Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 4
ALÞYfHIBLAÐIÐ Fösíudagujrinn 27. júlí 1945 |Uf><j5ubUM5 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Stefán Pétursson. Súnar: ( Bitstjórn: 4901 og 4902 Afgreiðsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. Pólitísk siraumhvörf á Bretíandi. Kosningaúrslitin á BRETLANDI, sem kunn urðu í gær, sýna stórkostlegri straucmhvörf þar í landi, en orðið hafa nokkru sinni síðan kosningaréttur og þingræði varð ráðandi í þessu móður- landi lyðræðisins. Það er ekki neinn venjulegur kosningasig- ur, sem Alþýðuflokkurinn hef- ur unnið, það er pólitísk skriða, sem hefur fallið, og undir henni hafa ekki aðeins verið grafnir allir hinir smærri flokkar, heldur og hinn stóri og voldugi íhaldsflokkur, sem verið hefur við völd á Byet- landi með aðeins stuttum milli- bilum síðan í lok fyrri1 heims- styrjaldarinnar — og með hon- um stjórn Churchills. * Þetta eru stærri tíðindi en nokkur hafði búizt við í sam- bandi við kosningarnar á Bret- lándi. Mjög margir, ef ekki flestir, munu hafa gert ráð íyrir því, að frægð og lýðhylli Churchills myndi nægja 'í- haldsflokknum til þess, að tryggja honum áframhaldandi völd, þótt ekki væri nema við knappan meirihluta. Kosn- ingatíminn háfði líka verið valinn þannig af Churchill, strax að unnum sigri í stríð- inu við Þýzkaland, að kosið yrði í sem mestri sigurvímu og í sem ferskastri endur- minningu þess, sem hann hefði gert fyrir landið og þjóðina á ófriðarárunum. En það kom allt fyrir ekki. Brezka þjóðin reyndist minn- ug þess, hvernig hún var hlunnfarin með siíkum skyndi- kosningum á stund sigursins í fyrri heimsstyrjöldinni 1918, þegar íhaldsflokkurinn notaði sér augnabliksstemningu til þess að tryggja sér völd í land- inu með þeim raunalegu af- leiðingum bæði innanlands, í atvinnumálum og félagsmál- um, og utan, á sviði alþjóða- stjórnmála, sem alla tíð síðan hafa verið að koma betur og betur í ljós. Og nú reyndist straumurinn til vinstri sterk- ari, en augnabliksstemningin, sem siguririn vakti, og óvin- sældir íhaldsflokksins áhrifa- meiri á úrslit bosninganna, en frægð og lýðhylli Churchills. • Það leynir sér ekki, að mdkill meirihluti brezku þjóðarinnar krefst nú róttækrar stefnu- breytingar í stjórn lands sins og brezka heimsveldisins yfir- leitt bæði inn á við og út á við. Og til þess að framkvæma slíka steínubreytingu er nú brezki Alþýðuflokkurinn, sig- urvegarinn í kosningunum, kallaður. Það er í fyrsta skifti, sem brezki Alþýðuflokkurinn hefir íengið hreinan meirihluta á þingi og getur myndað stjórn af eigin rammleik, óháða Dr• Matthias Jóoasson: ÚR ÁLÖGUM. HÁTTVIRTU HLUSTEND)- UR! Ríkisútvarpið hefiir farið iþess á leit við mig, að ég segi ykkur frá, hvernig mér lízt á Mand, eftir langa dvöl erlend- is. Það kann nú að þykja full- djarft, að ég skúli hafa játað þessu, þvi að auðvitað eru þeir fáu dagar, síðan ég sté hér á lánd, með öllu ónógur tími til að kynnast þeim stórfelldu breytingum, sem orðið hafa á íslandi síðustu árin. Auk þess er athugun mín að nokkru háð þeim aðstæðum, sem ég átti við að búa erlendis, í Þýzkalandi, á stráðsárunum. Mér er ekki. unnt að lýsa tilfinningum mínum gagnvart íslandi og gleðinni yf ir að vera kominn heim, án þess að