Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 6
«________________________________ALÞYÐUBLAÐIÐ_______________ Miðvikudagur _4._júií 1945 Það er frú Hodges, kona Cortney Hodges, hershöfðingja, yfir- jnanns fyrsta Bandaríkjahersins, sem fyrstur varð austur yfir Rin og fyrstur austur að Eihe. Þau eiga héima í Atlanta í Banda- ríkjunum. Bræðslusíldarverðið Frh. af 2. síðu. 17.39 upp í kr. 18.0(0 með 4 atkvæðum. Þóroddur Guð- mimdsson greiddi ekki at- kvæði og taldi sig ekki reiðu- búmn til að taka ákvörðun um áætlun verðsins og áskildi sér frest til að athuga málið. Skulu nú raktar athuga- semdir Þórodds Guðmundsson- ar í hréfi dags. 13. júrií s.l., og látið í ljós álit stjórnar SR á þeim. I. Þóroddur Guðmundsson telur áætlun um afla of lága og segir skip hjá SR fleiri en upphaflega var áætlað og tel- ur, að afköst verksmiðjanna muni aukast í sumar og afla- möguleikar skipanna þar af leiðandi. Framkværridastjóri áætlaði, að Síidarverksmiðjum ríkisins rnundi berast í sumar 600 þús. mál síldar, en stjórn SR gerði strax á fundi hinn 9. mai s.l. breytingu á áætluðu magni móttekinnar síldar, sem hún áleit, að mundi nema á Sjöunda hundrað þús. mála, í stað 600 þús. mála, er fram- kvæmdástjóri hafði áætlað, og með tilliti til þess hækkaði verksmiðjustjórnin áætlunar- verðið úr kr. 17,39 upp. í kr. 18,00, og mun sú hækkun ekki fá staðizt miðað við það, að sfldin sé í meðallagi feit, nema feið móttekna síldarmagn nálg- ist 700 þús. mál. Meðal bræðslusíldarafli við- skipta verksmiðjanna á undan- förnum 7 árum hefur verið á éri hjá hverjum skipaflokki, sem hér segir: Línuveiðarar 7851 mál Mótorbáfar 6572 mál TVílembingar 5914 mál Hringnótabátar 4598 mál Nú hafa sótt um viðskipti hjá SR í sumar 100—103 skip, og sé reiknað með 7 ára með- al bræðslusfldarafla hvers flokks skipa, verður útkoman sú, að búast má við 630—650 þús. mála afla. Þar við er að athuga, að á undanförnum 7 árum hefur söltun síldar verið miklu minni að jafnaði en vænta má, að hún verði í sumar, og dregur aukin söltun úr þeim afla, sem verksmiðj- unum berst. Aftur á móti verður væntanlega greiðari af- greiðsla hjá verksmiðjunum í sumar en hún hefur verið að meðaltali á undanförnum 7 ár- um, og stuðlar það að auknum aflamöguleikum skipanna til móts við það, sem það síldar- magn, er berst verksmiðjunum, minnkar vegna aukinnar sölt- unar. Þóroddur Guðmundsson gerir ráð fyrir því, að afköst SR aukist í sumar, en því mið- ur eru ekki horfur á, að af- kastaaukningu þeirri, sem ver- ið er að vinna að í SR 30, verði lokið nægilega snemma til að koma að notum á þessu :.umri vegna óviðráðanlegra á- stæðna í sambandi við útvegun véla o. fl. Ljóst er af framanrituðu, að stjórn SR hefur ekki áætlað bræðslusíldaraflann minni en búast má við, að hann verði samkvæmt reynslu undanfar- mna ára, og teljum vér, að at- hugasemdir Þórodds Guð- mundssonar við þennan lið á- ætlunarinnar fái ekki staðizt. 2. Þóroddur Guðmundsson telur vinnulaun og viðhalds- kostnað of hátt áætluð. Við- haldskostnaður verksmiðjanna er áætlaður kr. 560 þú:;., en hefur reynzt 1943 kr. 639.941,- 96 og 1944 kr. 629.781,59, og þar sem nú er verið að fram- Framhald á 7. síöu. Kona sígurvegarans. Guðión Pálsson állræður - JÓNSMESSUDAG eru átta ííu ár liðin síðan Guð- jón Pálsson, fyrrverandi verk stjóri, Hverfisgötu 100, leit ljós þessa heims. Hann fæddist að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 24. júrií 1865. Óvíða á þessari jörð mundi þeim, er heilsar þessum heimi, bjartara fyrir augum en í FljótshTíð um jónsmessulleyt- ið, þegar íslenzka sólin má ekki vera að því að sofa og allt, sem lifir, r'eynir að vaka sem mest með henni og taka þátt í gleði hennar yfir skarti þess lífs, sem hún vekur. Þá var „hlíðin fög ur,“ þegar snáðinn hélt innför sina inn á pallinn á Arngeirstöð um, * grasið mikið, mjúkt og grænt, og Eyj afj