Alþýðublaðið - 03.04.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1947, Blaðsíða 4
ALÞÝE JBLAÐIÐ Fimmtudagur, 3. apríl 1947. ^U|><)dubtaM& Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreið'sla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Ilverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Páskahlé sg sljérn- PÁSKAHELGIN, sem fer í hönd, gefur öllum aknenn- ingi kost á að njóta hvíldar frá daglegum störfum. Al- þingi hefur einnig fengið frí; aðeins ríkisstjóminni virðist lítið munu verða til setu boðið helgidagana. Hún mun yfir hátíðina verða önnum kafin við að undir- búa afgreiðslu fjárlaganna og hinna ýmsu stórmála, sem hún hefur lagt fyrir alþingi að undanförnu. * Þjóðviljinn hefur notað það sem árásarefni á ríkis- stjórnina, að hún lét gefa þinghlé yfir páskana og tel- ur hann þessa ráðstöfun bera þess vitni, að rikis- stjórnin sé úrræðalaus og starfslaus. Gengur hann svo langt í fullyrðingum sín- um að staðhæfa að atváhnu- leysi sé yfirvofandi af völd- um ríkisstjórnariinnar! Fullyr ðingar Þ j óð vilj ans um starfsleysi stjómarinnar munu láta hjákátlfega i eyr- um þeirra, sem fylgiast með landsmálum og vita þar af leiðandi, að stjórnin hefur lagt hvert stórmálið af öðru fyrir alþingi að undanförnu Úrræða- Jeysi hennar er ekki meira en það, að henni hef- ur tekizt að stöðva dýrtiðar- skriðuna, en það er afrek, sem fyrrverandi rikisstjórn- um hefur verið um megn. Þannig hefur stjórninni efa- laust tekizt að koma i veg fyrir, að aðalatvinnuvegir landsmanna og þá fyrst og fremst sjávarútvegurinn, yrðu fyrir stórfelldum á- föllum, eða stöðvuðust með öllu. Það er því tvímæla- laust mun nær sanni, að stjórnin hafi komið i veg fyrir atvinnuleysi en valdið þvi eins og Þjóðviljinn vill vera láta. * Þvi verður ekki haldið fram af neinni sanngimi, að það sé sök núverandi ríkis- stjórnar að alþingi hefur ekki enn afgreitt fjárlög þessa árs. Ástæðan fyrir því, að enn hefur ekki verið gengið frá fjárlögum, er stjórnarkreppan, og á henni áttu kommúnistar sök. Þeir hafa einnig liagt mikla á- herzlu á að tefja fyrir af- greiðslu fjárlaganna með skripaleik sínum i sambandi við þau. Þjóðin mun áreið- lega gera sér grein fyrir þess um staðreyndum og kveða á sínum tíma upp yfir kommúnistum þann dóm, Margir liáííOisdagar og langt frí. — Ferðalög og bifreiðaferðir. — Varað við ferðalögum austur um sveitir. — Verzlun í íyfjabúðum. — Nokkur orð til kaupmanna. NÚ ER BYRJUÐ ein lengsta hátíð ársins, í mörgum grein- um er ekki unnið á laugardag- inn fyrir páska og verða því fimm hátíðardagarnir. Fólk mun að þessu sinni mjög nota hátíðardagana til ferðalaga, enda er nú að því leyti hægara um ferðalög hjá mörgum, að bifreiðum hefur fjölgað óskap- Iega. Unga fólkið mun því á- reiðanlega nota tækifærið og fara upp til fjallanna ef það getur einhvers staðar fundið færa fönn. FÁ ER EKKI ÓLÍKLEGT, að enn verði straumur austur í sveitir og að margir leiti alla leið austur í Hreppa og Þjórsár- dal til að sjá eldgosið. Mér þykir nóg um þessi gosferðalög. Að sjálfsögðu er eðlilegt að jarðfræðingar og aðrir vísinda- menn svo og blaðamenn og út- varpsmenn fari austur, en ferðalög almennings í stórum stíl austur eru ekki heppileg og gera má ráð fyrir að fólk austur ’ þar hafi nú öðrum hnöppum að hneppa en að veita fólki móttöku. Fólk ætti að spara ferðalög sín austur, og það er að minnsta- kosti skylda þess að leita ekki heim á heim- ilin. PILLERIUS SKRIFAR á þessa leið: „Ég kom um daginn inn í apótek til þess að kaupa bómull og gazebindi. Tveir litlir bómullarpakkar og tveir smápakkar af gazebindi kosta saman lagt kl. «6.00. Nú vita allir, að enda þótt hvort tveggja sé sótthreinsað og sæmilega um búið, þá geta slíkar vörur ekki kostað nema lítið brot af kr. 6.00 í innkaupi. Þetta gildir auðvitað fjölda annarra hluta, sem fást í þessum búðum eins og aspirín eða magnýl, joðáburð eða heftiplástur, að þeir eru seldir með mörg hundruð pró- sent álagningu. Mér er spurn, er enginn vegur til þess að kippa þessu í lag? MÉR