Alþýðublaðið - 27.02.1945, Síða 4

Alþýðublaðið - 27.02.1945, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 1945 fUf><jðnblaðlð tHgefandi Alþýðuflokkuriim Ritsjóri: Stefán Pétursson. Ritsjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Sfmar ritsjórnar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Harki Noregssðfnun- arinnar náS Fyrir nokkrum dögum var það tilkynnt af hálfu norræna félagsins, að það hefði nú náð því xnarki, sem upp- runalega var sett, er Noregss- söfnunin hljóp af stokkunum: að safna að minnsta kosti einni milljón króna til hjálpar bág- staddri bræðraþjóð. Ritari nor- ræna félagsins skýrði. frá því s. L fimmtudag, að alls hefðu safnazt í reiðu fé yfir ein millj. króna, auk ýmislegra fatagjafa, sem næmu um 300 þúsund krón um að verðmæti. * Þegar fyrst var hafizt handa um fjársöfnunina til handa Norðmönnum, var útlitið allt verra og háskalegra í Noregi; en sem betur fer, virðist nú vera að rofa til með bræðra- þjóð okkar, og margt bendir til þess að brún hins nýja dags, sem boðar frelsi og frið sé einn ig þar í nánd. Við íslendingar höfum getað lagt nokkurn skerf fram til hjálpar Norðmönnum, og það mun óhætt að segja, að engin fjársöfnun á lslandi, hvorki fyrr né síðar, hafi. bor- ið jafn glæsilegan árangur, né verið jafn innileg og almenn. Nú fyrir skemmstu hafa söfn- unarnefndinni hér borizt þakk ir frá norska rauða krossinum í London fyrir 10 þúsund ster- lingspund, sem þangað höfðu verið send til þess að kaupa fyrir ýmis sjúkragögn og lyf. Mætti þetta síðastnefnda ef til vill verða til þess að rifja upp fyrir mönnum andúð þá, sem kommúnistar hér í fcæ sýndu Noregssöfnuninni á s'ínum tíma er þeir létú í veðri vaka, að fé það sem safnazt kynm, myndi ekki geta komið Norðmönnum að þeim notum, sem skyldi. Þakklæti norska rauða krossins í London ber vctt um annað. * Fáar þjóðir hafa lagt hlut- fallslega jafn mikið af mörkum í baráttunni fyrir frelsi sánu og sjálfstæði og almennum mann- réttindum og Norðmenn. Hundr uð manna hafa verið tekin af lífi, ýmist af böðlum erldsvikar ans Quislings eða Terbovens, hins illræmda landstjóra Hitl- ers í Noregi. Öllum er kunn hin. karlmannlega barátta norskra verkamanna, kennara, presta og raunar allra stétta hins fá- menna norska þjóðfélags fyrir öllu því, sem þeir telja satt og rétt. Engin þjóð á frekar skilið, að henni sé sýnd samúð og x-étt hjálparhönd. ❖ / Við íslendingar ge+um því fagnað því, að svo vel tókst ti.l með Noregssöfnunina, að vxð skulum hafa gétað náð því marki,.sem norræna féla^Ú hér setti sér. Allar fregnir utan úr heimi benda til þess, að óðum fari' að styttast kvalatími bræðraþjóðar okkar og við skul Þórður Jónsson: Verkalýóssamfökin á Fáskrúðsfirði og ráðsmennska kommúnisfa í fseim ÞAÐ fer að verða tímabært, að varpa þeirri spurningu fram, hvað verkalýðssamtökin verða lengi starfhæf, ef komm únistar ætla að halda áfram því undirróðurs og baktjaldamakki innan verkalýðssamtakanna, er þegar er orðið eitt hið alvarleg asta hneyksli. Má víða grípa upp dæmi þessu til sönnunar, til dæmis áróður þeirra, og und irróður fyrir síðusta Alþýðusam bandsþing, samanber trúnaðar- bréf Brynjólfs o. fl. Hér á Fáskrúðsfirði eru vinnu brögð með þeim 'hætti, að fá- dæmum sætir, og skal hér að- eins stiklað á því stærsta. Hér á Fáskrúðsfirði ' hafa kommúnistar verið öllu ráðandi í verkalýðssamtökunum síðast liðin þrjú ár, jafnt í stjórn sem trúnaðarráði, og sýnir það bezt félagsþroska kommúnista og samstarfsvilja, að þeir hafa notað sér það að Alþýðuflokks menn á Fáskrúðsfirði hafa al- drei. 