Alþýðublaðið - 08.08.1945, Blaðsíða 4
«
&L&¥BUBLhm®
MiSvikudagur 8. ágúst 1945
■Útgefandi: Alþýðuflokkurinn
Kitstjóri: Stefán Pétursson.
Símar:
Ritstjórn: 4902 og 4902
Afgreiðsla: 4900 og 4906
Aðsetur
í Alþýðuhúsinu 'við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 40 aurar
Alþýðuprentsmiðjan.
Nýit vín á gamia belgil
UPPLÝSINGAR ALÞÝÐU-
BLAÐSINS um afstöðu
Sjálfstæðisflokksins og komm-
únista til hinnar fyrinhuguðu
nýsköpunar atv'innuveganna á
ísafirði hefur komið óþægilega
við kaun skriffinna Morgun-
blaðsins og Þjóðviljans. En eins
og fyrr hefur verið frá skýrt
hér í blaðinu létu fulltrúar
kommúnista í bæjarstjórn ísa-
fjarðar ekki sjá sig á fundi bæj-
arstjórnarinnar, þegar þessu
stórmáli var ráðið til lykta.
Fulltrúar S j álf stæðisf lokksins
mættu hins vegar á fundinum
og lýstu sig með atkvæðum sín-
unri samþykka stofnun hins
mikla fiskiveiðivers, er verði
allt í senn hraðfrystiþús, lifrar-
bræðsla og síldarverksmiðja.
'.Hins vegar greiddu þeir at-
kvæði gegn tillögunni um fyr-
irhugaða bæjarútgerð á tveim
nýtázku togurum, sem ísafjarð-
arkaupstaður festi kaup á.
Morgunblaðið gerir mál þessi
að umræðuefni í’forustugrein
síðast liðinn sunnudag. Gerir
það þá grein fyrir .afstöðu full
trúa flokks síns í bæjarstjórn
ísafjarðar, að þeir hafi greitt
atkvæði gegn stofnun hinnar
fyrirhuguðu bæjarútgerðar eft
ir að fulltrúar Alþýðuflokks-
ins hafi fellt tillögu Sjálfstæðis
manna um, að slofnað yrðil
Mutafélag af bænum og
einstaklingum til kaupa á tveim
nýtízku togurum, sem gerðir
yrðu út frá ísafirði. Lýkur
Morgunblaðið hugleiðingu
sinni í tilefni þessa með þeim
ummælum, að það séu Alþýðu-
flokksmennirnir en ekki Sjálf-
síæðismennirnir, sem brugðið
bafi fæti fyrir nýsköpunina á
ísafirði,.
Þessi ummæli Morgunblaðs-
ins eru vissulega athyglisverð,
þótt þarx séu í fylista máta
heimskuleg. Morgunblaðið virð
ist leggja þann skilning í' hina
fyrirhuguðu nýsköpun atvinnu
veganna, að atvinnutækin eigi
fyrst og fremst að vera í eigu
nokkurra einstaklinga, en bæj
arfélögum skuli gefinn kostur
á að reka þau í félagi við fjár
sterka einstaklinga, þar sem
lengst verði gengið til mióts við
stefnu og kröfur Alþýðuflokks
ins. Afstaða ifhaldsmei'ríhlut-
ans í bæjarstjórn Reykjavíkur
á að vera til fyrirmyndar, en
hún er í því fólgin, eins og al-
kunna er, að bæjarfélagið skuli
annast rekstur hinna riýju at-
vinnutækja, ef fjársterkir ein-
staklingar fáist ekki til þess að
takast það hlutverk á hendur.
Þannig eiga fjársterkustu ein-
staklipgarnir á hverjum stað að
njóta forréttinda, þegar efnt
verði til hinnar fyrirhuguðu ný
sköpunar atvinnuveganna. AÍ-
menningur á hins vegar að una
þeim molum, er hrökkvi af
nægtaborði auðmannanna.
