Alþýðublaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 4
4
ÍkLPtBUBLABÍÐ
Fimmtudagur 9, jan. 1947.
Útgefandi: Alþýðufiokkorinn
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
; Símar:
Ritstjórn: símar 4901, 4902.
AfgreiSsla og auglýsingar:
4900 og 4906.
Aðsetur
í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 50 aurar.
Sett í Alþýðuprentsmiðjunni
Prentað í Félagsprentsm.
«*________________________
Hverjir eru að ívija
hjá kommúnislum!
ÞJÓÐVILJINN hefur í
gær mi'klar óhyggjur út af
;því, ,,að ráðamenn Alþýðu-
flokksins bregðist kjósend-
um sínum“, eins og hann orð-
ar það, við myndun væntan-
ílegra,r ríkisstjórnar, og er
það að vísu ekkert nýtt, að
það blað beri Alþýðuflokk-
inn og kjósendur hans fyrir
brjósti. Hitt virðist Þjóðvilj-
anum hvergi nærri eins hug-
léikið, að flokkur hans sjálfs
haldi gefin loforð við kjós-
■endur sína, eða að minnsta
kosti varð ekki var-t við nein-
ar áhyggjur hjá honum, þó
;að Kommúnistaf'lokkurinn
brygðist kjpsendum sínum
;skömmu eftir kosningar síð-
astliðið sumar, hlypist brott
úr ríkisstjórninni og sviki
þar með nýsköpunarstefnuna
sem yfirgnæfandi meirihlu'ti
þjóðarinnar, þar á meðal
Ikjósendur Kommúnistaflokks
ins, hafði vottað fylgi sitt við
.kjörborðið.
Hvaða svik það eru, sem
ÞjóðViljinn er að dylgjia um,
að ráðamenn Alþýðuflokks-
ins ætli nú að gera sig seka
um í sambandi við stjórnar-
myndun, er raunar erfitt að
sjá af g,rein blaðsins. Og því
-síður getur framkoma Kom-
múnistaflokksins í viðræðun-
um um stjórnarmyndun orð-
ið til að varpa ljósi yfir það;
því að þar er tvöfeldnin svo
blygðunartaus eða tvískinn-
ingurinn svo m!ikiM, að eng-.
inn veit enn þann dag í dag,
hvað sá flokkur vill, þó að
’þrír mánuðir séu nú liðnir
síðan stjórnin baðst lausnar.
Það eitt er vitað að hinir frá-
farandi ráðherrar kommún-
ista, þeir Brynjólfur Bjarna-
son og Áki Jakobsson, hafa
undanfarið setið á ráðstefn-
um með Óllafi Thors forsætis-
ráðherra, í umboði flokks
síns, fil þess að ræða við
hann sameiginlega stjórnar
myndun iþeirra sömu þriggja
flokka og stóðu að fráfarandi
stjórn; en samtímis hafa
aðrir tveir forustumenn
Kommúnistaflokksins, - þeir
Sigfús S igurh j artarson og
Einar Olgeirsson rætt á laun
við Hermann Jónasson, fyrr-
verandi fo,rsætisráðherra,
um myndun þriggja flokka
stjórnar undir forustu hans!
Og loks hefur Kommúnista-
filokkurinn í heild skrifað Al-
þýðuflokknum fleðuleg bið-
iísbréf, full af tylliboðum
•og óheilindum varðandi þátt
íhans i stjórnarmyndun!
Viðtal við Kristján Skagfjörð að gefnu tilefni. —
Frú X skrifar um leiðinlegt og liótt mál. —
Um stjórnarkreppima og skyldur alþingismanna.
— Enn um ástandið í þjóðfélaginu og ílcira.
KPJSTJÁN SKAGFJÖRÐ
liringdi til mín í gærmorgun
eftir að hann hafði lesið pistil-
■inn minn og sagði: „Ég er alveg
sammála þér um pað að þrett-
ándadagskvöld var eitt fegui'sta
vetrarkvöld, sem ég hef lifað.
