Alþýðublaðið - 08.08.1945, Blaðsíða 5
TVIiðvikudagur 8. ágúst 1945
ALS»YÐUBLAÐ1Ð
9
Rigningarskap og spillt sumarleyfi — Heimsókn í Haga —
Plágur að Korpúlfsstöðum — Nokkur orð um bragga — Und-
arlegur greiðasölustaður.
AÐ rignir, það rignir hvern
einasta dag. Einhverntíma
var komist svo að orði í revíu.
Það getur vel verið að það hafi
verið í „Haustrigningum“. Vel get
um við sagt þetta nú. Fólki er
gramt í skapi og það er von. Eng-
inn fær reglulega gott sumarfrí,
því að ekki er hægí að sleikja sól
skinið í rigningu og illt að vera á
ferli. Þessar rigningar hefðu átt
að koma snemma í sumar þegar
allt var að skrælna í þurki. Allt
af er maður svo sem ónáðaður
með eitthverju. . . ....
ÉG RÖLTI suður í Haga í gaer
í rignimgu. Það er í fyrsta sinn í
5 ár sem ég kem jþangað, því að
ekki var hernámið minnst þar. —•
Þar er nú orðin meiri ruslakistan.
Öllu ægir saman, þar sér maður
jafn vel sprengjubrot. Svo mjög ,
er allt breytt á þessum stað að
maður iþekkir sig varla þar. Mikl-
ar vöruskemmur eru komnar um
állt >oig má segja að ekki muni verða
skortur á þeim í framtíðinni ef
skemmurnar verða þá ekki rifnar.
ÉG HITTI MANN í gær sem
skammaði mig. — Fyrir alllöngu
var ég að finna >að iþví .að bragg-
ar vænu nú að rísa upp á ýmsum
stöðum, þar sem þeir hafa ekki
áður verið og þætti mér þeir ljótir
og vildi láta þá hverfa sem fyrst.
Maðurinn er á gagnstæðri skoðun.
„Þetta eru praktískar ibyggingar,
sagði hann, .einfaldar og góðar.
Við eigum að eignast meira af
þeim. Hitt er svo allt annað mál,
að það er hægt að ‘lóta þær líta
betur út en hermarínaibraggana og
koma þeim miklu ihaganlegar fyr-
ir.“
FRÁ KORPÚLSTÖÐUM befi ég
fengið bréf. í því er sagt frá því, •
áð þar séu um 40 taugaibilaðir menn |
og konur að meira eða minna
leyti. Sagt er að þarna sé mjög
mikið aí pöddum >og flugum og sé
þetta hin versta plága . fyrir vist-
mennma og starfsf’ólkið. — Það
er ótrúlegt að ekki sé hægt að
útrýma pöddum og flugum þarna
og vonandi verður það gert nú þeg
ar.
FERÐARMAÐUR SEGIR þessa
sögu: Nýléga kom ég á greiðasölu-
átað úti á landi. Ég kom þangað kl.
12 á hádegi og bað um mat. Mér
var ekki neitað um afgreiðslu og
ég beíð því, en er mig fór að lengja
■eftir matnum og klukkan var að
verða 3 fékk ég að vita að ég gæti
ekkert fengið. Þann'ig fór fyrir
fleiri gestum , sem þarna voru.
Einn okkar bað urp að fá að tála
við forstjórann fyrir þessum svo-
nefnda greiðsölustað og fengum
við þetta svar: „Hann má ekkert
vera að því að sinna svo leiðis lög
uðu.“
„EN MATURINN KOM ÞÓ.
Svo stóð á að þarna var blaðamað-
ur úr höfuðstaðnum og hann fór
eitthvað að rífast út úr afgreiðs'l-
unni og dónaskapnum sem okkur
'var sýndur. Svo virtist sem þa'ð
hefði tilætluð áhrif, því að mat-
urinn kom. Þetta sýnir hvernig af-
greiðslan er sumstaðar í greiðsölu
stöðum. Hún er alveg ófær.“
ÞETTA ER hverju orði sannara.
