Alþýðublaðið - 16.03.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur, 16. marz 1947. ; ALÞYÐUBLAÐIÐ Heyrt og lesið. JOHANNES EDFELT er í hópi frægustu ljóðskálda ug rit- dómara Svía, en einnig hefur hann þýtt f jölda erlendra ljóða á sænska tungu og getið sér mik- inn orðstír fyrir þau bók- menntastörf sín. Síðasta bók Edfelts, sem kom út í haust, er safn ljóðaþýðinga og nefnist Bomben och lyran. Flytur hún þýðingar Edfelts á kvæðum heimskunnra skálda slíkra sem Friedrich Hölderlin, Rainer Maria Rilke, Richard Dehmel, George Trakl, Carl Sandburg, Amy Lowel, Edith Sitwell, Archibald MacLeish og Robin- son Jeffers. Þetta síðasta safn ljóðaþýðinga Edfelts hefur feng ið mjög góða dóma í sænskum blöðum og tímaritum. GILS GUÐMUNDSSON rit- höfundur vinnur um þessar mundir að því að semja ýtar- legt rit um togaraútgerð íslend inga. Verður bók þessi mikil að vöxtum og útgáfa hennar með líkum hætti og rits Gils um skútuöldina, sem átt hefur mikl um vinsældum að fagna. KRISTOFER UPPDAL, sem er í tölu merkustu rithöfunda Norðmanna og hefur getið sér frægð bæði sem skáldsagnahöf- undur og ljóðskáid, gaf út í haust nýja Ijóðabók, er nefnist Kulten. A ÞESSU- ÁRI kemur út á vegum Draupnisútgáfunnar ís- lenzk þýðing hinnar víðkunnu skáldsögu ameríska læknisins og' rithöfundarins Frank G. Slaughter,- That None Should Die. Nefnist hún í íslenzku þýð ingunni Líf í læknis hendi, og er þýðingin gerð af Andrési Kristjánssyni ritstjóra. Bók þessi verður gefin út í skáld- sagnaflokknum Draupnissögur og verður jólaskáldsaga flokks- SÆNSKI RITIiÖFUNDUR- INN Eyvind Jolinson, sem er í tölu snjöllustu höfunda yngri kynslóðarinnar þar í landi, sendi frá sér í haust nýja skáld- sögu Strándernas svall. Ritdóm- arar telja þetta beztu skáld- sögu,- sem Johnson hafi skrifað til þessa. DANSKA LJÓÐSKÁLDIÐ Poul Sörensen hefur nýlega sent frá sér nýja bók, Det danske Aar, en það er fjórða ljóðabók hans. Sörensen er höf- undur kvæðisins Lýðveldis- kveðja frá Danmörku, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunar innar 1944 og Magnús Ásgeirs- son hefur þýtt á íslenzku. Vorhugur að hausinóttum ÞÓRIR BERGSSON hefur, ekki látið mikið yfir sér sem rithöfundur. Þá er hann gaf út fyrstu bók sína, Sögur, árið 1939, hafði hann í ára tugi birt smásögur í tíma- ; ritum og var orðinn vel met ið sagnaskáld hjá fjölda manna. Hins vegar vissi þorr inn af lesendum hans alls ekki, að Þórir Bergsson er ekki hið rétta nafn hans — og kunni ekki á honum hin minnstu skil, og ennþá kem- ur fyrir, að maðúr rékst á karla og konur, sem hafa les | ið sögur eftir Þóri Bergsson, en 'hafa ekki hugmynd um; að hann heitir í rauninni Þorstejnn Jónsson. En eins og Þórir Bergsson hafði birt sögur, áður en hið fyrsta sagnasafn hans kom út, svo hafði hann og birt kvæði, áður en hann sendi itil prentunar Ijóðabók þá, sem út kom fyrir skömmu á kostnað Helgafells, og kvæð in höfðu yakið athygli þeirra sem á annað borð Iesa ís-s ilenzkan skáldskap eftir fleiri en annaðhvort dauða menn eða mannkindur, sem eru soramarkaðiar hamrað hægra og sigð aftan vinstra. Þórir Bergsson hefur val- ið bók sinni nafnið Ljóða- kver, og víst er bókin ekki stór, kvæðin aðeins 40 alls, 35 frumort, en 5 þýdd eða stæld. Og flest eru kvæðin stutt. En ég hygg samt sem áður, að þessi kvæði muni tryggja skáldinu sæti meðal þeirra af íslenzkum góðskáld um, er ort hafa ljóð, sem ekki var á móti tekið með bumbuslætti, en menn lesa þvi oftar, sem þeir eiga þau lengur, lesa vísu og vísu, eitt og eitt kvæði — stundum mörg í senn — annað veifið, þá