Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.07.1945, Blaðsíða 7
Miðvikndagur 4. júlí 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, BÍmi 5030. Næturvörður er í Lyi'jabúðinni Iðunn. Næturákstur annast B. S. í., sími 1540. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hiádegilsútvarp. 15.30—16.00 Miðdagsútvarp. 19.25 Hljómplötur: Óperulöig. 20.00 Fréttir. 20.25' Útvarpssagan: „Jónsmessu- hátíð“ eftir Ailexander Kiel land (Sigurður Einarsson). 21.00 Hljómplötur: íslenzk lög úr leikxitum. 21.15 Erindi: Frá BBandarikjun- J um (frú Rannveig Scmidt.) 21.35 Hljómplötur: Amierísk lög. 21.40 Hljómplötur: Tónvrek eftir Sibelius. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Thor Thors sendiherra verður til viðtals í róðherrabú- staðnum í Tjarnargötu á morgun kl. 10—12 f. h. Höfðingleg gjöf til Neskirkju. Nú má segja, að stutt fari að verða stórra gjafa milli til kirkj- unnar okkar, og munar 'hana drjúgt, ef margar koma slíkar. Þessi síðasta gjöf er að upphæð 5000 —* fimm þúsund krónur — og má nokkuð marka vinarhug þessa stórhuga gefanda til Nes- kirkju á því, að hann er alls ekk-i búsettur í Nessókn.-----Ef líkt heldur ófram sem undanfarið, verð ur þess vonandi ekki langt að bíða, að þessir menn og aðrir unnendur kirkjunnar sjái þá von sína ræt- ast, að unnt verði að hefjast handa um byggingu hinnar nýju Nes- kirkju. Fyrir hönd kirkjunnar færi ég hinum ónafngreinda gef- anda hérmeð innilegar þakkir fyr ir þessa höfðinglegu gjöf, sem er sú stærsta, sem Neskirkju hefur enn verið færð. -— Guðm. Ágústs- son (pt. féhirðir). I HVAÐ SEGJA Hl-N BLÖÐIN , frh. -af 4. síðu. daðrað við hann og veitt villi- mennskunni brautargengi. En Laxness gleymdi alveg einu atriði þessara rnála — daðri Stal- ins við nazismann, vináttusamn- ingnum fræga við Hitlers-Þýzka- land og stuðnin-gnum við það til að ráðast á lýðræðisríkin í vestri. Var sál Gorkis líka þar að verki? Og var það líka sál Gorkis, sem fyllti Laxness og alla kommúnistahala- rófuna hér úti á íslandi þ-egar þeir fundu það upp, að það væri bara „smekksatriði" hvort maður væri með eða móti nazismanum.“ Það væri fróðlegt að fá svör við þessum spurningum. Sllfurpleff Matskeiðar Desertskeiðar Kökugafflar Fiskgafflar Kjötgafflar Smjörhnífar. Mjög vandað, nýkomið. Ka Eisiarssou & BJörnsson h.f. Bankastræíi 11. BræðslusíldarverðiÖ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall' og jarðarför konu minnar og systur okkar, Herciísar HíeSsdóttur. Magnús Guðjónsson. Borghildur Níelsdóttir. Helga Níelsdóttir. Torfhildur Níelsdóttir. —msmmm Guðriín Níelsdóttir. Maðurinn minn, íaðir okkar, tengdafaðir og afi, B-enecSikt ÞorSáksson frá Höfða, andaðist í dag í Elliheimili Hafnarfjarðar. — Jarðarförin verður auglýst síðár. Steinunn Jónsdóttir. Guðjón Benediktsson, Elinborg Jónsdóttir og börn. Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarföc Aðstandéndur. Frh. af 6. si6u. kvæma víðtækt viðhald á verk- smiðjúnum eins og undanfarin ár, er þess sízt að vænta, að viðhaldskostnaður verði minni en áætlað er, og mætti frekar búast við, að hann færi fram úr áætlun, samkvæmt reynslu undanfarinna ára. Vinnulaun hafa verið áætluð kr. 4.80 á mál. Verksmiðju- stjórnin hefur reiknað, hverju vinnulaun mundu nema á mál miðað við sama síldarmagn og fékkst í fyrra með þeirri hækk un, sem leiðir af hækkaðri vísi- tölu frá fyrra ári og hækkuðu grunnkaupi á Raufarhöfn og Húsavík og er það kr. 4.68. ' í fyrra var hæsta aflaár í sögu síldveiðanna miðað við þann skipafjölda, er þátt tók í veiðunum, og SR barst meiri afli en nokk-urn tíma áður, en því meiri, sem aflinn verður, því minni verða vinnulaunin á hvert mál. Sé reiknað með meðal bræðslusildarafla, er þess ekki að vænta, að vinnu- iaun á hvert mál v-erði m-inni en kr. 4.80, heldur þvert á móti, að bau verði meiri. 3. Þóroddur Guðmundsson gerir ráð fyrir, að lækka megi afborganir, en gætir þess ekki, að lögákveðið er, að umsamd- ar afborganir af stofnkostnaði Síldarverksmiðja ríkisins á Ihverjum tíma eiga samkvæmt verksmiðjulögunum, sbr. lög nr. 1 1938 um SR, að dragast frá bræðslusíldarverðinu. Fyrn- ingargjald verksmiðjanna á ! vélum er og helm-ingi lægra en - liiá öðrum fyrirtækjum, senni- - J )ega með hliðsjón af 'því, að SR draga umsamdar afborgan- ir frá bræðslusíldarverð-inu. -— Breyting á þessu verður ekki gerð nema með hreytingu á jögum verksmiðjanna. Það er og rangt hjá Þóroddi Guð- mundssyni að telja fyrningar- sjóðinn til eignaaukningar verksmiðj unum. Að lokum minnist Þóroddur Guðmundsson á, að á síðast iiðnum árum, að tveimur und- ant-eknum, hafi vérið áætlað lægra en það reyndist við end- anlegt uppgjör, og að útkoman síðast liðið ár hafi verið betri en áætlað var. Þóroddur Guðmundsson gef- ur sjálfur skýringu á því, hvernig á því stóð, en það var vegna þess, að SR barst meiri sild en nokkurn tíma áð-ur og að síldin var fitumagnsmeiri og meira mjöl fékkst úr henni en í meðallagi, en vér erum sammiála framkvæmdastjóra verksmiðjanna um það, að á- ætlun um móttekið bræðslu- síldarmagn og afurðamagn. verði að miða við- reynslu und- anfarinna 5 ára, en ekki við það ár, sem hagstæðast hefur verið í sögu verksmiðjanna. Ef lakasta árið, hvað viðvík- ur fitu-magni á s.l. 5 árum, er lekið til samanburðar við með- altalið, sem vér hö-fum reiknað með, kemur í ljós, að afurðirn- ar úr hverju máli eru þá ca. kr. 2.@0 verðminni en við höf- um áætlað og mundi það lækka þáð verð, sem hægt yrði að greiða, úr kr. 18.OG niður í kr. 15.40 eða með öðrum orðum baka verksmiðjunum tap, er næmi ca. kr. i.820.000,00 með 700 þús. mála vinnslu. Athugasemdir Þórodds Guð- mundssonar við áætlun fram- kvæmdastjóra og stjórnar Síld- arverksmiðja ríkisins um rekst ur verksmiðjanna á þessu ári hafa nú verið raktar lið fyrir lið og sýnt fram á, að engar þeírra fá staðizt. Vér viljum sérstaklega benda á það, að gera má ráð fyrir, að saltað verði í sumar allt að 200 þús. tunnur síldar, og verður söltunin framkyæmd að mestu leyti. í ágústmánuði, þegar síldin er feitust, og jafnan valin til söltunar feitasta og bezta síldib. Þessi góða og ó- skemrr da síld dregst að sjálf- sögðu frá beirri síld, er að öðr- um kosti hefði borizt verk- smiðjunum, Undar.