Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 8
AU*TmJB£.A£M» ■TJARNARBlðM læfraför í Bnrma. (Oíbjeciive Burma). Afarspennandi stórmynd frá Wamer Bros, tm afrek fallhlffarhermanna í froum'skógum Bucma. Aðalhlutverk: BRROL FLYNN Bönnuð ianan 16 ára. Sýning ki. 6—9. Sími 6485 (ekki 5485), FÆÐINGARÁR NOKKURRA FRÆGRA LEIKARA. Pola Negri — 1899. Jack Oakie — 1903. Walter Pidgeon — 1898. Claude Rains — 1889. Simone Simon — 1914. Robert Taylor — 1912. Lupe Velez — 1910. Robert Young — 1907. Monty Wolley — 1888. Lana Turner — 1921. Spencer Tracy — 1900. Shirley Temple — 1929. James Stewart — 1908. Barbara Stanwyck — 1907. Ann Sothern -— 1909. Cesar Romero — 1907. Ginger Rogers ■— 1911. Edward G. Robinson — 1893. Basil Rathbone — 1892. Tyrone Power — 1914. William Powell — 1892. Mary Pickford — 1893. Pat O’Brien — 1899. vrcjfá BAlfM DÖÐ VARIVÍNARBORG BÆJARBSÓ aa Hafnarf irði. Engin sýning í kvöld vegna sýningar Leikfélags Hafnar- fjarðar á sænska gamanleikn um, Tengdapabbi. I kreppta hnefa og lagði allt að veði: „Doch nun von Tristan —“ Dírna gekk upp þrepin að tónlistarskólanum. Hún var í gömlu, hvítu silkiblússunni. Hún þrýsti nótunum upp að brjósti sér, og hjarta hennar sló og sló eins og það ætlaði að springa. Uppi gengu kennslustundirnar sinn vanagang. Rassiem gekk fram og aftur með stórum, vaggandi skrefuim mieð hendur fyrir aftan bak. Gelfíus spilaði undir: magur, rytjulegur, með hæðnis- svip. Við píanóið stóð litla -ungfrú Hartwig með logandi augu og söng stakkató-æfingar; hún söng þær mijög illa, því að Rassiem horfði ekki á hana og hann horfði ekki heldur á litlu ungfrú Bach, sem reyndi eftir megjii að láta ljós sitt skína í augurn hans. Klukk- an í Karlskirkju sló ellefu. Dyrnar opnuðust og Díma kom inn. „Góðan daginn,“ sagði hún lá'gt. Rassiem horfði ráðalaus á hana. „Nú ætlar hún að koma illu af stað,“ hugsaði hann og greip í Gelfíus En Díma sagði: „Mig langaði til að spyrja þig, hvort þú vildir gera svo vel að fara aftur í Isolde með mér; ég á að syngja hana mteð þér í óperunni í næstu viku, herra óperusöngvari.“ Augu hennar voru þreytuleg, en brosandi og full' af hreykni. Rassiem opnaði munninn alveg orðlaus. Hann leit hlægilega út. TUTTUGASTI OG FIMMTI KAFLI EIís vaknaði snemma eins og óséð hönd 'hefði ýtt við henni; fyrsta hugsun hennar var: „Það er þá í dag.“ Hún hafði dálítinn verk fyrir hjartanu. Hún lá um stund með opiin augu og starði kringum sig í herberginu. Það var svo undar- legt að horfa á dagsbirtuna aukast jafnt og þétt fyrir utan glugg- ann, — sjá hvernig hún umlukti brúnir húsgagnanna og flutti þau inn í raunveruleikann. Það var svo undarlegt að horfa á þetta, vitandi 'það að hún átti aldrei eftir að horfa á slíka morgna. Húsið var hljótt og hlustandi, dauðinn hafði þaggað niður í Punch, litla himdinum. Hann hafði fengið dálítið kvef, lungnabólgu upp úr því, unz hann sofnaði svefninum langa. Elís hafðd horft á hann, örlítið forvitin, en iþó innilega róleg; það var ekki annað en skjálfti og krampateygjur — og öllu var lokið. Þannig hafði það einnig verið, þegar mamona dó. Hún stóð fyrir framan stóra spegilinn og horfði á sjálfa sig, fíngerða, hvíta og barnalega; hún hafði ánægju af því. Hún strauk um axlir sínar og lítil brjóstin, sem voru köld eins og blóm; hún talaði huggandi við spegilmynd sína: „Yertu góð, vertu róleg. Bráðum losnarðu að fullu við kvöl og þrá og allt annað.“ Spegil- myndin brosti til hennar á móti og það var eins og henni væri kalt. Seinna fór hún út í garðinn, strauk moldina og laufin og sagði: „Ég ætla ekki að fara að sýna neina viðkvæmni. Það væri smekklaust. Þegar ég er búin að koima öllu svona vel fyrir.