Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. júlí 1945 ftLÞYPUBLAÐIÐ Gerfiardsen flytur slefnuskrárræðu í Sfórþinginu. INAR GERHARDSEN, ^ hinn nýi forsætisrá&herra Norðmanna lýsti á laugardág- dnn stefnu og fyrirkomulagi stjórnar sinnar. Hann sagði, að grundivöllurinn undir stjórn hans væri ósk þjóðarinnar um, að eining þjóðarinnar héldi á- íram nú á endurreisnartíman- um. Hin ' nýja stjórn myndi inna af hendi hin aðkallandi Atörf lí&andi stundar, en hún væri byggð á stjórnskipuleg- rnn lýðræðisgrundvelli. Stetfna stjórnarinnar væri byggð á hinni sameiginlegu stefnuskrá Mnna stóru norsku stjórnmála- tflokka (Alþýðuflokksins, — Vinstri,- — Hægri — og Bændaflokksins). Gerhardsen forsætisráðherra sagði einnig, að stjórnin myndi fyrst og fremst sjá um, að afl- að værj. birgða handa lands- búum og þeim skipt réttlát- lega, að lögð yrði áherzla á sam vinnu hins opinbera og ein- staklinga. verkamanna og at- vinnurekenda og tryggt . yrði lýðræðið í landinu. Þá mun stjórnin einnig beita sér fyrir því, að iandvarnir Noregs verði ávalt sem traustastar og að samvinnu verði haldið á- fram við hinar sameinuðu þjóð ir. Að lokum sagði Gerhard- sen forsætisráðherra, að hann vænti þess, að stórþingið snyndi styðja stefnu stjórnar- innar og að þjóðin stæði ein- huga með stjórninni í þessum málum, enda væri það nauð- synlegt, til þess að tiiætlaður árangur næðist. (Frá norska blaðafulltrú- anum).. Brandenburger Tor sfendur enn. Brande.nburger 1 hér á nrmdinni ’or hlicið sem Rúsíar , milli Unter den .Linden og Tiergarten — er eitt af þekktustu mannvirkjum Berlínar. Það sést íegja, að hafi vérið tekin 2. maí, meðan á bardögunum í borginni stóð. —. Það er hópur þýzkra L ja, : ;m er að toomta jjnna á Untber den Linden. hjá Saflkpapan. ¥ ANDGÖN GULIÐ Ástra- líumanna hjá Balikpapan á Borneo liefuv nú náð 18 km. langri strandlengju á sitt vald og sums staðar sótt marga kíló metra inn á eyna. Eru fram- sveitir Ásíralíumanna nú að- eins hálfan kílómetra frá Balikpapan. Inni í borginni eru miklir eldar bg Japanir hafa sums staðar veitt olíuflóði á strönd- ina og kveikt í til að tefja framsókn Ástralíumanna. Leopold konungur búinn al af- sala sér Charles prins og van Acker forsæfisrál- iterra fengu orisendingar frá Stonum í gær. ÞAÐ er álitið í Briissel, segir í fregn frá London á mið- nætti í nótt, að Leopo'ld Belgíukcmungur sé búinn að afisala sér konungdómi. Bæði Cíharles prins bróðir hans, sem nú fer með konungsvald, og van Aoker forsætisráðherra, sem mest hefur beitt sér gegn því, að Leopöld kæmi heim, fengu orðsendingar frá honum í gær, og er það ætiun riianna, að þær hafi haft inni að halda valdaafsalið. Charles prins átti í gær langar viðræður við van Ack- er, forsætisráðherra, og Spaak utanríkismálaráðherra, sem eru mestir áhrifamenn stjórn- arinnar og Alþýðuflokksins í Belgíu; en ekkert hefur verið látið uppi um þessar viðræð- ar. {RJáðunautar þeir, sem Leo- pold konungur kvaddi til Salz burg á sinn fund, eru nú allir kornnir heim til Brussel, og var talið útilokað í London í gærkveldi, að það gæti dregizt mikið lengur að endanleg á- kvörðun um örlög og framtíð Leopolds konungá yrði gerð heyrinkunn. en ^OO risaflug- •“ virki gerðu árásir á Ja<- panseyjarnar Honshu og Kyus hu í gær og vörpuðu niður 3000 smálestum af eldsprengj- um. refar Fjöldi Berlínarbúa safnaðis! saman við göl- tirnar, sem hið nýja hernámsíið fór um. ffy&iSegfpngin