína af hendi. Það er próf, sem við gætum kallað meirapróf lífsins. Á því hafa margir fallið og það kenn arar líka.“ Hanxies á hominu. Öngþveilið í verSiags- málununt Frh. af 4. síðu. gerðar háldgóðar ráðstafanir til úrlausnax á verðlagsvandamál- unum, eru siðferðilegs og félags legs eðlis, en af því leiðir, að þessi vandamál og önnur skyld vandamál, sem standa í sam- bandi við baráttu stéttanna um efnaleg lífsgæði, verða ekki t leyst fynr en hugarfar einstak- linganna og viðhorf þeiirra til hvers annars ög þjóðarheildar innar hefur gerbreytzt frá því, sem er og hefur verið. Október 1944. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN M. af 4. síðu. e. t. v. brytist út í einhverju landi, sem bandamenn hefðu frelsað undan oki Þjóðverja, hefði lítil eða engin áhrif á styrjaldar- rekstur bandamanna; þá tel ég sarnt, að þeir eigi, eftir beztu getu að kama í veg fyrir, að landinu verð stjómað af einkahersveitum, sem brjótast til valda í skjóli vopna og útbúnaðar, sem bandamenn hafa fengið Iþeim í hendur, til þess að berjast gegn Þjóðverjum. Ég tel, að slik afskipti séu bæði heiðarleg og mamxúðleg, ásamt því að vera í fullu samræmi við þá ábyrgðarkend, sem. hlýtur að skapast við það að búa heilar þjóðir hergögnum án þess að geta fyllilega fylgst með því í tovaða höndum þau toin sömu toergögn lenda. Það myndi og auka mögui- ieikana til þess, að manrjkynið gæti, sem fyrst snúið sér að frið- arstarfinu, þegar er Þjóðverjar hafa vgrið lagðir að velli.“ Innrésin á Filipps- eyjar Frh. af 3. síðu. samBtállf átöík Asíumænna. Á ári hverju fór fjöldi Filipps- eyjamanna til náms í Banda- ríkjunum, drakk í sig engil- saxneska menningu og háttu og gerði sitt til að lyíta hugs un og menningu eyjarskeggja upp yfir tilvéru frumstæðra þjóða. HÉR VÆRIEF TIL VILL VETT VANGUR til þess að lýsa ör lítið landsháttum og.atvinnu vegum á þessum eyjum en til þess er etóki rúm að sinni, en ef til vill vetður það gert síðar. VONANÐI HEPPNAST MAC ARTHUR áform sitt að hrífa þessi eylönd aftur úr greip um Japana þótt „hinn frægi“ hershöfðingi, Yamashita, stjórni vöminni, eins og Ber línarútvarpið segir. Frh, «f 5. sflkL vel ranglega álitið trúboðið vera i þágu keisaravaldsins. Fyxir nokkrum áratugum síðan átti það sér stað, að Kínverjar, sem margir hverjir höfðu alizt upp í kristnum sið, álitu trúaráróð- ur Ameríkumanna og Evrópu- búa ganga firru næst. Þeir halda því fram, að . eigingirni og sj álfsálit hafi ráðið jafn miklu um starf trúboðanna eins og viljinn til þess að frelsa sálir og útbreiða kristnina. Þeir hafa ýmugust á „frelsunar“ tilfinn- ingu trúboðanna en álíta hana vera sameiginlega öllum þeim, sem vinni að því að breyta trú arbrögðum þjóða eða einstakl- inga. Kaþólska kirkjan getur litið yfir þriggja alda starfstímabil í Kína, og síðasta almenna mann talið í Kína hefur leitt í ljós, að 2,813,000j Kínverjar eru kaþólstórar trúar. Mótmælenda trúboðið náði hámarki í árangri sínum árið 1923, þegar 8325 amerískir, brezkir og kanadisk ir trúboðar í Kína starfræktu a. m. k. 1,149 trúboðsstöðvar. En síðan komu umbrot borgara styrjáldarinnar. sem lauk með sigri andkristinna frelsisvina, sem mynduðu sérstakar deildir innan h.ersins og áður höfðu verið róttækir vinstrimann. Þetta olli algjörri upplausn trúboðsins og fjöldi eigna, sem því höfðu tilheyrt voru eyði- lagðar. Árið 1935 voru 6,150 trú boðar í landinu, í alls 1,130 trú boðsstöðvum, * Vafalaust hefur hinn stórfeng lega og oft tækifærissinnaða trúboðsaðferð kristinna manna í Kína haft miður æskileg og fráhrindandi áhrif á fólkið og hindrað útbreiðslu krisninnar í