Alþýðublaðið - 07.03.1945, Side 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
‘Miðv&udagur 7. marz 1945»
fUj>i}ðnblaðið
Útgefandi Alþýðuflokkurinn
, Ritsjóri: Stefán Pétursson. '
Ritsjórn og afgreiðsla í Al- |
þýðuhúsinu við Hverfisgötu ,
Símar ritsjórnar: 4901 og 4902 '
Síxnar afgreiðslu: 4900 og 4906
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprent9miðjan h. f.
Hefur þinginu
misfekizt!
ÞINGSLITIN um síðustu
helgi hafa orðið blöðun-
um tilefni til þess að láta mörg
viðurkenningarorð falla um
þetta 'lengsta þing, sem haldið
hefií verið í sögu íslenzku þjóð
arinnar. Það hefir verið minnt
á, að það var þetta þing, sem
réði sambandsmálinu við Dan-
mörku til farsælla lykta og end
urreisti óháð lýðveldi á íslandi.
Það hefir einnig verið bent á, að
það var þetta þing, sem batt
enda á það ófremdarástand síð-
ustu ára, að utanþingsstjórn
færi hér með völd án þess að
hafa nokkurn þingmeirihluta
að baki sér. Og það hefir að
endingu, verið farið ýmsum
maklegum lofsorðum um fyrstu
meiriháttar lagasetninguna, er
hin nýja þingræðisstjórn hefir
staðið að, laualögin, og þá leið
réttingu, sem þau 'hafa loksins
fært opinberum starfsmönnum
'á langvarandi misrétti, sem þeir
hafa átt við að búa.
*
í sambandi við sjálf þingslit-
in hefir hinsvegar lítið verið
skrifað um eitt stórmál, sem
þetta þing varð að láta til sín
taka og skildist þannig við, að
sáðar meir verður máske talið
nokkuð framarlega í röð þess,
sem það hefir afrekað, en það
er sú afstaða, sem flestum, ef
ekki öllum er nú vitað, að þing
ið tók, þó að ekkert hafi verið
látið uppi um það opinberlega
enn, þegar það vísaði á bug því
skilyrði fyrir þátttöku íslands
í ráðstefnu hinna sameinuðu
þjóða í San Francisco í vor, að
við, friðsöm og vopnlaus smá-
þjóð, segðum tveimur öðrum
þjóðum stríð á 'hendur. Það leik
ur ekki á tveimur tungum með-
al almennings, að þingið hafi
með þeirri afstöðu, sem það tók
til þessa máls, gert það eina,
, sem þjóðin gat hugsað sér að
gera. Hún vill ekki verða /stríðs
aðili í þessari styrjöld frekar
en neinni annarri, fyrr eða síð-
ar.
*
Ein hjáróma rödd 'hefir þó
heyrzt um þelta mál í sambandi
við eftirmiæli, hins nýafstaðna
þings. Hún var í aðalritstjórnar
grein Þjóðviljans siðastliðinn
sunnudag. Þar stendur:
„Það er enn of snemmt, að
ræða opinberlega um síðustu
ákvarðanir alþingis í utanríkis-
málunum. En síðar meir verða
þær vafalaust taldar með helztu
máske örlagaríkustu ákvörðun
um þess, — í svip. En sú er
þar máske bót í máli, að góðri
stjórn megi takast s'íðar, að lag
færa þar, sem þinginu hefir mis
tekizt.“
Svo mörg eru þau orð Þjóð-
viljans. Og hafi riokkúr vafi
leikið á því, hvað kommúnistar
hafa viljað í ffessu örlagaríka
máli, þá ætti hann nú að vera
horfinn eftir slík ummæli aðal-
Séra Jakob Jónsson:
Vér íslendingar munum aldrei fylgja neinum foringja,
sem leiðir oss fil stríðs gegn öðrum þjóðum.
Prédikun fluft við guðsþjónustu í Hallgríms
sókn sunnudaginn 4. marz.
...
Guðspjall Lúk. ll, 14 — 28.
GUÐSPJALLIÐ í DAG sýn-
ir oss guðfræðilegar rök-
ræður milli Jesú og sumra and-
stæðinga hans. Markúsarguð
spjallið segir, að þeir hafi ver-
ið fræðimenn frá Jerúsalem.