Morgunblaðið verður að
reyna að gera sér það Ijóst, að
Alþýðuflokksmenn á ísafirði
telja afstöðu íhaldsmeirihlut-
ans í bæjarstjórn Reykjaviíkur
ekki til fyrirmyndar. Þeim kem
ur ekki til hugar að hvika frá
stefnu sinni og hverfa að því
ráði að búa fjársterkum ein-
staklingum forréttindi á kostn
að alls almennings. Stefnái
þeirra miðar að því, að atvinnu
tækin komist í eigu almenn-
ings og séu rekin sem •sameign
þegnanna. Og ísfirðingar hafa
átt þess kost á liðnum árum að
gera saman-burð á stefnu Al-
þýöuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins í þessum efnum. —
Þeir hafa valið stefnu Alþýðu-
flokksins, en hafnað stefnu
Sjálfstæðisflokksins, og það er
í fyllsta máta ólíklegt, að þeir
brevti um þá afstöðu í fram-
tíðinni. Lofsöngur íhaldsins um
einstaklingsframtakið er löngu
orðinn úreltur og hjáróma. En
istefna Aliþýðuflokksins um
hlutdeild aílra þjóðfélagsþegn-
anna í rekstri atvinnutækjanna
er krafa samtíðarinnar og verð
ur veruleiki framtíðarinnar.
*
Morgunblaðið virðist gera
sér far um að fylgjast með er-
lendum viðhorfum'og flytja les
endum sínum fréttir af þéim.
En eigi að síður virðast ýmis
erlend viðhorf, sem horfa tíl
mikilla heilla fyrir þjóðir heims
ins, fara algerlega framhjáþessu
stærsta blaði landsins og mál-
gagni stærsta stjórnmálaflokks
ins enn sem komið er. Hvar
vetna um heim eru um þessar
mundir uppi háværar kröfur
• um áukna hlutdeild þjóðfélags
þegnanrja í rekstri atvipnutækj
anna og auðlindum hinna ýmsu
landa. Alþýðustéttirnar hafa
vaknað til skilnings í ■þessum
efnum og vinna markvíst að
því að gera drauma sína um
hagsæld og farsæla framtíð að
veruleika. En Morgunblaðið lif
ir enn í þeirri trú, að kenning
in um einstaklingsframtakið sé.
enn í sama gildi og forðum, þeg
ar alþýðustéttirnar höfðu enn
ekki. vaknað til vitundar um
mátt sinn og rétt. Það lifir í
þeirri heimsku, að nýsköpunin
hér á landi eigi að vera fólgin
í'því að bæta nýju víni á gamla
belgi.
8
Hlutur Morgunblaðsins verð
ur vissulega lítill, þegar það
gerir tilraun til þess að bera
blak af fulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins á ísafirði og réttlæta
afstöðu: þeirra varðandi hina
fyrirhuguðu nýsköpun atvinnu
veganna þar vestra. Skrif-þess
á sunnudaginn í tilefni þessa
sanna glögglega, að Sjálfstæðis
flokkurinn hefur engu gleymt
og ekkert lært. Hann kýtist enn
í elliibelgnum, sem hann þótt-
ist hafa kastað með þátttöku
sinni í núverandi ríkisstjórn.
Og Sjálfstæðismenn á ísafirði
virðast enn vera sama sinnis
í þjóðmálum og þegar þeir
völdu sér Bjarna Benediktsson,
núverandi1 borgarstjóra í
Reykjavík og höfuðóvin bæjar
útgerðar fyrr og nú, að fram-
bjóðanda við alþingiiskosning-
ar fyrir nokkrum árum.
*
En svo vesæl, sem málsvörn
Morgunblaðsins fyrir bæjar-
st j órnarf ulltrúa S jálf stæðis-
flokksins á Ísafirði er, virðist
þó málsvörn Þjóðviljans fyrir
hina lánlausu fulltrúa komm-
únista sýnu aumari. Þjóðviljinn
hefur þau tíðindi að flytja í til
efni þessa, að bæjarfuiltrúar
kommúnista hafi ekki verið í
bænum um þessar mundir, og
varamennirnir ekki getað kom
ið því við að mæta á fundinum,
þar sem þessu stórmáli kaup-
staðarins var ráðið til lykta!
