Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 2
1 ALÞYÐUBLAÐIÐ Migvikndagpr 4. júlí 1945 F. U. i. ferskemmli- ferð um Borgarfjörð um næslu helgi Í'Í! ' F ÉLAG UNGRA JAFNAÐ- MANNA efnir til skemmti ferðar fyrir meðlimi sína næst- komandi - laugardag og sunnu- dag. Farið verður um Borgar- fjörð fyrir Hvalf jörð. Á leiðinni verður staðnæmst í Hafnarskógi og víðar. Gist verður um nóttina í Húsa fellsskógi, og þurtfa þátttakend ur í förinni að hafa með sér viðleguútbúnað. . Á sunnudag- inn verður ekið um hinar fögru byggðir Borgarfjarðar og kom- ið til Reykjavikur um kvöldið. Þátttakendur í förinni verða að hafa gefið sig fram við stjórn félagsins eða skrifstofu Alþýðu filokksins í Alþýðuhúsinu, sími 5030, ekki síðar en á mörgun, fimmtudag, fyrir kl. 6, svo að hægt verði að ákveða bifreiða- kostinn, sem þarf í förina, með nægum fyrirvara. Skipafréttir Togarinn Skalla'grímur kom frá Englandi í gærmorgun. Kári kom af veið-um í gærmorgun og fór af stað til Englands síðdegis í gær. Hafsteinn fór á v.eiðar í gær. Hjónaband. í gær voru gefin sarnan í hjóna band Tove Pedersen og Sigurður ÍÞór^rinsson (Guðmundssonar skip stjóra). Heimili þeirra er Grönne gyden, Andrup pr. Sohus — Fyn Danmark. Sfjórn síldarverksmiðja ríkisins hefur ákveðið ræðslusi Byrjáð verður að veita síldarverksmiðjunum STJÓRN SÍLDARVERKSMIÐJA RÍKISINS ákvað ,í fyrradag, að bræðslusíldarverðið í sumar skyldi vera kr. 18,50 málið og verður byrjað ,að veita bræðslusíld mót- töku í síldarverksmiðjum ríkisins. 8. júlí n. k. Verður síldin keypt föstu verði af þeim er þess óska fyrir kr. 18,50 málið, en þeim sem óska heldur að leggja síldina inn til vinnslu er það heimilt og verður þeim greitt 85% af áætlunarverðinu, sem er einnig kr. 18,50, það er kr. 15,73 fyrir hvert má:l við afhendingu, en endanilegt uppgjör fá þeir síðar. Greinargerð frá stjórn síldarverk- snrsiSja rfkisins um síSdarverðiS. Nokkur ágreiningur hefur verið um ákvörðun hræðslu- sildarverðsins og hefur hlaðinu bori^t um hann ítarleg greinar gerð verksmiðjustjórnarinnar. Fer sú greinargerð hér á eftir: ,,Á fundi verksmiðjustjórnar S. R. þann 9. maí lagði fram- kvæmdastjóri S. R. fram rekstr aráætlun S. R. fyrir árið 1945, miðað við vinnslu úr 600 þús. málum og afurðamagn úr hrá- efni, samkv. meðatali siðast llið Mikil viðhöfn, þepr Esja fór frá Hedtoft-Hansen, félagsmálará^herra var viðstaddur og skipstjórann að færa rík- isstjórri fslands þaE^kir dönsku 'stlórnarinnar Skipáð kemur h'ingað á sunnudaginn Frá fréttairitara AijþýðuWaðlsinE KAUPMANNAiHÖFN i gær. ’p’ SJA lagði af stað frá Kaupmannahöfn á sunnudaginn kl. 1 e. h. Mikil viðhöfn var á bryggjunni um leið og skipið lagði frá. Félagsmálaráðherra Danmerkur, Hedtoft- Hansen, var viðstaddur og þakkaði hann skipstjóranum gjöf fslendinga til dönsbu þjóðarinnar og bað hann að færa ís- lenzku ríkis§tjórninni þakkir dönsku ríkisstjórnarinnar. inna fimm ára. — Niðurslaða áætlunarinnar