'haft neinn sérstakan undir búning undir kosningu í stjórn eða annað innan verkalýðsfé- lagsins. En það væri hins vegar synd að segja, að kommúnistar hafi sliðrað sverðin eins og þó var samþykkt á 16. þingi Alþýðu- sambands íslands. Þeir hafa allt af haft viðbúnað fyrir hvern að alfund og hverja aðra kosningu og reynt að koma svo ár sinni fyrir' foorð að félagssmtöknin gætu verið rekin sem einka- fyrirtæki i þágu nokkurra manna og fyrirbyggt rækilega að atvinna væri fáanleg fyrir vinnuþurfandi menn eða allan almenning. Eins hefir lika ver i.ð svo óhöndulega unnið að kjarabótum fólksins að í stað- inn fyrir óverulega kauphækk un nokkurra manna hafa þeir á sama tíma svift aðra öllum rétti til að njóta þeirrar atvinnu sem þeim var áður frjás, og má þar nefna ákvæðisvinnu kvenna og unglingspilta á ferm ingaraldri og til að'vinna á út- gerðarstöðvum við beitingar og fleira. Hér skal tekið eitt dæmi af vinnubi’ögðum kommúnista þar sem þeir eru einir í stjórn í verkalýðs- og sjómannafélögum og það er af síðastu fundinum sem haldinn hefir verið i Verka lýðs- og sjómannafélagi Fáskr- úðsfjarðar. Sá sem þetta ritar hefir ekki verið í félaginu nokkrur ár, en var áður i félaginu rúman ára- tug og gekk þá félagið undir ýmsum nöfnum fyrst „Verka- mannafélag11, síðan „jafnaðar- mannafélag“, og nú s'íðast „Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsf j arðar1 ‘, og skal ekki vikið meira að því nú, að þessu sinni, sem á undan er gengið. Þó gæti svo farið, að fróðlegt væri, ef tilefni gæfist til, að rekja þá sögu síðar, ef þurfa þætti. Verður því aðeins að þessu sinni lýst fundarhaldinu að nokkru leyti, eins og það gekk til. Þetta var aðalfundur árið 1945 og var haldinn 14. janúar. Ég var einn af þremur, sem sótt höíðu um inntöku í félagið með skriflegri umsókn, undirritaðri af tveimur góðum og gildum fé- lögum, og hafði hún verið lögð fyrir íundinn á löglegan hátt. Fundprinn byrjaði seinna en ætlast var til með fundarboði, og var það sýnilega gert í von um meiri fundarsókn. Þó mun fundurinn ekki. 'hafa verið lög- mætur, eins og síðar verður vik ið að. Formaður félagsins, Valdi- mar Bjarnason, leitaði samtals við mig í fundarbyrjun og sagði, að sér hefði borizt hér inntöku beiðni. mín, og liti hann svo á, að ekki væx’i rétt að taka mig inn í verkalýðsfélagið, þar sem sýnilegt væri, að mér gengi ekki það til, að koma þar sem venjulcgur verkamaður, og vildi hann helzt ráðleggja mér að ganga út og taka aftur umsókn mína, þar sem ég væri einn af þeim sem væru í feitum em- bættum, og bar mig þar saman við kaupfélagsstjórann hér á staðnum. En til skýringar þeim, sem ekki þekkja til um þessi mál, vil ég segja það, að ég hefi undanfarin 9 ár gegnt því starfi hér í kauptúninu, að hafa á hendi bókhald og innheimtu fyrir rafveituna hér, og launin hafa verið frá 300 krónum öll árin nema tvö síðustu, þá 1000 krónur, og er þefta nú eitt af þessum feitu embættum mín- um. En nú um áramótin var mér veitt ei.tt embættið enn og er það nú feitasti foitinn, sem mér hefir hlotnast; það er for- staðan fyrir sjúkrasamlaginu, sem hér er nýstofnað og er laun að með 4000 krónum á ári. Þá er ekki mieira um þetta, og v'íkur sögunni aftur til fundar- ins, sem var nú að byrja, og varð ég sjálfur að snúa mér ti.1 fundarins um leyfi til að fá að sitja fundinn, í von um, að ske kynni, að mér hlotnaðist inn- taka. En svo dásamlega var þá raðað niður, að inntaka nýrra félaga var að þessu sinni síðasti dagskrárli.