Alþýðublaðið - 09.06.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1945, Blaðsíða 5
Laugardagimi 9. júnf 1945 AU»YÐUBLAD1D j . Hátíðarhöldin 17. júní og undirbúningur þeirra — Tvær tillögur frá Vegfaranda — Sumarfrí að hefjast — Nýtt fyrirkomulag. UM ALLT LAND er nú verið að undirbúa hátíðahöldin 17. júní. Fyrir nokkru gaf ríkisstjóm in út tilkynningu um þau og hvatti til að hefja undirbúning þeirra. Lagði hún sérstaka áherzlu á það að hátíðahöldin yrðú skipu- lögð á þann veg að sem flestir gætu notið þeirra. Vildi hún þar með koma í veg fyrir að nátíðin yrði að eins fyrir fáa útvalda. Mér er ekki kunnugt um hvað undirbúningi hátíðahaldanna líður hér, en gera má ráð fyrir að þau verði stórfeldari en nokkru sinni 'áður. VEGFARANDI sk'rifar mér á þessa leið: „Það er nauðsynlegt að hátíðin 17. júní nái til sem ílestra Reykvíkinga. *Ég vænti þess að þú komir á framfæri tveim nr tillögum mínum. Hin fyrri er að dagskrá útvarpsins, sem helg- uð verður þjóðhátíðardeginum <um kvöldið) verði ekki flutt þ. 17. heldur kvöldið áður. Fjöildi lólks tekur þátt í hátíðahöldunum úti mn daginn og um kvöldið, en það vill ekki missa af dagskrá út- varpsins, sem gera má ráð fyrir að verði vel vandað til. — í sam bandi við þetta vil ég geta þess að til dæmis á sjómannadaginn þótti mörgum slæmt að'geta ekki hlustað — og auk þess dró það úr aðsókninni að skemmtunun- um. að sýna hana. Ef svo er þá er ekkert við því að gera ,en ef myndin er til og hún er sýningar- hæf, þá er sjálfsagt að sýna hana.“ SUMARFRÍ eru nú að hefjast Það færist sífellt í vöxt að fyrir- tæki sem geta komið því við stöðvi rekstur sinn algerlega með an sumarleyfi standa og gefi öllu starfsfólki sínu leyfi á sama tíma. Þetta munu margar prentsmiðjur sem ekki prenta dagblöð gera að þessu sinni. Einnig munu ýmis iðn fyrirtæki gera þetta í sumar. Þetta er að ýmsu leyti gott og hagkvæmt fyrir fyrirtækin. Oft vill það verða svo að þegar starfsfólki fækkar, til dæmis í leyfum, þá verða ekki hálfnot af því starfsfólki, sem eftir er. EN GETA verzlanir ekki gert þetta sama? Hvers vegna getur Haraldur ekki lokað síðari helm- ing júnímánaðar og Marteinn fyrri hluta júlí og svo framvegis? Verzl anir í sama fagi mega elcki loka allar á sama tíma, en með sam- vinnu sín á milli ætti þetta að vera hægt án þess að það bakaði akhenningi nokkrum erfiðleikum. Sama á að sjálfsögðu við um aðr- ar verzlanir, matvöruverzlanir, kjötverzlanir o. s. frv. Mér er kunn ugt um að kaupmenn hafa rætt um þetta í sínum hóp þó að þeir muni ekki hafa gert um það nein- ar samþykktir. HIN TILLAGAN er að vísu ekki ©ins þýðingarmikil. Ég vil að kvik .myndahúsið sem hefir kvikmynd Ina „Saga Borgarættarinnar“ sýni hana í hátíðavikunni. Það er langt síðan þessi mynd var sýnd, en mikill fjöldi fólks sem langar að sjá hana. Ég hefi að vísu heyrt að kvikmyndin sé orðin skemmd, svo að vafi sé ,á því að hægt sé ELÍAS HALLDÓRSSON banká- fulltrúi skrifaði mér ekki bréfið, sem ég birti í fyrradag um Njálu- myndirnar. Hann fékk í gær«þakk ir margra og skammir margra fyr ir, en hann vill hvorugt. Sá Elías, sem bréfið ritaði á heima í Hafn- arfirði. Honum ber að þakka, en mig að skamma. Hannes á liorninu. Reykjavík - Keflavík - Sandgerði. Frá 1. júní s.l. er burtfarartími frá Reykjavík kl. 1 e. h. og kl. 6 síðdegis. Bifrelasföl Steindórs. ÚTBO TILboð óskast í I ;■ j Reykjavíkurbæjar, nr. 64—80 við Skúlagötu. Útboðslýsingar og uppdrátta má vitja í skrif- stofu bæjarverkfræðings, gegn 50,00 kr. skila- tryggingu. BæfarverkfræSingur. rafmagnslögn í íbúðarhús Dempsey á Okinawa Hinn frægi fyrrverandi hnefaleikameistari Jack Dempsey berst nú í her Bandaríkjamanna á eynni Okinawa suðux af Japan. Þessi mynd var tekin af honum fþað er maðurinn með byssuna), þegar bann var að fara í land á Okinawa. Ovinastöðvar aS baki bandamanna í sókninni fiI Japan TLÍ VAÐ ætla bandamenn sér að gera við þá Japani, sem þeir hafa skilið eftir meira og minna einangraða að bakL sér hér og bar á Kyrrahafseyj- unum, í hinni hröðu sókn sinni? Með framtíðina í huga, þeg- ar seinasta orustan um jap- ónsku eyjarnar er um garð gengin, vilja sumir halda því fram, að séu þessir Japanir ekki dregnir út úr felustöðum sínum í tæka tíð og þeim gjör- eytt, muni þeir halda áfram að ráða meiru og minnu á Kyrra- hafssvæðinu, rétt eins og þeir hefðu unnið sigur í styrjöld- inni. Meginhluti þessara Japana eru