er þeir vilja verma úr sér veraldarhrollinn stund og stund og láta bjarma bregða á húmgaðan huga. Yfirleitt eru ljóðin fáguð — og þá ekki sízt að orða- vadi, oig svo að segja undan- tekningarlaust eru þau hvert fyrir sig vel gerð sem heild, en á því hefur einmitt viljað verða allmikilil misbrestur hjá mörgum islenzkum skáld um — og það sumum af góð skáldunum. Aftur á móti verður ekki siagt, að kvæðin séu með áberandi sameigin- legum einkennum hið ytra, en þrátt fyri,r það sýna þau okkur öll til samans — joau þýddu og stældu eins og þau frumkveðnu ■— mjög skýra og eftirminnilega mynd af eðli og persónuleik skálds- ins, enda eiga þau sér eitt sameiginlegt innra einkenni, en það er óvenju-djúp og heit einlægni —- og ef til vill er það þetta, sem fremur öillu öðru laðar lesandann til að gripa þessa Ijóðabók aft- ur og aftur og |esa meira og minna af kvæðunum. Það er i rtauninni ómút- anleg skyldutilfinning skálds ins gagnvart sannleikanum, sem er uppspretta þessara kvæða, þvi að hitinn, sem þau eru mótuð við, verður til við árekstrana milli raun- sæis; skáldsins og skyldunnar Óperusöngkonan lann B r gur ijoð og armr í Bæjarbíó í dag kl. 3,15. Aðgöngumiðar seídir í dag í Bæjarbíó eftir Id. 1. Ljóð frá ýmsum löndum Þórir Bergsson við sannleikann annars veg- ar og hugsjóna, þrár og drauma hins vegar. Skáldið þráir gleðina, elskar fegurð- ina í litum og l'ínurn, og itign ar í heimi hugsjóna og i hin- um áþreifanlega veruleika réttlæti, fónnfýsi, mannást og bræðralag. Hann elskar vorblómið, elskar gróðrar- magn vorsins, þrótt þess og viðkvæma dreymni þess —: og hann getur ekki annað en dáð hina fögru blekkingu, sem hver einasta móðir lyft- j ir í þökk mót himni drottins sem heilögum sannleika, þá blekkingu, að einmitt barnið hennar sé fegurst og bezt af guði gefið allra barna i ver- öLdinni. En-svo — svo kem- ur raunsæið til sögunnar og skvldan við sannleikann. Hve oft hefur ekki fórnar- lund sú, sem kemur fram í sögunni um Sigyn og Eoka, verið lofuð, en hve hörmu- legri tortímingu 'hins bezta, „sem himinnhtn ætlaði sér“, veldur hún ekki með þjón- J ustu sinni við hið illa? Skáld ' ið segir (jötunninn, sem tal- ar, er Loki, er svarar Sig- yn): __ | Mælti jötunn: „Munu þínir líkar framtíð fæðast, gefa fúsar fegurð, æsku, soma, sonum mmum Eða athugum þau grimmi legu sannindi, sem allt i einu myrkva hug skáldsins og særa hjartað, þá .er hann í gleði sinni virðir fyrir sér fagrar rósir, sem honum hafa verið sendar, og andar að sér ilmi þeirra: Með dauðamóðu dregna yfir sig' þær drekka úr glasi lífsins hinztu veigar drúpandi höfðum.-----Rauðar rósir, íeig'ar, — •— af rótum slitnar — — til að gleðja mig. Svo er það lífsblekkingin, flóttinn frá hinum alvarlegu viðfangsefnum, tómlætið gegn háskanum, sem. yfir vofir, le'ikurinn á bakka Hfs- ins elfar. Drengurinn býr sér til pappirsbáta, fallega hvita báta, og ýtir þeim út á ána. Hann grætur, þegar hún ríf- ur þá sundur, en samt held- ur hann áfram. Hann gefur Framhald á 4. síðu. MÁL OG MENNING hefur gefið út sem félagsbók úrval úr Ijóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar, er nefnist Ljóð frá ýmsum löndum. — Hefur safn þetta að geyma 116 kvæði eftir 76 nafn- greinda og ónafngreinda höf- unda frá 10 þjóðum og er myndarleg bók, rúmar 17 ark-ir að stærð og snotur að útliti og frágangi. Var vel til fundið að gefa út slíkt sýnis- horn af ljóðaþýðingum Magn úsar, því að hann hefur unn- ið íslenzkum bókmenntum mikið og þarft verk, en söfn Ijóðaþýðinga hans eru nú flest uppseld. Magnús hefur verið