Alþýðublaðið - 31.08.1946, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1946, Blaðsíða 1
Umtalsefnið í dag: Knattspyrnu- keppnin milli Austur- bæjarins og Vesturbæj arins á morgun. XXVi. árgangur. Laugardaginn 31. ágúst 1946 194. tbl. Foryst&igrein blaðsins í dag: Síldar- vertíðin. asamur F § I a Tsaldaris, f or sæti st áCh cr r a Grikikja. Moloíov, utanr :k ismá la r á £ h e r r a , Rússa. Bémur væntanlegiir innan þriggfa vikna ------------------------♦----;—-— LUNDÚNAFREGNIR í gærkveldi greindu frá því, að hinir opinberu ákærendur við málaferlin í Núrnberg, hefðu lokið málfíutningi sínum í gær. Þá flutti ræðu fulltrúi Frakka, sem var þungorður í garð nazistaleiðtoganna og hershöfðingjanna, sem jafnan virtust hafa haldið fram kenn íngunni um að máttur væri sama og réttur. Enn fremur tal- aði fulltrúi Rússa og krafðist hinnar þyngstu refsingar fyrir sakborningana alla. a santðn á mánudag. FRÁ INDLANDI hafa þær fregnir borizt, að hin nýja indve|ska bráðabirgðastjórn, sem Pandit Nehru mun mynda, komi saman til fyrsta fundar síns á mánudaginn kemur. Stjórn Suður-Afríku hefur sent Nehru kveðjur sínar og heillaóskir í tilefni af stjórn- armyndun hans, en nokkurr- ar óvildar hefur gætt á Ind- landi í garð Suður-Afríku- stjórnar, vegna deilna um réttindi indverskra manna til dvalar í Suður-Afríku og til þess að eiga þar mannvirki ýmiss konar. Þjóðþingsflokkurinn hefur haldið fund til þess að ræða þar óeirðir þær, er nýverið urðu á Indlandi, en þær eru sagðar hafa verið einna skæð astar í Austur-Bengal. ‘ I dag munu sakborning- arnir flytjia - síðustu varnar- ræður sinar, en búizt er við að dómur í málum þeirra verði upp kveðinn eftir um það bil þrjár vikur. Áður hafði, að því er sagt var frá í fregnum frá Was- hington, Thomas J. Dodd, fulltrúi Jacksons dómara, að- alfulltrúa Bandaríkjanna flutt ræðu, þar sem hann taldi sex félágsskapi Þjóð- verja séka um stríðsglæpi og margvíslega ómannúðlega framkpmu, meðal annars fjöldamorð, þrælavinnu og of sóknir gegn vissum kynþátt- um. Meðal þeirra félagssam- taka, er hann taldi seka um glæpina eru fyrrverandi stjórn nazista, SS., SD. og SA. samtökin, svo og Gesta- po og loks yfirherstjórn Þjóð verja. ÞAÐ VAR sagt frá því í fregnum frá yfirvöldum ame- ríska setuliðsins á Þýzka- landi, að þau hefðu látið nið- ur falla kærur á hendur 15 Þjóðverjum, sem teknir voru höndum í Stuttgart í fyrra- dag, sakaðir um njósnir í þágu Rússa. Sfrí&iíaSatafa? W. i iii Etiiiii iifeðnir irlillllitilii. ■Á 'FPJÐARFUNÐINUM í PÁJRÍS í gær urðu snarpar orðasénnur, ekki sízt vegna heiftarlegrar á- rásar Molotovs, utanríkismálaráðlnerra Rússa, á hend- ur Grikkjum, vegna iandamærakrafna þeirra gagn- vart Albaníu. Jafnframt fór Molotov með ýmsar dylgj ur í garð Rreta, er hann. sagði vilja með dvöl brezks setullðs í landinu hafa áhrif á þjóðaratkvæð'agreiðsl- una, ærn fram á að fara á Grikklandi á morgun um framtíðarstjórnarform landsins. Sagði Molotov enn- fremur, að á Grikklandi ríkti nú ógnarstjórn, er studd væri af „vissum stórveldum“, eins og það var orðað. Alexander, fulltrúi Breta, andmælti þessu og fóru svo leikar, að kröfur Grikkja voru teknar til greina með 12 'atkvæðum gegn 7. Á fundinum gerðist enn fremur það, að samkomulag' náðist um það, að ítalir skyldu 'greiða Riissum 25 mflljónir sterlingspunda í stríðsskáðabætur, eftir nokkrar umræður. Brezka útvarpið, sem sagði frá þessum fundi friðarráð- stefnunnar, komst svo að orði, að Æundurinn hefði ver- ið ,,'hinn hávaðasamasti til þessa.