Ég held meira að segja að ég
liafi aldrei að vetri til séð aðra
eins fegurð. En hvernig stendur
eiginlega á pví hvað þeir eru
fáir, sem veita slíkri fegurð at-
hygli? Er fólkið lokað fyrir
henni? Og hvers konar fegurð
er það sem hrífur það mest? —
Pað hefði verið gott fyrir unga
fólkið x Reykjavík aff vei-a í
stórliópum uppi á fjöllum þetta
fagra kvöid.“
OG HANN SAGÐI ennfrem-
ur: „Það er líka rétt hjá þér,
að veðráttan hefur verið ákaf-
lega óhagstæð í vetur fyrir okk
ur, sem höfum yndi af skíða-
ferðum. Snjór hefur aldrei
staðið nema skamma hríð.
Stundum höfum við farið þeg-
ar snjór hefur verið allmikill,
en við höfuhi varla verið komin
upp eftir, þegar hann hefur
verið horfinn og allt verið eyði-
lagt fyrir okkur. Síðasta laugar-
dag voru seldir 100 farseðlar,
enda leit þá vel út, en á sunnu-
dagsmorgun var komið'versta
veður, svo að fáir af þeim, sem
keyptu farseðla, mættu á á-
kvörðunarstað.
ÞAÐ ER ÞÓ STÖBÚGT mik-
ill áhugi fyrir skíðaferðum, og
ef allt væri með felldu um
veðurfarið, þá mundi þátttaka í
skíðaferðum hafa verið geysi-
lega mikil i vetur. Við skulum
vona að úr rætist, og að við
förum nú að fá góðan snjó og
mikinn, og ágætt skíðafæi’i.“
Þetta sagði Kristján Skagfjörð,
skíðaferðakeisari Reykjavíkur,
um langan aldur, sem nú er á
sjötugsaldri, en enn er eins og
25 ára gamall unglingur.
FRÚ X SKRIFAR á þessa.
leið: „Litlu verður Vöggur feg-
inn, varð mér að orði, þegar ég
las frásögn eins blaðsins af
saurlifnaðaratburðum á vissum
stað hér í bænum, þar sem
stúlkur voru í þingum við út-
lendinga. Nú hefur sakadómar.i
upplýst málið og verður þá dá-
lítið annað uppi á teningnum,
en fram kom við fyrstu frásögn
eins blaðsins að minnsta kosti,
sem gerði úr málinu æsifregn
í pólitískum tilgangi. Ég vil
spyrja, hvað eru drukknar
stúlkur að gera á dansleik hjá
erlendum mönnum á sóðaleg-
um stað? — Ég held, að þegar
svona mál koma fyxir, væri
okkur sæmra að þegja og
skammast okkar, bíða þar til
málin eru upplýst og má þá
gjarna skýra frá þeim eins og
í þeim liggur, öðrum stúlkum
til varnaðar."
VEGFARANDÍ SKRIFAR: )
„Enn er engin stjórn komin.
Þið segið í Alþýðublaðinu, að
kommúnistar séu í sökinni.
Það er rétt, að því leyti, sem
segja má, að sá veldur mikiu,
sem upphafinu veldur. En þó
að ég ekki vilji draga úr komm
únistasektinni, þá má ekki
gleyma hinu, að stærstu flolck
arnir eiga stærstu sökina eftir
vegar hlýtur ábyrgðin að vera
að samtarfið rofnaði; hins
minnst hjá þeim flokki, sem
minnstur er. En meðal annarra
orða, hafa stjórnmálamennirnir
okkar lagt mjög mikið á sig
til að koma á fót stjórn? Hafa
þeir lagt eins mikið á sig og
til dæmis sjómennirnir okkar
í erfiðum og ströngum vetrar-
ferðum, eða bændurnir um
sláttinn í óþurrkatíð, eða iðn-
aðarmaður, sem kapplcostar að
ljúka ákveðnu verki?