Slíkur var áhugi þeirra varð-
andi nýsköpun atvinnulífsins
þar í kaupstaðnum! Hann • hef
ur stundum verið meiri, þegar
þeir hafa komið því við að hafa
áhrif á gang mála, sem horft
hafa til óheilla!
Sjálfstæðismenn og komm-
ARIÐ 1892 stóð hann einn —
aleinn síns liðs í brezka
þinginu, fyrsli þingmaður Al-
þýðuflokksins. Iiver man nú
Keir Hardie, brautryðjandann
og baráttumanninn farsæla?
Hann var sannkallað mikil-
menni, réttsýnn og gætinn, en
þó sóknharður og traustur.
Hann sá það fyrir, sem nú er
fram komið.
Við síðustu Iþingkosningar í
Englandi urðu þeir 390, þirig-
menn Alþýðuflokksins. Sjálf-
sagl lítur enska þjóðin til' þeirra
við /þingsetningu með meiri
virðingu en fyrsta þingmapns
flokksiris, er hann hélt innreið
sína í Westminsler 7. ágúst
1892. Þá hnykkti þingheþni og
allri þjóðinni við. Blöðin skrif-
uðu um hneykslið, Þingmenn
voru vanir að koma uppdubbað
ir í viðhafnarbúningum með
háa silki'hatta, akandi. i höfð-
inglegum vögnum sínum. En
hér kom þingmaður, í fyrsta
sinni i 'scgu þjóðarinnar, ak-
andi í luralegum tveggja hesta
vagni, klæddujr í bómullar-
s'kyrtu og vaðrriálsföt, með
húfupottlok á höfði.
Þar stóð hann, Kei.r Hardi'e,
fyrsti þingmaður Alþýðuflokks
ins í Englandi, hinn verðandi
sigurvegari flokks Churchills,
sigurvegarans mikla frá ógnar-
artímabilinu 1939—1945.
Nú hefði mátt segja sögu
hans allýlarlega, en það verð-
ur þó ekki gert að iþessu sinni.
Þegar Keir Hardie var orð-'
i.nn frægur stjórnmálamaður í
Englandi, lagði frjálslyndi
flok'kurinn .allverulega kapp á
að riá honum inn í sínar raðir.
Þá var róðurinn hjá Keir Hard
ie þungur, en vegur frjálslynda
fliokksins allmikill. Samt stóðst
Keir Hardie frei'stinguna. Hann
sá það fyri.r og sagði
að i fyiring tímans • mundi
frjálslyndi flokkurinn klemm-
as(t og rýrria milli tvegg.ja and-
.stæðra flokka, lengst til .hægri)
og vinstri1. Síðanhefir þetta ver
ið að rætast, en aldrei betur en
nú.
Við höfum jafnan ýmislegt
illt að segja um flokkadráttinn,
en ekki er furða, þótf flokka-
dráttur verði í heimi, þar sem
rangsleitnin ríkir. Keir Hardie
átti ýmsar erfiðar endurminn-
ingar frá bernsku sinni. ínnan
við tíu ára aldur stóð hann eilt
sinn á götunni. við hl'ið móður
sinnar, og þar voru fátæklegir
húsmunir þeirra ei’nnig.'' Þau
höfðu verið borin út. Faðirinn
gat enga atvi.nnu fengið, en nú
var reynt að koma drengnum
að atvinnu, svo að fjölskyldan
gæti fengið þak yfir höfuðið.
Hardie lók að vinna hjá bakara
fékk það, er svara mundi um
hálfri. fjórðu krónu á viku, og
vann frá því klukkan sjö ár-
degis til hálf átta slðdegis.
Ei'tt sinn kom hann of seint
til vinnunnar. Móðir hans var
lasin, að því komin að leggjast
á sæng, bróðir hans Iá í skar-
latssótt, hann var aðeins barn
að aldri, faðilrinn atvinnul'aus.