gera nokkurn samanburð á lífinu hér og þar. Vonandi þreyti; ég ykkur ekki allt of mik ið með því. Á stríðsárunum í Þýzkalandi var allt líf í álögum, og við, Útlendingarnir, sem þar dvöld- um, komumst ekki alveg fram hjá þeim., Tilveran var eins og voðalegur draumur, sem maður gat ekki vaknað af, full af raka lausri tilviljun og ósennileik. Ég vil reyna að gefa lítið sýn- ishorn af því. Síðastliðið haust var ég á ferð i Rínarhéruðunum. Vínekrunar stóðu í fyllsta blóma. Lágir hólar og ásar voru þakktir vínviði, sem svignaði. undir byrði þrúgUklasanna. Niður á fljótsbökkunum lágu skrúðgrænar engjar, íþétt settar ávaxtatrjám. Hægt og tignar- lega rann hið mikla fljót, ekk- ert iruflaði frið og samræmi náttúrunnar. Sólin hellti brenn heitu geislaflóði yfir jörðina. Það var eins og hún tæki þetta uncjraland í hlýjan faðminn og segði/. ég er svo sterk og rik, ég skial ylja þig og frjóvga um þúsundir ára, svo að ekkert afl geti grandað þér. í eimlestina var stoppað eins og í síldartunnu. Farþegarnir ■ voru fremur, órólegir og kvíða fullir á svipinn. Við höfðum heyrt, að óvinirnir hefðu bastað sprengjum á járnbrautarlínuna, sem við áttum að fara um. Kæmumst við leiðar okkar eða ekki? Að lokum stöðvaðist eim leslin, tíminn leið og beið, en enginn vissi hvort eða hvenær yrði haldið áfram. ,,Það er kveljandi að bíða svona í ó- vissu, þegar hætta er í nánd“, sagði verkfræðingur frá Berlin við mig. Hann hafði ofkælzt við árangurslausa tilraun að slökkva eld í húsi sínu og feng ið tæringu. Nú var hann á flótta frá heilsuhælinu, því að herlínan að vestan var komin í nánd við það. — Kvöldhúmið færðist yfir, og tunglið byrjaði að dreifa silfri sinu yfir bláma DK. MATTHÍAS JÓNASSON, sem dvaldi á ófriðarárun- um lengst af í Þýzkalandi, kom heim með Esju. Hann flutti í fyrrakvöld erindi í útvarpið, sem hann nefndi: „Úr álögum.“ Hefur hann góðfúslega gefið Alþýðúblaðinu Ieyfi til að birta erindið. himinsins. Eimlestin var aftur á ferð, og fólki.ð orðið rólegra. Við vorpm að nálgast hina forn frægu og fyrrum glæstu borg Frankfurt am Main. Skuggar húsanna þutu feimnislega yfir glugga vagnanna, eins og þeir fyriryrðu sig fyrir útlit sitt. Og það var heldur ekki sjón að sjá þá. Bak við húsin skein tunglið í fyllingu. En þau voru ekki lengur hús, heldur sundurtætt lík af húsum. Tungisljósið flæddi í gegnum þau, svo að skuggarnir voru eintóm göt og rifurýþað spreytti sig við að lýsa upp sótsvartar rústirnar, beina- grindur, sem hver kjötæta var sviðin af. Hvergi sást ljósglæta vitna um mannlega bústaði. Borgin var hrunin og dauð. Þegj andi vjirtum við fyrir okkur þessa helstirðnuðu borg. Hvað var orðið af 'hinu rólega og frjó sama héraði, sem við horfðum 'hrifnir á fyrir lítilli, stundu? Hafði einhver illviljaður töfra maður leitt okkur inn í Nifl- heim? Hvers vegna röðuðu þessar hryllilegu beinagrindur sér upp við leið okkar? Hvaða erindi áttu þær hingað, i þessa Paradís á jörðu? Þetta er ein mvnd af mörg- um slíkum, sem fyrir mig bar í Þýzkalandi. Og þær voru sjaldnast fegraðar mánaskini og næturró, heldur glottu fram an i mann í allri sinni nekt um hábjartan dag. Enginn getur skilið, hvað eyðilögð stórborg í raun og veru er, nema hann hiafi daglega andað að sér ó- þefnum