Alþýðublaðið - 25.03.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.03.1945, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. marz 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ Næturlæknir er í nótt og aðra nótt í Læknavarðstofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er í dag Axel Blöndal. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki í nótt og aðra nótt. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 10.00 Prest- vígslumessa í dómkirkjunni: Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup vígir Magnús Runólfsson cand. theol. aðstoðarprest til séra Þorsteins Briem prófasts á Akranesi. — Séra Sigurbjörn Á Gíslason lýsir vígslu. — Magnús Runólfsson prédikar. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Nessókn (séra Jón Thor- arensen). 15.15 Miðdégistónleikar (plötur): a) Concerto grosso í g- moll eftir Vivaldi. b) Kantata nr. 125 eftir BaCh. c) Prelude, Koral og Fuga eftir Cesar Franck. d) Passacaglia í c-moll eftir Bach. 18.30 Barnatími (Pétur Pétursson o. fl.). 19.25 Hljómplötur: a) Chor al nr. 1 eftir Cesar Franck. b) Prelude, fúga og tilbrigði eftir sama höfund. 20.20 Söngfélagið ,,Harpa“ og útvarpshljómsveitin. (Róbert Abraham stjórnar). 21.00 Myndir úr sögu þjóðarinnar:Hrafn Oddsson og herútboðið 1286; síð- ara erindi (Árni Pálsson prófes- sor). 21.30 Hljómplötur: Lög leik in á cello. 21.35 Upplestur: Úr Ferðabók Dufferins lávarðar (Her steinn Pálsson ritstjóri). 22.00 Fréttir. 22.05 Hljómplötur: Ýms tónverk. 23.00 Ðagskrárlo'k. Á MORGUN: Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzku- kennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzku- kennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljóm- plötur: Píanólög. 20.00 Fréttir. 20.30 Samtíð og framtíð: Matvæli og matvælaframleiðsla; síðara er- indi (dr. Jakob Sigurðson). 20.55 Hljómplötur: Lög leikín á fiðlu. 21.00 Um .dagínn og veginn (Sig- urður Einarsson skrifstofUstjóri). 21.20 Útvarpshljómsveítin: Átt- hagasöngvar. Tvísöngur (frú Ingi björg Jónasdóttir og frú Björg Bjarnadóttir): a) „Nótt“ eftir Pfeil b) „Kvöldstjarnan" eftir Myrberg. c) „Grænkandi dalur“ eftir Palm. d) „Hví skyldi ég gleðjast“ eftir Mendelsohn. e) „Ó, stæðir þú á heiði“ eftir sama höfund. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Silfurbrúðkaup eiga á morgun hjónin Jóna S. Björnsdóttir. og Garðar Jónsson, verkstjóri hjá Ríkisskip til heim- ilis á Vesturgötu 58. „Kaupmaðurinn í Feneyjum“ eftir W. Shakespeare verður sýndur í kvöld kl. 8. Harmonikuhljómleikar bræðranna Jóhanns og Péturs, eru í dag í Nýja Bíó kl. 1.30. Háskólafýrirlestur Jóhanns Sæmundssonar yfir- læknis um áróður verður í dag kl. 2 í hátíðasal liáskólans. Öllum er heimill aðgangur. Kvenskátafélag Reykjavíkur hélt nýlega aðalfund sinn. Fé- lagatala er nú um 60 Ijósálfar og 183 skátastúlkur. f stjórn félags- ins voru kosnar frú Áslaug Frið- riksdóttir félagsforingi, Auð- ur Stefánsdóttir aðstoðarfélagsfor ' ingi, Borghildur Strange gjaldkeri, Herdís Vigfúsdóttir ritari og Val- gerður Magnúsdóttir spjaldskrár- ritari. Gjaldkeri skátaskójans á Úlfljótsvatni var kosirt Sigríð- ur Guðmundsdóttir. Hálverkasýning Örlygs Sigurðssonar hjá lénlistarfélaging. Ljósprentuð útgáfa frá S907. í dag er síðasti dagur mólverkasýningar Örlygs Sigurðssonar og verður hún opin til' kl. 10, í kvöld. Á sýningunni eru 41 olíumál- verk og 11 teiljningar. Eru málverkin öll seld, og aðeins ein teikning var óseld í gærkveldi. Alls höfðu um 1200 manns séð