Hardie litla var vísað upp á loft
til bakarans. Hann varð að bíða
fyrir utan' dyrnar, meðan bak-
arinn las borðbæn sína, því að
únistar á ísafirði hafa búið sér
sama hlutskipti varðandi þetta
•mál, sem skiptir svo miklu fyr
ir lífsbaráttu og framtíð þeirra,
sem .bæinn byggja. Og ísfirzkir
kjósendur kvéða þeim áreiðan
lega sama dóm, þegar tækifæri
gefst. .
Pétur Sigurðsson:
i
hann var kirkjurækinn maður.
Drengurinn varð undrandi, er
hann sá inn í hið ríkmannlega
herbergi og kræsingarnar á
borði. Slíkt hafði hann aldrei
séð áður. En húsbóndinn hélt
yfir honum duglegan lestur um
óstundvísina, Slíkt mætti ekki
koma fyrir aftur. En því miður
kom þetta f fyrir aftur. Yegna
veikinda heima hafði1 drengur-
inn sofnað geint og kom því
stundarfjórðungi of seint til
vinnunnar. í húsi' hans var ekki
. matarbi.ti til og nú var hann
rekinn, en .varð einnig af kaupi
sínu síðasta hálfa mánuðinn. —
Var það hegning fyrir ,-,svik-
semina“. Drengurinn bað sér
vægðar, en allt 'kom fyrir ekki.
Bakarinn lét hann fara frá sér,
hungraðan og kaldan, því að
það v.ar rigning og liráslagalegt
veður, heim, i allslaus.a heimjli.ð'
en sjálfur þurrkaði bakarinn
sér um munninn eftir að hafa
snætt kræsingar sínar, las borð
bænir sinar og hélt áfram að
vera máttarstoð safnaðarins.
Stúlkan í brauðbúðinni
kenndi þó svo í brjósti um litla
Hardie, að hún gaf honum
brauð heim með sér og reyndi
,að hughreysta hann.
Að Keir Hardie ekki varð
fjándmaður kirkju og kristni,
sýnir meðal annars, hve mi'kill
maður hann var. Þvert á móti
lagði hann um eitt skeið nokkra
stund á , prédikunarstarf, og á
dánardægri sínu sagði ,hann: að
,,ætti hann að lifa æviná, upp
aftur, mundi hann verja henni
til þess að boða fagn.aðarerindi
lega ákaflega vonsvjLfcinnJý er
styrjöldin brauzt út 1914, og
drógu þau sáru voribrigði hann
LAÐIÐ DAGUR á Akur-
eyri gerir hinn glæsilega
kosningasigur brezka Aliþýðu-
flokksins að umræðuefni í for
uslugrein sinni siðast liðinn
fimmtudag og segfr í tilefni
þeilrra meðal anriars:
„Engin tíðindi rnunu hafa vakið
öllu imeiri afhygli um heim allan
síðustu dagana en hinn mikli og
glæsilegi sigur Alþýðuflokksins
brezka í þingkosningunum síðustu
þar á landi. Vafalaust tákna þeir
atburðir þýðingarmeiri straum-
hvörf og tímamót í brezkum stjórn
málum — og þar með heimspóli-
tíkinn allri — en auðvelt er að
gera sér grein fyrir í fljátu bragði.
En eitt er þó þegar vitað og ljóst
■orðið: Tími sérréttindastéttanna og
'hinnar skefjalausu auð- og ein-
staklingShyggju er þegar liðinn og
kemur aldrei aftur. Alþýða þjóð-
landanna, sem borið hefir hita
og þunga dagsins í hinum ægilegu
átökum við hina kvalaþyrstu og
morgsjúku villimenn 20. aldarinn-
ar, heimtar nu að’ fullu sinn hluta
sigurlaunanna — sína hlutdeild í
gæðum þessa heims og stjórnarfari
landanna. Og mikið gleðiefni *má.