landinu. Kínverjar eru yfirhöf uð ekki trúhneigðir í raun og veru, þrátt fyrir ýmislegt, sem bendir eindregið á, að þeir séu þó hjátrúarfullir. Samt sem áð ur eru þeir frekar rökréttir í hugsun, og gagnrýni þeirra á ýmstxm trúabragðaflokkum, er keppast við að breyta og bylta fornri trú þeirra, leiðir til þess, að þeir tortryggja þessháttar starfsemi og gera jafnvel at- hlægi að henni. Þegar mótmæl- i endatrúboðið stóð sem hæst, voru fimm trúboðar þar frá | pnskuíkirkjunni, níu baptistar fjórir fríhyggjumenn,, átta methodistar, sautján lúterskir, tíu presbyteriar, tveir ný-pres- byteríar, fimm safnaðarráðs- trúboðar og þrjátíu og þrír, sem töldust „utan sérstakra trúar- flokka.“ Sumir þessara trúboða vor styrktir af félögum, eins og t. d. Postulatrúarfélaginu, Helg unarsambandinu, 3jöunda-dags aðventistum, Bræðrafélaginu, Ebenezer-trúboðinu, Bethel-trú boðinu auk margra annara. Eng in furða þótt Kínverjarnir yrðu ruglaðir á öllu saman* Og ekki voru þeir Kínverjar fáir, sem brostu í kampinn, þegar þeir heyrðu sagt frá Turninum í Babylon. — — Hin ótrúlegustu atvik áttu sér stað. Eitt sumar, til dæmis kom það fyrir, að í félagi út- lendinga í Peking, — annarra en trúboðanna, — var mikið hlegið að sögu nokkurri, sem tveir Ameríkanar, sem bjuggu | í Peking, sögðu, eftir að þeir komu úr ferðalagi, sem þeir höfðu tekizt á hendur uppmeð ánni Yandsze fyrir ofan Chung king. Þeir höfðu lagt af stað á bát, sem dreginn var af stóru skipi upp eftir ánni. Þeir höfðu látið staðar numið við trúboðs- stöð nokkra. Eftir að þeir höfðu fengið sér bað fóru þeir niður til þess að drekka teið sitt, klæddir baðfötum með stuttum ermum og V-löguðu hálsmáli. — En veitingákonan varð ekki lítið skelfd, þegar hún sá þá. — Hún var í trúboðssveitinni. „Ég er hrædd um, að ég verði að biðja yður að sveipa ein- hverju yfir herðarnar á yður, rnaður minn,“ sagði hún. „Sjáið þér til, — 'allt okkar þjónustu- fólk eru eintómir karlmenn, og að láta sjá sig svona fáklæddan getur vakið hjá þeim holdlegar tilfinningar." 1 Sem utankirkjurhaður get ég, fullyrt, algjörlega hleypidóma- Íaust, að hinn tiltölulega miklu betri árangur kaþólsku kirkj- unnal- í Kína, samanborið við lúterska trúboðið, stafar ein- göngu af því, að kaþólska kirkj an sendir eingöngu vel lærða og reyna menn til trúboðsins. Mótmælendatrúboðið í Kína á mikið lof skilið fyrir ýmisleg störf sín, eins og reyndar önnur sambærileg félög eða einstakl- ingar, alveg eins og það verð- skuldar gagnrýni fyrir yfirsjón ir og vankanta, sem hæglega hefði mátt sneiða hjá. Það er hægt að deila um það, hvort sjálft trúboðið hafi svarað kostn aði fyrir þá, sem hafa lagt slíkt á sig, — en óneitanlega hafa trúboðarnir verið til mikils gagns á sviði fræðslu og upp- eldis og eins hvað snertir hjálp arstarfsemi og hjúkrun. Trúboð arnir hafa oft og tíðum sýnt undraverða þrautseigju í starfi sínu við skóla,sjúkrahús og hjálparstöðvar, — í fórnfúsu starfi fyrir holdsveikt fólk og menningarstarfsemi K. F. U. M. og K. F. U. K. Trúboðamir hafa stöðugt beitt sér fyrir því, og töluvert orðið ágengt, að kín- verskar konur hættu að nota of þröngan fótabúnað, og sömuleið. is hafa þeir unnið, að því, að kon ur nytu fyllri réttar en áður hefur tíðkazt. Menningarvið- leitni trúboðanna verður að njóta þess sannmælis, að úrval amerískra og brezkra bóka (sem trúboðamir hafa sjálfir valið) hefur verið þýtt á ikínversku og auk milljóna-upplags af Biblí- unni hefur fjöldi annarra bóka verið prentaður og dreift út meðal fólksins. Sem dæmi má nefna það, að árið 1936 voru gefin út 211 tímarit á kínversku, sem út komu