ðurinn, eða í fundar lokin. Það var vissara að sjá fyrir því í byrjun, að maður hefði ekki kosningarétt á þess- um fundi, því alltaf getur gamla sagan um hann Adam endur- tekið sig, og farið gat svo á þess um aðalfundi, að sjálfir komm- únistahöfðingjarnir hefðu held ur .ekki setið lengi í ró og makt í henni paradís, enda kom það seinna í ljós, þegar kom að þeim lið dagskrárinnar, að kjósa nýja stjóm, að ekki ætlaði þeim af að veita, því eftir mikl ar áeggjanir og kænskubrögð, varð ekki meiri munur á nýjum manni, sem kom til greina sem formaður félagsins og hinum gamla og þjálfaða foringja en ei.tt atkvæði, og er iþá ijóst, að ekki er tryggilega umbúið, þeg ar baggarnir eru svo lausir í reipunum, að þeir springa við fyrsta átakið. Næst var kosið um ritara félagsins og var þar jafntefli, svo að hlutkesti réði úrslitum og féll þá sá, sem fyrir var, fyrir nýjum manni, og sama er að segja um vararitara; jafntefli var og við kosningu trúnaðarráðs. Þetta mætti. kannske tákna það í framtíðinni, að farið gæti svo, að ekki þyrfti sá smánar- blettur að loða við stéttarsara- tök verkalýðshreyfingarinnar, að nokkrir uppvöðslusamir og ó fyrirleitnir kommúnistar fengju að ráða í fjölmennum verka- lýðsfélögum um kosningar, til dæmis á Alþýðusambandsþing, og telja svo, að það sé vilji allra löggiltra félaga; því að það kom til dæmis fyrir hér á þessum stað á undanförnum þremur ár um, að fulltmavalið á Alþýðu- sambandsþing var ekki í sam- ræmi við atkvæðamagnið í fé- laginu. Eins og allir vita, sem fylgjast með því, sem gerst hef ir á síðasta ári, og jafnvel fyrr, hefir einn pólitískur flokkur, Kommúnistaflokkurinn, leyft sér að vaða uppi innan stéttar- félaganna og reka þar svívirði- legan áróður og i'áðast þar á „höfuðóvin“ sinn, sem hann kallar svo, en það er Alþýðu- flokkurinn, samanber trúnaðar bréf Brynjólfs til sinna út- völdu. Geta menn á því séð, hvern- ig unnið hefur veri.ð að því að trvggja það réttlæti, sem gert var á Alþýðusambandsþinginu 1940, um að stéttarfélögin skyldu vera óháð pólitískum deilum. En nú skal vikið að því, að á þessum umtalaða fundi var að minnsta kosti einn félags- maður, sem staðið hafði í verk falli undanfama daga fyrir Auglýsingar, sem birtast ®lg» I Alþýðnblaðicu, verða að vera Hverfisgötu) komnar til Auglýfe- iiuraskrifstofunnar í Alþýðuhúsmu, fyrlr kl. 7 að kvSldL Sími 4906 fundinn, ekki látinn kjósa; viffc ist þvi, að þar væri uín eitt- hvert afbrot að ræða. Einnig siá ég við þetta hátíðlega tækifærsi annan félagsmann koma inö, þegar verið var að byrja for- mannskosningu, og var hontmii einnig neitað um þátttöku á þeirri kosningu, sem hafin var, og er þetta gott sýnishorn af þeirri einingu fyrir verkalýðs- stéttinni, sem alltaf er flagga® með á áberandi stundum. * Ég gat þess áður, að fundur- inn mundi ekki hafa verið lög- mætur, og styðst þar við það, að mér hefir verið sagt, að lög Framh. á 6. síðu. um vona, að skerfur sá, er við i svo Iitilf, sem hann er, hjálpa öfum getað lagt fram, megi, * til þess að græða sár