af- kastamikili ljóðaþýðandi. — Hann er aðeins hálffimmtug- ur að aldri, en þegar liggja eftir hann sjö bindi ljóða- þýðinga og er þá Síðkveld ekki talin með, en nær þriðj- ungur hennar voru Ijóðaþýð- ingar. En Snorri Hjartarson, sem ritar formála að úrvali þessu, telur, að Magnús hafi alls þýtt 320 kvæði eftir 122 i nafngreinda höfunda frá 15 ' þjóðum. Má því með sanni i segja, að Magnúsi hafi unn-1 izt mikið og vel sem Ijóða-! þýðanda á þeim 22 árum, j sem liðin eru frá því fyrsta bók hans kom út og þar til hin síðasta þeirra kom á les- markaðinn. En þrátt fyrir það, hvílík- ur snilldarþýðandi Magnús i Ásgeirsson er, þegar honum tekst upp, er því ekki að neita, að hann hefur verið nokkuð einhæfur í váli á við- fangsefnum. Er það þó ekki tekið fram honum til árnæl- is, því að það hefur að sumu 'leyti verið styrkur hans, og það er í senn eðlilegt og skiljanlegt, að ljóðaþýðandi taki ástíostri við einstök skáld og sýni þeim sérstaka ræktarsemi. Hins vegar hefur ekki verið tekið það tillit til þessa og skyldi, þegar safnað var í þetta úrvdl ljóðaþýð- inga hans, því að þar er ílögð ahcrzla á að taka sýnishorn eftir sem flest skáld og frá sem flestum þjóðum. En á- reiðanlega er það í meira lagi vafasamt að sleppa sumum þeim Ijóðaþýðingum Magnús- ar úr sænsku og norsku, sem hér hefur verið gert, til að koma öðrum að. Safnið flyt- ur til dæmis fjórar þýðingar eftitr Nordahl Grieg, en Magnús lagði um skeið sér- staka áherzlu á þýðingu kvæða hans. En margur mun sakna kvæðanna Sautjándi maí 1940, Bréfið heim og Martin Lingé. Og þó er úr mun meiru að velja og vand- inn sízt minni, þegar farið er að athuga þýðingar Magn- úsar úr sænsku og gæta að, hverju þar hefur verið sleppt. Einnig er vafasamt að sleppa þarna þýðingunni á Kvæðinu um fangann eftir Oscar Wilde, því að það er meiri skáldskapur og merki- legra að áhrifum en fjölmörg þau kvæði, sem þarna hafa orðið fyrir valinu. Sýnishornin iaf þýðingum Magnúsar á ljóðum eftir frönsk og rússnesk skáld eru tilkomulítil kynning á ljóða- skáldskap þessara þjóða, ef að líkum lætur. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um þýðinguna á Vögguþulu spánska skáldsins Federico García Lorca, því að hún er ei'nhver allra fegursta Ijóð- perla bókarinnar. Sumt af því, sem orðið hefur fyrir val inu úr Norðurlandamálunum, er líka vafasamt val, þegar tekið er tillit til hins, sem sleppt hefur verið. Snorri Hjartarson ritar formála að þessu úrvali ljóða- þýðinga Magnúsar sem áður getur. Virðist formálinn fremur skrifaður og birtur til að koma þar á framfæri al- mennum og mjög verðskuld- uðum lofsyrðum um Magnús og bókmenntastarf hans en að þar sé gerð tilraun til könnunar og mats á Ijóða- þýðingum hans. Snorri getur í niðurlagi formála síns þýð- inga Magnúsar á Uppreisn englanna eftir Anatole Firan- ce og-Svartfugl og Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Við þá upptalningu hefði verið á- stæða til að bæta þýðingum Magnúsar á fjórum fyrstu þáttum Önnu Karenínu eftir Leo. Tolstoi, Sæ’lueyjunni eftir August Strindberg og Undir örlagastjörnum eftir Stefan Zweig, sér í lagi, því að sú þýðimg á tvímælalaust mjög skylt við Ijóðaþýðingar Magnúsar og tekur sennilega fram öllu því, sem hann hef- ur þýtt í óbundnu máli. — Magnús hefur ekki þýtt marg ar smásögur, en þær, sem orðið hafa fyrir viaili hans, eru áreiðaníega með því mesta, er hann hefur afrekað í þjónustu sinni við íslenzk- ar bókmenntir, og því hefði. átt vel við, að þeirra væri að einhverju getið. Helgi Sæmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.