Alþýðublaðið - 02.06.1945, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
a
Laugardagiim 2, júiví 1945
Hjúkrunarfélagið Líkn þrjátíu ára á morgun
Christophine Bjarnhéðinsson, Sigríður Eiríksdóttir,
fyrsti formaður félagsins. núverandi formaður félagsins.
Yfirvofandi verkfali vio póst-
húsið á Ákureyri
Póstþjóitar þar ætluðu aS leggja niSur
störf þar í gær, en mættu þó tll vinnu
fyrir tilmæli póstmeistara.
SVO LEIT ÚT í gærmorgun að póstihúsinu á Akureyri
yrði lokað vegna þess að starfsmenn þess gengju burtu.
Úr því varð þó ekki, því að starfsmennirnir gerðu það fyrir
orð Óla P. Kristjánssonar, póstmeistara að koma til vinnu
þann dag, hversu lengi sean það verður.
Ástæðan 'fyrir þessu er eftir-'4
farandi:
Þegar launalögin voru sett-
voru ekki teknir með í þau
ýmsir hópar opinberra starfs-
manna og voru meðal þeirra
póstmenn utan Reykjavíkur.
Hins vegar var það ákvæði sett
í lögin, að laun þessara starfs-
hópa skyldu ákveðin sam-
kvæmt sérstakri reglugerð.
Póstmenn á Akureyri kröfð-
ust þess að þeir fengju sömu
laun og starfsbræður þeirra í
Reykjavík — og er þeir fengu
það ekki fram,sögðu þeir allir
upp starfi sínu, en þeir eru
fjórir, með þriggja mánaða/
fyrirvara, og var uppsagnar-
fresturinn útrunninn í fyrra-
dag.
Síðan í apríl hefur póst- og
símamálastjóri unnið að samn-
ingu reglugerðar þeirrar, sem
póstmennirnir eiga að taka
laun sín eftir Hins vegar
kvarta póstmennirnir á Akur-
eyri og póstmeistari undan
þvá, að póst- og símamálastjóri
hafi engu svarað fyrirspurnum
þeirra og málaleitunum. í
fyrrakvöld, er ekkert svar
hafði enn borizt frá póst- og
sírnamálastjóra og við borð lá
að loka yrði pósthúsinu á Akur-
eyri, sneri Oli P. Kristjánsson
sér til póstmannanna og bað
bá að koma til vinnu í gær og
tæki hann á sig áhyægð á
kaupi þeirra, því að ekki mætti
loka pósthúsinu.
Póstmennirnir fjórir urðu
við þessari beiðni póstméistara
og mættu til vinnunnar, en
ekkert er vitað um það, hve
lengi þeir verða í starfinu, ef
þeir fá ekki viðunandi lausn á
xnálum. sínum.
Kommúnistiskar
ofséknir í Kaup-
féiagi Sigiiirðinga
KOMMÚNISTAR í stjórn
Kaupfélagá Siglfirðinga
samþykktu á fundi nýlega að
reka Ólaf H. Guðmundsson,
bæjarfulltrúa ’ Alþýðuflokksins,
úr kaupfélaginu.
Ólafur H. Guðmundsson er
ábyrgðarmaður að ,,Neista“,
blaði Alþýðuflokksins á Siglu-
firði, og hafði blaðið birt harð-
orða gagnrýni á hina dæmafáu
óstjórn komúnista á málum
kaupfélagsins, en Alþýðublaðið
hefur áður birt kafla úr þeirri
grein. Kommúnistar hafa í
þessu burtrekstrarmáli enn
einu sinni sýnt innræti sitt að
þola eliki gagnrýni og beita
fantabrögðum við 'þá, sem
gagnrýna þá.
Ólafur H. Guðmundsson
stendur að sjálfsögðu jafnrétt-
ur eftir burtreksturinn, en
hann vekur enn einu sinni at-
hygli á því, hvernig kommún-
istar stjórna kaupfélaginu og
fjárreiðum þess.
Bifreiffastbð Steindórs
hefir þegar í stað orðið við
þeim tiLmælum, sem fram hafa
komið um að áætlunarbílamir, er
til Sandgerðis ganga, legðu af
stað kl. 6 e. h. í stað kl. 7 e. h., eins
og verið hefir.