hennar. MORGUNBLAÐIÐ skrifar á sunnudaginn í tilefni af hinu nýja hörmulega mann- tjóni, sem íslenZka þjóðin hef- ur orðið fyrir við árásina á Dettifoss: „Samkvæmt upplýsingum Slysa varnafélagsins hafa frá érinu 1940 farizt 118 íslendingar sannanlega af styrjaldarorsökum og 131 af á- stæðum, sem allar likur benda til að séu sama eðlis. Samtals hafa þá 249 íslendingar farizt á þessum fimm árum af völdum styrjaldar innar, Þetta manntjón okkar íslendinga svarar til þess, að af t. d. Ba'nda- ríkjaþjóðinni hefðu 250 þúsund manns failið í styrjöldinni. Tölur sem nýlega hafa verið birtar um manntjón Bandaríkjamanna í styrj öldinni herma hins vegar, að rúm lega 123 þúsundir hafa fallið og rúm 70 þúsimd týnst. Samtals verða fallnir og týndir úr liði Bandaríkjanna eftir þessum tölum tæp 200 þúsund. Af þessum samanburði á mann- tjóni íslendinga og einnar stærstu styrjaldarþjóðarinnar, sézt greini lega, hversu mikið tjón íslending ar hafa beðið á mannslífum af völdum yfirstandandi styrjaldar. Það verður af honum auðsætt, að manntjón okkar er ekki aðeins eins mikið, heldur jafnvel meira en þeirra þjóða, sem senda syni sína á vígvellina.“ Það er að minnsta kosti ekki úr vegi, að minnast þessara mannfórna okkar, þegar verið er að tala um það, að við höf- um ekkert gert annað, en að græða á þeim grimma hildar- leik, sem nú er 'háður. * Útvarpshlustandi gerir í Morg unblaðinu á sunnudaginn hið hneykslanlega útvarpserindi Sverris Kristjánssönar um borg axastyrjöldina í Grikklandi að umtalsefni og segir meðal ann- ars: „Finnst mér það furðu djarft af sagnfræðingnum Sverri Kristjáns- syni, að takast á hendur það verk- efni, að skýra fyrir íslenzkum út- varpshlustendum orsakir grísku borgarastyrjaldarinnar. Hann hlýfc ur þó að þekkja mörg dæmi þese, hversu erfitt mönnum hefur jafn- an reynst, að skýra atburði líðandii stundar, bæði orsaltír þeirra, rauia verulega viðburðarás og væntaB- legar afleiðingar. Það mun þvá varla ofmælt, að í þessu máli hafi sagnfræðinginn skort áreiðanleg gögn í málinu, til þess að geta skýrt það til hlítar. Tilgangur hans me8 erindinu hefur því vart verið sá» að gefa hlutlausa lýsingu é borg- arastyrjöldinni, heldur hefur meiia ingin frá upphafi verið sú, að út- varpa skoðunum sagnfræðingsins, undir yfirskyni fræðimennsku, §t fjarlægum, nýafstöðnum viðburð- um, sem valdið hafa pólitískuns sótthita í sál hans. Erindið, sem heild, var sviplaust og bar ekki vott um neina sér- þekkingu á málefninu. í því var svo miörgu sleppt, sem verulegu máli skiptir, að mér hefði fundist höfundurinn mega geta þess, að ekki væri unnt að gera þessu full skil í einu erindi. Það má og gera ráð fyrir því, að útvarpsráð hefði verið fegið að fá a. m. k. eitt erindi í þessum sama flokki, svona rétt til þragðbætis. Höfundurinn minntist á „brezka innrásarherinn“, hvort sem þetta orð kann að hafa staðið í hand- riti hans, eða þá að honum hefur orðið „fótaskortur á tungunni“. Máltækið segir, að það sé tung- unni tamast, sem sé hjartanu kær- ast; ætla ég að vonast þess í lengstu lög að sagnfræðingurinn leiðrétti slíkt mismæli. Slík ummæli erra ekki viðeigandi um her, sem fóm- að hefur ca. 40.000 mönnum og ó- grynnum hergagna frá því að hanw kom Grikkjum fyrst til hjálpar árið 1941. Ég vil svo að lokum mælast tffi Framh. á 6. síCu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.