-:arin 5 ár hefur, svo sem kunnugt er, ekki verið saltað nema sáralít- ið magn. Þessi breyting veldur því, að gæði og fitum-agn þeirr- ar síldar, sem verksmiðjunum berst, rýrnar til muna, en í á- ætlun vorri er ekki tekið til- lit til þess atriðis, heldur eins og áður segir suðzt við 5 ára meðaltal um fitumagn og mjöl magn síldarinn'ar. Afurðir verksmiðjanna hafa verið seldar fyrirfram fyrir sama verð og í fyrra, og síðan I hefur ekki orðið breyting á út- I gjaldaliðum nema til hækkun- ar, en hækkuð útgjöld stuðla að lækkun á bví verði, sem hægt er að greiða fyrir síldina. í fyrra var meðstjórnandi vor, Þóroddur Guð-mundsson, sammála oss um, að ekki væri rétt að áætla verðið hærra en kr. 18,00. Þar sem þær breyt- ingar, sem síðar hafa orðið, m. a. vegna kauphækkana, miða allar að því að a-uka tilkostn- að og þar með lækka bræðslu- síldarverðið, væntum vér þess, að meðstjórnandi vor muni, er hann hefur kynnt sér þær at- hugasemdir, sem vér höfum gert við tillögu hans, taka þær lil greina og falla frá tillögu sinni um hækkun átælunar- verðsins. Vér teljum mjög varhuga- vert að áætla bræðslusíldar- verðið hærra en rök standa til, ,.og að t-ap á verksmiðjunum yrði til þess að veikja starfsemi þeirra i framtíðinniv en við því mega verksmiðjurnar sízt nú, þegar verið er að tvöfalda af- köst þeirra, þrátt fyrir dýrtð- ina. Búast má við, að innan skamms, jafnvel á næsta ári, komi til þess, að ekki verði hægt að selja afurðir verksmiðj anna fyrirfram fyrir viðunandi verð, og að SR verði þá að á- ætla verðið eftir líkum. Ef eitthvað ber út af, þegar svo er komið, er nauðsynlegt, að fjárhagur verksmiðjanna sé sem beztur, en það verður ekki tryggt, nema verksmiðjurnar séu reknar samkvæmt verk- smiðjulögunum, og áætlanir um rekstur þeirra séu miðaðar við fyrri reynslu. \ Að lok-um viljum vér henda á, að álíti ein-hver af viðskipta vinum verksmiðjanna, að áætl- un framkvæmdastjóra og verk- smiðjustjórnar um - bræðslu- síldarverðið, kr. 18.00 hvert imál sé of lág, þá á hann völ á því að leggja síldina inn til vinnslu og f-á sannvirði hennar, samkv. verksmiðjulögunu-m. Getur hver og einn látið, hvort sem hann óskar hel-dur, allan afla- hlut sinn eða hluta aflans til vinnslu hjá SR gegn þyí að segja til um það áður en síld- armóttaka hefst. Verksmiðjustjórnin leyfir sér að vænta þess, að þér, hæst- virtur ráðherra, heimilið verk- smiðjunum að kaupa síldina iostu verði fyrir kr. 18.00 hvert •rnál, svo sem vér höfum áður farið fram á, en af hinum, sem þess óska heldur, munu SR taka við síldinni til viinnslu gegn greiðslu á 85% af -áætlunar- verðinu kr. 18.00 við afhend- mgu, þ. e. kr. 15.30 hvert mál, og endanlegu uppgjöri síðar. Virðingarfyllst, Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Sveinn Benediktsson. Jón L. Þórðarson. Þormóður Eyjólfs- son.“ Þá barst stjórn SR hréf frá atv-innumálaráðherra siðdegis í fyrradag (2. júli). í bréfi þessu heimilar atvinnumá-laráðherra starfrækslu SR í sumar og að verksmiðj urnar kaupi hræðslu sild föstu verði, kr. 19,00 pr. mál og taki. við síldinni til vinnslu af þeim, sem óska þess heldur, gegn greiðslu á 85% af kaupverðinu. Samkvæmt þessu hefur stjórn SR ákveðið að reka verksmiðjurnar í sumar og nota verðheimild ráðherrans tii greiðslu á föstu verði kr. 18,50 pr. mál bræðslusíldar og enn- fremur að hækka áætlunarverð ið upp í kr. 18,50. — Sendi, meir-ihluti stjórnar SR atvinnu málaráðherra bréf um þetta. Finnur Jónsson, dómsmálaráð- herra hefur lýst sig andvígan því að notuð verði heimild at- vinnumálíaráðherra til þess að kaupa síldina fyrir kr,-19,00 pr. mál. Hafði ráðherrann ekki í gær, vegna anna, tekið afstöðu til bréfs meirihluta stjórnar SR, sem er svohljöðandi: „Reykjavík. 