Alþýðublaðið - 08.05.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Islendingar Evrdpu og Opinber athðfti í Reyfcjavík: relsi bræðraþjo t Þýzku flugmennirnir, sem nauðlentu á Norðausturlandi. Mynd- in var tekin í Reykjavík. Þýzk flugvél, Junkers 88, nauð- Eendir á Norðauslurlandi FJérir þýzkir hermenn yfirheyréir í aðal- bækisföðvunisr/i hér Forselí íslands og forsæitsráðkerra flytja ávörp af svölum alþingishússiiis fcl. 2 í dag \ Btskup prédikar í dómkirkJuiMii á eftir TILEFNI af stríðslokunum í Evrópu hefur verið á- -*■ kveðið, að forseti íslands og forsætisráðherra flytji ávörp ,af svölum alþingishússins kl. 2 e. h. í dag. Verður - ávörpum þeirra útvarpað. Að athöfriinni lokinni verður guðsþjónusta haldin í dómkirkjunni. Biskupinn prédikar. Öllum opinberum skrifstofum verður lokað frá kl. 12 á hádegi. Ríkisstjómin lætur í ljós þá* ósk að vinna verði látin falla niður alls staðar þar sem því verður við komið frá kl. 12 á hádegi, eins og á,helgidegi. Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur á Austurvelli frá kl. 1.45- og aftur í hálfa klukkustund að guðsþjónustunni lokinni. Hundruð Islendinga í Danmörfcu bíða effir heimferð í hádegisútvarpinu í dag mun norræna félagið tilkynna, — á hvem hátt það ætli, að hinni opinberu athöfu lokinni, að fagna frelsi hinna norrænu bræðraþjóða, Dana og Norð- mamia, sem nú hafa verið leyst- ar undan okinu. SAMKVÆMT fréttaskeytum sem borizt hafa foingað foíða nú um 200 íslendingar í Danmörku, ásamt foörnum sín- um eflir því að komast heim til íslands. Ekkert er þó enn vitað um það, hvenær þeir kom ast heim. ÝZK FLUGVÉL varð að nauðlenda á Norð-austurlandi nokkru fyrir helgina. Fjórir flugmenn sem í henni voru gáfu sig fram og voru þeir fluttir hingað í aðalbækistöðvar hersins til yfirheyrslu. Fluigmenn þessir ikomu frá Nörður Noregi og voru í veður- könnunarflugi milli íslands og Jan Mayen, en fiugvél iþeirra ibilaði, svo þeir urðu að nauð lenda hér á norðurströnd- inni. Fliugvél ‘þeirra félaga var aif gerðinni Junkers 88. Þrír roanna þeirra er í flug vélinni voru eru Þjóðverjar en einn Austurríkismaður. Einn mannanna var flugstjóri, annar veðurfræðingur, þriðji loft- skeytamaður og fjórði skytta. Flugmenn þessir voru yfir- heyrðir hér, eins og áður segir af hernaðaryfirvöldunum. Þeg- ar þeir voru spurðir um sam- búð þýzka hersins við Norð- menn voru svör þeirra sunaur-# leit. Einn hélt því fram að hún hefði verið hin bezta, annar lét hins vegar svo um mælt, að Norðmenn hefðu aldrei sett sig úr færi að eyðileggja fyriir Þjóð verjum hernaðartæki þeirra, og hefði verið nauðsynlegt að hafa tvöfaldan vörð við flugvélar og önnur hernaðartæki að nætur- lagi. Það var sameiginlegt með öll um flugmönnunum, að enginn þeirra virtist raunverulega vita, hvernig styrjöldin stæði í Þýzkalandi, en höfðu þó grun um að ekki væri allt með felldu. Meðalaldur þýzkra hermanna í Noregi kvöðu flugmennirnir® yera um 30 fir, sjálfir eru þessir caenn á aldrintim 23—29 ára. ) Síöustu sex mánuði, segja þeir a5 talsvert af þýzku liði baíl verið jQutt til Danmerkur, en enn dveldu þar fjallaher- sveitir frá Finnlandi. Einn roannanna skýrði frá því, að stöð sú, sem þeir hefðu aöallega haldið til á, væri svo einangruð, að hann hefði ekki haft aðstöðu til að fylgjast með samhúð Norðmanna og þýzka hersins. Þó gat hann þess, að neðanjarðarbaráttan norska væri mjög almenn í Suður-Nor egi. Flugmennirnir kváðu yfir- leitt matarskort í Noregi, bæði meðal hersins og heimaþjóðar- innar, einnig að þeim hefðu ]?orizt frétir frá Þýzkalandi um það, að alvarlega horfði þar með rnatvæli. Helztu matartegund- irnar í bækistöð þeirra í Noregi sógðu þeir að hefði verið, súpa, kindakjöt og þurrkaðar baunir. Einn mannanna lét svo um mælt, að hann hefði vitað, að Þýzkaland hefði tapað styrjöld inni, þegar hann frétti um dauða