Fólk, sem þannig hagar sér, á
ekki að hafa veitingaleyfi. — Ann
ar;s er gistihúsarekstur okkar mjög
bágborinn og þarf að gera gang-
'skör að því að bæta hann. f fáu
stöndum við eins langt að baki
öðrum þjóöium og í þessu efni og
þó erum við að æskja eftir því að
erlendir ferðamenn komi hingað.
Hannes á horninu.
1—2 duglegar stóíkur
óskast á hótel í nágrenni Reykjavíkur. —
Nauðsynlegt áð önnur geti séð um bakstur,
sjálifstætt. —
HÁTT KAUP. —
Upplýsingar gefur
Gísli Gíslason Belgjagerðinni
(ekki í síma)
Heima Hverfisgötu 14.
eftir kl. 6.
Kaupum
hreinar
Sérefffsfuskur
Alþýðuprenfsmiðjan h. f.
/
Solsefur á Kyrrafiafi
Þessi fagra sólsetursmynd var tekin úr amerískri skipalest skammt frá Volcanoeyjum á Kyrra-
hafi, en náttúrufegurð er mikil á vígslóðunum þar vestra. v
nunnar
A SLÉTTUNUM vestan við
Berlín, rennur Havel-
áin straumlygn og í mörgum
bugðum. Hún leggur leið sína
um skuggalega furuskóga,
myndar mörg smávötn og renn
ur víða í kvíslum. Við eina ár-
bugðuna stendur Potsdam, —
hulin sjónum manns þangað
til maður er kominn fast að
henni, en birtist þá skyndilega
og sér þá yfir alla þessa merku
18,-aldar borg.
Það eru ekki til margar
prússneskar borgir, sem hægt
er að kalla ,.merkar“ í hinni
beztu merkingu þess orðs.
Potsdam er undantekning, hvað
það snertir. Eins og gefur að
skilja er þetta tilkomuiítil borg,
svipur hennar er næstum því
tilgerðarlegur um of; •— það er
eins og iiún sé reiist með það
fyrit augum, að þar eigi að sitja
stjórn, sem hafi alla Evrópu á
valdi sínu. Samt sem áður er
hún að ýmsu léyti frábrugðin
þeim borgum, sem bera sér-
staklega bann svip. Hana vant-
ar (. d. hina íburðarmiklu
skreytingu Versala, það tignar-
lega sem einkennir Schönbrunni
■hinn létta svip og auðæfi
Dresden eða hina smágerðu
fegurð sem fyrirfinnst í Karls-.
ruhe og Kássel. Potsdam hefur
einkum þetta þrennt til að bera:
forna sögu, sérstæðan heildar-
svip og góðan þokka. Hún sam-
einast landslaginu umhverfis á
viðkunnanlegan hátt. Það er
langt frá því að hún leitist við
að „gleypa“ . aðkomumanninn.
Tilbreytingin í svip borgarinn-
ar verkar mjög þægilega.
Eftir því sem nær kemur
þorginni, breytast skógarnir í
failega, skipulagða , garða, —
eftir því sem garðarnir eru nær
boiginni, breytast þeir í fögur
trjágöng og forntízkulega smá-
garða. Grænan gróðurinn þer á
smekklegan hátt við gráar og
sandgular byggingarnar; breið-
vaxin og krónumikil trén
standa meðfram gangbrautun-
um á strætunum í auðmanna-
hverfinu. Skipulag borgarinnar
er fremur einfalt og farið eftir
hagsýni ásamt fegurðarsmekk.
^^.REIN sú sem hér fer
á eftir, er þýdd úr
enska blaðinu „The Observ-
er“. Segir hún í fáum drátt-
um söeii þýzku horgarinnar
Potsdam, sem undanfarna
daga hefir verið svo að segja
á Iivers manns vörum í til-
efni af hinni merku og ör-
lagaríku samkomu þeirra
Trumans, Churchills og
Stalns, er þar var haldin
nýlega Greinarhöfundur er
ókunnur.
