Alþýðublaðið - 31.08.1946, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.08.1946, Blaðsíða 3
Laugardagijnn 31. ágúst 1946 ALÞYÐUBLAÐIÐ Tkorotf Smith: ÞEGAR MAÐUR lítur yfir farinn veg okkar íslenzku blaðamannanna í Þýzkalandi, Austurríki og Tékkóslóvakíu, blasa við margar myndir. Eerðasaga mín um þessa för getur ekki orðið annað en svipmyndir, það sem séð varð, gerðist í leiftursýn, ef svo mætti að orði kveða. Að sjálfsögðu höfðum við heyrt um, hvernig umhorfs væri. á Þýzkalandi áður en við fórum að heiman, bæði af blöðum, bókum og mynd- um. En mig gat ekki grunað, að ástandið væri eins og það raunverulega er. Það er óramunur að koma yfir landamærin mi.lli Dan- merkur og Þýzkalands við Krusaa á Suður-Jótlandi, á milli þess mataræðis og al- mennu útliti fólksins í Dan- mörku og á Þýzkalandi. Yf- irleitt má segja, að fólkið í hinum stærri borgum, eink- um á Norður-Þýzkalandi, beri sultarsvipinn og volæðið utan á sér. Öll viðleitni þess virðist mi.ða að því einu að útvega sér mat, þó einkum feitmeti. Ég held mér sé óhætt að segja, að við íslendingar, Dan ir og aðrar Norðurlandaþjóð- ir borðum á einum eða.tveim ur dögum það, ,sem Þjóð- verjar verða nú að treina sér í heila viku. Það er þessi hálfgildingssultur, að vera hvorki saddur né hungraður, sem gefur þýzkum almenn- ingi það yfirbragð, er hánn hefur í dag. Allt það, sem talizt gat' hæfa þjóð, er vildi vera ,,Herrenvolk“ eða yfir- þjóð og ruddist með báli og hrandi um nær alla Evrópu, meðan leikurinn var góður, er nú horfi.ð Menn keppast við að segja útlendingum til vegar með hattinn í höndun- um, eða þá að lögregluþjónar .slá saman hælunum og heilsa manni viðhafnarkveðju. Allt er þetta svo gerólíkt því, sem áður var. Það er ekki að ó- fyrirsynju, að mest notaða orði.ð á Þýzkalandi nú virð- ist vera „kaputt, sem sagt allt í eyði eða ónýtt. Þetta orð er notað um hús og önn- tir man'nvirki og mannfólkið sjálft. Allt virðist raunveru- lega vera í rúst. Þeir Þjóðverjar, sem mað- ur talar við, virðast allir vera á einu máli um það, að þeir séu búnir að vera, í bili að minnsta kosti. Þeir sjá enga von framundan, þeirra líf er eitt samfellt brauð- strit. Til dæmis er þetta þannig í Lubeek, sem er mjög ill'a útleikin af loftárásum, að matarskammturinn (á her- námssvæði Breta) er sem hér segir! Hver maður fær 'ú'tHlut að 1750 grömmum af brauði vikulega, 50 segi og. skrifa, 50 grömmum á viku af feit- meti og 450 grömmum af Að sjálfsögðu fær almenn- ingur ekkert nema gervi- (Ersátz) káffi, sem er fram- leitt úr korni, og ekki nema 14 úr pundi mánaðarlega á mann. Svipuðu máli er að gegna um aðrar vörur,- Bækur og " ALÞYÐUBLAÐIÐ birfc ir í dag aðra grein Thor olfs Smith um ferðalag hinna íslenzku blaða manna um Þýzkaland, en þeir eru nú nýlega komnir heim. pappír er varla að sjá. Dag- blöð koma út um tvisvar á viku á brezka hernámssvæð- inu, undir eftirliti hernaðar- yfirvaldanna. Svipuðu máli mun vera að gegna á her- námssvæði Bandaríkjanna og Frakka, en af Rússum fara fáaf sögur. Það er erfitt að gera sér grein því, sem gerist á her- námssvæði. Rússa, en það bar flestum amerískum og brezk- um foringjum saman um, sem við áttum einhver skipti vi|5, en dvöldum jafnan í gistihús- um eða klúbbum þeirra, áð það væri að vísu einfalt að komast inn á hernámssvæði þeirra, en hitt vildu þeir ekki ábyrgjast, hvernig ætti að komast út af því aftur. Var okkur meðal annars sagt, að til að byrja með, hefðu Rússar skrúfað af bifrei.ðum, sem fóru inn á svæði þeirra, ,,stuðara“ og ljósker og hirt miskunnarlaUst það, sem verðmætt mátti teljast í einkaíbúðum manna, Yfirleitt held ég, að. óhætt sé að segja, að Bretar háfi verið vinsælastir af af her- námsþjóðunum, síðan Banda ríkjamenn, þá Frakkar og loks R.