á vegum mótmæl endatrúboðsins. Meðal ásakana á hendur er- lendum trúboðum af hálfu kín verskra flokka og leiðandi manna, er sú, að kristniboðið ’ vilji gera lítið úr kínverskri sið fræði, þjóðfélagsháttum og [ stjómmálaafstöðu og séu því í ' hæsta máta „óþjóðlegir“; að trú boðsskólar leggi meiri áherzlu á trúaráróður en hlutlausa fræðslu; að kristnin sé mótfall- in forfeðradýrkuninni, sem er grundvöllur hins kínverska fjöl skyldulífs; að trúboðið taki stundum þátt í óheiðarlegum viðskiptum, sem séu Kínverj- um skaðieg, og auk þess hafi hin stöðuga nærvera kristinna trúboða orðíið til varanlegrar hendur truboðunum. Fjöldi kín verskra menningarfrömuða hef ur verið þeirrar skoðunar, að jafnvel þótt amerískir kollegar þeirra hafi komið mörgu góðu til leiðar í Kína,’ hafi þeir la-gt of mikla áherzlu á trúboðið og vestræna sögu. Að þessu stríði loknú munu Kínverjar ekki kæra sig um það, að kínversk- um æskulýð sé kennt að heiðra George Washington og Abrá- ham Lincoln, eða trúa því, að lífsskoðun og stjómmálastefna Ameríkana muni vera sú bezta Laogardagur 13. janúar IIHS Betora að pantt -tlega. Steinunn Valde - - -* óttír. sem til sé. Kínverjar sa»nu treysta á forystu dr. Sun Yat- sen og yfirhershöfðingjan® > Chlang Kai-Sek til þess að haldai áfram hinu hugdjarfa varnar- stríði gegn óvininum, sem er einsdæmi í síðustu tíma sögu sökum baráttuþreks Kínverja. * Að stríðinu loknu munu Kím verjar þarfnast mikillar hjálp- ar og þjónustu trúboðanna, — manna og kvenna, sem em reiðu búnir til þess að færa ákafar fórnir í þágu þess málstaðar, sem þeir berjast fyrir. Háskóla- og aðra skóla vérður að reisa úr rústum að nýju; og ekki er síður þörf á því, að sjúkrahúæ in geti orðið sem fyrst starfs- hæf. Þörf Kínverja fyrir auk- inni fræðslu á sviði lækninga og hjúkrunar er mikil, og óéfað munu þeir taka fegins hendi við fræðslu á þeim sviðum frá öðrum þjóðum. Aftur á móti er ólíklegt, að þeir séu eins gin- keyptir fyrir erlenda trúboða og reyndar vafasamt, hvort þeir munu þola þá öllu lengur í landinu, — trúlegra er, að þjóðin muni gera ráðstafanir til þess, að áhrif þeirra verði úti- lokuð, svo að hinir sönnu kín- versku guðir haldi heiðri sínum og rétti í hjörtum þjóðarinnar á komandi tímum. Skofið á fólk og leilai á því á gölum úfl f OsfÖ REGNIR frá Norsk Tele- grambyrá í London hafa það eftir Norðmanni, sem ný- lega er kominn til Stokkhölms, að Þjóðverjar og kvislingar sént orðnir svo taugaóstyrkir vegna skemmdarerkanna í Noregi, ai þeir „skjóti hvar, sem er, og hvenær, sem er, og á hvern, sem er,“ eins og hann orðar það. Nýlega var skotið að nætur lagi á þrjá friðsama vegfarend ur í Osló, og þeir hittir, en þvi næst tóku Þjóðverjar þá í „gæzlu“. Norðmaðurinn segir, að það hafi hvað eftir annað komið fyx ir hann sjálfan, að á honum væri leitað. Slíkir viðburðir em daglegt brauð á götum úti, £ sporvögnum og í bílum. Þann- ig var hann og fjórtán aðrir nýlega umkringdir á Karl Jo- hansgötu í Osló og neyddir til þess að klæða sig úr jakka og vesti á meðan leitað var á þeim. Skjalatöskur manna eru opnað jafnvel fyrir að fólk er neytt til að klæða sig úr á götum úti í hellirigningu. Hvað skexrundarverkin í Nor egi snertir, er almennt álitið þar í landi að þau séu framkvæmd samkvæmtí fyrii-mæljum frá * nosrkum heryfirvöldum, og að einstaklingum séu engin skemmdarverk leyfð upp á eig in spýtur. (Samkvæmt fregn frá norska blaðafulltrúanum í Reykjavík). srmanar kmverskum guðum og sjalfri landsstjórninni. Þetta meiga teljast ærnar sakir á ar og vasar tæmdir. Það kemur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.