Alþýðublaðið - 02.06.1945, Qupperneq 4
AUÞVÐtfBLAPIP
Laugardagum 2. júní 1945
Vestur-íslenzkt blað um
Stríðsyfiriýsingarskilyrðið og
árás Moskvaútvarpsins á Island
Annað vikublað vestur-íslendinga, heims-
KRINGLA, gerði þ. 11. apríl s.l. skilyrðið, sem okkur
var sett fyrir þátttöku í San Francisco-fundinum, að um-
talsefni, og árás þá, sem íslendingar urðu fyrir í Moskva-
útvarpinu fyrir það, að þeir skyldu ekki segja möndulveld-
unum stríð á hendur.
Mun margan fýsa að sjá, hvernig Vestur-íslendingar
hafa litið á þetta mál og birtir Alþýðubiaðið því Heims*
kringlugreinina, sem er nafnlaus ritstjómargrein, í dag
orðrétta.
%
Otgeíandi AlpýSulIokkurinn
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og aígreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu
Símar ritstjórnar: 4901 og 4902
Simar afgreiðslu: 4900 og 4906
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h. f. .
Sjö embættaveifingar.
FORSETI ÍSLANDS hefur nu
á sköxnmum tíma, eftir til-
iögu dómsmálaráðherra, veitt
sjö mikilverðustu dómara- og
sýslumannsembætti landsins;
og mun alveg óvenjulegt, að
svo mörg stór embætti hafi ver
ið veitt á svo skömmum tíma.
Hitt er einnig óvenjulegt, hve
vandað hefur verið til veitinga
þessara embætta og hve hljótt
hefur verið um þær.
*
Fyrsta embættið, sem veitt
var, bæjarfógetaembættið á Ak-
uréyri, hlaut Friðjón Skarphéð
iwsson, áður bæjarstjóri í
Hafnarfirði. Er hann hinn mesti
hæfileikamaður, og hefur skip
un hans í embættið hvorki vald
ið umtali né ágreiningi, en al-
mennri ánægju á Akureyri
Næst voru veitt þrjú embætti
hæstaréttardómara, þeim Árna
Tryggvasyni, áður 'borgardóm-
ara, Jóni Ásbjörnssyni hæsta-
réttarlögmanni og Jónatan Hall
varðssyni, áður sakadómara.
Voru í þessi embætti valdir
tveir embættismenn ríkisins,
sem báðir höfðu sýnt sérstakan
dugnað og árvekni við dómara-
störf og njóta álmenns álits.
Hinn (þriðji, Jón Ásbjörnsson
hæstaréttarlögmaður, var vál-
inn, þótt hann væri ekki í hópi
emíbætíismanna, vegna hins
mikla álits, sem hann nýtur, og
þrátt fyrir það, þótt hæfir em-
bættismenn úr þjónustu ríkis-
ins sæktu um starfið. Enginn á-
greiningur hefur komið fram
né gagnrýni á þessa veitingu,
neins staðar að, svo vitað sé. En
þó Jón Ásbjörnsson sá eini þess
ara þriggja manna, sem opin-
berlega hefur gegnt trúnaðar-
störfum fyrir stjórnmálaflokk,
Sjálfstæðisflokkinn.
Þá hafa enn verið veitt þrjú
mikilsverð embætti, svo sem
skýrt var frá í blöðunum í gær:
bongardómanaiemiþættið i Reykja
vík var veitt Einari Arnalds,
settum borgardómara, áður
fulltrúa; sakadómaraembættið
Bergi Jónssyni, áður bæjarfó-
geta í Hafnarfirði og sýslu-
manni í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, og bæjarfógeta
embættið í Hafnarfirði og sýslu
mannsembættið í Gullbringu-
og Kjósarsýslu Guðmundi í.
GuðmundsSýni hæstaréttarlög-
manni.
