Alþýðublaðið - 13.01.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.01.1945, Blaðsíða 7
L&sugardagur 13. janúar 1945 ALÞYDUBLADID Bœrinn í dag. annast Hreyíill, ; Næturlæknir er1 í Læknavarð- ^tofnnni, sími 5030. ij Nsaturvörðux er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur istoi 1633. ÚTVARPIÐ: 3,30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.3® Dönskukennsla, 1. floklcur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Préttir. 20.20 Útvanpstríóið: Eirtleikur og tríó. 20.45 Ljóðskáldakvöld: — Upp- lestur. — Tónleikar. (Vil- hjálmur í>. Gíslason o. fl.). 22.00 Fréttir. 82.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Kvifcmyndafélagið Saga h. f. hefir sótt um lóð undir bygg- Ingu fyrir starfssemi sína. Bæj- arráð hefir gefið félaginu kost á lóð á horni Mikluhrautar og Hafn arfjarðarvegar eftir nánari út— visun síðar. IJinðæmisstúkan nr. 1 hesfir skorað á bæjarstjórn að ráða mann, til að rannsaka hver áhrif, fjárhagsleg og menningar- leg, áfengisverzlunin hafi á hag- bæjarfélagsins. Var bréf umdæm- &sstúkunnar lagt fram á fundi Ibæjarráðs 12. þ. m., en bæjarráð ákvað að fá umsögn framfærslu- nefcdar um málið. Afmælistónleikar Péturs Á. Jónssonar, sem fresta varð s. 1. sunnudag, verða haldnir með aðstoð þeirra Guðm. Jóns- 3onar söngvara og dr. Úrbant- ischtsch, á morgun, sunnudag kl. 1.30 e. h. í Gamla Bíó. Fáeinir aðg^ngurrtiðar, sem skilað hefir verið aftur, verða seldir í dag í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og í Hlj óðfærahúsinu. Nesprestakall. Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 8.30 e. h. á morgun. Að gefnu tilefni ósfikar Sigurður Sveinbjörnsson vélsmiður, Skúlagötu 6, það tek- ið fram að uppboð það, er borgar dómari hefir auglýst ag fram eigi «3 fara við vélaverkstæði hans : dag, sé honum sjálfum eða véla> verkstæði hans algerlega óviðkom andi og þýði því ekkert að snúa sér til hans eða starfsmanna hans Jbví viðkomandi. JBallgrímssókn. Batnaguðsþ j ónus ta á morgim í Austurbæjarskólanum fcl. 11 f. Sh. Séra Jakob Jónsson. — Messað á sama stað kl. 2 e. h. séra Jakob Jónsson. Sunnudagaskóli í Gagn- Æræðaskólanum við Lindargötu kl 10 f. h. Hafttarfjarðarkirkja. Messað á morgun kl. 2 e. h. Séra Garðar Þorsteinsson. \ -ÁnsSiátíð Kvenfélags Alþýðu- flokksins verður næstkomandi mánudags ikvöld. Sameiginleg kaffidrykkja verður og ýmislegt til skemmtun,- ar. Hjómaband. 1 gær voru gefin saman í hjóna hand í Hafnarfii-ði ungfrú Ásta Magnúsdóttir og Júlíus Sigurðs- son, Heimili brúðhjónanna verður að Langeyrarvegi 1,2 B, Hafnar- firði. Skíðadeild K. R. Skíðaferðir upp á Hellisheiði. í dag kl. 2 og kl. 8 e. h. á morg un kl. 9 f. h. Farseðlar í Skóverzlun Þórð ar Péturssonar Bankastræti. . Hæstiréttur: Dómur ut af bifreiða- slysi á Sigliifirði A MÁNUDAGINN hvað hæstiréttur upp dóm í méli réttvísinnar - og valds- stjómarinnar gegn bifreiða- stjóra á Siglufirði, Magnúsi Magnússyni að nafni, en hann lafði lent í bifreiðaslysi með lifreið sína, en einn maður ónst af veldum þess. Niðurstöður og dómur hæsta réttar eru svo hljóðandi: .Héraðsdómur hefir uppkveð jð Guðmundur Hannesson bæj arfógeti á Siglufirði. Ákærða verður að vísu ekki lagt það til lasts, þó að hann, eins og á stóð, gætti ekki sér staklega að því, hvort nokkuð ,væri atbugavert við útbúnað bif reiðarinnar, er hann tók við akstri hennar. Hins vegar þyk ‘ir sýnt, að honum ihafi fatast stjórn bifreiðarinnar, er hurð hennar rakst í vímetið. Hefir ákærði því komið til reæstingar samkvæmt 27. gr. sbr. 38. gr. laga nr. 23, 1941 og 215. gr. laga nr. 19, 1940. Þykir refs- ing hans