ÉG VILDI RIÐJA þessa
herra að gefa alþjóð skýrslu
um hvað margar klukkustund-
ir þeir eru búnir að nota til
að vinna að stjórnarmyndun
síðan samningar voru hafnir.
Ég þekki dálítið til þessara
vinnubragða og þau eru með
einsdæmum. Það er gat á okk
ar stjórnarskrá, að þingflokk-
unum skuli leyfast að leika sér
að því að eyðileggja trú manna
á lýðræði, því að ekkert er lýð-
ræðinu eins skaðlegt og að fót
umtroða það svona.
í ÞEGAR STJÓRN FER FRÁ
ættu flokkarnir að vera bún-
ir að koma með fullbúná rík-
isstjórn innan hálfsmánaðar,
ella hafi forseti leyfi til að
| taka til sinna ráða með skipun
1 ríkisstjórnar.
Frapahald á 7. síðu.
Með siláfca firarhkomu Kom-1
únistaflokksins í sambandi
við stjómarmyndunina fyrir
augum, svo og meö tilliti til
þess ,;sem Þjóðviljinn er í
igær að dylgja um, að ráða-
m-enn Alþýðufloksins ætli
sér aö bregðat kjósendum
sínum við myndun væntan-
llegrar ríkisstjórnar, verður
ekíri hjá þvi komizt, að krefja
Þj)óðviljann svars við þvi,
hverjir þá séox að svíkja kjós-
endur Kommúnistaflokksins,
þeir Brynjjólfur og Áki, sem
eru að ræða stjómarmyndun
méð ‘ Ólafi Tíiors, eða þeir
Sigfús og Einar, sem eru að
rnakka ,um stjórnarmyndun
við- Hermann, Jónasson?! ..
Það gæti verið fróðlegt, að
heyra álit Þjóðyiljans á því.
Álþýðuflokkurinn hefur
aldrei farið í neina launkofa
með það, frá hvað sjónarmið
um hann muni taka afstöðu
txl stjörnarmyndunar. Hann
'hét sinum kjósendum því, að
;láta málefni ráða afstöðu
sinni til ríkisstjórnar, — og
það ætlar hann að halda. Hitt
er honum fjarri, að gerast
þátttakandi að annanri eins
svikamyllu og þeirri, sem for
ustumenn kommúnista tefla
nú í samþandi yi|5, stjómar-
níýnduh; bg'sizt' iriun 'Kárin
Oóta þá segjia sér fyrir verk-
um, þegar að því kemur að
ný stjórri .víriði: niynduð.
Með því að frestur til sölu happdrætt-
ismiða í 1. flokki hefur reynzt of
stuttur, vegna rnargra lielgidaga og
annríkis um áramótin, hefur stjórn
\
happdrættisins ákveðið, með sam-
þykki happdrættisráðs, að fresta
dræfti í 1. flokki 'til-15. janúar.
Dráttur í öl'lum öðrum flokkum fer
fram samkvæmt' reglugerðinni 10.
hvers mánaðar.
if
heldur
Jólaf résskemflnf un
í Tjarnarcafé laugardaginn 11. janúar.
kl, 3,30 'e. h.
Dinsieikur
fyrir fullorðna hefst kl. 10.
t
Aðgöngumiðar seldir í stöðinni.
Skemmtinefndín.
Lausf sfarf.
Traustur, reglusamur maður, getur fengið
vellaunað skrifstofustarf hjá opinberri stofnun.
Vinnutími kl. 9—6.
Umsóknir auðkenndar „OPINBER STOFN-
UN“, verði lagðar inn á afgreiðslu blaðsins fyrir
12. þ. mán.
í' umsóknum sé getið um aldur, nám, fyrri
störf og foreldri.
Auglýsið í AlþýðublaSiuu.
HÁTT KAUP.
Upplýsmgar í afgreiðslu þessa blaðs.
Alþýðublaðið, sími 4900.
v