Félagið hefur komið
á stofn berklavarna-
stöð, ungbarnavernd
og Ijésböðum fyrir
ungbörn
Hjúkrunarfélagið
LÍKN á 30 ára starfsaf-
mæli á morgun, 3. júní. Öll
iþessi ár frá stófnun þess hef
,ur félagið unnið að heilsu-
verndar- og mannúðarmál-
um fyrir bæjarfélágið og
munu fáir gera sér ljóst
hversu mikið fómar- og um
leið menningarstarf félags-
skapur þessi hefur unnið.
í gær skýrði, formaður
Hjúkrunarfélagsins, frú Sig-
ríður Eiríksdóttir, en hún hef-
ur verið formaður þess síðast
liðin 15 ár, blaðamönnum nokk
uð frá st'arfsemi. félagsins og
'byggist eftirfarandi ummæli á
frásögn hennar.
Félagið var stofnað 3. júní
1915 af nokkrum konum hér í
bænura-
Formaður þess var Christop-
hine Bjarnhéðinsson og veitti
hún því forstöðu samfleytt í 15
ár, eða til 1930 að Sigríður Ei-
ríksdóttir varð formaður. Áð-
rar í stjórn voru: Sigríður
Björnsdóttir, Guðrún Finnsen,
Flóra Zimsen og Katrín Magn-
ússon.
Tilgangur félagsins var ein-
göngu, fyrst til að byrja með
sá, að veita fátækum sjúkling-
um ókeypis hjúkrun og fjár-
hagslega aðstoð þar sem sér-
staklega þótti við þurfa. Fyrst
starfaði aðeins ein hjúkrunar
kona á vegum félagsins og var
hún • dönsk, því engin islenzk
hj úkrunarkona var þá til.
„Sem dæmi um það hvaða kjör
voru >þá í hjúkrunarstarfinu má
geta þess“, sagði Sigríður, „þá
vann þessi hjúkrunarkona fyrir
félagið í þrjú ár án þess að fá
einn einasta frídag- Fjórða ár-
ið fékk hún einn dag i mánuði
og þóttu það ekki lítil hlunn-
indi.“
Árið 1919 fór félagið að geta
fært nokkuð út kvíarnar,- Um
það leyti komu nokkrar íslenzk
ar hjúkrunarkonur heim firá
námi erlendis Þá stofnaði. fé-
lagið berklavarnarstöð í Reykja
vík. Fyrsti læknir stöðvarinn-
ar var Sigprður Magnússon,
prófessor og vann hann hjá fé-
laginu til 1928, en þá tók Magn
ús Pétursson, bæjarlæknir við
og var til 1937. Báðir þessir
læknar unnu allan sinn starfs-
tíma kauplaust hjá stöðinni- Á
þessu tíma'bili vann ein hjúkr-
unarkona hjá stofnuninni.
Áiríð 1937 var stöðin stækkuð
og endurskipulögð undir for-
ystu Sig Sigurssonar berkla-
yfirlæknis, og ráðinn fyrsti
launáði læknirinn til stofnunar
innar dr Óli Hjaltested, og síð
an hafa lhj ú k i;u n ar k o nu r n ar
verlð tvær. Um þær mundiir
fóru ríki og bær líka að veita
stofnuninni ríflegri fjárslyrki
en áður hafði Verið, og síðan
hefur starfsemin verið miðuð
við almenning.
Árið 1927 var ungbarna-
verndin stofnuð, með það fyrir
augum að hafa eftirlit með ung-
bömum í 'bænum, og markmið
ið að ná til allra ungbarna í
bænum og er því takmarki nú
að mestu leyti nað. Og má heita
að allflest ibörn í bænum séu
undir eftirliti stöðvarinnar
Rauði krossinn gengsf fyrir
fafð- og mafvælasenffingufn
fif Danmerkur og Noregs
RAUÐI KROSS ÍSLANDS hefur ákveðið að veita viðtöku
fata- og matarsendingum frá einstaklinguxp hér til ein-
staklinga í Danmörku og Noregi. Munu sendingar þessar l
verða sendar .svo fljótt sem unnt er og úthlutað af Rauða
krossi viðkomandi lands.
Til greina koma aðeins sendingar, sem vega allt að 10
kg. og innihalda eingöngu fatnað og matvörur, sem þola
geymslu.
Hverri sendingu verður að fylgja skrá er greini ná-
kvæmlega innihald hvers pakka.
Sendingum verður veitt móttaka til 10. þ. m. í skrif-
stofu Rauða ftross íslands, Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélags-
húsinu) kl. 1—5 daglega.
Athygli skal vakin á því, að í Noregi virðist vera bæði
skortur matar og. klæða. í Danmörku virðist hins vegar
einkum bera á skorti á fatnaði.