Um þessar embættaveitingar
gildir hið sama og um veiting-
una á hæstaréttardémaraem
bættunum, að teknir voru
tvær menn, sem áður höfðu ver
ið í þjónustu ríkisins, en hinn
þríðji úr hópi starfandi. lög-
fræðinga. Tveir hinna fyrr-
nefndu eru þegar reyndir em-
bættismenn og njóta abnenns
trausts og vinsælda. Þeir eru
aðieins færðir til í embættum
eftir umsókn þeirra, og hinn
síðarnesfndi, Bergur Jónsson,
meira að segja í embætti, sem
gefur honum lægri tekjur, en
hann hefði haft sem bæjarfó-
geti i Hafnarfirði. Um hinn
þriðja, Guðmund í. Guðmunds-
son, gildir það sama og um Jón
Ásbjörnsson, að hann er tek-
inn úr 'hópi. hinna starfandi lög
fræðiriga, og hefir ekki áður
verið í þjónustu ríkLsins, en af
öllum talinn einhver færásti
lögfræðingur landsins-
*
AHþýðublaðið telur enga á-
stæðu til, að fara í neinn mann-
jöfnuð milli þeirra Guðmund-
ar í. Guðmundssonar og Jóns
Ásbjörnssonar, þó að viss blaða
skrif í gær gætu gefið tilefni
til þess. Þeir eru báðir svo
kunnir að menntun og ágætum
starfshæfileikum að engum,
sem til þekkir, blandast hug-
ur um, að þar hafa verið settir
réfctir menn á rétta staði.
Morguriblaðið segir í gær, að
Guðmundur í. Guðmundsson
háfi. verið skipaður bæjarfó-
geti í Hafnarfirði og sýslumað-
ur í Gullbringu- og Kjósar
sýslu til þess að sjá honum
„farborða“- Þetta ern furðuleg
ummæli, þvi vitað er, að bæði
Jón Asbjörnsson og Guðmund
ur í. Guðmiundsson munu fá
lægri árstekjur i hinum nýjji
embættum, heldur en þeir
höfðu áður í sínum „einka- í
praxís,“ sem Þjóðviljinn minnt
ist á í gær. Hvorki Jón Ás-
björnsson né Guðmundur í.
Guðmundsson hafa fengið em-
bætti sín í gustukaskyni né
heldur nokkur annar þeirra sjö
embættismanna, sem hér er
um að ræða, — heldur má rík-
ið vera þakklátt fyrir að fá
sldka menn í þjónustu sína.
Ofi hefir verið deill um em-
bættaveíti'ngar ihér á fslandí,
og það að vonum; því þráfald-
lega hafa menn verið skipaðir
í em'bætti eingöngu vegna þess,
að þeir tilheyrðu ákveðnum
stjórnmálaflokki, en minna ver
ið litið á hæfileika.
Þetta verður ekki sagt um
þær sjö embættaveitingar, sem
hér hefur verið minnzt á. Ein-
ungis tveir hinna sjö nýju em'b-
ættismanna eru yfirlýstir AI-
þýðuflokksmenn, og engimn get
ur með neinum rétti neitað hin
um ágætu hæfyleikum þeirra.
Að sjálfsögðu ber dómsmála
ráðherra einn ábyrgð á þessum
embættaveitingum. Og það er
alveg óþarft af Morgunblaðinu
og Þjóðviíjanum að taka það
fram, því íþetta er samkvæmt
lögum og venju, og á allra vit-
örði. Þrált fyrir þetta hafa þessi
blöð fundið ástæðu til, að gefa
yfirlýsingar um þetta, og ráð-
ast á dómsfnálaráðherrann, —■
Morguriblaðið að vLsu ekki.
harkalega, en Þjóðviljinn með
sinum venjulega siðlausa
íruntaskap. Er þetta í annað
sinn, sem blað úr þessuim flofcki
ræðsl að Finni Jónssyni dóms-
málaráðherra síðan stjórnar-
samvinnan byrjaði; en að öðru
leyti hefur af hálfu blaða stjórn
arflokkanna verið haldjð
þeirri reglu,' þrátt fyrir ýmsar
deilur, að styðja ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar og hálda sér
frá öllum árásum á einstaka ráð
herra.
Nú hefir Þjóðviljinn hins-
vegar rofið ‘þennan fri.ð í annað
sinn og Morgunblaðið gert sig
líklegt til hins sama- Sýnir það
einkar vel, hve umhugað þess
um 'blöðum, og þó sérstaklega
Þjóðviljanum, er um einingu og
samstarf stjórnarinnar, þegar
svo gersamlega tilefnislaust er
vegið, að því, sem sýnt hefir
verið hér á undan.