“ En moldin og laufin voru svo lifandi og fjarlæg henni. Hún var með höfuðverk en hún bar sig vel og hló að því; hugsanir hennar voru á skemmtilegri ringulreið, enda þótt hún hefði ekki tekið neitt morfín í fjóra daga. Hún hafð hugsað: Það er fremur hægt að gleyma tilfinningum sínum, þegar höfuðið á manni er svona þungt og sljótt. „Já, auðvitað," bætti hún við upphátt með glaðlegri röddu. Hún var gagntekin af einhverri þrá til að rannsaka allt, þreifa á öliu og tala við allt. Allt var lifandi og litauðugra en nokkru sinni fyrr, og henni fannst hún verða að festa sér nákvæmega í minni, hvernig allt liti út. Úti fór að falla slyddukenndur snjór. Drop- arnir runnu niður eftir gluggarúðumun og skildu eftir krókóttar, gagnsæjar línur. Var nokkuð vit í þessum blautu brautum, sem lágu hver yfir aðra áður en þær hurfu? Nei. Það var ekkert vit í þeim. Dropi -rann hægt niður eftir rúðunni, annar kom til móts við hann; þeir sameir.uðust eitt andartak og að'skildust svo á ný. GAMLA Blð Föstudagur, 30. nóvember 1945. Sríy.: ■ ' W • - - - NÝJA B!Ú BrMur ■j JólaleylL (mhgripotn. (Christmas Holiday). (Bride by Mistaké) Hugnæm og vel leikin mynd, Amerísk gamanmynd. gerð eftir sögu W. Somerset Maugham’s. Lavainc Day Aðalhlutverk: Aian Marshaii DEANNA DURBIN Marsfaa Himt GENE KELLY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5 eg 9 Bönnuð bömum yngri en 14 ára. Annar rami beint niður, þungt og festulega; hinn seig niður í þreytulegum krákustígum, missti alla lögim, leystist upp og hvarf,. áður en hann kornst alla leið. „Þannig er lífið einmitt,“ sagð Elís. Allt, sem hún hugsaði og talaði um, virtist svo uppgerðarlegt og óraunverulegt. Þungur orgelhljómur drundi sífellt fyrir eyrum hennar eins og undir- leikur við hugsanir hennar: í dag, í dag, i dag.... Hún gefck yfir að skrifborðinu og undirbjó allt á nýjan leik. Þarna var morfinflaskan, glitrandi og silfruð. Margar vikur höfðot Gerda Steemann Löber: Knud Rasmussen segir frá - - Fyrsta saga: B A R B E N hafði geymt rostungsbeinin, sem Barben lét hann fá, 1 stað þess að borða utan af þeim. Og þetta gerði hann vegna þess að hann ætlaði að galdra þau og gera úr ,þeim draug. Veturinn leið, sumarið kom, og aftur hófust ferðimar með kajökunum sem fyrr. Á meðan fögnuður allra yfir góðri veiði stóð sem hæst, ákvað fóstrinn illi að magna drauginn til þess að ráða Barben af dögum. Hann safnaði saman beinarusli úr hinum og öðrum dýr- um og faldi þau skammt frá árósi einum. Að lokum var hann búinn að safna því sem nægði í heila samsetta beinagrind. Til þess að geta galdrað hold utan á beinin, tók hann nokkr- ar grassnyddur, sem lágu þarna skammt frá, og að því búnu þakti hann þetta með gömlu og slitnu selskinni. Þegar dýrið- var bannig tilbúið, blés hann 1 það lífsanda með því að hafa. yfir magnaða galdraþulu. Síðan hleypti hann því út í ósinn,. en dýrið synti til hafs. Samkvæmt venju veiddi Barben ógryni af selum og færði heim í þorpið allt það kjöt, sem með þurfti. En svo skeði það allt í einu, að hann veiddi ekki einn einasta sel, — DESTINATION— TOKYOf- SCOECHY'S ELEAtENT CLIMBS UPSTAIR5, TO JOIN THE 'SUPERFORTS_RAIDING THE JAPANESE MAINLAND- HOWS IT, CHET, EVERYTHING UNDER CONTROL? lilYNIA SAGA Þedr eiga að fara til Tokíó. Flug vél Amar hefur sig á loft til að sameinast flotanum Nú eiga þeir að gera loftárás á megin- land Japans. ÖRN (kallar til Chesters); Hvernig líður þér, Chet? Er ekki allt í lagi? CHESTER: Jú, herra. Allt í lagi. ÖRN: Vertu kaldur, kunningi. Gleymdu ekki félögunum, sem hafa barizt til þessa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.