Ennfremur kemur aðeins til greina að senda matvörur,
er þola vel geymslu, svo sem niðursuðuvörur ýmiss konar,
kaffi, te og annað þess háttar.
fyrstu 2 aldursáxin. Læknar
ungbarna eftirlitisins er, Kat-
rin Thoroddsen og Kristbjöm
Tryggvason.
Árið 1943 var byrjað á sér-
stöku eftirliti iýrir barshafandi
konur, og Pétur Jakobsson
læknir ráðinn til þess starfa og
ein Ijósmóðir.:
Árið 1938 byrjaði Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkuir á,
ljósböðum fyrir ungbörn og
starfar ljósastofan árlega frá
1. sept- á haustin til 1. júní.
,,Við í Hjúbrunarfélaginu vilj
um ekki. skiljast svo við þessi
mál,“ sagði frú Sigríður Eiríks
dóttir „fyrr en komið hefur ver
ið upp hór í Reykjavík full-
kominni heilsuverndarstöð,
þar sem auk þeirra starfa sem
nú eru unnin, verði fullkomin
mæðravernd, kynsjúkdómaeft-
irlit og hverskonar þrifnaðar
eftirlit, stöð, sem nær til allra
heilbrigðisráðstafana fyrir bæ-
i.nn.“
í stjórn Hj úkrunarfélagsias
eru nú: Sigríður Eiríksdóttir,
formaðtxr, meðstjórnendur: Sig
ríður Briem, Ragnheiður
Bjarnadótir, Anna Zimsen og
Sigrún Bjarnadóttir.
Dráltarvagn Slippsins
bilar í annað sinit.
TjC' YRIR nokkru síðan brotn-
aði dráttarvagn í Slippn-
um og togarinn' Júpíter rann
út af brautinni niður í sjó. Síð-
astliðinn miðvikudag endurtók
þetta sig, er verið var að daga
Esjuna upp í Slippinn, og er
taíið einstakt að ekki skyldi
hljótast slys af hvorugt sinnið.
Rannsókn hefur staðið yfir
að undanförnu út af þessum
atburðum, og hefur Félag járn-
iönaðarmanna ög Verkamanna-
félagið Dagsbrún krafizt henn-
ar.
Ungbarnavernd Líknar
Tem-plarasundi 3, er opin á
þriðjudögum. fimmtud. og föstu-
dögum kl. 3,15 — 4. Ráðiegging-
áx fyrír barnshafandi konur eru
velttar á mánud. og mlðvikud.
kl. 1 — 2. Börn eru bólusett gegn
bamaveiki á föstudögum kl. 5 —
5,30.
Viðskiptðráð sefur
hámaritsverð á lax
VIÐSKIPTARÁÐ hefur ný-
lega ákveðið hámarksverð
a laxi og er. það eins og hér
segir:
Nýr lax í heildsölu kr. 8,00
hvert kg.; í smásölu kr. 9,45
hvert kg. í heilum löxum, en í
sneiðum kr. 11,45. Reyktur lax
í smásölu í heilum og hálfum
löxum kr. 23,25, í bútum 25,70
og x beinlausum sneiðum kr.
30,85.
Ákvæði þessarar tilkynning-
ar komu til framkvæmda 22.
maí síðastl.
Varizf éþarfa hávaða
Lögreglustjórinn í
Reykjavík hefur gefið út
aðvörun til bifreiðastjóra um
að bannað sé að gefa hljóð-
merki á bifreiðum hér í bæn-
um nema umferð gefi sérstakt
tilefni til þess.
Einkum -er rík áherzla á það
Iögð að valda ekki hávaða að
næturlagi.
Þeir, sem verða kunna fyrir
ónæði vegna ólöglegs hávaða
í bifreiðum, að kvöld-. eða næt-
urlagi, eru beðnir að láta lög-
regluna vita og gefa henrd upp
skrásetningarnúmer viðkom-
andi bifreiða og' aðrar nánari
upplýsingar ef unnt er.
Sfefán Þorvarðarsra
sendiherra sladdur
í OsSo
STEFÁN þorvarðsson,
sendiherra íslands hjá
norsku stjórninni í London, er
nú staddur í Oslo, en þangað
kom hann 31. maí í fylgd með
norsku stjórninni og forseta
stórþingsins. Segir sendiherra
að stjórninni hafi verið tekið
með miklum fögnuði af al-
menningi við komuna til höf-
uðborgarinnar. Sendiherrann
mun dvelja í Oslo nokkra daga.