Alþýðublaðið - 31.08.1946, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1946, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐ1Ð Laugardaginn 31. ágúst 1946 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn | Ritstjóri: Stefán Pjetursson. ! Símar: Ritstjórn: 4901 og 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúslnu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar. i Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Síldarvertíðin EINS OG fram hefur kom Ið af fréttum eru ískyggilegar horfur um síldveiðarnar i ár. .Aflinn er rauinar miklum mun meiri í ár en í fyrra, ■en vertíðin í fyrra brást með ■öllu og skipin, sem veiðarn- ar stunda í sumar, eru mikil- v;m mun fleiri en þá. Ný er orðið' svo áliðið síld arvertiðina, að bregðist ekki til batnaðar um veiðiskap- inn næstu daga, er útséð um, •a'ð síldarvertíðin færi þá 'björg i bú þjóðarinnar og .sjómanna, sem vonir stóðu tíl. Síldarverðið er að sönnu mjög hátt, svo að skipverj,ar aflahæstu skipanna bera ríf legan hlut frá borði. En afl- ánn er mjög misjafn eins og löngum verður raun á, og þ'au skip, sem vel ha-fa aflað, eru svo fá, að láta mun nærri að þau megi telja á fingrum amnarrar handar. 4* Það er að sjálfsögðu mikið úfali fyrir sjávarútveginn og jþá um leið þjóðarbúskapinn ö heild, ef síldveiðarnar hregðast eins og því miður •virðist ástæða til að ætla. Ilm þessar mundir hefur mik 111 fjöldi nýrra skipa verið keyptur. til landsins, og er jþetta fyrsta vertíð þeirra flestra. Hefði veiðiskapurinn gengið vel á síldarvertíðinni, myndi það hafa orðið mikils virði fyrir útvegsmennina, er lagt hafa i mikinn. kostn- að við skipakaupin, sjómenn ina, sem ekki hvað sízt eiga afkomu sína undir síldveið- unum, og þjóðina í heild, er fcyggir afkomu sína fyrst og ifremst á sjávarútveginum og þá síldveiðunum sér í lagi, þar eð síldin er í mjög háu verði og síldarafurðirn- ar mjög auðseljanlegar á er- lendum markaði. Hafið hefur löngum ver- :ið svipult við íslenzku þjóð- ina, og það er vissulega ekki nýtt í sögu hennar, að ver- tíð bregðist. Aflaleysi.fylgja ■ávallt e'rfiðleikar, sem jafnan rmá við búast, en eru tilfinn- anlegir og válegir eigi að síður. Og sér í lagi var ís- lendingum þörf á því, að síldveiðarnar gengju vel i ár, þar eð miklir erfiðleikar steðja að sjávarútvéginum um þessar mundir; en síldaraf urðirnar hefðu fært þjóðinni anikla björg, ef veiðin hefði ekki brugðizt, af ástæðum íþeim, er þegar hafa verið ’aktar. Þess vegna fer ekki ihj/á því, að aflaleysið á síld- arvertíðinni verði öllum landsmönnum mikið áhyggju -efni. , Og afleiðingar þess kunna að verða tilfinnanleg Nýtt kvennablað, sem kemur í góðar þarfir. — Bréf um siglingamálin, leiguskipin og Fossana. REYKVÍKSKAR KONUR kaupa ákaflega mikið af erlend- um tískublöðum. Það er ekki tiltökumál, því að þessi blöð eru mjög góð og í þeim eru marg ar ágætar hugmyndir, sem kon- urnar grípa og nota til að' prýða heimili sín. Ég hef oft verið að hugsa um það að einhver útgef- andi ætti að taka sér fyrir hend- ur að gefa út svona blað á ís- lenzku. Konur hafa ráðist í ým- iskonar blaðaútgáfu, en þau hafa flest haft því ákveðna hlut- verki að gegna, að berjast fyrir einkamálum kvenna, réttindum þeirra í þjóðfélaginu og svo framvegis og liafa þau á því sviði gert mikið gagn. Þau liafa hinsvegar ekki ggetað sinnt hinu lilutverkinu. EN NÚ SÉ ÉG að hafin er út- gáfa á svona blaði og heitir það, ,,Femina“, nafnið er ég ekki allskostar ánægður