Lítur því út fyrir, að þeir hafi
beinlínis verið sendir frá höf-
uðstöðvum Gyðingavaldsins til
andstöðu við umboðsmenn 'hins
andlega valds í norðurhluta
landsins. Höfuðröksemd þessara
fræðimanna var sú sama, sem
oft 'hefur verið beitt gegn nýj-
ungum í andlegum málum, sem
sé sú, að sjálfur djöfullinn væri
hér að verki. Enginn gat lengur
borið á móti því, að Jesús gerði
kraftaverk, til l'íknar sjúkum
og bágstöddum. Meira að segja
hinir lærðu og háskólagengnu
fræðimenn urðu að fallast á
það. En þá klígjaði samt ekki
við því að fullyrða, að jafnvel
kærleiksverk hans væru unnin
með fulltingi myrkrahöfðingj-
ans. En Jesús fellir þá á eigin
bragði. Synir þeirra, þ. e. læri-
sveinar fræðimannanna, höfðu
sumir lækningagáfu og notuðu
hana til góðs. Það sama hlaut
þvi að eiga við um þá og hann.
Annað hvort voru þeir allir í
þjónustu 'hins vonda eða þeir
nutu allir fulltingis gúðs — og
.hann, engu siður en þeir.
En Jesus beitir líka annarri
röksemd, og það er hún, sem
ég vil leiða ræðu mína út frá í
dag. Sú röksemd er engu síður
skörp og glögg en hin fyrri. Ef
þeir höfðu rétt fyrir sér i því,
að 'hann' fengi hjálp sjálfs
myrkravaldsins til þess að gera
góðverk, þá var myrkrahöfð-
inginn farinn að vinna á móti
sjálfum sér, ríki hins illa orðið
sjálfu sér sundurþykkt. Þá var
ríki vonzkunnar að leggjast í
auðn og hús þess að falla. Vér
finnum háðið í orðum Krists,
þegar 'hann er að gefa and-
stæðingum siínum í skyn, að
þeir ættu að taka því með fögn
uði, ef sjálft 'hið illa vald væri
farið að þjória kærleikanum og
miskunnseminni. Þeir hafa þá
síður en svo yfir neinu að
kvarta. En svo er til annar
möguleiki — að Jesús vinni
verk sín með guðs fingri eða
guðs anda, eins og annað guð-
spjall kemst að orði. Þá er guðs
ríkið komið. Þá er myrkravald
ið eins og sigraður kappi, sem
ekki getur verið öruggur rim
sig I húsi slnu eða vígi. Annar
hefur komið til sögunnar, sem
er máttugri. Og sá „sterki“ er
allt á einu orðinn vanmáttuigiur.
Hann hefur verið afvopnað-
ur og sviftur herfangi sínu, —
ekki með sinum eigin brögð-
um, heldur með guðs mætti og
anda. Niðurstaðan af orðum
Jesú verður að lokum sú, að
guðsrikið sigri ekki á jörðinni
með vopmum vonzkunnar; það
sé fjarstætt að hugsa sér, að
þau öfl eða ráð, sem í eðli sínu
séu ill og vilji illt, geti orðið
grundvöllur guðsríkis. Riki
hamingju, blessunar og friðar
sigri aðeins með valdi kærleik-
ans. Og með starfi hans sjálfs
sé sigurförin hafin og gpðdóms
máttur hins góða opinberaður.
Hér sé því ekki um annað að
ræða fyrir heilsteyptá menn,
sem hugsa vi'lja skynsamlega
en að ganga í lið með honum
og samansafna með honum
hjörð guðs.
Það ier margt í þessum rök
semdum meistarans frá Nazaret,
sem snertir ásfand heimsins í
dag. Jörðin er flag af brunnu
holdi og hrundum húsum. Sjáv
arbotninn stráður sokknum
skipum og í loftinu hvæsa gín-
andi vigvélar á flugi. En i brjóst
um mannanna svellur hatur og
harmur. Og hvað er barizt um?
