Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 6
Föstudagur, 30. nóvember 1945. er flutt í nýtt hús aS Brautarliolti 24 (beint fyrir ofan Stilli). Sírni 2406. m Framlhald af 2. síðu. 1939 og var fyrst sem garðyrkju lærlingpr við landlbúnaðarhá- skóla í Ási í eitt sumar, síðar var ég á garðyrkjuskól a í 1 Vi áir og tók próf frá honum haust ið 1941. Þá fór ég norður á Heiðmörk o.g vann þar í einni stærstu trjá ræktarstöð Noregs. Síðan fór ég uppupp í Meldal í Surðlþrænda lögum, skipulagði þar gróðrar- stöð oig stjórnaði henni þar til sumiarið 1943, að ég fór aftur í l'andbúnaðarháiS'kólann að Ási og stundaði þar bóklegt n.ám í þriðja bekk garðyrkjudeildar- innar. Um vorið í apríl byrjaði ég í garðyrkjustöð í Þrándheimd. Um grænmetisræktun í Noregi má geta bess, að hún er með mökkuð svipuðum hætti en hér, þó er meira þar um útirækt, enda er þar hlýrra að sumrum og skjólasamara vegna skóg- anna. Hins vegar er flestar garð yrkjustöðvar þar 'hitaðar upp raeð koxi eða kolum, en ekki jarðhita eins og hér, og verð ur rekstur þeirra því mikki kosnaðarmeÍTÍ. í grænmetisstöð þeirri í Þrándheimi, sem ég vann við voru' þetta helztu grænmietis- tegundirnar, sem ræktaðar voru: Rósir, og nelhkur, túmat ar, akurkur og ýms pottablóm. Veturinn 1944 las ég utan- skóla og vann við teiknkugar sikrúðgarða þar til í febrúar að ég gerðist verkstjóri við tilrauna stöð ríkisins í grænmietisrækt og þar vann ég þangað til ég fór heim með Esju í sumar.“ Stafabók fyrir útsaum heitir bók, sem nýlega er kom in á markaðinn í 2. útgáfu, en 1. útgófa bókarinnar seldist upp á örskömmum tíma í fyrra. í bók þessari eru 30 mismunandi gerðir af gotneskum letrum og hlöfðaletr um svo og mismumamdi krosssaums starfir. Þá eru einmig í bókinni munstur af kaffi- og tedúkum, uppdrættir í vasklútahom, eld- faúsihamdklæði, sængurfatnað og heil manmamöfn og kvenna til í- saums og allskonar merki og hljóðfærið er dr. Urbantschitsch. komin öllum þeim, sem unna og kumma kvenlegar menntir. Söagskemmtun. Brelðfirðingur loiiliin iL fímarr&p flytsir marg ar greiiiar ©g kvæði. JÓEÐI ÁRGANGUR tíma- * ritsins Breiðfirðings er kominn út fyrir skömmu. Út- gefandi hans er svo sem kunn- ugt er Breiðfirðingafélagið í Reykjavik, en ritstjóri tíma- ritsins er Jón Sigtryggsson. Breiðfirðingur flytur að þessu sinni kvæði eftir Olínu Andrés- dóttur, sem nefnist Breiðifjörð- ur, Minningu um Jón frá Ljár- skógum eftir Jón Sigtryggsson, erindi eftir Valdimar Björnsson sjóliðsforingja, er nefnist Aust- an hafs og vestan, erindi eftir Guðmund próf. Thoroddsen um ferð til Klakkeyja, Skuldaskil kvæði eftir Kristján ritstjóra Guðlaugsson, Beinin í pokan- um, sagnaþátt eftir Jón Sig- tryggsson, Fyrstu snjóa, kvæði eftir Ólínu Andrésdóttur, grein eftir Hreiðar E. Geirdal, sem heitir: Hvar bjó Geiri austmað ur? Brúðkaupskvæði eftir Her- dísi Andrésdóttur, Frá Bjarna Þórðarsyni á Reykhólum, grein eftir Pétur Jónsson frá Stökk- um, Hrakningaríma Jóns Guð- mundssonar, Kvöldrabb við Brokeyjarhjónin eftir Kristján Hjaltason, kviðlinga eftir Hreið ar E. Geirdal og Snæbjörn G. Jónsson, greinar um söngför Breiðfirðingakórsins á liðnu sumri og Breiðfirðingafélagið, svo og lag við lýðveldisljóð