í borginm sög® ægileg. O ANDARÍKJAHERSVEITIR héldu inn í Berlín í gær- morgun og settust að í suður- og suðvesturhluta borg- arinnar. Fóru vélahersveitir í broddi fylkingar. Brezkar hersveitir munu koma til Berlínar í dag, en ókunnugt er enn, hvaða hluta borgarinnar þær eiga að her- taka. Fregnir frá London í gær- kvöLdi. sögðu, að koma Banda- rikjahersveitanna 'hefðd virzt vera Berlínarbúum með öllu ó- vænt, því aðeins fáar hræður var að sjá við göturnar í út- jöðrum borgarinnar; en þegar inn í borgina hefði komið, hefði miki.ll fjöldi Berlínarbúa safn- azt, þrátt fyrár hellirigningu, með fram götunum, sem hið nýja hernámslið fór um. Fréttamaður Lundúnaútvarps ins, sem fvlgdist með Banda- ríkjahersveitunum inn í Berlín, s^gir, að eyðileggingin í borg- inni sé ægileg, heilir borgar- Mutar í rústum, einkum í mið bænum, 'þar á meðal stjórnar- byggingarnar við Wilhelms- strasse. Á leiðinni frá Elbe til Berlín ar mættu Bandaríkjamenn miklum rússneskum herflokk- um, sem voru á leiðinni suður og vestur á bóginn til að her- taka þau landsvæði, sem Rúss um er ætlað að gæta, en Banda ríkjamenn tóku í sókninni miklu að vestan. Höfðu rússnesku hermenn- irnir hin margvíslegustu farar tæki og sum heldur frumstæð. En alls staðar mátti sjá risa- vaxnar myndir af Stalin. Á allri leiðinni frá Elbe til Berlínar var lítið annað fólk að • ■ . \ sjá á ferli en hina rússnesku hermenn, sem streymdu vest- ur á bóginn. Þess var getið í fregn frá London í gærkveldi, að fyrsta járnbrautarlestin frá Moskva hefði komið til Berlínar í gær og hafði hún farið frá Moskva 25. júní, svo að töluverðar taf ir hafði hún crðið að þola á leiðinni. Járnbrauta'rvagna^nir voru, þegar lestin kom til Berlínar, skreyttir fánum bandamanna, ýmsum kjörorðum og stórum myndum af Stalin. Byrnes fer með Tru- man á TAMES BYRNES, hinn nýi ^ utanríkismálaráðherra Trumans Bandaríkjaforseta, vann embættiseið sinn í gær, segir í fregn frá London. Byrnes lýsti því yfir á eftir, að skipun 'hans í embætti utan- ríkismálaráðherrans Iþýddi enga stefnubreytingu í utanríkispóli tík Bandaríkjanna. Harry Hopkins dregur sig í hlé. Sökum fiellsu- brests. |7 REGN frá London á mið- nætti í nótt hermir, að það hafi verið tilkynnt opin- berlega í Washington í gær- kveldi, að Harry Hopkins hefði látið af öllum störfum fyrir Bandaríkjastjóm sökum heilsu brests. Harry Hopkins var um mörg ér persónulegur ráðunautur Roosevelts og bjó hjá honum í hvíta húsinu. Er sagt að for- setinn hafi kallað hann á sinn fund svo að segja daglega. Á ófriðarárunum hefur Hop kins farið margar ferðir fyrir Roosevelt til Evrópu til við- ræðna við þjóðhöfðingja og stjórnmélamenn, og nú síðast í júní fór hann fyrir Truman forseta til Moskva til við- ræðna við Sta'iin. Truman forseti skrifaði Harry Hopkins bréf í gær, — sem birt var í Washington í gærkveldi. Þakkar hann hon- um þar fyrir óeigingjarnt starf í þágu Bandaríkjanna og seg- ir, að fáum sé eins vel um það kunnugt og sér, hve mik- inn þátt Hopkins hafi átt í því að vinna stríðið. Byrnes mun fara með Tru- man forseta á fund hinna „þriggja stóru“ í Berlín, eða nánar Potsdam. Hins vegar er sagt, að Harry Hopkins muni ekki geta farið með forsetanum þangað vegna llasleika. Hopkins átti langar viðræður við Tru- man forseta í Washington í gær og ætla menn að þær hafi snú. izt um hinn væntanlega Berlín. arfund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.