Er barizt um lönd, auðlindir og
yfirráð þjóða? Margar styrjald
ir hafa verið háðar um slík
keppikefli. En vér lifum I þeirri
von, að þegar þessari styrjöld
lýkur, verði það ekki þetta, sem
talið verður aðalatriðið, —
heldur hitt, að lýðræðis og jafn
aðarhugsjónir 'hafi sem full- )
komnasta aðstöðu til að móta
þjóðlíf hinna ýmsu landa. Vér
lítum svo á, að þjóðirnar hafi
leiðst út í þennan ógeðslega
hildafleik, til þess að stemma
stigu fyrir ofurvaldi ákveðinn-
ar ofbeldisstefnu. Nazisminn
þýzki varð smám saman að
ímynd grimmdar og kvala-
þorsta, kynflokkahaturs og kúg
unar. Þar var skilyrðislaust
byggt á rétti hins sterka til að
ráða, og mannúð og kærleikar
talinn hreinn og beinn kveifar
skapur. í stað Krists-tignunar-
innar kom tignun harðstjórans
og vilja þess eina manns skyldi
öllu fórnað. Ég hygg, að þeir,
sem hafa sannar fréttir af því,
hvernig andi nazismáns hefur
birzt í verkunum, hljóti að fall
ast á, að þar komi fram flest
það illt, sem til er í eðli manns
ins, þegar hann er æstur upp af
óargadýrum.
Nú hefur styrjöld gegn naz-
ismanum ptaðið i nokkur ár.
Smáþjóðir hafa barizt gegn hon
um i nauðvörn. sinni og sumir
mestu andans menn þeirra
Iblaðs þeirra. Það eru miistök af
hálfu þingsins, að dómi Þjóðvilj
ans, að það skyldi ekki verða
við þeim skilyrðum, sem sett
voru: að við gerðumst styrjald
araðilar og segðum tveimur
þjóðum stríð á hendur!
En séu þessi ummæli komm-
únistablaðsins til þess fallin að
rvekja meira en litla undrun,
þá eru þau, sem á eftir fara,
ekki síðuf athyglisverð. Blaðið
segir, að það sé máske bót í
þessu máli, að góðri stjóm megi
ta'kast síðar að lagfæra þar, sem
þinginu hafi mistekizt. Er með
þessum orðum máske verið að
gefa í skyn, að kommúnistar
ætli að beita sér fyrir því í rík-
isstjórnínni að bún hafi yfir-
lýstan þingvilja í slíku máli að
engu? Það' gæti verið fróðlegt
fyrir þing og þjóð, að fá að vita
það, þó að engum detti að vísu
í hug, að ráðherrar annarra
flokka hafi ekki verið fullkom
lega samþykkir þingviljanum,
sem alir vita, að í þessu máli er
þjóðanvilji, og muni halda sér
stranglega á grundvelli hans.
VEGNA margra áskorana, sem blaðinu hafa borizt, hefir
bað aflað sér til birtingar eftirfarandi prédikimar, sem
séra Jakob Jónsson flutti við guðsbjónustu í Hallgrímssókn
í Reykjavík síðastliðinn sunnudag, b. 4. marz, og niikla
athygli vakti.
orðið að píslarvottum, svo sem
Nordahl Grieg og iséra Kai
Munk. Stórþjóðirnar hafa tekið
á Iþví, isem þær áttu til, og barizt
með hverjum þeim vopnum, er
nútímahernaði fylgja. Og senn
mun nú koma sá dagur, að stríð
ið er á enda, og ofbeldisstefna
nazismans er sigruð.
En — þegar hér er komið
sögunni, hljótum vér að nema
staðar og athuga málið ofurlít-
ið nánar frá annarri hlið. Mun
þá stríðið hafa leyst öll vand-
ræðin? Var„ þá hægt — /þrátt
fyrir það, sem Kristur sagði,
— að reka illu andana út með
fingri Satans? Mun vera hægt
að lækna grimmd heimsins með
því að varpa sprengjum að
henni? Verður einræðis og of-
beldishugsun kveðin niður með
öðru ofbeldi? Þetta eru svipað-
ar spurningar og þær, sem Jes-
ús lagði fyrir fræðimennina, að
eins í annarri mynd.
Styrjöldin mikla hefur kost-
að ægilegar fórnir. Og mönnum
er nauðsynlegt að skilja, 'hverju
hún hefur komið til vegar —
hverju hún getur komið til veg
ar og hverju ekki. Styrjöldiiit
gerir út um það, hverjir koma
til með að ráða mestu í stjóm-
málum landanna. Ef forráða-
menn stórþjóðanna standa viS
yfirlýsingar sínar, ætti það tíl
dæmis að vera tryggt, að lýð-
ræði, mannréttindi, jafnrétti
stéttanna og sjálfstæði smáþjóð
anna yrði í heiðri haft. Ef sig-
urvegararnir sýna orðheldni og
drerugskap, ætti hið ytra fyrir
komulag í öllum löndum a2S
þjóna jafnréttis- og bræðralagss
hugsjón. En einmitt þá mun það
koma í ljós, að í stríðslöndun-
um hefur vaxið gróður, semt
aldrei verður annað en illgresi
í akri guðsríkis á jörð. Það eru
ægileigar sýnir, sem ;ber fyrir
augu i stríðslöndunum. En hvafi
er það hjá þvlí, sem ekfci sézt?