Jó- hannesar úr Kötlum eftir Gunn- ar Sigurgeirsson, söngstjóra Breiðfirðingakórsins. Breiðfirðingur er prentaður í Félagsprentsmiðjunni. Tímarit- ið er myndum skreytt, og til út- gáfu þess vandað í hvívetna. Gautaborg. Framhald af 5. síðu. sem áður voru í eigu rííkra mianna. Þessi breiða og fallega gata, er full af hverskyns gömlum minj.uim frá fyrri öldum, iþegar Gautabong var álitin meiri verzlunarborg en aðsetursstað- ur andans manna. Framhald af 4. sdðu. stærri, sem deila er orðin og víðtæikari, er erfiðara að , leysa hana, ög skilar að jafn- aði Lakari árangri. Þessi er . revnslan, fyrr og síðar, um ■ öll lönd. 5. Komimúnistar beittu . sér fyrri því utan félags, og hin- ir fáu komúnistar innan fé- lag.s, meðal farmianna, að koma málum bessum á þann rekspöl, að Alþýðusamb'and- ið fengi þau í sínar hendur. Komimúnistinn Bragi Agn- arsson fór ekfci dult m.eð lítið vit hafa á þessum mál- Sambandið að semja um kjör farmanna. Sú gálgalaiusn á máli þessu hefði orðið til þess að ofurselja farmenn um kaup og kjör þeirra í hendur manna. sem sumpart lítið vit hafa á þessum mál- ura og í annan stað eru bundnir loforði um að koma í veg fyrir að kaup verka- lýðsstéttanna hækki. Enn fremur hafa sjómenn fengáð nokfcra reynslu af því, þegar kommiúnistar, í forustu Ál- þýðusambandsins sitja við samningalborðið, samanber við síðiustu síldveiðisamn- inga. Reiði komimúnista er af þessu tvennu: að þeir gátu efcki kom- ið fram Skemmdarstarfsemi sinni í garð Sjómannafélagsins, með því að stefna farmanna- deilunni í öngþveiti, sem hefði leitt til þess, sem er þeiirra heit- asta ósk, að skapa' sundrung og óánægj.u innan félagsins og jafnvel lima það sundur; og svo hitt, að Sjómaixnafélagið án ihlutunar AÍþýðusambandsins, gerði samninga, sem mikill hlutf farmanna er mjög ánægð- ux með og hinir sætta sig vel við eftir atvifcum. Samheldni og eining far- mannanna var ágæt, þrátt fyrir tilraunir kommúnista. Eiga þeir því, ásaant öðrum fé^ags- mönnum, er studdu 'þá að mál- um, hihn miikla þátt í þeirri lausn, sem kaupdeilan hlaut. Öðru skrafi rithöfundar Þjóð- viljans, af fundi þessum, hirði óg ekki að svara. Sigurjón Á. Ölafsson Reykvíkingafélagið heldur fund, með skiemimtiatrið- um, í kvöld kl. 8.30 í Listamarma- skálamum. ESiii Slgfúss AÐRIR hljómleikar Elsu Sig- fúss voru hinum fyrri fremri að því leyti, að nú var seilzt til verkefna, sem nokkru gildari voru að innihaldi. Auð- sveipni og trúarfestur Bachs gaf söngkonan skýra og einlæga mynd í tveimur aðdáanlegum bænaráköllum á hreimgóðu en takmörkuðu alt-sviði sínu, svo að efsta lega raddarinnar verð- ur stundum eilítið ógreið. Bezt af öllu tókst hinn tregablandni skinaðarsöngur Thorsteinson „Rósin“, þar sem hún fylgdi vel eftir innfjálgri dýpt hins sár- asta saknaðar. Einsöngs-kanteta eftir Buxtehude var fagurt vitni þess, hve þessi „Bach Norður- landa“ í raun og veru var langt undan sínum tíma, svo snjöll eru hljómsambönd hans og all- ur stíll. Elsa flutti verkið með innri ró og virðuleik, en full- mikið ,portato“ samræmist ekki vel þessum sléttu lagabogum. Gamlir kunningjar svo sem „Fred hviler over Land og By“ (þú sæla heimsins svalalind) og „Víst ert þú, Jesú, kóngur klár“ eru jafnan vel