Hitlers, „Foringinn“ hefði lofað þjóðinni því, að hvorki Berlín eða Vín skyldu falla í hendur óvinanna, en nú hefði komið í ljós, að ekki hefði verið unnt að halda þetta lof- orð. Flugmennirnir virtust ekki í neinum vafa um að ,,foringinn“ hefði dláið hetjudauða. Þeim bar saman um, að starf þeirra hafi verið veðurathuganir. U ngmennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund kl. 11 f. h. í dag í Landsmiðjuhús- inu. Úthlutað búningum vegna merkjasölunnar 11. maí, og fleira. Forsefi Islands sendir Krisljáni Danakonungi heillaóskir Og utanríkisráSherra ðsEands hðnum ný- skipaéa utanríkisráflherra Dana, FORSETI ÍSLANDS sendi Kristjáni tíunda Danakommgi svohljóðandi símskeyti, 5. xnaí, í tilefni af því að Dan- mörk hefir endurheimt frelsi sitt: „Fréttirnar um uppgjöfina hafa vakið óumræðilegan fögnuð hjá íslenzku þjóðinni. Með dýpstu aðdáun fyrir ein- stakri fórnarhugprýði og þreki yðar hátignar og dönsku þjóðarinnar öll hin löngu ár þrenginganna bið ég yðar hátign að taka á móti ínnilegustu og hlýjustu árnaðaróskum yður til handa og dönsku þjóðinni frá íslenzku þjóðinni nú við endurheimt frelsisins. Sveinn Bjöirnsson forseti íslands.“ Þá sendi utanríkisráðherra sama dag eftirfarandi skeyti til hins nýsldpaða utanríkisráðherra Dana, Christmas Möllers: „Með fögnuði get ég fullvissað yður, herra utanríkis- ráðherra, xun að öll íslenzka þjóðin hefir þráð þá stund, sem nú er upp runnin, er danska þjóðin með hinn. ástsæla, hug- prúða konung sinn í broddi fylkingar, er aftur frjáls. orðin. Tíminn græðir sárin, en sagan geymir um allar aldir afrek einstakra ágætismanna og þjóðarinnar í heild. í dag blaktir hver einasti íslenzkur fáni við hún í innilegum samfögnuði og til heiðurs dönsku þjóðiimi, sem í augum vor íslend- inga hefir aldrei verið glæsilegri en einmijtt nú vegna hetju- dáða^ þrengingaráranna. Ólafur Thors utanrfldsráðherra íslands.“ Þriðjudagur 8. maí 194S Skeytasamband aft- ur við Danmörku og Frakkland Q AMKVÆMT tilkynn- ingu, sem Alþýðublað- inu barst í gær frá póst- og símamálastjóra er nú komið á skeytasamband, við Dan- mörku. Fyrstu skeytin héðan munu hafa farið á laugardag og voru til Kristjáns kon- ungs. Á sunnudag mua og hafa verið hægt að senda dönsku ráðlierrunum skeyti. í gær gat almenningur svo sent skeyti til vina sinna og vandamanna. Þá skýrir póst-' og sírna- málastjóri svo frá að skeyta- samband hafi einnig verið opnað við Frakkland. Talið er, að 16 dögum eftir Iað friður er kominn á verði skeytaskoðun afnumin hér. Frægir amerískir blaðamenn í Reyfcjavík í gær trl'* IL Reykjavíkur komu í gær amerískir blaðamenn,' sem farið höfðu til meginíands Ev- rópu í hoði Eisenhowers hers- höfðingja ásamt nefnd frá Bandaríkjaþingi til þess að kynna sér fangabúðir.Þjóðverja. Létu þeir svo um xnælt, að á- standið í þýzku fangiabúðunum hefði verið mun verra en menn hefðu nokkru sinni gert sér í hugarlund. — Blaðamennirnir höfðu hér skarnma viðdvöl og héldu áfram för sinni vestur um haf í gærkveldi. Meðal blaðamanna þessara voru þeir Joseph Pulitzer, út- gefandi St. Louis Post-Dispatch, E, Z. Dimitman, ritstjóri Chica gto Sun, Ben Hibfos, ritstjóri Salurday Evening Post, Stan- ley High, ritstjóri Readers Di- gest, William Chenery, útgef- andi Colliers Magazine, Ben McKelway ritstjóri Washington Star, John HeaAt, sonur Will- iam Randolph Hearst og fleiri kunnir fréttaritarar, ritstjórar og útgefendur amerískra hlaða. íslenskir blaðamem senda dönskum UaðamðMum heillaóskir IGÆR sendi Blaðamannafé- lag íslands heillaóskaskeyti til danska blaðamannafélagsins af tilefni frelsun Danmerkur. Lét félagið jafnframt í ljós að- dáun sína á hinni hetjulegu baráttu Dana meðan ógnar- stjórn Þjóðverja ríkti i land- inu. Fimmtug er í dag frú Birgitta Guömundu ctóttir Lokastíg 21.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.