sýninguna um miðjan dag í gær. — Myndin hér að otfan er af sýningunni og nefnist „Porto“. Fróðiegt ril um alþýðutryggingar. Framhald af 2. síðu. .Mexico, lög 31. des. 1942, heild arlöggjöf. Equador 14. júlí 1942, heildarlöggjöf. Panama og Costa Rica komu á heildarlög- gjöf 1941. Ýmis önnur þessara ríkja hafa eihnig endurbætt lög gjöf sína, og standa sum þeirra, í. d. Chile, nú í fremstu röð á þessú sviði. Víðs vegar í löndum banda- manna og einnig á rneðal hlut- lausra þjóða fer nú fram mikill undirbúningur til nýskipunar á alþýðutrýggingunum eftir stríð. Eru málefni þessi nú víða rædd af meiri áhuga en nokkru sinni : áður. Mesta athygli hafa án efa hinar svonefndu Beveridgetil- lögur vakið. í Bretlandi hafði álitið verið selt í 600 þús. ein- tökum í sept. 1943 (sex slnnum meira en nokkurt nefndarálit fram að þeim tíma) og þýtt á fjölda tungumála. Auk þess hafa komið fram ýmsar aðrar merkar tillögur, svo sem áður- nefndar tiHögúr Fabian Society, sem þó svipar mjög til Bever- idgetillagnanna. Aðalmismun- urinn liggur í því, að Faþian Society gerir ráð fyrir, að tekn anna sé aflað eingöngu með sköttum, en ekki með iðgjöld- um frá hinum tryggðu. Ýtar- legur útdráttur úr Beveridgetil lögunum fylgir hér §. eftir. Þá hafa og komið fram í Bretlandi merkar tillögur frá ríkisstjórn- inni (White Book) um skipun heilsugæzlu í Englandi (Nati- onal Health Service), og má telja það fvrsta skrefið til fram kvæmda á Beveridgetillögun- um, en þær gera ráð fyrir alls- herjar ókeypis heilbrigðisþjón- ustu (sjá þis. 103) sem einna af 3 aðalforsendum fyrir áætlun- inni. Stuttur útdráttur úr þess- um tillögum er hér að atftan. Þ'á hefúr rfkisstjórnin nýlega (sept. 1944) lagt fram tillögur sínar um nýs'kipun tryggingar roálanna, og eru þær í öllum meginatriðum þyggðar á Bever idgetillögunum. TONLl STARFÉLAGIÐ heí- ir nú sent frá sér hina glæsilegu, ljósprentuðu útgáfu sína á Pássíusálmunum. Er þessi útgáfa ljósprentuð eftir útgáfu Jónasar Jónssonar frá 1907, en hún var prentuð í prenlsmiðju Davíðs Östlunds. Þessi útgáfa var hin fyrsta með fjórum röddum fyrir orgel og harmonium. Fyigir útgáfunni fonmíáli efitir Jónas Jónsson og enn fremur eftirmáli um upp- runa lagboðanna. Er þessi útgáfa • öll hin feg- ursta og til sóma fyrir Tónlist- arfélagið óg Lithóprent sem 'hef ir ljósprerjað hana. Aðalumí- boðsmaður útgáfunnar er Bóka verzlun Lárusar Blöndals. Skefflmtun Hallbjargar Frh. af 2. síðu. sótt og skemmtu áeyrendur sér hið bezta. Frúin mun endurtaka skemmt unina bráðlega, þó verður það sennilega ekki fyrr en eftir páska,' sem hún gelur haldið hana hér í Reykjavík, þar sem ekki verður unnt að fá neilt hús fyrr. Miimiitgarspjðkl Barnaspítalasjóðs Hringf ins fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aða) stræti 12 linninciaráfhöfn um þa skipverja og farþega, sem fórust á e.s. Detti- fossi hinn 21. febrúar síðastliðinn, fer fram í Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 27. marz klukkan 2 e. h. Jafnframt fer fram útför Davíðs Gíslasonar, stýri- manns, Jóns Bogasonar, bryta og Jóhannesar Sig- urðssonar, búrmanns. Minningarathöfninni verður útvarpað. -f- EimskipaféSag Ísiamcfs. í Gahc.da hsfu -r'uga komið fram tvennar t.Lögur, sem rnikla athygli hafa va"k.ið, aðrar um alþýðutryggingar (Dr. Marsh-plan), hinar um heilbrigð isþjónustu og sjúkratryggingar (Dr. Heageriy-plap). í Bandaríkjunum liggja einn ig fyrir þrjár víðtækar tillögur um,, skipun þessara mála. Nati- onal Resources Planing Board (N. R. P. B.) birti mjög