“ Var ræða Molotovs, að því er brezka útvarpið sagði seint i gærkvöldi, mjög hvassorð og ósvifin, enda lýsti A. V. Alexander, hrezki fflotamálaráðherrann yfir þvi i innskotsræðu, að hún væri aðeins til þess fallin að auka æsingar. Molotov réðist einkum að Tsaldaris, hinum kunna stjórnmálamanni Grikkja, og sagði Grikki vera að kréfj ast landsvæða, sem jafnan hefðu verið ailbönsk. Alex- ander tók þá til máls og fleiri bættust i hópinn og var mik- il háreysti á fundinum, að því er Lundúnaútvarpið sagði í gærkveldi. Byrnes ut- anríkismálaráðherra Banda- ríkjanna ilagðist á sveif með Alexander og, eins og fyrr getur, var tillaga Grikkja um landakröfurnar sam- þýkkt þrátt fyrir viðnám Rússa og Júgóslava, með 12 atkvæðum gegn 7. Bretar og Bandaríkjamenn studdu tillögu Rússa um, að þeim bæri skaðabætur frá ítölum, að upphæð 25 millj- sterlingspunda og var hún samþykkt með 15 atkvæðum gegn 5. Fregnritarar í Paris hafa mjog rætt það sín á meðal, hvað við tæki, ef friðarráð- stefnan og þing hinna sam- einuðu þjóða, er á að hefjast 30. september, rækjust á. Er talið lítt mögulegt, að halda báðar ráðstefnurnar samtím- is, meðal annars vegna þess, að störf þeirra beggja eru svo svipaðs eðlis og auk þess munu margir túlkarnir, sem nú eru á friðaráðstefnunni, eiga að vera á þingi hinna sameinuðu þjóða. ÞAÐ var sagt frá því i útvarpsfregnum frá Londo: í gærkveldi, að lík fimi i. amerískra flugmanna, er fó: - ust nýlega, er skotið var i. vopnlausa fluitningailugví ' þeirra af hersveitum júgc - slavnesku stjórnarinnar, 'ha. L í gær verið flutt loftleiðis fr . Udine I Júgóslavíu til Róm . borgar. Þaðan verða líkin flutt til Bandaríkjanna og jarðsett þar. Þegar flugvél- inTenti í Rómaborg voru viö staddir á flugvellinum hátt-, settir embættismenn Banda- ríkjamanna í Róm og herfor- ingar, svo og hervörður. í GÆR var tilkynnt í Lun T únaútvarpinu, að nú vær i síðustu frönsku hermennirni farnir, samkvæmt samningi. frá Libanon. Voru hermenn þessir flutt- ir í gærdag á franska beiti- skipinu ,,Montcalm“ frá land- inu, áleiðis til Frakklands. ökubeiðni íslands s ÖRYGGISRÁÐ hinna sameinuðu þjóða hefur nú samþykkt mótatkvæðalaust, að mæla með upptöku þriggja þjóða í bandalag hinna sameinuðu þjóða, með- al þeirra er Island. Hin löndin voru Svíþjóð og Afg- hanistan. Enn fremur var greitt atkvæði uni fimm aðr- ar þjóðir, eins og áður hefur verið getið í fréttum og var öllum mótmælt af einhverjum fulltrúanna. ’ Síðan mun allsherjarþing hinna sameinuðu þjóða fjalla endanlega um inntökubeiðnir þessara þjóða og þarf þá 2/3 hluta atkvæða til þess að þær verði teknar í samtökin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.