það vera öllum frjálshuga mönn-
um, að islík hamskipti einnar hinn-
ar þróttmestu .og gagnmerkustu
þjóðar nútímans skuli gerast svo
ótvírætt og óvéfehgjanlega undir
merkjum fulls lýðræðis og þing-
ræðis. Englendingar hafa í þing-
kosningum þessum hafnað hinni
austrænu einræðis- og ofbeldis-
í iraun og veru ti'li dauða. Hann
hafði trúað því, að jáfnaðar-
stefnan mundi koma í veg fyr
,ir styrjal'dir.
Kornungur tók Hardie að
vinna í kolanámu. Eitt si'nn komi
það fvrir, að sprenging varð x
námunni og komust mennirnir-
ekki upp. Sumir grétu, aðrir
báð-u fyrir sér, en Hardie litli
fór.til klársins, sem hann vann
með, strauk honum og kembdi
honum, gaf honum að éta, fékk
hann svo til að leggjast niður
og lagðist svo sjálfur til svefns
við hliðina á klárnum. Hann
vaknaði við hnefahögg, bl'ót'og
farmælingar verkstjórans. Kúg
aðir' men-n kúga aðra sér minni
m'átlar þótt ótrúlegt sé.
Sökum þess að Kei.r. Hardie
varð að ganga til vinnu þegar á
bairnsaldri, hlaut hann litla eða
enga skólamen.ntun, en hann
hungraði. og þyrsti' þeim mun
meira í fróðleik og menntun. —
Hanri las góðar bækur, lærði
riraðritun að mestu tilsagnar-
•laust, notaði stundum sótað kola
blað til þessr að skrifa á en í
Jesú Krisls.“ Hann var nefni,-
stað penna notaði hann odd-
hvass t áhald úr járni eða ein-
hverjum málmi.. Af rithöfund-
um var Robert Burns uppáhald
ið hans, en viðvíkjandi verka-
mannáhreyfingunnii segist hann.
hafa fengið hvatningu sína öllix
öðru fremur frá kenningu'
Krists.
Keir Hardie var ekki gamall,
er verkamenn tóku að sjá í hon.
um l'eiðtogaefnfð. Hann gaf sig
snemma að félagsmálum, lagði
sérlega mikla stund á bindind-
isstarfsemina og stofnaði félög
Frarrih. á 6. síðu.
stefnu koramúnismans svo gersam.
lega, að aðéins tveir frambjóðend-
ur þess flokks hlutu sæti í þing'sal
brezka parlamentisins. Skýrari gat
sú dómsniðurstaða vissulega ekki
orðið —■. sízt á þeim tímum, sem..
nú eru, þegar ætla má, að nokk-
uð sé tekið ,að fyrna-st yfir hina
•hörmulegu o.g óglæsilegu þátttöku
Rússa í upþhafi ófriðarins, en hin
mikilsverða og auðnudrjúga íhlut-
deild þeirra í stríðslokunum sé-
mönnum hins vegar enn í fersku:
minni.“
Og enn segir svo í þessarí
grein Dags:
„Með kosningaúrsliturri þessum:
hefir, brezka þjóðin lýst því yfir
svo glöggt sem verða mápað húni
óski að hverfa til sams konar
stjórnarfars og menningarleg-rar
þróunar og átti sér stað hér á
Norðurlöndum síðustu árin fyrir
síðari heimsstyrjöldina, og enn-
fremur í Ástralíu og ann-
ars staðar þar, er flokkar verka-
manna og bænda hafa náð að taka
höndúm saman til þess að vinna
að hagsmuna- og menningarmál-
um allrar alþýðu þessara landa á
friðsamlegan og algerlega lýðræð-
islegan hátt. Hér á landi horfði um
skeið mjög igiftusamlega um þetta
samstarf, þótt það væri rofið fyrr
en skyldi o.g algerlega að ófyrir-
synju. Og sennilega kemst aldrei
eðlilegt og nauðsynlegt jafnvægi
Frh. af 6. síöu.