óbreyttir hermenn. Nokkr- ir þeirra eru verkfræðingar og verkamenn. Nokkur hundruð japanskra kvenna eru einnig meðal þessara flokka, — konur liðsforingja, hjúkrunarkonur og leigukonur fyrir hermenn- ina (,„prostitutes“). Á að gizka 100 000 Jaþanir eru nú á Nýju Guineu, Nýja írlandi og á Salo- mons-eyjum. Auk þess eru um 400 000 Japanir dreifðir um ýmsar eyjar á Mið-Kyrrahafi, allt frá Gilbertseyjum til Wake. « Japöhsk ofansjávarskip geta cngum birgðum komið til jjessT ara innikróuðu hópa, bví floti bandamanna heldur strangan vörð um eyjarnar. Heldur ekki- geta Japanir komið sendingum loftleiðis, því einu sinni eða tvisvar í viku gereyðileggja bandamenn alla þá staði, þar sem Japanir reyna að byggja flugvelli á þessum slóðum. Myndir teknar úr lofti sýna, að Japanir reyna hvað eftir annað að leggja flugbrautir víðs vegar um eyjarnar í von um, að flugvélar frá heima- stöðvunum geti lent þar, en bandámenn eru jafnan viðbún- ir að eyðileggja þessar brautir, strax og þær eru komnar eitt- hvað á veg. Þannig heldur þetta áfram í sííellu. Ennþá hafa Japanir á valdi sínu tvo þriðju hluta Nýju Guinéu, ca. 312 000 fermílur. REIN þessi er þýdd úr ameríska tímaritinu „Li- berty“ og er eftir Morris Markey. Segir höfundurinn frá hættu þeirri, sem stafað getur af japönskum skæru- flokkum og einangruðum hersveitum hér og þar á eyjum þeim sem banda- menn hafa komizt framhjá í sókn sinni til japönsku heimaeyjanna. Innbúar þess landsvæðis eru bandamönnum mjög hliðhollir og hvað eftir annað kemur það fyrir, að þeir færa bandamönn- um mikilvægar myndir, jafn- vcl skilaboð, og koma þessu til herstöðva Breta eða Bánda- ríkjamanna. Japanir þeir, sem þarna eru, hafa komizt í þá klípu, að hjálp frá heimalandi þeirra er þeim algerlega útilokuð. Aftur á móti eru jarðarauðæfi Nýju Guineu ríkuleg, og Japanir hafa ræktað upp allstór svæði. Þeir hafa aukið hrísgrjóna- ræktina og hagnýtt sér ali- fugla- og svínarækt. Blaney hershöfðingi hefur komizt svo að orði, áð hættulegt sé, að Jap- ainir ha.fizt þarna við öllú lanig ur, því þeir muni reyna að búa svo vel um sig, að þeir gætu haldið bardagánum áfram, jafnvel þótt Japan gæfist upp — þeir muni reyna að ráða yf- ir sem stærstu svæði í fram- tíðinni, aðeins ef þeir fái tæki- íæri til þess. * Ekki fyrir alllöngu síðan var bandaiúskur tundurspillir í venjulegri eftirlitsferð sinni um 20 málum frá hringrifi, sém Japanir hafa á valdi sínu. Þetta var rétt hjá Marshalls-eyjum. Þá er það, að skipstjórinn kem- ur auga á lítinn bát, sem líkt- ist einna helzt Indíánabát, und- ir fullum seglum. Báturinn sigldi upp að tundurspillinum, narp þar staðar og sendi mann um borð. Það var fyrirliði bátsmanna og höfuðsmaður úeirra, sem bjuggu á eyjunni. Hann kvaðst lengi hafa langað til að komast í samband við bandarískt skip, því hann sagðist eiga erindi við banda- rnenn. Hann' kvað innbúa eyj- arinnar, næstum því 20(0 fjöl- .-kyldur, vera að því komma að gefast upp, því Japanir tækju til sín meira en helming alls fi 'sk aflans og stkönamt uðu affla ávextina af trjánum. Sömuleið- is sagði hahn, að Japanir bönn- uðu eyjarskeggjum að leita í loftvarnabyrgin, þegar banda- menn gerðu loftárásir á eyna. Spurði hann svo skipstjórann, hvort bandamenn gætu ekki hjálpað fólkinu til að yfirgefa eyna og flytja það á annan síað, þar sem bandamenn réðu ríkjum. — Skipstjórinn kvað já við því. Foringi hinna innfæddu ícr síðan aftur ofan í bát sinn og reri til lands. Um óttu næstu nótt kom tundurspillir- inn á sömu slóðir. Það var tunglskinslaust og dimmt yfir. Innan skamms sást hreyfing skammt undan landi. Það var fjöldi smábáta frá eyjunni. Hinir innfæddu sigldu í áttina til tundiurspiíliliiisiinis'. Þeir höfðiu segl við hún og reru auk þess með löngum árum. — Svo lögðust bátarnir upp að skipShliðinni. Kaðalstigar voru settir fram og rennt niður í bátana. Og þegar sólin var komin upp, hafði tundurspillir- inn siglt á brott með alla inn- fædda menn á eynni, konur og börn. Skömmu síðar var þeim komið fyrir á nýjum stað, þeim færður matur og lyf. — Mennirnir brugðu þegar við og tóku til að byggja sér ný heim- ili. * Eftir frásögn höfuðsmanns- ins höfðu Japanir reynt að stunda ræktun á eynni, — en áður en plönturnar náðu nokkrum þroska, voru sprengj- ur bandamanna búnar að eyði- *eggja akrana. Kóraleyjar sem þessi eru ____ ftli. á 6. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.