séðir og gjarna heyrðir (en uppruna þjóðlags- ins ætti þó ekki að gleyma á efnisskránni). Söngkonan endaði á lagi eft- ir föður sinn, „Hátt ég kalla“, sem að nærfærni við tilgang ljóðhöfundarins og barnslegri einlægni nálgast það bezta, sem komið hefir frá hendi Sigfúsar Einarssonar. Páll ísólfsson lék undir með hóglátum og settum orgel-leik og lék auk þess einn „Passacaglíu“ eftir Buxtehude, en Þorvaldur Steingrimsson, Óskar Cortez og Heinz Edel- stein höfðu á hendi aðstoð á fiðlur og celló, og hefði frekari hlédrægni fiðlanna í millispil- um bætt heildaráhrif kantöt- unnar. Hallqrimur Helqason. GOTT r ER GÓÐ EIGN WL GísSason ÚRSMIÐUR LAUGAV. 63 OtbreiðSð álbÝðttblam HáfíSahöld sfúdenfa á morgun. 17 INS OG að undanförnu, ^ efnir stúdentaráð Háskól- ans til hátíðahalda þ. 1. desem- ber. — Að þessu sinni hefjast þau á morgun kl. 13 með því, að stúdentar safnast saman við háskólann, en ganga þaðan fylktu liði að Austurvelli og Lúðrasveit Reykjavíkur í broddi fylkingar. Þar flytiir Gunnar Thoroddsen prófessor ræðu af svölrnn Alþingishúsins. K1. 15,30 verður sarafcoma ■ fyrir almenning í*hátíðasal há- skólans. Þar flvtja raxður rekt or háskólans Olafur Lárusson. Vilhjálmur Þ. GLslason skólaTt stjóri og Guðmundur Ásmunds son formaður stúdentaráðs, Rögnvaldur Si gurjónsson , leifcf ■, ur á píanó og Elsa Sígfúsl ’ syrígi- ur, með undirleik dr. Páls ísólfs sonar. Að lokum syngur kvart- ettinn „Fjórir félagar". Um kvöldið verður svo hóf stúd- enda að Hótel Borg. Meðal gesta verður forseti íslands. Þar talar Valtýr Stefánsson rit- stjóri og Þorbergur ÞÁgðarsor£ý les upp. Ungfrú Guðiríunda- : Elíasdóttir syn'gur víð undir- leik dr. Urbantschitsch, og kvartett syngur. Að lofcum verður stíginn dans fram eftir nóttu. Æskuæfintýri Tómasar Jeffersonar er hvort tveggja í senn: vel valin og vel þegin gjöf. Fæst í öllum bókabúðum. DRAUPNISÚTGÁFAN Sími 2923. eftir Betty Elise Davis, kom í bókabúðir í Reykjavík i gær. Saga þessi fjallar um æskuár Tómasar Jeffersonar Bandaríkjaforseta, eins af mestu stórmennum amer- ísku þjóðarinnar, og er sögulega sönn í öllum aðalatriðum. Eigi að síður er þetta æfintýraríkari bók og skemmtilegri en flsetar þær bækur, er enga stog eiga i raun- veruleikanum, enda skorti ekki á það, að T ómas litli Jefferson fæddist upp á við- burðaríkum tímum. Hann komst í tæri v ið Indíánana, sem reikuðu um skóga og óbyggðir Virginíuríkis og rataði í mörg fleiri æfintýri. Æskuæfintýri Tómasar Jeffersonar komu fyrst út í Bandaríkjunum fyrir þrem- ur árum. Vakti bók þessi þá mikla athygli og hlaut mjög lofsamlega dóma, svo að mönnum þótti ekki betri drengjabók hafa komið út þar í landi um skeið. Bókin um Tómas Jefferson sameinar í óvenjulega rikum mæli þá meginkosti, er góða drengjabók mega prýða: hún veitir góða skemmtun og gott fordæmi og hvetur alla heilbrigða og tápmikla drengi til dáða og drengskapar. Andrés Kristjánsson kennari islenzkaði bókina. Hún er nálægt 200 bls. í allstóru brcti, orýdd mörgum heilsíðumyndum eftir Roberta Paflin, bundin í snoturt band og vönduð að öllum frágangi, en kostar þó aðeins kr. 26,00. N Ý DRENGJABÓK! Æskuæviaíýri Tómasar Jeffersonar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.