EFTIRFARANDI KLAUSA
birtist i fréttum frá Rúss-
landi s. 1 miðvikudag í blöð-
um hér vestra:
„Útvarpi.ð- i Moskva kastar
hnútum að ísl'andi, eftir þvi er
fregnritum í Bandarikjunum
farast orð, út af þvi, að það hafi
ekki sagt Þjóðverjum stríð á
hendur.
Þulurinn í Moskva sagði ís-
landi hafa verið bjargað af
Bandaþjóðunum frá að lenda í
klóm nazista, og frelsi sitt hefði
það endurheimt með beinni að-
stoð þriggja stórveldanna.
Með þetta áminnsta fyrir aug
um, er furðulegra, sagði útvarp
ið, að til skuli vera menn á ís-
landi, sem ekki láta sér einu
sinni annt um að efla vináttu
vi.ð Bandaþjóðirnar, heldur
gera sitt til að draga úr henni.
Útvarpið hermdi, að íslandi
hefði verið boðið til fundarins
í San Francisco, með því skil-
yrði að vLsu, að lýsa yfir striði
en það væru óróaseggir á ís-
landi, sem reyndu að telja mönn
um trú um, að Bretland og
Bandaríkin teldu alveg sérstak
lega standa á með ísland og
greindi í þvi á við hinar Banda
þjóðirnar."
Þannig hljóðar þessi frétt-
Það má að sjálfsögðu búast við
því, að hver sá sé lýttur, sem
ekki fylgir landssi.ðnum, þess-
um landssið, sem nú rikir um
allan heim, að lita enga þjóð
rétlu auga, sem ekki hefur lagt
blessun sína yfir striðið, með
öðrum hvorum striðsíiðilanum.
Það kann eittihvað mega finna
þessu til málsbóta, ef um vold-
uga þjóð er að ræða, segjum
með tugum milljóna manna. En
þegar um þjóð er að ræða, scm
einn iþrítugasta hluta af mann-
fjölda hefur, þá er erfitt að
skilja kröfuna um, að segja öðr
um þjóðum stríð á hendu-r áður.
en Bandaþjóðimar geti, að hildi
lokinni, nokkuð átt við slíka
þjóð saman að sælda. íslarid
hefur með Bandaþjóðunum ver
ið og hefur aflað þeim fæðu í
þéssu stríði möglunarlausl úr
sjónum og metið sér það hag
og hei.ll að geta gert það, eins
og á stóð og þó það hafi orðið
fyrir manntjóni af völdura
stríðsins eins og fleiri þjóðir og
margt mannfélagið úl um heim
hefur orðið, þó s.aklaust væri af
að eiga nokkurn þátt í upptök
um stríðsins. Slíkum þjóðum ’og
Islandi ekki sízt getur virzt það
undarlegt, að mega ekki að
slríði loknu vinna í þessum anda
með Bandaþjóðunum. Þó það
hafi heitað þátttölku í San
Francisco-fundinum af því, að
henni fylgdi sá böggull, að mað
ur ekki segi sá kúgunarskil-
máli, að verða að segja öðrum
þjóðum stríð á hendur, er mjög
skrítið að dæma hana óalandi
sem samvinnuþjóð að stríði
loknu eftir að hafa verið út
allt stríðið í náinni samvinnu
við Bandaþjóðirnar og málstað
þeirra af einlægni fylgjandi-
íslendingar lögðu niður vopna
burð fyrir mörgum öldum stð-
an. Þeir fundu mannlegu rétt-
læti betur fullnægt með því að
leggja ágreiningsmál sín í gerð
ardöm, en að láta vopnin og
hnefaréttinn skera úr þeim. Sín
ágreiningsmál segjum vér,
vegna þess, að þeir áttu engin
ágreiningsimál-við aðrar þjóðir,
nema ef telja á þar með sjálf-
stæðisbaráttu þeirra við Dani,
sem lauk með sigri íslands og
réttsýni Dana á friðsamlegan og
í alla staði á viðunandi hátt,
Banda'þjóðunum að þakkar-
lausu. Áð fara nú að segja þess
ari vopnlau.su, friðar- og frels-
isunnandi þjóð, að segja stór-
þjóðum stríð á hendpr, getur
ekki skoðazt annað í augum ís
lendinga en óskiljanlegur trúð
urleikur, hversu hátt, sem ein-
■ræði, er nú sett og á enn eftir