Þar eru sæmilega margir turn-
ar og hvolfþök. Hallirnar og
kirkjurnar vekja skemmtilega
tilbreyt'ingu, —■' en bera ekki
umhverfið ofurliði eins og í 1
Versölum.
Allt er þetta í 18-aldar stíl.
Það er tæplega til nokkur önn-
ur borg, sem ber svo mikinn
svip einnar sérstakrar aldar,
og fengið hefur að halida
þeim svip sínum óskertum.
Potsdám var frekar lítill stað
ur fram á T8. öld, en hefur ver-
ið stjórnarmiðstöð Branden-
burg-ihéraðsins síðan. En aðeins
fjórir perssneskir kóngar 18(.
aldarinnar völdu sér borgina
samt sem dvalarstað, og það er
ekki hægt að segja, að fleiri en
tveir þeirra hafi byggt hana
upp 'Og gefið henni þann svip,
sem hún ber enn þann dag í
dag. Þessir konungar voru þeir
Friðrik Vilhjálmur fyrsti, her-
mannakonungurinn, og Friðrik
'tnikli.
9á fyrrnefndi gerði þó öl-lu
meira til að fegra borgina én
hinn; — skipulagði hana fyrst
fyrir alvöru; sá svo um, að göt-
urnar væru gerðar beinar og
breiðar og lögð fögur torg fram-
an við áberandi byggingar; —
hann lét skipuleggja „hollenska
hverfið“, dómkirkjuna og fleiri
merkar byggingar. Það má
eigna það Friðrik Vilhjálmi og
ást hans á hernaði, að Potsdam
hefur stundum verið kölluð
„vagga prússnesku hernaðar-
stefnunnar“. Þó var sú Pots-
dam, sem Friðrik Vilhjálmur
lét reisa ekki síður með sið-
menningar og guðræknisblæ en
hernacjarlegum. ,
Það féll í hlút Friðriks mikla
að Ijúka að mestu því sem Frið-
rik Vilhjálmur hafði .hafizt
handa um að láta framkvæma
í Potsdam. Og honum tókst það
snilldarlega. Friðrik mikli gerði
sjálfur uppdrættina að tveim
stærstu sýningarhöllunuim, Sans
Souöhi og New Palace. Hin
fyrrnefnda er óviðjafnanlega í-
burðarmikil, í rococo-stíl, og
skipulag hennar samræmt til
hins ýtrasta: Hin síðarnefnda
er öllu algengari í útliti, en
bvggð sem minnismerki eftir
sigurinn í sjö ára striðinu. En
hún var aldrei notuð til neins
sérstaks, hvorki af þeim, sem
lét reisa þana,- né af eftirmönn-
um hans.
Það var hlutskipti hallarinn-
ar Sans Souchi að geyma í senn
minningarnar um vináttu og
fjandskap þeirra Friðriks mikla
og Voltaires, heimsókn Bachs
ári fyrir lát hans og heimboð
og skraf 18,-aldar heimspek-
inga og annarra andans rnanna;
og síðast en ekki sízt geymir
hún minningarnar um efri ár
Friðriks mikla, er hann sat
einmana dögum saman ásamt
hundinum sínum og gluggaði í
rykfallnar og tóbaksgular
skræður sínar og hahdrit.
New Palace, sem ejnnig er
tilkomumikil og mikið til henn-
ar kostað, er hún var byggð, er
mannauð og dimm. Það er eins
cg hún hafi verið byggð til þess
að verða engu og engum til
gagns.
Tilfellið var, að mektardagar
Potsdam voru útrunnir með
láti Friðriks mi-kla. Nokkrir
prússneskir konungar dvöldu
þar einstöku sinnum, en borgin
stækkaði mjög lítið og átti
enga sérstaka framtíð fyrir sér.
Svo virtist, sem allt borgarlífið
befði staðnað að meira og
minna leyti. Borgin var orðin
* 6- dtail