ailajökull' hló upp i nóttlausa heiðríkjuna. En lifsbarátta mannanna í þessu fagra og fríða landi var hörð á 1 þessu skeiði, krafðist strits og stríðs og hélt litlum launum. Drengurinn Guðjón fæddist til fátækra foreldrahúsa, og eftir því sem sjónhringur hans út í mannlífið vikkaði varð honum ljósara, að vorin voru svikul og veturnir miskunnarliausir, bver munnbiti ísienzks barns kostaði mikla áhyggju og mik- ið erfiði. Svo óx hann i.nn í þetta mannlíf í fullri vitund um þrekraunir þess og harðrétti, reiðubúinn til þess, að lífið myndi gera miklar kröfur til hans, en að hann myndi ekki geta gert miklar kröfur til lífs ins að sama sbapi. Þannig sner ist íslienzk alþýða við lífskjör- um sínum og þessari alþýðu eigum við það að þakka, að við erum enn lifandi þjóð. Efir seytján ára dvöl i for- eldrahúsum og þrettán ára vinnumennsku hjá vandalaus- um kvæntist Guðjón Vilborgu Margréti, Magnúsdóttur frá Ár- gilsstöðum i Hvolhreppi. Ekki voru efnin mikil þrátt fyrir sVo langa þjónustu hjá öðrum. En einarðlega horfðu þau gegn framtíðinni ungu hjónin og marindómlega tókust þau á við verkefni lifsins. Þau byggðu upp hamingjusamt heimili. — Hornsteinar þeirrar hamingju voru traustir, enda þrautreyndir og vígðir guðlegu fyrirheiti, en þeir heita: Guðsótti samfara regltusemi. Með konu sinni eign aðist Guðjón hinn ágætasta lífs förunaut og henni þakkar hann næst Guði þá blessun, sem í búi þeirra var alla tíð, þrátt fyrir .skorinn skammt. Þeim fæddust tíu börn og eru sjö þeirra á lifi nú. Á næstliðnum vetri um jólaleytið varð hinni löngu og góðu samfylgd þeirra hjón%hér á jörð lökið, þar sem Vilborg Margrét var kvödd' til hinztu brottfarar. Vi.ð það urðu dagar hins lúna, aldraða manns að vísu dapurfegri, en eilifðin hins vegar, ef verða mátti, enn þá fojartari fyrir augum hans en áður, því af öllu dýrmætu, sem þau áttu sameiginlegt, var það bezt, að þau áttu vissa og góða heimvon. Það mætti skritfa langt mál um Guðjón Pálsson. Ég, sem þessar linur rita, hefi. þekkt hann um nokkur undanfarin ár, og ég er þakklátur fyrir þá viðkynningu. Ég tel hann í foeim flokki manna, sem verða þeim til andlegrar heilsubótar, er kynnast þeim. Hann á þá mildi hugans, sem mi.nnir á ávala mýkt Hóíðarinnar, og þá heiðu himinsýn, sem líkist jökultind unum. Þetta*hefir ekki orðið til af sjálfu sér. Guðjón Pálsson hefur verið auðmjúkur Krists lærisveinn alla ævi. Lotningin fyrir honum var blessun hans sem barns, traustið á honum styrkur hans í lífsbaráttunni, og nú elskar hann þennan drott inn sinn af einlægni barnsins Guðjón Pálsson. og í sælu öryggi fullvissunnar um eilíft hjállpræði hans. Starfsferill Guðjóns væri líka efni í mikið mál. Saga lífs- baráttu hans er jafn merkileg fyrir því þótt henni svipi t.il sögu þúsundanna i þessu landi. En víst er það, að þetta land hefir ekki átt marga hollari. eða dyggvari starfsþegna en hann. Verkstjórn hans og vinnubrögð lutu hinnl gullvægu reglu: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Því spurði hann jafn an fyrst: Hvað er heimtað af mér? Kráfan til sjálfs sín var fyrsta krafan. Gott væri bæði einstaklingum og þjóð, ef starfs göfgi þeirrar tegundar yrði ekki. með öllu gerð landflótta. Guðjón Pálsson hlaut góðar gáfur í vöggugjöf. Menntun fékk hann litla í æsku, og raun ar enga á mælikvarða nútíðar. En löngum stundum sat hann við fætur afa síns í foáskrók úti í fjósi og nam heilög fræði af vörum hans. Sú kennsla laut ekki öðrum 'fræðslullögum en hinni fornhelgu reglu: Kenn Mnum unga þann veg, sem hann á að ganga. En þessi óbrotnu fræðslulög voru vel haldin í dimmu skólastofunni á Arn- geirsstöðum, og vel megum við athuga, hvort margbrotið fræðslíukerfi nútímans skortir ekki eitthvað af innri styrk og þeim mætti til skaphafnarmót unar, sem þessi helgu óskráðu lög bjuggu yfir. Guðjón er vel hagorður og hefir haft foæði yndi og blessun af að yrkja. ÖU