Alþýðublaðið - 08.03.1945, Page 5

Alþýðublaðið - 08.03.1945, Page 5
Fimmtudagm- 8. marz 1945 ALÞYfHIBLAÐIÐ oSÍlN fr'y VLi.l Um hegðan fólks í leikhúsum og kvikmyndahúsum — Dæmi frá leiksýningu í Hafnarfirði — Hvað á að. gera við fólk, sem kemur of seint — Húsunum á að loka á réttri stundu — Skyldur hússráðenda við gestina REYKVÍKINGUR skrífar eftir- farandi um sýningu Ueikfé- lags Hafnarfjarffar á Kinnarhvols systrum: „Þaff lilýtur aff vekja at- hygli hversu mjög Leikfélagi Hafnarfjarðar hefur vel tekizt aff efna til leikstarfsemi í Hafnarfirffi og þaff mun gleffja okkur reyk- víska leiklistarunnendur ekki síff- ur en Hafnfirffinga. Er þetta enn einn votturinn um þaff, aff leik- listarstarf okkar íslendinga er nú í miklum uppgangi. ÉG FÓR Á frumsýningu Leik- félags Hafnarfjarðar á Kinnar- hvolssystrum og :þó að geti ef til vill sett út á eitthvað ef ég legg mig eftir því, þá verð ég að segja það, að ég varð ekki fyrir von- brigðum. Leikfélagið hefur, svo ungt sem það er, ráðizt í stórvirki með því að taka Kinnarhvolssyst- ur til sýningar og það leysir þetta vandaverk furðanlega af hendi. EN ÉG SKRIFA þessar línur ekki aðeins til að þakka Leikfé- lagi Hafnarfjarðar, heldur til þess að finna að framferði leikhúss- gesta. Leikhúsið sjálft mun vera hið veglegasta sem til er hér á landi, en hegðun gestanna var hvorki í samræmi við framkomu og afköst leikaranna eða myndar- skapinn á liúsakynnunum. Eftir að sýningin var hafin voru ■ gestirnir að ryðast í sætin svo að upphaf leiksins spilltist mikið. Eftir að flestir voru seztir hófst kliður og skrjáf í saelgætispokum, hvískur og hljóðskraf og varð maður jafn- vel að hafa sig allan við að geta fylgzt með því sem fram fór á leik sviðinu. EITT SINN kom það fyrir í miðjum leik, eftir langa hléið, að leikararnir urðu að nema staðar vegna hamagangsins í salnum og jafnvel að endurtaka leik sinn. Ég vil að vísu þakka leikurunum fyrir að gera það, en allir geta ímyndað sér hvort slíkt og þvílíkt skemmir ekki heildaráhrif leiks- ins. Ég skil ekkert í því, að leik- listargagnrýnendur skuli ekki einn ig gagnrýna leikhússgesti, sem þannig haga sér, en það hefur eng inn gert, sem skrifað hefur um þessa leiksýninu. ÉG VIL TAKA það skýrt fram, að það voru ekki fremur Hafn- firðingar , en _ Reykvíkingar sem þannig höguðu sér. Reykvíkingar áttu að minnsta kosti sinn stóra hlut í þessu háttalagi. Ég vil fast lega skora á ráðamenn leikfélag- amia, bæði hér í Reykjavík og í Hafnarfirði, að loka dyrunum á mínútunni og hleypa engum inn fyrr en þá á milli þátta. Við sem mætum stundvíslega eigum heimt ingu á þessu og það gæti kennt fólki stundvísi, en óstundvísi hef ur ætíð verið þjóðarlöstur íslend- inga. Fólk getur mætt stundvís- lega, ef það vill, og þeir, sem ekki geta það eða ekki gera það, verða að taka afleiðingunum af því. Eng in önnur regla er í til þessu máli en sú, að húsunum sé lokað á rétt- um tíma.“ ÉG TEK UNDIR ÞETTA. Þessi ósiður hefur lengi ríkt á skemmt- uhum — og ekki síður í kvik- myndahúsum en í leikhúsum. Hann er óþolandi og á ekki að líðast. Hann er í raun og veru ekki sök þeirra sem koma of seint, heldur þeirra, sem gæta dyranna, því að þeir eiga að loka þeim á réttum tíma og ekki að opna þær fyrr en . milli þátta. Þeir sem koma of seint og ekki vilja bíða, verða að hverfa heim aftur og þola sitt tjón. Hannes á hornínu. greioar og skemmiilegastar sögur fáið þér í Sími í og gerlst áskrifandi. AUGLÝSSD í &LÞÝÐUBLADINU Földu sig niðri í kolanámu í .sókninni inn ií Saarihéraðið fann Bandaríkaherinn 'þennan hóp -þýzks flóttaifólíkis, sem hug kvæmzt ihafði að fela sig niður d kolanómu og bíða kcmu Bandaríkjahersins þar til þess að slepjxa undan blóðveldi Himmlers og Gestapo hans. Bandaríkjamenn tóku þessa mynd af flóttafólkinu niðri í námunni. Síðari greln VAR MASARYK trúaður maður? Efalaust var hann það. En hvorki kirkjan né guð- fræðin voru honum leiðarvúsir í þeim efnum. Trúarbrögð nans voru upp yfir ,það hafin, ef svo mætti segja. Þau voru samband hans við alveruna og sköpun ina sem heild andspænis guð- dóminum. „Hlutverk 'kristin- dómsins“, sagði hann ,,er jafn mikilvægt nú í dag, — já, jafn- vel mikpvægara heldur en það. hefur verið í undanfarin 2000 ár: þ. e.: að vera hvöt og efling hins sístarfandi kærleika og vekjandi sálnanna.