var sú, að hægt væri að gredða kr. 17,39 pr. mái síldar. Verksmiðjustjórnin gerði. ráð fvrir því, að fást myndi hátl á 7. hundrað þúsund mál, í stað 600 þús. mála og með lilliti til þess, hækkaði hún á- ætlunarverðið úr kr. 17,39 i kr. 18,00 pr. mál. — Óskaði stjórn in síðan eftir heimild atvinnu- málaráðherra til þess að kaupa síldina föstu verði, fyrir kr. 18.00 pr. mál og taka við henni tiit vinnslu af þeim, sem ósk- uðu þess heldur, gegn greiðslu á 85 % af, áætlunarverðinu og endanlegu uppgjöri- síðar. —- Var tillaga þessi sanfþykkt á fundi stjórnar S. R. iþ. 9. maí s. 1., með 4 atkvæðum, þeirra Sveins Benediktssonar, ÍÞor- móðs Eyjólfssonar, Jóns L. Þórðarsonar og Erlendar Þor- steinssonar. — Þóroddur Guð- mundsson greiddi ekki atkvæði og tó'k fram, að hann væri ekki. reiðubúinn til að taka ákvörð- un ’um áætlun verðs og áskyldi sér frest til að athuga málið. Þóroddur Guðmundsson sendi atvinnumálaráðuneytinu, þann 13. júní, athugasemdir við áætl un og tilllögur meirihluta herk- smiðjustjórnar. Fer bréf hans til atvinnu- málaráðuneytisins hér á eftir: Meðal farþega þeirra, sem fóru með Esju frá Kaupmanna- höfn, eru þeir Jón Helgason prófessor, Stefanó íslandi óperu söngvari og íslenzki risinn Jó- hann Pétursson, sem dvalið hef ur nú í Kaupmannahöfn í 10 ár. Lík Guðmundar Kamiban skálds kemur til íslands með skipinu. Þá er einnig með skip- inu aska Jóhanns Þórðarsonar garðyrkjumanns, en lík hans var brennt í Kaupmannahöfn. Nokkru eftir að Esja lagði frá bryggju í Kaupmannahöfn var hún stöðvuð á ytri höfn- inni og gögn farþeganna rann- sökuð. Var þessari rannsókn ekki lokið og skipinu ekki gef- ið fararleyfi til Gautaborgar fyrr en kl. 2 e. h. á mánudag en til Gautaborgar kom það seint á mánudagskvöld, Búist er við að Esja komi til Reykjavíkur síðdegis á sunnu dag n. k. í Gautaborg bætast 80 farþegar við heim með skip inu. OVE. Sfldreiðiskipin af Suð- urlandi eru að fara norður. Q ÍLDVEIÐISKIPIN eru nú ^ sem óðast að buast til veiða héðan frá Suðurlandi, og stenjdur skráning þeirra til síld veiðanna yfir þessa dagana. Héðan úr Reykjaví'k hafa þessir bátar þegar skráð sig og eru nú farnir norður: Jón Þor- láksson, Þorsteinn, Freyja, Rifs nes, Huginn og Ármann. Frá Keflavík er móturb'átur- inn Gyllir farinn til síldveiða, en margir fleiri eru að búa sig til veiða. „Atvinn'umálaráðuneytið, Reykjavík. Stjórn Síldarverksmiðja rík- isdns tók til meðferðar á fundi sínum 9. mai s. 1. bræðslusíld- arverð á næstu vertíð og sam- þykkti með 4 atkvæðum að á- æila verðið kr. 18 pr. mál (Erl. Þ. var fjarverandi, en lýsti sig samþykkan í sima). Ég gat ekki fallizt á þessa tillögu og. líét bóka eftirfarandi: ,,Ég er ekki reiðuibúinn að taka ákvörðun um áætlun verðs og áskil mér frest ti.l að athuga það mál.