með, vildi vildi heldur að það væri ís- lenzkt, e'n blaðið er myndarlegt •og ef það verður í líkingu við þetta fyrsta tölublað hygg ég að það muni fljótlega ná miklum vinsældum. Blaðið flytur mikið af myndum úr tískuheiminum bæði viðvikjandi fatnaði og hús- búnaði og auk þess greinar og sögur við hæfi kvenna. SJÓMAÐUR SKRIFAR: „Það er oft tilkynnt í blöðum um skipaferðir frá Eimskip. Anne kom til Gautaborgar 16. ágúst og lekki nefnt -hvenær hún fer þaðan aftur. Það er alveg eins 'Og þetta skip sé á skemmtisigl- ingu. Svo koma Lech og Lublin, alveg það sama, þau sigla tóm og háíf tóm milli landa, svo eru ■þau í strandferðum hér, og liggja aðgerðarlaus éða lítið við þau unnið eins og sé verið að tefja fyrir þeim hér í Reykja- vík.“ „UM FOSSANA vita allir, þeir hafa ekkert að flytja, þessi fáu skíp. Og til að benda á eitt dæmi er Fjailföss látinn liggja hér í Reykjavík í langan tíma til að bíða eftir að fá eitthvað til að flytja á ströndina. Væri nú ekki hægt að losa sig við leiguskipinn, nota Fossana, þannig að þeir g'ætu gengið á milli landa með þennan slatta sem fluttur er inn, (undantekin Ameríka) og reyna að nc*ta okk- ar íslenzku skip, sem liggja hér aðgerðarlaus í höfninni, og svo koma mörg -skip af síldveiðum, sem eru ágæt að flytja vör- ur á ströndiná eins og að undan- förnu, því ekki þarf að borga leigu á íslenzkum skipum í út- lenskum gjaldeyrir og mðr heyr ist í blöðum að hann minnki ört.“ „NÚ ER AUGLÝST að útlent skip taki farþega til Akureyrar á vegum eins skipamiðlara hér í bæ. Eru engin takmcrk fyrir þ’VÍ 'hvað útlend skip megi að- hafast hér við strOndina - eða kannske þau. séu rétthærri en hin íslenzku, og að gjaldeyrir okkan sé svo mikill, að við get- um borgað alla strandfl-utninga okar í útlenskum gjaldeyri.“ „HVAÐ SEGIR siglkígamála- ráðherra um þetta. Hvað myndu Norðurlandaþjóðirnar segja, ef íslenzk skip færu að sigla við strendur þeirra með vörur og fólk. Burt með öll útlend leigu- skip af ströndinni notum íslenzk skip sem mest. Jiafnvel gengur svo langt að útlendir menn í sömum iðngreinum hafa verið teknir fram yfir gðða íslenzka iðnaðarmenn. Burt með alla út- lendinga héðan af landi, burt með þá hið allra fyrsta.“ ÞETTA BRÉF er of hart und- ir tönnina. Hér er áreiðanlega einhliða sagt frá, þó að ég efist ekki um það, að bréfritaranum gengur gott eitt til. Mér er kunn ugt um það, a,ð allmikið er nú rætt um þessi mál sérstaklega meðal sjómanna og væri því ekki úr végi að fá nánari upp- lýsingar um þau. Að sjálfsögðu er Eimskip velkomið rúm í pístl- unum mínum fyrir athugasemd- ir. Hannes á horninu. T^ær mflar feæknrs lýrið á svifflygs- NÝIÆGA eru köiiinar úí hjá Bókfellsútgáfunni ^ tvær bækur: Aðlaðandi er koman ánægð og Ævintýrið á svif- flugsskólanum. Aðlaðandi er konan ánægð eftir Joan Bennett er önpur útgáfa. Fyrri útgáfan kom út i 'fyrra og seldist upp á skömmum--tíma. Hefur bók- in að geyma leiðbeiningar um snyrtingu og klæðnað kvenna. Þýðingin er gerð af Þórunni Hafstein. Æfintýrið á svifflugsskól- anum er eftir Gustaf Lind- wall og þýtt af Ólafi Ein- arssyni. Bjarnarstaðir. Messað á morgun kl. 2 e. h. s*ér,a Garðar Þorsteinsson. Félag ungra jafnaðarmanna heldur fimmtud'aginn 5. september í Tjarn- aroafé (uppi) 'kl. 8,30. Sameigirileg kaffidrykkja. Sýndar verða myndir úr ferð félagsins til Vestmannaeyja um hvítasunnuna. Ýmis skemjmtiatriði. Dans. ATH.: Þeir, sem.tóku myndir í ferð- inni, eru vinsamlega beðnir að koma með þær á skemmtunina. Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikuda'gskvöld í skrifstofu félagsins, sími 5020 og 6724. Skemmíinefndin. ar, einnig fyrir þá, sem ef til vill eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því, að afkoma þeirra og efmahagur sé undir síldveiðunum kom- in. * Mörg þeirra skipa, sem stundað hafa síldveiðarnar í sumar, hafa þegar hætt veið um, og bregðist ekki til batn aðar um veiðiskapinn næstu daga, mun allur ftotinn halda brott af síldarmiðunum fyr- ir Norðurlandi. Enn er að sönnu ekki vönlaust, að til batnaðar bregði, en sú von er veik, eins og sést af því bvérsu mörg skip hafa þeg- ar hætt veiðum. MORGUNBLAÐIÐ birtir í gær og fyrradag athyglis- verða grein um Govótríkin í dag eftir amerískan blaða- mann, Brooks Atkinson, sem er nýkorpinn frá Moskva eft ir 10 mánaða dvöl sína þar. í grein hans segir: „Hversvegna eru Rússar svo örðugir viðskipftis? Til þess liggja margar ástæður. Ein er þessi: Leiðtogar þeirra hafa brotist til v-alda sem byltinga- menn, og þeir hafa erin trú á þeim aðferðum, sem báru ár- ^angur 1917. í keisararíkinu, þar sem einnig ríkti harðstjórn, gátu byltingamennirnir haldið samtökum sínum með því að gangast undir strangan aga og urðu þeir mjög leiknir í allri leynistarfsemi. Árvekni og agi fengu þeim völdin; og þeir halda að hvorttveggja þeitta sé nauð- synlegt til-þess að efla völdin í dag. Meðal annars aðhyltust þess- ir menn þá kenningu að tilgang- urinn helgiaði meðalið, og það kann að vera ástæðan fyrir því, að' í þessu fyrsta sósíaliska ríki í heiminum hafa verkamienn- irni rekki verið leystir úr ánauð Nú eru þeir hnepptir í algera ánauð, sem tekur jafnt til liuga og handar. Byltingin átti stoð sína í leyni starfsemi, herkænsku, svikum cig ofbeldL Úr því að kringum- stæðurnar hafa nú breyttst þannig, að byltingarmennirnir eru ekki lengur lögbrjótar, held ur löggjafar, þá igeta þeir slapp- að af, og það gera þeir. En gömlu aðferðirnar eru enn margar' við líði. Þeir ráða mál- um sínum með leynd. Sovjet- borigarar vita ekki meira um mál sovjetstjórnarinnar en út- lendi.ngar. Stundum vita þeir meira að segja minna ,því að upplýsing- ar úm atriði, sem mönnum í Sovjetríkjunum er alm-ennt ekki kunnugt um, síast oft út úr landinu. Þó að versta ofbeldis- stig sovjetbyltingarinnar sé að líkindum um garð gengið, þá er ofbeldið hvergi nærri úr söig- unni. Enginn veit, hve margar miljónir pólitískra fanga eru nú í fangelsi eða í útlegð. Gisk- að er á 10—15 milljónir. Engin stjórn í veröldinni hefir við jafnmarga in.nanlandsörðugleika og varidamál að etja og savjet- stjórnin. Hún verður að, stjórna pólití'Skri byltimgu og iðnbylt- ingu samtímis, og auk þess verð ur hún að uppfræða þjóðina skjótt og vel. Þegar tillit er tekið til velgengni sovjetstjórn arinnar í hinum- víðlendu ríkj- um sínum, þá veitist útlending- um dálítið erfitt að skilja, hve varir sovjetleiðtogarnir eru um sig. Um engan mann í heim- inurn mun hafður jafn öflugur vörður og um Stalin. Sérhver borgari í Sovjetríkjunum og •hver útlendingur verður að bera á sér vegabréf öllum stundum, og hann verður oft að nota þau. Það, sem við teljum öryggisráð- stafanir á stríðstímum, er í Sovjetríkjunum daglegar öry ggisráðstaf anir. “ Þannig lýsir hinn amer- íski blaðamaður ástandinu Framhald á 7. síðu. ' ætti að gerast styrktarfé- lagar barnaspítalasjóðs Hringsins. Skráning í kaffitjaldinu allan sunnu- ' daginn og mánudagskvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.