úr brunarústunum, stritast við að komast leiðar sinnar eftir að farartækin stöðv uðust, og þolað sjálfur þann skort og þá eymd, sem^ slíkri tortímingu er samfara. Ég var einu sinni staddur i Berlín, þeg ar stárárás var gerð á borgina og m. a. Alexanderplatz, eitt af höfuðtorgum borgarinnar, eyði lagt. Ég skoðaði eyðilegging- arnar litlu eftir árásina, en mig brestur orð til að lýsa þeim. í einni götu gengu þrjár gamlar konur á undan mér. Þær voru grátiandi, og ég heyrði, að þær endurtóku í sifellu; „Þetta er ekkert líf, þetta er ekkert líf, það er eins og í helvíti.“ Og það var satt. Það er ekki ætlun mín að lýsa því efnalega og andlega harð- rétti, sem ég að aðrir íslending- stuðningi nokkurs annars flokks. Það verður því hrein Alþýðuflokksstjórn, sem fer með völd á Bretlandi næsta kjörtimabil, þ. e. næstu fimm ár. En það eru þó engir byrj- endur eða nýliðar, sem nú eiga að taka við stjórnartaumunum. Clement Attlee, Ernest Bevin og Herbert Morrison áttu allir sæti í innstu stríðsstjórn Chur- chills á ófriðarárunum, og enginn gekk þess dulinn, hvern úrslitaþátt þeir áttu í því að skipuleggja. hið stórkostlega stríðsátak brezku þjóðarinnar og sigur hennar yfir þýzka nazismanum, þó að þeir yrðu þá enn að standa í skugga Churchills. En nú verða þeir forustumenn hinnar nýju stjórnar, — það hefir þegar verið boðað, að Attlee muni mynda hana, — og fá loksins tækifæri , til að móta framtíð lands síns og umheknsins í anda þeirxar stefnu, sém þeir berjast fyrir, jafnaðarstefn- unnar. * Það ef enginn efi á því, að mlklar vonir eru bundnar við stjórn Alþýðuflokksins á Bret- landi, bæði þar og víða út um heim. Hvarvetna er herópið nú: Aldrei framar atvinnuleysi og aldrei framar stríð! Og við þetta. tvennt er þess vænzt,, að hin nýja stjórn miði stefnu sína og framkvæmdir bæði inn á við og út á við. Dr. Matthías Jónasson. ar áttu við að búa í Þýzkalandi. En það er nauðsynlegt að muna eftir þessari. fortið okkar, til þess að skilja, 'hvilík gleði það var okkur, að sjá íslenzku fjöll in rísa úr sæ, hrein og svipmik- il, óflekkuð sora stríðsins. Auð vitað höfðu aðrir farþegar líka sína sögu að segja. Eg hefi aldrei. í hópi Íslendinga séð jafn frjálsa fölskulausa gleði eáha og hjá Esjufarþegum, þegar skipið renndi sér vestur undiar Dyrhólaey, og Mýrdals- og Eyjafjallajökull lyfti skýja- hettunum kurteisleg.a og lofuðu okkur að virða fyrir okkur hina hvelfdu frera þeirra. Við funid- um öll, að við vorum komin heim. Og við sýn hinna skín- andi jökla þiðnaði eitthvað í brjóstinu á okkur, hjartað fór að slá örar og hugsunin varSJ d'jarfari, og frjóvgari. Þetta var landið, sem- við höfðum þráð, fjöllin, sem við höfðum séð skýrt í draumum okkar, græn tún milli grárra holta, fénaður á beit, bátur á miði. Þá hefir víst mörgum fundizt sem hann losnaði úr álögum. En landið okkar hafði líka kostað álaga-ham! Hér er geysi lega margt breytl siðan í 'byrj- ur ófriðarins. Um Reykjavik var þetta undir eins sýnilegt utan af höfninni, meðan viíS biðjum eftir þvíaðvingjarnlegir tollþjónar límdu bláa miða á ferðatöskurnar okkar. Höfuð- borgin hefir breytt um svip. Stórhýsi gnæfa hátt við loft þar sem áður voru grá holt og mó- ar. Þessi mikla breyting var® okkur ljósari, þegar við fórum „að skoða bæinn nánar. Á stríðs árunum hafa flest okkar van- izt skorti, minnsta kosti þeir, sem dvöldu í stríðslöndum eins og Noregi og Þýzkalandi, og vi® eigum dálítið bágt með að trúa okkar eigin augum, þegar við sjáum þær allsnægtir, sem hér eru á boðstólurii. En við vitum, að þetta staðreynd. Velvegun þjóðarinnar hefir aukizt gífur- lega. Um það vorum við raun- ar búin að heyra erlendis,-ent sjón er sögu ríkari. Hér hafa risið upp ný hverfi í bænum, eldfjallahiti hlýjar hvert hús, gljáskyggðar bifbreiðar offylla þröngar götur bæjariris, og verð*' Framh. á 6. síðu. BLAÐIÐ Alþýðumaðurinn á Akurevri gerir þ. 17. þ.m. hina nýju löggjöf um dauða- refsingu í Danmörku og Noregi að umtalsefni og telur hana mjög varhugavert skref aftur á bak. Blaðið segir: „Fréttir frá Noregi og Dan- mqrku benda til þess, að dauða- r.efsingar sæti þar nokkurri gagn- rýni, þótt þær raddir, sem hafa látið til sín heyra, eéu ekki marg- ar né háværar. Þessi andstaða gegn dauðarefsingum hefir þó ekki kom ið frá þeim, sem ætla mætti, að hefðu samúð með sakborningun- um, heldur frá mikilmennum, sem enginn getur borið brigður á, að íhafi barizt, .eins og þeir tðldu hyggilegast á hverjum tíma, við nazistalýðinn. Þannig varð Berg- grav biskup fyrstur manna til þess í Noregi að andmæla dauðarefsing um. í Danmörku fæst enginn þöð- ull, og Kristján X„ konungur Dana, hefir neitað að undirrita hinn fyrsta dauðadóm, er kveðinn hefir verið úpp þar í landi eftir hinum nýiu hegningarlögum, er gera ráð fyrir, dauðarefsingu. Er gert ráð fyrir, að krónprinsinum eða ríkisstjórninni verði falið að undirrita dauðadómana. Hin nýju hegningarlög í Noregi og Danmörku eru drjúgt spor í afturhaldsátt. iÞau öfl innan þjóð félaganna, sem stefndu að meiri og fegurri menningu, fengu ékveð in um dauðarefsingu úr gildi num in. Þá var afturhaldið, fjandmenn nýrrar og betri menningar, aðal- formælendur þeirra. Hin nýju á- kvæði eru spor nazismans. Þau em sett til að afmá nazistana, en bera vitni þess, að hugarfar nazistanna hefir tekið sér bólfestu í hjörtum- þeirra, sem stuðla að því, að slík villimennska kemst á á nýjan leik. Refsingar eru nauðsynlegar, en á friðartímum virðist ekki nauðsym bera til að beita dauðarefsingum. Mannslífið er heilagt. Virðing fyr ir einstaklingnum og lífi hans er kjarni vestrænnar menningar. — Auk þess má það vera öllum sem unna menningu og trúna áhanamik ið hryggðarefni, að hrottaskapur- inn, dýrseðlið í manninum, hefir fengið lausan tauminn á styrjald- arárunum og eftir styrjöldina. —- Viðleitni manna verður nú að birt ast í því að kveða hann niður. Me® hátur í huga skapa menn ekki betri heim. Það er hægt að skilja hatur hernumdu þjóðanna, og það er eng um (undrundrefni, sem fylgst hafa með framferði nazistanna. Það eru aðeins ofurmenni, sem geta sigr- ast á hatrinu, þegar svo stendur á. En menn verða að gera sér ljóst, að hatrið er ekki æskilegt. Menu verða að skilja, að nazistarnir hafa skapað hatrið og öll þeirra verk eru af hinu iila.“ Því betur mun það nú sjálf- sagt ekki vaka íyrir mörgum á Norðurlöndum, að dauðarefs- ing verði leidd þar í lög tij langframa, þó að til hennar sé gripið nú í uppgjörinu við naz- ismann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.