hæfileka ákveðin 800 króna sekt til ríkissjóðs, og komi stað hennar 20 daga varð- hald, ef hún greiðist eíkki inn •an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir bessum úrslitum ber á- ákærði þcí komið til refsingar sakarinar þæði í héraði og fyr ir hæstarétti, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti ,kr. 4.50.00 tii hvors. Rannsókn naáls þessa hefir i ýmsum atriðum verið slæleg, og ber sérstaklega, að átelja það, ■að rannsókn var ekki.hafin þeg ar í stað, er lögreglustjóra Siglu fjarðar barzt vitneskja um slys ið, og þá þegar gerður uppdrátt ur af slysstaðnum. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Magnús Magnússon, greiði 800 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi 20 daga varð- hald í stað sektarinnar, ef hún igreiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði hann og allan kostnað sakarinn ar bæði í héraði og fyrir hæsta- rétt, þar með talin málflutnings laun skipaðs sækjanda og verj anda fyrir hæstarétti, hæstarétit /arlögmannanna Jóns Ásbjöms- sonar og Guðmundar í. Guð- mundssonar, kr. 4.50.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum.“ Minningarorð Þorsteinn Sigurðsson Siglufirði F. 5. nóv. 1881 -D. 22. nóv. 1944 Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda aðstoð og samúð við andlát og jarðarför mannsins rníns, föðúr okkar og tengda- föður Sigurðar Elnarssonar frá Stokkseyri Kristbjörg Jónsdóttir Guðrún Sigurðardóttir, Ólafur Jóhanuesson. Sókn bandamanna i á Luzon Frh. af 3. síðu. km. af aðaljárnbrautinni á eyj unni og sækja áfram inn í land, þrátt fyrir harðvítugt viðnám Japana. I Berlínafréttum segir, að Yamashita hérshöfðingi stjórni vörn Japana, en hann var áður í Kína og Mansjúríu. Hefir hann látið svo um mælt, að hann sé hvergi hræddur, land- ganga þessi hafi hvergi komið sér á óvart. Flugvélar bandamanna hafa gert Skæðar árásir á ýmsar stöðv ar Japana á eyjunni, samtímis því sem herskip skutu á strand virki Japan og þögguðu niður í þeim. ÞEGAR mér berst til eyrna dánarfregn góðs samstarfs manns, strevma að mér minn- ingarnar frá samverutímunum, jafnvel þó samleiðir hafi skil- ið, eins og orðið hefir með okk- ur Þorsteini heitnum Sigurðs- syni, þar sem hann ihefir dval- ið síðustu árin á Siglufirði, hjá syni sínum Erlendi. Þrátt fyrir (það höfum við verið samstarfs menn innan vexkalýðssamtak- anna á Akureyri um aldarfjórð ungsskeið, Þorsteinn Sigurðsson var einn þeirra traustu starfs- manna, sem strax í æsku venj- ast aihliða störfum á landi og sjó. Hvert það starf sem hann tók að sér að framkvæma var innt af höndum eins og bezt varö á kosið, hvort sem það var daglegt starf í þeirrí atvinnu- grein, sém hann stúndáði éða félagsstörf í þeirn samtökum, sem hann offraði' kröftum fyr- ir. Hann fluttist til Akureyrar 1913, en á þeim tíma voru verkalýðssamtökin á Akureyri á bernskuskeiði. Þorsteinn gerð ist strax ákvéðinn þátttakandi og heill í starfi. Á. þeim vett- vangi voru honum falin ýms trúnaðarstörf sem öll vorú af hendi leyst með sama þróttin- um og trúmennskunni, sem ein- kenndi verk hans á öðrum svið um. Þorsteinn var einn af stofn- endum Vélstjórafélags Akureyr ar, enda heiðraði það hann á 25 ára afmæli sínu, með boði á afmælishófið á Akureyri. Þetta boð gat hann þó ekki þegið vegna heilsubrests. Þá var Þor- steinn einn af fulltrúum þeim, sem mættu 'af hálfu sjómanna á Einkasölufundinum fræga 1931, þegar niðurlöguhi henn- ar car ráðið af ríkisvaldinu. Um langt skeið var hann í stjórn Kaupfélags verkamanna á Ak- ureyri og meðal traustustu fé laga þess. í þessiun fáu kveðju- orðum til hins látna