2. júlí 1945. Atvimiumálar'áðherra, Reykjavík.. Vér höfum móttekið bréf yð- ar, hæstvirtur ráðherra, dags. í dag, þar sem þér heimilið að rek.a Síldarverksmiðjur ríkisins í sumar og að þær kaupi bræðslusíld föstu verði á kr. 19.00 pr. mál og taki vjð síld- inni til vinnslu af þeim, sem þess óska heldur gegn greiðslu á 85% af kaupverðinu. Stjórn Síldarverksmiðja rík- isin:s álftur að í bréfaviðskipt- um og umræðum, sem fram hafa farið um síldverðið í sum- ar, hafi ekkert komið fram, sem haggi gr-undvelli upphaflegrar tillögu verksmiðjustjórnarinnar sur. bréf dags. 22. júní s. I. Stjórnin treystir sér því ekki til þess að nota verðheimild yðar að fullu, en hefur ákveðið, — þar sem þér, hæstvirtur ráð- herra, hafið, með bréfi dags. í dag heimilað Síldarverk- smiðjum ríkisins að kaupa síld- ina hærra verði í sumar en vér höfum farið fram á, að fara meðalveginn milli upphaflegr- ar verðtillögu meirihluta verk- smiðjustjórnar og þess verðs, sem þér hafið heimilað oss að greiða, og nota heimildina til þess að kaupa síldina fyrir kr. 18,50 málið og ennfremur að hækka áætlunarverðið upp í kr. 18,50. Verksmiðjustjórnin hefur á- kveðið að hefja móttöku síldar 8. júlí n.k. og að viðskiptamenn verksmiðjanna skuli í síðasta lagi 10. júlí n.k. hafa sagt til urn hvort þeir óski að selja síldina föstu verði, eða leggja hana inn til vinnslu gegn greiðslu á 85% af áætlunar- verðinu, b. e. kr. 15,73 pr. mál og endanlegu uppgjöri síðar. Þeir af föstum viðskiptamönn- um, sem engin tilkynning hef- ur borizt frá að kvöldi 10. júlí teljast selja síldina föstu verði. Virðingarfyllst, Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Sveinn Benediktsson. Þormóð- ur Eyjólfsson. Jón L. Þórðar- son.“ A fundi verksmiðjustjórnar, 2. júlí, var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, Sveins Benediktssonar, Þormóðs Eyj- ólfssonar, -Jóns L. Þórðarsonar og Þórodds Guðmundsson-ar, að birta svohljóðandi. tilkynningu frá SR: „Síldarverksmiðjur ríkisins hafa ákveðið að hefja móttöku bræðslusíldar 8. júlí n.k. Síldin verður keypt föstu verði af þeim, sem þess óska fyrir kr. 18,50 málið, en þeim, sem óska heldur að leggja síldina inn til vinnslu, er það heimilt, og ve.rður þeim greitt 85'% af á- ætlunarverðinu Ijr. 18,50, þ. e. kr. 15,73 pr. mál við afhend- ingu, og fá þeir endanlegt upp- gjör síðar. Skulu viðskipta- menn verks-miðjanna segja til í síðasta lagi 10. júlí, hvort þeir kjósa að selja síldina föstu verði eða leggja hana inn til vinnslu. Ef engin tilkynning hefur borizt frá samnings- hundnum viðskiptamanni að kvöldi 10. júlí n.k., telst hann selja síídina föstu verði. Þeir, sem lofað hafa ■ Síldar- verksmiðjum ríkisins ölluna bræðslusíldarafla sínum í sum- ar, ganga fyrir öðrum um við- skipti, enda hafi þeir undirrit- að samninga við verksmiðjurn- ar eigi síðar en 11. júlí n.k. Áheit á Hal-lgrímskirkju kr. 11,00 fró N. N. afbent bl-aðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.