ússar. Það var og á- berandi, að Bretar virðast gera sér meira far um en hinar hernámsþjóðirnar að edurreisa iðnað og atvinnu- líf Þjóðverja og bæta ltjör al- mennings, en hins vegar var jafnan sagt, að af þeim þjóð- um, sem eiga við skort að búa, séu Þjóðverjar einna síðastir á biðlista, eins og það er orðað. Hernám Breta tnun kosta brezka skattgreiðendur um það bil 80 milljónir sterlings punda á ári, um ófyrirsjáan- legan tíma. Má geta, nærri, hvort slík fjárútlát veki ekki misjafna dóma á Bretlandi, þar sem fólk verður enn að herða á mittisólinni, þrátt fyrir unna styrjöld. Það er bersýnilegt, bæði af viðtöl- um og opinberUm skýrslum, að Bretar reyna, eftir mætti að bæta hag fólksins og gild- ir það einkum um kolanámu- menn,. en iðnaðinum þýzka er lífsnauðsyn á því að fá kol. Hins vegar er þetta ó- skaplegum vandkvæðum bundlð, þar sem flestar borg- ir í Ruhr og Rínarlöndum, þar sem kolavinnslan er mest, mega he:ta í rústum. Af þe;i» s'ærri.’ borg- um. sem t-"v — im, hvd é~> 'T. *"• r--r- r>" V - --'■rst Uprrs’-. T- - ?.S í Ham- borg séu ekki rierna um'30,% húsanna uppi standandi. Yf- ir hitt. má svo að segja draga plóg. Þó virtist mér Hamm, sem var fvrir emna m.esta iárnb-au ''- • væðb ömur- V.S.F. V.S.F. vsrður teldinn í Tjarnarcafé í 'kvöld kl. 10 e. h. 6 manna hljómsveit leikur. /gðgöngumiðar seldir é sama stað frá kl. 5 e. h. Nefndin. Mig vantar íbúð, stofu og herbergi (einhleypur) nú þegar eða 1. október. Há leiga í boði. lig. Sveinsson garðyrkiuráðunauíur. Símii 7328. :essu -'n-. lepri. Þar ekkert líf á staka lö"revlu' -' menn á ferli, en á,n'iilí< ’ ^kk ar skilninvi y?r r-Yv Á járnbrautars löðvum við borgina gat að og vagna í sundurskotna nýta. Sjálfar stöðvarnar voi'u ekkert nema sundurskotnar skeljar, ef svo mætti. segja, en í kálgörð- um ög á engjum göptu við manni sprengjugígar. Þar var sannkölluð viðurstyggð oyði- léggihgarinnar. Erx vart líta eimre'ðir hundraðatali cg einskis íárnbrauxar- minnist ég þess að hafa tal- að vi.ð Þjóðverja, sem ekki hafi verið fullur sjálfmeð- aumkunar, án þess að hugsa um aðrar þjóðir, sem harðast urðu úti í byrjun styrjaldar- innar. í þýzkum búðum er bók- staflega ekkert að kaupa og mcr-kin sára lítils virði. Hins vegar eru sígarettur hinn á- gætasti gjaldmiðill. Er hér ekki átt við svartamarkað- inn svokallaða. Maður getur haft fjóra fíleflda karlmenn í vinnu við að gera við hjól- barða í tvær klukkustundir fyrir einn pakka af sígarett- um og það þykir vel borgað að fá rakstur og klippingu eða máltíð, þar sem hún fæst á annað borð, fyrir tvær eða þrjár sígarsettur. Aldrei bar á greinilegri ó- vinsemd af hálfu Þjóðverja í garð okkar, en oft vorum við taldir Frakkar, vegna einkennisins á húfum okkar, en við urðum að vera klædd- i.r khakilituðum einkennis- yi|sp©iiiii i búningi, eins og raupar allir erlendir blaðamenn á Þýzka- landi og í Austurríki. Þó kom fyrir að gotið var til okkar illilegu augnaráði,, en ekkert varð úr framkvæmd- um, enda munu vera ströng viðurlög við árásum eða nokkru hnjaski af hálfu Þjóðverja í garð hermanna, eða blaðamahna bandamanna þjóðanna. Heildarsvipurinn á Þjóð- verjum í dag er þessi: Hér er gersigruð þjóð, sem virð- ist hafa misst alla viðleitni til þess að ganga uppi'étt. Og ástaxxdið er vægast talað ó- skaplegt, og það er varla fyr- irsjáanlegt, að í tíð þeii’ra, er nú lifa, takizt að reisa hin nauðsynlegustu hús. Þar við bætist, að mikill fjöldi flóttafólks, sem flúið hefur undan Rússum og Pól- verjum, hefur þyrpzt inn á brezku og amerísku hernáms svæðirt, inn í húsarústirnar, sem engan veginn nægðu því fólki sem íyrir var. Það mætti segja, að það væri táknrænt fyrir „stemning- una“ í fólkinu, að þegax- við dvöldum í Hei-ford, ekki fjarri Bielefeld, voru uppi götuauglýsingár, sem á var l.etrað „Wir i^'.nd arrn, die Fluchtlinge sind ármer“ (við erurn fátæk, en flóttafólkið er fátækax-a). Stóð þá yfir fjáfsöfnun handa flóttafólk- inu, sem engan veginn gat talizt aufúsugestix, sem von- legt er. Ekki allfjarri, þar s'erii við dvöldum í þessari borg, sem sagt verour nánar frá síðar, var skilti utan á húsi þar sem á var letrað: , Hotel zur gut- en Höffnung“, sem orða mætti á íálenzku „Góðrarvon ar gistihús.“ Ilvílík kald- hæðni örlaganna, hugsaði ég með mé/, þ.ví allt í kring göptu tómar .húsarústiniar við xrián.ni, og vár þó þéssi smábpx-g ,. tiltölulega líti'ð Skemmd. Thorolf Smiíh. Þetta er konungshöllin í Bangkok, höfuðbofg Síam. Hún gefur góða hugmynd um hinn sérkennilega byggingarstíl í Suðaustur-Asíu. r r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.