félaga míns vil ég fyrir m'ína hönd og fjölda Akureyringa flytja honuim þakk ir og hlýjar kveðjur, fyrir gott og ánægjulegt samstaxf um ald- arfj órðungsskeið. Þorsteinn heitinn var hvers manns hugljúfi, glaður og reif- ur meðan heiilsan entist. En ár ið 19$9 var gerður á honum mikill holskurður, sem bjargaði lífi hans þá, en mun ekki hafa orkað að vinna fullan bug á meinsemd þeirri, sem honum varð að aldurtila. Þorsteinn var fæddur á Beru nesi við Reyðarfjörð 5. nóv. 1881. Foreldrar hans voru Sig- urður Þorsteinsson bóndi þar og kona ’hans, Guðrún Bjarna- dóttir. Ólst hann upp hjá for- eldrum sínum og vandist þar jöfnum höndum landbúnaði og sjómennsku. Hneigðist hugur hans þó einkum að sjómennsku og byrjaði hann snemma að stnda sjó, fyrst á árabátum en síðar á vélbátum. Var Þor- steinn* með þeim fyrstu, sem stunduðu vélgæzlu á mótorbát- um eystra, enda stundaði hann lengst af vélgæzlu, meðan hann fékkst við sjómennsku. Þorsteinn fluttist til Búðar- kaupstaðar árið 1905, ög hvarf þá heim áftur að Berunesi, en fluttist svo til Reyðarfjarðar og dvaldist þar um hríð, unz hann fluttist til, Akureyrar 1913 eins og fyrr segir. Þar átti hann heima til 1940, er hann fluttist til Siglufjarðar og stundaði hann þar verksmiðjustörf og daglaunavinnu, nema seinasta árið, er heilsa hans bilaði alveg. Á Siglufirði bjó hann i húsi son- ar síns Erlendar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Síldarút- vegsnefndar. Þorsteinn var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Helgu Er- lendsdóttur, átti hann tvo syni, Sigurð, sem drukknaði 1931, og Erlend, sem áður er getið. Síð- ari kona Þorsteins var Sigríður Tómosdóttir, sem lifir mann sinn. Þeim varð ekki bama auð- ið, en í hlut Sigriðar kom eigi að siður hlutskipti móðurinn- ar, við uppeldi sona manns síns, þess eldri alveg, og hins síðari frá þvi hann hyrjaði skólagöngu á ’ Akureyri. Annaðist hún þá báða eins og þeir væru hennar eigin synir, enda var sambúð þeirra hjóna hin bezta. Erlingur Friðjónsson, Norskir fallhlífarher- menn í Neregi Frh. eí 3. aíðu. liggur frá hafnnarbænum Aan dalsnes um Romdal og efri Guð brandsdal til Dombaas á Dovra brautinni. Fyrsta árásin. var. gerð um 10. desemebr við Holta alen, en þar er skarð yfir til Tydals milli Reyrás þar sem brautin liggur um skarð á efst á DovrafjöHum milli Þránd- heims og Guðbrandsdals. Þjóðverjum tókst að gera við brautina í bili, en ekki leið á löngu áður en nýjar árásir voru gerðar og þá urðu skemmdirn ar svo miklar, að talið er, að þýzkar verkfærðingasveitir muni verða að vinna um langa hríð þar til umferð getur aftur hafizt á þessum slóðiun. Síðar var járnbrautin milii Reyráss og Elverum sprengd í loft upp og aðfaranótt 6. þ. m. var sprengdur í loft upp all- langur kafli af brautinni milli Otta og Sjoa í Guðbrandsdal. Þá var og sprengd í loft upp brú á Raumabrautinni milli Aan- dalsnens og Dombaas. Síðan hefir frétzt, að vegna að gerða fallhlífarhermannanna hafi liðflutningar Þjóðverja ver ið stórkostlega lamaðir og víða stöðvazt með öllu. Á sumum stöðum hafa járnbrautarteinar ir verið sprengdir í loft upp á mörg hundmð metra svæði og talið er, að það muni taka lang an tíma að gera við þá, sér í lagi vegna þess, að snjóþyngsl- in hafa verið mikil og torveldað það mjög að viðgerðarstarf- serrii. '■■■ ..| (Frá norska blaðafulltrúanum) Laugarnesprestakall. Messað kl. 2 e. h. á morgun. — Séra Garðar Svavarsson. Barna-, guðsþjónusta kl. 10 f. h. Frikirkjan. Á morgun kl. 2 e. h., barnaguðs ! þjónusta. Kl. 5 s. d. síðdegismessa ■ Séra Árni Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.