að komast í heiminum-
Það er eftir vestrænum
menntuðum herforingja haft,
sem lengi dvaldi á íslandi, að
honum hefði komið íslending-
ar svo fyrir sjónir, að þeir væru
þjóðernislega ein heilsteyptasta
þjóðin sem hann þekkti. Þeir
hefðu komið að ónumdu landi,
byggt það, alizt 'upp við nátt-
úru þess og náð svo miklurn
-andlegum þroska, að ótrúlegt
væri tim svo fámennt og af-
skekkl þjóðfélag. Hanri sagðist
einu sinni hafa spurt mann að
því, hvort nokkuð væri um fas
ista á íslandi. Maðurinn svar-
aði um hæl, að íslendingar
væru pró-íslenzkir og ekkert
annað. Þetta áleit hann hverju
orði sannarra. Þeir unna bók-
menntufn sínum fornum og nýj
um. eru efalaust mesta bók-
menntaþjóð heimsins og hyggja
alla sína menningu á bví sem
þeir eiga þjóðlegast til, hvert
sem þeir sækja efniviðinn í
hana- Framfarir heimsins fara
ekki fram hjá þei'm, hvorki
andlegar né verklegar. í þessu
stríði eru þeir yfirfljótanlega
með Bandaþjóðunum, vegna
þess, að þeir álíta að öllu at-
huguðu , og bornu saman við
þeirra eigin skoðanir, það hið
eina heilbrigða, úr ’því sem að
gera sér-
En þá fýsir einnig, að standa
utan við stríðsheiminn, ekki
vcgna þess, að þeir sjái þar
ekki mismun góðs og ills, held-
ur fyrst og aðallega vegna þess,
aö þeir skoða stríð barbarisk,
og talandi vott um hræðilegan
skort frjálsrar menningar í
heiminum.
ísland er fátækt land og þjóð'
íj: fámenn. Eins og á stendur
veit hún að þéim mun meira
veltur á þroska einstaklingsins,
andlegum þroska hans, en hjá
stórþjóðunum, sem miklum
hluta þegna sinna skipa á bás
með húsdýrunum. íslendingar
segja eins og Ruskin, að auður
þjóðarinnar sé fólginn í þroska
borgaranna. En sá þroski fæst
aldrei með pólitísku einræði
eða viðhaldi vopnaburðar; hann
fæst aðeins með jafnrétti og
frelsi. íslendingar urðu fyrstir
þjoða til að leggja niður vopnin
og þeir urðu fyrstir vestrænna
þjóða til að stofna lýðfrjálst
stjórnskipulag hjá sér með al-
þingi. Þetta hvorttveggja geta
stórþjóðirnar enn lært af sögu
íslendinga. Og svo segja Rúss-
ar þeim að selja þær hugsjónir
sem að baki þeirra búa fyrir
vonina um sölu fáeinna fisk-
punda, með því að sækja San
Francisco-fundinn! ^
Og þetta er boðið á sama
tíma og verið er að berjast
með vopnum fyrir frelsi og
mannréttindum í heiminum.
Það er eftir að berjast enn lengi
fyrir þessu hvorttveggja með
andlegum vopnurn. Og það er
þá, er fyrir háleitum hugsjón-
um er barist, sem mannkyninu
i heild er til þroska og vel-
íerðar, en ekki er um pólitrsk-
an hráskinsleik einn að ræða,
til.aukins valds fáeinna, sem ís-
lendingar gætu til sögunnar
komið án þess að slá af menn-
ingarmarkmiði sínu, sem líf og
starf þjóðarinrfar hefur lptið að
að byggj'a upp kynslóð eftir kyn
stóð.
Var til flots að flýta sér fyr-
ir- íslendinga að sækja San
I rancisco-fundinn, ef • hann
verður haldinn? Maður hefði
ekki síður ástæðu til að spyrja
þá en Canada fulltrúana, til
hvers ferðinni væri heitið, eins
og hér er nú gert, þar sem enn
virðist sem va'fasamt sé um at-
kvæðisrétt fulltrúanna.
Tilkynni
frá landssöfnunarnefnd
\
Vegna sendingar gjafa landssöfnunarinnar til Dan-
merkur og Noregs er nauðsynlegt að állar gjafir,
peningar og fatnaður, berist landssöfnunarnefndinni
í Reykjavík í síðasta lagi fyrir 5. þ. m.