“ Þesskonar sameining póli- tísks raunsæis og hugsjóna á- samt trúfræðilegum og haf- fræðilegum sjónarmiðum í dag legu lífi jvar einkennandi fyrir persónu Masaryks. ,,Ég er raunsæismaður“, sagði hann. „En ég hefi samt yndi af rómantík,“ bætti hann við. „Ég sé ekki neina andstæðu í því tvennu. Fyrir mig hefur róman tískur skáldskapur, t. d. alla jafna haft rnest gildi.“ Og rómantísk var í sínum tíma ást hans til amerísku stúlk unnar Charlotte Garrigue, er síðar varð kona hans; skáld- sögukennt er ævintýrið um ökumannssoninn og járnsmíða- nemann, sem varð fyrsti forseti hms tékkneska lýðveldis. Á 60. afmælisdegi sínum órið 1910 á Masaryk að hafa sagt: „Það, sem ég hingað til hefi gjört, hefur einungis verið und irbúningur minn undir ánnað meira. — Hið eiginlega starf á ég eftir ógert.“ * Heimsstyrjöldin brauzt út. Masaryk, sextíu og fjögurra ára að aldri yfirgaf heimili sitt og fjölskyldu. Han flýði til út- landa, — gat með naumindum sloppið undan austurrísku lög- reglunni, sem var á hælunum á honum og reyndi að hindra hann á flóttanum yfir ítölsku landamærin. Síðan hófst stríðið fyrir frelsi Tékka; en bæði Tékkar og Sló- vakar voru neyddir til þess að berjast í austurrískum ein'kenn isbúningum á vígvöllunum. Masaryk . og samstarfsmenn ilvans gerðu, hvað þeir gátu, til þess að koma bandamönnum í skilning um, að Austurríki— XJngverjaland væri óhentugt og þvingandi' ríkjafyrirkomulag, sem yrði að breyta í betra horf, — það veitti ekki hina minnstu móitspyrnu gegn þýzkalandi, heidur hið gagnstæða. Þetta sæist bezt á ölium gangi styrj- aidarinnar, einkum á sjálfum vígstöðvunutn. í Austurríki—Ungverjalandi var stofnuð leynileg pólitísk hreyfing, margar smiádeildir tiékkó-slóvaikskra manna voru starfræktar, bæði í Tékkósló- vakíu, Ungverjalandi og Aust- u.rríki. Að lokum fékkst viður- kenning á tékkóslóvakiskri ibráðabingðastjórn með Masa- ryk, Benes og Stefánik. Skiptu þeir á milli sín forsætisráðherra störfunum, meðferð utanríkis- málánna og stríðsmálaráðuneyt inu. * Meðan styrjöldin geysaði tókst Masaryk ferð. á hendur um Hoilland, Ítalíu, Sviss, Eng- land, Rússland og Ameríku. Oft ienti hann í lífshættu og hann var jafnan viðbúinn dauða sín- um. „Ég var viðbúinn því, að njósnari eða öfgamaður reyndi þá og þegar að gera út af við mig. Þegar Benes kom, undir- bjó ég hann undir samskónar aðstöðu. Ég sagði honum, að ef svo færi, að ég yrði drepinn, skyldi hann notfæra sér morðið í þágu áróðursins fyrir mólstað okkar.“ Fyrst og fremst fyrir ötuia baráttu og staðfestu Masaryks ícngu Tékkar stofnað lýðveldi að fyrri heimsstyrjöldinni lok- inni. Stofnun þessa lýðveldis var grundvölluð á þeim mann- úðaranda, sem einkenndi allt starf Masaryks, — og öllu ævi- starfi sínu, svo að segja,. hafði hann varið til þess, að sú stund Thomas Masaryic rynni upp, að þetta lýðveldi yrið stofnsett. Þegar Masaryk fykk tilkynn inguna um að hann væri kosinn fyrsti forseti hins nýstofnaða tékkóslóvakisika lýðveldis, var hann staddnr í Ameríku. Þá varð honum að orði: „Ég yar ekki við því búinn að verða kjörinn forseti, endaþótt ég' sé erlendis þekktur sem for- ystumaður Tókka og hafi jafn' an verið viss um, að Tékkar mundu að stríðinu loknu hljóta fullt frelsi og ég fengi snúið heim til föðurlands míns aftur. Hvað ég á að gera til undirbún- ings heimtför minni veit é.g ekki; — éf hefi ekki haft tíma til þess að hugsa út í það“. Þannig var Masaryk, v— ó- eigingjarn, heiðarlegur og lítil- látur til síðustu stundar. , * * Bftir að hann var orðinn for- seti, sagði hann eitt sinn: Franah. á 6. síBu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.