eru ljóð hans vitnisburður urr^ það dýrmæt- asta, sem hann hefur öðlazt á lífsleiðinni: Trúarsamfélagið við Guð. Nú er Guðjón þrotinn að lík amskröftum. Þeir, sem knýja dyra á HVerfisgötu 100, neðstu hæð, munu fyrir hitta hruman öldung, svipmikinn og sviphýr an. Höndin, sem hann réttir, er hnýtt af mikilli vinnu, en hliý viðkomu. Augun foera þess vitni að þau hafa einhverntima séð himininn oþinn. Glaðari maður er ekki til í þessum bæ. Hano horfir með miklu þakklæti yf- ir tfarinn veg, gleðst innilega yfir ástriki barnanna, sem keppast um að vera honum til yndis cg skjóls, en mestur fögn uður hans er yfir því, sem hann á í vændum Ihandan tjaldsins, sem enn bvlur dýrðina í himni Guðs. Blessi Guð barn sití á merkisdegi þess og fullkomni fögnuð nú og síðar til eiliífðar. 23. júní 1945. Sigurbjörn Einarsson. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Guðbjörg Jóns- dóttir og Herbjöm Guðfojömsson, bifreiðastjóri hjá Matardeildinni, Þórsgötu 17. Kosningarnar í Brel- landi. Framh. af. 5. síðu um sem sérstök deild flokks- ins. Ársþing Alþýðuflokksins 1934 vék þessari tillögu til hlið ar og Mndruðu kommúnista ó- sjáltfrátt í því að koma málum bessum á framfæri um þriggja ára skeið. Samt sem áður hafá kommúnistar stöðugt hatft mik ið samstarf með verkalýðssam- tökunum og reynt að hafa áhrif í þá átt, að málunum verði öðru v:si tekið á flokksþinginu 1946. Helztu rökin, sem þeir geta bor ið fram af sinni hálfu, eru þap, að þeir eru þegar innan Al- þý ðuflokksins að vissu leyti, vcgna aðstöðu sinnar í ýmsum helztu verkalýðssamtökunum og ættu þá þess vegna að vera viðurkenndir flokksmeðlimir Alþýðuflokksins. Það sem and-kommúnistar halda einkum fram, er það, að grundvallaratriði í stefnu kom múnista brjóti í bága við lýð- ræðissinnaðan sósíalisma, sem Alþýðuflokkurinn aftur á móti berjist fyrir. Sömuleiðis, að enda þótt kommúnistar hafi nú samstarf með Alþýðuflokknum gegn um verkalýðssamtökin, muni enginn þekktur kommún- isti geta tekið þátt. í alfenenn- um kosningafundum með Al- þýðuflokknum. Enn tfremur halda andstæðingar kommún- ista því fram, að þar sem kom- múnistar komist að, muni þeir gera allt til þess að koma að sinni eigin „línu“ og beita þoli og' þrásetu á fundum, unz þeir nái meirihluta; — þeir muni bola frá hinum síður rót tæku meðlimum Alþýðuflokks- ins, — fela skipulagið Komm- únistaflokknum í hendur og stuðningsmönnum hans. Það mun nú innan skamms tima koma í ljós, hvort þessir sundurleitu flokkar megna að koma Albýðuflokknum til valda. Eitt er samt sem áður víst, og það er, — að verkalýð- samtökin munu, eftir þessar kosningar, hafa aukið fylgis- mannatölu sína stórkostlega og þar af I'eiðandi fá fleiri þingsæti, en áður. Og fari ekki svo, að þau komizt beinlínis til valda, munu þau hljóta miklu betri aðstöðu til þess að koma stefnu sinni á framfæri og fá vilja sínum framgengt eftir þess ar kosningar en nokkru sinrn fyrr. RHdó«H eða sleggjo- désnur! Framhald af 4 síðu. við að iþýða eftir. — þó finn ég lítinn mun á því: Ég þýði orð of orði og setningu eftir setningu eins og áður og reyni að sleppa engu úr, orðum né hugsunum, — svo að ,,blekausturinn“, sem Ólafur talar um, er alveg sá sami. Og engan stuðning get ég h'aft af þes'sum ritdómi Ólafs „f j alldr aumaskálds ‘ ‘. Likúga er reynandi að lokum ao benda þessum unga höfundi á, að reyndar er í'leira rétt og nærtæk islenzka, en reykvískt nútíðarmál. — En við „Tíma- ritið“ sjálft rvildi ég segja: Ef það hefur viljað hnekkja þess ari bók og iþessum þýðanda, þá var óþarfi að seilast eftir að- keyptum og ótíndum ritdóm- ara. — Eftirfarandi. tvær máls- greinar hefðu hatft álveg jöfn áhrif til ófarnaðar píslarvottun xun: Þetta er ill bók og illur þýðandi! Lítið ekki við henni, og lesið aldrei neitt eftir hann! 20. apríl 1945. Konráð Vilhjálmsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.