“ Meirihluti stjórnar SR bygg ir tillögu sína á rekstursáætlun framkvæmdastjóra fyrir árið 1945, en í þeirri áætlun er gert ráð fvir 600 þús. mála vinnslu og kr. 17,39 pr. mál. Með tillili til þess, að afli verði meiri en- 600 þús mál leggur svo meiri- hluti stjórnar SR til, að verðið verði kr. 18,00 pr. mál." Ég tel að við þessa reksturs- áætlun sé ýmislegt að athuga ) og gjöldin séu yfirleitt áætluð mjög ríflega. í fyrsta lagi teS ég áætlun um afla öf lága, enda eru skip hjá SR fleiri í sumar en upp- 'haflega var áætlað og við það að afköst verksmiðjanna auk- ast, aukast aflamöguleikar skip anna, því öllum er kunugt að flest undanfarin ár hefðu sild- veiþiskipin fiskað mikið meira hefðu afköst verksmiðjanna ver ið meiri og skipin ekki þurft að biða eftir löndun og það stundum svo dögum s'kipti. í öðru lagi tel ég vinnulauna og viðhaMskostnað of hátt á- æiMaðan. í þriðja lagi tel ég, að afborg anir mætti lækka, ef þörf krefði, þar sem í áætluninni er gert ráð fyrir að leggja 1 milljón kr. í sjóði (varasjóð, fyrningarsjóð) og rúm 500 þús. í afborganir. Siðast liðin ár hefur reynsl- an aDtaf orðið sú, að undan- teknum tveimur árum, að verð ið hefur verið áætlað lægra en það revndist við endanlegt upp gjör. Síðasta ár var verðið á- ætlað kr. 18,00 pr. máh en reyndist við endanlegt uppgjör kr. 20,75 og þá voru verksmi.ðj urnar búnar að draga frá og greiða í sjóði sína og afborg- anir um 1 og % milljón króna, tekið var á móti 915 þús. smá- lestum af síld. Að vísu var þetta óvenjugott aflaár og sildin fitu magnsmeiri en hún var í meðal lagi nokkur undanfarin ár, en útkoman segi.r samt nokkuð. Með tilliti til þess, sem að framan greinir, leyfi ég mér að leggja til, að bræðslusíldarverð ið verði áætlað kr. 19,50 pr. mál og SR veitt heimi.ld til að kaupa bræðslusíld í sumar föstu verði fyrir kr. 19,50 pr. mál og til þess að taka við sild til vinnslu af þeim sem þess óska heldur, gegn greiðslu á 85% af ‘áætlunarverðinu við afhend- ingu og endanlegu uppgjöri síð ar. p. t. Reykjavík 13. júní 1945. Virðingarfyllst . Þóroddur Guðmund'son'1. Bréf Þórodds Guðmundsson ar sendi atvinnumálaráðherra til verksmiðjustjórnar til um- sagnar, og sendi meirihluti stjórnarinnar, þéi.r Sveinn Bene diktssonv Jón L. Þórðarson og Þormóður Eyjólfsson atvinnu- málaráðuneytinu umsögn sína í bréfi dagsettu 22. júnú Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra, sem á sæti í stjórn SR var fjar verandi,' en hefur lýst sig sam- þýkkan umsögn meirihlutans um tillögur Þórodds. Fer bréf verksmi.ðjustjórnar meirihlutans hér á eftir: „Reykjavíky 22 júní 1-945. Atvinnumálaráðuneytið, Reykjavík. í framhaldi af bréfi voru, aags. 15. þ. m., varðandi um- sögn stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins' um íillögu eins af stjórnendum. verksmiðjanna, Þórodds Guðmundssonar, um að hækka áætlunarverð bræðslu- síldar úr kr. 18.00 upp í kr. 19.50 og kaupa síldina föstu verði fyrir þetta áætlunarverð og taka við henni til vinnslú af þeim, sem þess óska, heldur gegn greiðslu á 85% af áætlun- arverði, leyfir stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins sér að senda hæstvirtu . ráðuneyti eftirfarandi umsögn um áður- nefnda tillögu. Þóroddur Guðmundsson Lyggir tillögu sína á því, að hann hefur ýmislegt að athuga við rekstursáætlun fram- kvæmdastjóra verksmiðjanna, Magnúsar Blöndals, sem sam- þykkt var á fundi verksmiðj- stjórnar hinn 9. maí s.L með þeirri breytingu,1 að áætlunar- vcrðið var hækkað úr kr. Frh. á 6. síöu Meislaraflokkur KR fer í kRalispyrnufðr fil ísafjarðar í dag IÞRÓTTABANDALAG ÍSA- FJARÐAR hefur boðiö meistaraflokki KR til ísafjarð ar til að keppa í knattspyrhu þar við félögin. Knattspyrnu- mennirnir fljúga í dag með Loftleiðix og fer flugvélin tvær ferðir með þá. Dvelja þoir á ísa firði til sunnudagskvölds og koma aftur heim flugleiðis. Á- kveðið er að þeir keppi tvo kappleiki á ísafirði. Fararstjóri er Jón Leós banka gjald'keri. Keppendur KR í för inni eru þessir: Óli B. Jónsson, Sigurður Jónssön, Birgir Guð- jónsson, Guðbjön Jónsson, Hörð ur Óskarsson, Hafliði Guð- mundsson, Jón Jónasson, Ólaf- ur Hannesson, Skúli Skúlason, Kjartan Einarsson, Einar Ein- arsson, Ari Gíslason, Sigurður Pétursson, Sigurjón Steindórs son, Óskar Óskarsson. Fyrsia færeyska skip- ið komið beim úr Dan- U YRSTA SKIPIÐ, sem fór * • frá Færeyjum tD Dan- merkur, er nú komið heim aft- ur. Skipdð, sem leigt hafði ver ið til fararinnar og heitir „Björg vin“, flutti ull, lýsi og saltfisk til Danmerkur, en til baka kom það með marga farþega og nokkuð af vörum. Það var hátíðleg stund hjá Færeyingum, sem dvalið hafa £ Danmörku, að sjá eitt af sínum skipum sigla undir færeysku merki til hafnar í Kaupmanna- höfn, og ekki var fögnuður þeirra minni yfir heimkomunniv Aldrei hefur jafnmargt fólk ver ið samankomið á bryggjunni °g þegar skipið kom heim tii Færeyja. Það var eins og allir vildu vera viðstaddir og fagna komumönnum. Skemmfun Kieflféiags Hailgrímskirkju |Z VENFÉLAG Hallgríms- kirkju gekkst fyrir skemmtun í Hljómskálagarð- inum um síðustu helgi. Formaður félagsins, frú Þóra Einarsdóttir, setti samikomuna. kl 4 s. d. á laugardag, en því næst flutti séra Óskar Þorláks son frá Siglufirði mjög snjalla og þróttuga ræðu. Um kvöldið skemmti. Frið- finnur Guðjónsson leikari með upplestri, en síðan var stiginn dans á palli fram að miðnætti. Á sunnudaginn hófst samkom:: an aflur kl. 2 e. h. með útiguðs þjónustu. Séra Sigurjón Árna- son predikaði, en kirkjukór Hallgrímssóknar söng, við hljóð færið var Páll Halldórsson. Að guðsþjónustunni lokinni lék amerísk bljómsveit undir stjórn dr. Corley. Klukkan fimm s. d. hélt Guð mundur Q. Hagalín snjallt er- indi. Um kvöldið var dansað á pallinum fram um miðnætti. Allskonar veitingar voru í fjöldum í Hljómskálagarðinum báða dagana. Allar kökurnar, sem þarna voru á boðstólum voru bakaðar af félagskonum sjálfum og gefnar af þeim £ þessu skyni. Önnuðust félags- konur og alla framreiðslu við veitingarnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.