HEFUR DOTTIÐ ráð í hug af því að margir lofa nú frjálsa verzlun. Því mega ekki matvörukaupmenn eða aðrar búðir selja einföld og nauðsyn- leg' meðul eins og flest þeirra, fást í handkaupum í apótekum? Það þarf enga sérfræðinga til þess að selja aspirín eða joð- áburð, jafnvel þótt joðáburður sé talinn eitraður, sem er nú tæpast rétt. Lyfjadeild Áfengis- verzlunarinnar ætti að geta selt þetta hvaða kaupmanni, sem er alveg eins eins og bökunar- dropa. ÞAÐ VÆRU mikil þægindi fyrir alla, sem búa í úthverfum Reykjavíkur, að geta náð í handhægustu meðul án þess að ómaka sig ofan í bæ og svo að bíða í 5—15 mínútur í apótek- unum eftir afgreiðslu. Það er ekki hlaupið að því fyrir íbúa Kleppsholts, að bregða sér í vetfangi ofan í bæ til þess t. d. að ná í brunasmyrsl, allra sízt ef strætisvagninn er bilaður. Ég er viss um að allir væru fegnir ef svolítið væri rýmkað til um leyfi á sölu ýmissa lyfja, og smásalarnir mundu senni- lega þakka fyrir slíka álagningu) og nú er leyfileg á þessa hluti. Bara, að verðlagsstjórinn sæi þá í friði. EN í ALVÖRU TALAÐ, ef ekki eru líkur til að þetta fáist leyft með góðu móti, þá ætti einhver framtakssamur kaup- maður í útliverfum bæjarins að ná sér í nokkur meðul og aug- lýsa það. Væri gaman að vita, hvort dómarar landsinS treystu sér til að dæma hann í stórar sektir. Ef slíkt yrði uppi á ten- ing'num, væri eitthvað meira en lítið bogið við réttarfarið hér á landi. Það er varla meiri sekt í því frá sjónarmiði almennra borgara, að selja apsirín í venjulegri búð heldur en að selja hænuegg í apóteki. Ég verð að segja það, að ef ný- lenduvörukaupmaður fær ekki aspirínleyfi, ja, þá ættu kaup- menn að fá t. d. karamelluleyfi dæmt af apótekum." Hannes á horninu. sem þeir skilja bezt og gleyma sízt. * Gííuryrði Þjóðviljans um, að ríkisstjórnin sé völt í sessi, munu verða mæld og vegin innan skamms, ef að líkum lætur. Kommúnistar hefðu átt iþess kost að láta fram fara könnun á fýlgi stjórnarinnar meðal alþingis manna fyrir löngu, ef þeir hefðu óskað eftir því. Einar OiJgeirsson boðaði, þegar stjórnin var mynduð, að kommúnistiar myndu brátt kanna fylgi hennar á al- þingL .Með þeim ummælum var gefið í skyn, að komm- únistar ætluðu að bera fram vantraust a stjórnina. Af því hefur ekki orðið enn- Sýning é annan £ páskum ki. 20. W : i ■% » eftir Thomton Wilder. Aðgöngumiðasala í Iðnó á laugardag frá klukkan 2—6. — -Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. — Pantanir sækist fyrir klukkan 4. þá, og almenningur mun á- reiðanlega skilja, að ástæð- an fyrir þvi sé fremur sú, að kommúnistar finni vanmátt sinn 1 stjórnarandstöðunni, en að þeir vilji sýna stjórn- inni nokkra hlífðarsemi. Fylgi kommúnista á alþingi hefur líka komið glögglega í ijós nú nýlega. Þegar kosið var í stjórn síldarverksmiðja rudsins fékk Áki Jakobsson tvö atkvæði auk atkvæða þingmanna kommúnista. Meðan máttur þeirra er ekki meiriil en það, munu þeir vissulega ekki velta rífcis- stjórninni þótt þeir gjarnan viildu. En meðan þeir áræða ekkí að bera fram vántraust á stjórnina, verða8 stóryrði þeirra ekki alvarléga itekin. Almennur í Breiðfirðingabúð annað í páskum kl. 9,30. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 6. Breiðfirðingabúð. Þorvaldar Skúlasonar í Listamannaskálanum er opin daglega il 10. 34 herber helst á hitasvæðinu óskast til leigu í sumar eða fyrr. Ennfremur skrifstofuherbergi. Mikil fyrir- fram greiðsla. Upplýsingar gefur Pétur Þ. J. Gunnarsson — sími 2012 og 3028. Ég undirritaðiír hefi í dag selt hr. kaupm. ís- leifi Pálssyni verzlunina Þórsmörk á Laufásvegi 41. Um leið og ég þakka viðskiptin á liðnum árum, vona ég að verzlunin njóti framvegis sömu vin- sælda og áður. Reykjavík, 1. apríl 1947. Virðingarfyllst, Sæmundur Jónsson. Samkvæmt ofanskráðu hefi ég undirritaður keypt verzlunina Þórsmörk. Mun ég reka verzlunina með líku sniði og ver- ið hefir og gera mér far um að verða við kröfum viðskiptamanna minna. % Virðingarfyllst, ísleifur Pálsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.