Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 3
Fösíudagur, 30. nóvember 1945. Bylt'rifflrmen Á mynd þessari má sjá nokkra þeirra, er ollu því, að stjórninni i Suður-Amerikurikinu Ven- ezuela var steypt af stóli á dögunum, eins og menn muna. Við það tækifæri fóru frá völd- um Medina forseti landsins og stjórn hans. Mennirnir, sem stóðu fyrir þessu eru, taldir frá vinstri til hægri: Carlos Delgado Chalbaud major, Raul Leoni, Ramulo Bentancourt, Luis Beltran Prieto, Mario Vargas höfuðsmaður, dr. Edmundo Frendandez, dr. Gonzalo Barri- Menn þessir standa nú að stjórn þeirri, sem mynduð hefir verið í Venezuela eftir bylt os inguna Annar sakadómari Banda- ríkjamanna les upp skjöl um áform Þjóðverja um innlimun Austurríkis. Skjölin náðust í hraöri sókn bandamanna í aöalstöövum þýzka flughersins í vor. ILUNDÚNAFREGNUM í gær var frá því skýrt að Alderman, annar saksóknari Bandaríkjamanna hefði lagt fram ýmis skjöl, er sönnuðu áform nazistanna þýzku um bað að ná Austurríki á sitt vald á sínum tíma. Mtmu skjöl þessi einkum hafa fundizt í aðalstöðvum þýzka flughersins, er teknar voru í hinni hröðu sókn bandamanna inn í Þýzkaland í vor. Er í því sambandi einkum getið um afceytasendingar, er fram fóru milli Seyss-Inquarts, lands- stjóra Austurríkis fyrir hönd Þjóðverja, og Görings og kem- ur þar margt á daginn viðvíkjandi þessum ráðagerðum hinna ráðandi manna Þýzkalands á þessum tíma. Vanlraust á brezku sljórnina ræll í næstu viku. U ERBERT MORRISON, ® «• varaforsætisráðherra Breta skýrði frá þvi í gær, að umræð ur um vantrausttillöguna á brezku stjórnina myndu fara fram næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Hafa farið fram nokkrar deilur um það, hversu lengi væri hægt að ræða van- traust á stjórn Bretlands. Hefir Churchill í því sambandi látið svo um mælt að það hafi komið fyrir áður, að rætt hafi verið um vantraust í þrjá daga í röð á brezku stjórnina. Segir í fregninni af réttar- höldunum í Núrnberg í gær, að því er Lundúnaútvarp hermir, að Göring hafi rekið upp mik- inn hlátur, er sagt var frá skeytaskiptum hans og Seyss- Inquarts. Einnig las Alderman saksókn ari upp skeyti, er fóru milli Ribb «ntrops, er hann var sendiherra Þjóðverja í London og Þýzkra ráöamanna. Þykir upplýst af ýmsum skjölum, er fundizt hafa að nazistar hafi þótzt albúnir til þess að ráðast á Austurríki, Frakkland og fleiri lönd árið 1937. .s.sííöjtii úuíjfísoji í gær var einnig sýnd kvik- mynd við réttarhöldin í Núrn- berg af ýmsum fangabúðum og brugðust sakborningarnir mis- jafnlega við. Meðal annars er þess getið, að Ribbentrop hafi snúið sér undan, Schacht fyrr- um ríkisbankastjóri horft beint fram fyrir sig og hvergi brugð- ið, en Göring hafi fylgzt af á- huga með því, sem fram fór á kvikmyndunum. Málaferlunum mun verða haldið áfram í dag. Áframbald á bardög- um í Indónesíu. O AMKVÆT Lundúnafregn- ^ um í gærkveldi hélt bar- dögum áfram á Java í gær, en ekki dró til stórtíðinda. Var frekar kyrrt í Surabaja, enda er borgin nú öll á valdi Breta eftir harða bardaga, eins og fyrr er getið í fréttum. Hins vegar hafa Indónesar haldið uppi skæruhernaði gegn Bi-etum víða á Java, og framið,; ýtnLs hryðjuverk á hoDenzkum mönnurn og skjólstæðdngum þeirra. Á Bretlandi hefir komið til nokkurrar gagnrýni á aðgerð- um brezku herstjórnarinnar á Java og hefir verið um það ■rætt, að Bretar ættu ekki að skipta sér af þessum deilumál- um. Meðal annars á Laski, for maður brezka Aiþýðuflókksi ns að hafa flutt ræðu þar sem hann gagnrýndi stefnu stjóm- arinnar í þessum málum. Hefir llaliu tekur sér hvíld til áramóta. T STOKKHÓLMSFREGN UM í gærkveldi var sagt frá því, eftir fregnritara Ass- ociated Press, að Stalin hefði tekið sér hvfld lengur en ráð hafði verið fyrir gert, eða allt til áramóta. Fylgdi það fregn- inni, að hann myndi ekki sjást við stjórnarstörf í Moskva fyrr en eftir áramót. Stalin mun hafa dvalið suður á Krímiskaga sér til' heikubótar undanförnu og gat hann ekki tekið þátt í hátíðahöidum rauða hersins á byltingarafmæl in.u 7. nóvember síðastliðinn og vnr mikið rætt um fjarvist hans þá, eins og'irnenn miúna. í GÆR var skýrt í Lundúna- útvarpinu, að manntjón Breta hefði alls numið 1.246.000. — Eru þar með taldir dauðir menn særðir og týndir. Laski harmað, að indverskum og brezkum hersveitum væri beitt gegn Indónesum, sem væru að berjast fyrir sjálf- stæði sínu. tæklfærisgjölm Bók þessi hefur að geyma margt hið snjall- asta og fegursta, sem sagt hefur verið um konur og ástir á fjölda tungumála. Þar eru orð margra heimsfrægra manna, skálda, rithöfunda og stjórnmálamanna, leiftrandi af gáfum og andagift. Spakmælum þessum hefur safnað: A. Ferreira D’ Almeida. íslenzka þýðingin eftir: Loft Guðmundsson rithöftmd. Bókin er bundin í „rússkinn" og frágang- ur hennar allur með afbrigðum vandaður. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Þelta er fegursla og hugþekkasta lækifærisgjöfin Fæst hjá bóksölum. íte Bókaútgáfa Guðjóns Ó Guðjónssonar Hallveigarstíg 6. Sími 4169.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.