ýtarlég ar tillögur haustið 1942. Sömu loiðis Socíal Security Board, yfirstjórn amerísku trygging- anna, og eru þessar tillögur að- aiundirstaða undir frumvörp- um, sem fram hafa komið í Bandarikjaþinginu (3. júní 1943. Wagner-Murray-Dingel Bill S. 1161). Er stuttur útdrátt ur úr þeim tillögum hér að aftr an. í Svíþjóð hefir starfað nefnd síðan í des. 1937 að endurskoð- un alþýðutrygginganna (Social várdskommittéen). Hefur hún skilað áliti um almennar sjúkra tryggingar í apríl 1944, en von er á framhaldstillögum frá henni mjög bráðlega um önnur svið trygginganna. Er birtur liér stuttur útdráttur úr frum- yarpi nefndarinnar. Víða annars staðar fer nú fram allsherjarendurskoðun á tryggingarlöggjöfinni eða hafa begar komið fram tillögur um framtíðarskipulag þeirra, t. d. í Ástralíu og Suður-Afríku, en ekki þótiti fært að hafa fleiri útdrætti í skýrslu þessari, en ágætt yfirlit um flest það, er máli skiptir, má finna í títtia- riti I. L. O., International Lab- our Review.“ Aðalfundur Kvenfé- . lags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði KVENFÉLAG Alþýðuflokks ins í Hafnarfirði hélí aðal fund sinn fyrir nokkru. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Frú Una Vágnsdóittir formað ur, frú Þórunn Helgadóttir rit ari, frú Sigríður Erlendsdóttir gjaldkeri, og frú Guðrún Nik- ulásdóttir og frú Þuríður Páls dóttir meðstjórnendur. Varastjórn skipa frú Guð- finna Sigurðardóttir, frú Ing- veldur Gísladóttir og frú Sigur- rós Sveinsdóttir. Á fundinum voru þær frú Þórhildur Magnúsdóttir, frk. Guðlaug Magnúsdóttir og frú Vilborg • Árnadóttir kjörnar heiðursfélaga-r. í vetur hafði félagið sauma- námskeið í 7 vikur og sóttu það um 60 konur. Var námskeið þelta tvískipt. Þannig að það stóð 'í 4 vikur fyrir jól og í 3 vikur eftir nýár. Þátltaka í því var heimil jafnt Æyrir lutanféla'gskonur sem Iféilagsíkoniur. Margs konar aðra starfsemi hefir félagið haft með höndum á árinu og má fullyrða, að sam- tök Alþýðuflokkskvenna í Hafn arfirði er snar þáttur alþýðu- þýðusamtakanna þar. Monigomery byrjar • Frii. af 3. sáðu. statt en í Norður-Afríku, þeg ar Afrika-Korps Rommels sá hilla undir minaretturnar í Alexandríu. AÐ ÞESSU SINNI er gild á- . stæða til þess að ætla, að Þjóðverjar fái lítið að gert, er s kr iðdrekas vei tir Mont- gomerys bruna í austurátt, inn lí hjarta Þýzkalands, enda þótt enn sé allt of snemmt að spá neinu um það, sem gerast kann á næstu vikum. Hamingj an er oft fallvölt í hernaði, eins og kunnugt er, en það er margt, sem bendir til þess, að varnir Þjóðverja að vestan séu óðum að bila. Rínarlínan er ekki lengur til og menn eru nærri því farn- ir að hafa Siegfriedvirkja- beltið í flimtingum. ÞAÐ HEFIR OFT VERIÐ á það bent í brezkum og am- erískum tímaritum, að Mont- gomery og her hans svipi til Cromwells og járnsiða hans fyrir tæpum 300 áruim Hann hefir sömu óbilandi trú á málstaðnum og Cromwell hafði og honum hefir einnig tekizt að 'blása hermönnum sínum í brjóst þeim baráttu- kjarki, eða „fighting spirit“,- er jafnan einkenndi hermenn Cromwells. Það hefir jafn- an sýnt :sig í þessari styrjöld og raunar áður, að það er ekki nóg að hafa góð gergögn og mikinn mannafla, heldur þurfa menn, sem vopnunum halda að hafa það þrek og kjark sem ráða mun úrslit- um að þessu sinni eins og áður. ÞETTA Á HER Montgomerys til í rikum mæli og íþess vegna er gild ástæða tii þess að vera bjarfsýnn um úrslit þeirra átaka, sem nú eru að hefjast á vesturvígstöðvun- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.