Hvernig er umhorfs í sálum
mannanna, þar sem hatrið log-
ar undir niðri, ofsanum er haldt
ið í skefjum eins og sprengju-
efni í "tundurskeyti? Þegar byss
urnar þagna, munu raddir hat-
Frh. af 4. síðu.
+
TÍMINN minntist í gær á þá
sérstöðu, sem nú er alveg
opiribert orðið, að kommúnistar
hér höfðu til skilyrða þeirra,
sem okkur voru sett fyrir þátt I
töku í ráðstefnu hinna samein
uðu þjóða í San Franeisco í vor
og fer hörðum orðum um slíkt
ábyrgðarleysi íslenzks stjórn-
málaflokks. Tíminn segir:
„Það er ekki ofsagt, að sá flokk
ur, er hér hefir unnið svo andstætt
íslenzkum hagsmunum, að hann
hefir í fyrsta lagi viljað hrinda
íslendingum í styrjöldina, og í
öðru lagi veikt aðstöðu iþeirra {il
að komast í samstarf sameinuðu
þjóðanna, án stríðsyfirlýsingar,
hafi unnið sér fullkomlega til ó-
helgis. Þingmenn hans og ráðherr
ar eru vissulega vargar í véum
þjóðarinnar.
Oft 'hefir þjóðin fengið að reyna
hve lítið þessi flokkur skeytir um
íslenzka hagsmuni og hve fullkom
lega hann falítir erlendum éskor-
unum, ef ákveðið stórveldi stend-
ur að þeim. Aldrei hefir þó þjóð-
in fengið gleggri sönnun fyrir er-
lendu, þjóðháskalegu afstöðu
flokksins, og nú. Hefði þessi flokk
ur fengið að ráða væri þjóðin nú
komin í ístyrjöld með algerri van
sæmd, þar sem hún faefði ekki
minstu hernaðarlega getu til að
síanda við stríðsyfirlýsingu sína.
en hætta sjómanna hennar hefði
þó verið stóraukin og mörg hundr
uð íslendinga á meginlandi Ev-
rópu hefðu verið settir í fangabúð
ir og fangavinnu. Mætti í því sam
bandi vel á það minna, að eitt
sinn taldi þessi flokkur ekki annað
utanríkismál stærra en að losa
tvo , þingmenn kommúnista úr
brezku fangelsi!
Helzta vonin til þess að 'þessi
þjóðháskalega klofningsstaða
Kommúnistaflokksins verði svo
ekki til að spilla fyrir þátttöku
íslendinga í samstarfi sameinuðu
þjóðanna, er fólgin í því, að reynsla
Breta og Bandaríkjamanna sann-
ar þeim, að það er ekki vinfengið
við málstað lýðræðisins og sameins
uðu þjóðánna, er veldur afstöðut
flokksins nú. Þessi flokkur reyndi
á sínum tíma að spilla á allan hátt
fyrir hernaðaraðgerðum Breta hér
og gekk svo langt í þeim efnum,
að herstjórnin varð að taka nokkra
forsprakka hans og setja þá á upp
eldisstofnun erlendis. Þessi flokk
ur hvátti sjómennina til að hætta
siglingum til Breílands, þegar Bret
um korn það verst, og hann hélt
því fram um skeið, að yrðu loft-
árásir gerðar á Reykjavík, vséri
það eingöngu Bretum að kenna.
Þessi flokkur var sá eini, er ekki'
vildi samþykkja herverndarsátt-
málann við Bandaríkin. Hefði hann
fengið að ráða áður fyrr, myndu
Bandamenn nú telja ís;lendinga
meðal fjandmannaþjóða. Afstaða
hans þá var eins mikið í andstöðu
við hugarfar og breytni þjóðarinn-
ar og afstaða hans í stríðsyfirlýsing
armálinu er það nú. Flokkurinm
hefir stjórnazt og stjórnast enn af
fullkomlega erlendum sjónarmið-
um. Þá afstöðu hans munu Bretar
Frh. á 6. sáOu