Alþýðublaðið - 26.04.1947, Síða 3
Laugardagur 26. apríl 1947
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Stefán Jóh. Stefánsson forsæfisráðherra:
Veíur kvaddur - sumri fagnað.
íSLENDINGAR hafa fyrr
og síðar fagnað tvennu:
sumri og-sól. Víða á landinu,
sérstaklega þar sem sól hverf
ur sjónum um langt skeið, er
fyrstu sýn hennar fagnað
með ' sérstöku sólarkaffi. Og
fyrsti sumardagur er um
land allt haldinn hátíðlegur,
og hver óskar öðrum igléði-
legs sumars. Svo hefur það
verið, og svo verður það.
Koma sumarsins er öllum
fagnaðarefni. Hún er tákn
þess, að riki vetrar sé i burtu
rutt og við taki ilangir, ljós-
ir og hlýir dagar, grös grænki
en frost og fannir hverfi. Allt
þetta er mönnum óblandið
gleðiefni.
Það léttir fargi af flestum,
er vetur kveður. Og þó eru
veturnir misjafnlega harðir
Oig hrjóskir, og sumrin öll
ekki eintóm bliða. En sumar-
ið er samt tákn nýrrar og
betri árstíðar, er orkar á hugi
'manna til örvunair og gleði.
Vetur sá, er nú kveður,
hefur framain af verið mjög
mildur og gæftaríkur. En
siðari hluta hans hefur hert
frost og kingt snjó. Og ennlþá
breiða djúpar .fannir sig yfir
margar byggðir landsins. En
menn vita, að við komu sum-
arsins muni fannirnar fljótt
hverfa
Þessi vetur hefur, eins og
aðrir, borið margt misjafnt í
skauti sínu fyrir ísíenzku
iþjóðina. Frægasta eldfjall
heimsins, Hekla, hefur hafið
gos og breitt eldi og eimyrju
í kring um sig. Blómlegar
foyggðir hafa orðið fyrir
tjóni, svo að áhyggjur stafa
af, Iþótt vonir standi ti.1 að
áföll verði ekki óskapleg.
Hrikaleikur og hamfarir
Heklu hafa verið mörgum
stórkostleg sýn og ógleym-
anleg, en um leið vakið .geig
og kvíða. Eldfjallið mikla,
fagra og sagnríka er Íslandi
f senn ógn og undur. Það er
itákn vors tígulega föður-
lands, þar sem ofin er saman
d órofa heild eldur og is, tign
og tortíming.
Hafið mikla, en oft harð-
dræga og mannskæða, hefur
verið gjöfult á liðnum vetri.
Islenzku sægarparnir hafa
dregið úr djúpi þess dýrmæt
föng fyrir þjóðina alla. Gæft-
ir hafa viðast verið óvenju
miklar og þá hefur s'ázt staðið
á sjómönnunum að stunda
hina erfiðu sókn. Verður sem
fyrr, að þar er fengurinn
mestur og gagnlegastur.
Veturinn er liðinn með
alla við'burði sína, góða og
vonda, voveiflega og gleði-
ríka. Sá hinn sami kemur
aldrei aftur, þó að við taki
síðar bræður hans, líkir eða
Ávarp þetta flutti Stef-
án Jóh. Stefánsson í ríkis-
úttvarpið á sumardaginn
fyrsta, og er það birt hér
m eðgóðfúsu leyfi höfund-
ar.
ólikir, þó aldrei eins, en með
ærið margt sameiginlegt.
Sumarið tekur nú við völd-
um. Það verður ekki ná-
kvæmlega eins og nok'kurt
annað sumar, sem liðið er
eða síðar kemur. En þó er eitt
vist. Þvi fylgir aukin birta
og h'lýja, gróður og gleði.
Þess vegna er þvi fagnað hér
á landi, meira og almennara
en annars staðar.
A.llir vita nú, hvað vetur-
inn bar í skauti sínu. Enginn
veit, hvaða viðburði nýbyrj-
að sumar hefur þjóðinni að
fær,a. Allir óska þess, að þeir
verði ánægju og heillarákir.
Þjóðin hefur undanfarið lif-
að góðæri. Allir hafa haft
atvinnu og hana vel borg-
aða. Ekki hefur verið skort
ur á neinum nauðsynjum.
Þjóðin hefur aflað sér tækja
itil aukinnar framleiðslu. Or
yggið hefur vaxið i þjóðfé-
laginu. Fullkomið frelsi er
fengið, frelsið, sem allir
fagna eins og sumri og sól.
En réttindin auka öllum á-
byrgum mönnum skyldur.
Það, sem er unnið, þarf að
vernda. Engin sumargleði
má láta mönnum það úr
minni líða. Langir, sólbjartir
dagar geta orðið dapurlegir,
ef þeim fylgja ekki fullkom
in réttindi fólksins í lland-
inu til þess að lifa óháð
og í frelsi, með rétti til þess
að vinna og raunar skyldu
til að vihna, rétti til þess að-
fá vinnu sína vel borgaða,
öryggi um afkomu sína og
sinna. En til Iþess, að svo
megi verða, og allir geti not
ið hins dásamlega íslenzka
sumars, þurfa að vera ríkar i
hugum alllra manna skyld-
urnar við samfélagið, skyld
urnar til þess að vinna sam
eiginlega að því, að búa svo
að þjóðfélagsháttum, með
gagnkvæmum skilningi og
samtökum, með fullum lýð-
ræðsháttum, án ofbeldis og
ofstopa, að búskapur þjóðfé
lagsins, ibúskapur heildarinn
ar, geti gengið öruggum
skrefum áleiðis til heilla og
hagsmuna fyrir stéttir þjóð-
félagsins. Ofríki cg síngirni
eru verstu óvinirnir. Skiln-
ingur, sanngirni og félags-
hyggja eru styrkustu stoðirn
Framhald á 7. síðu.
Venjið œskuna
á að lesa það,
sem ástsœlasta
skáldið skrifaði:
Ijóð, sögur, rifgerðir og bréf
Jónasar Hallgrímssonar.
rwtF."
Box, 263.
Garðastræti 17,
Aðalstræti 18,
Njálsg. 64,
Laugavegi 100,
Laugavegi 38.
Öll verk skáldsins, um 800 síður, í einu bindi
aðeins 60,00, í fallegu bandi.
Sent í póstkröfu um allt.
Minningarorð:
Ragnhiidur Sveinsdóttir frá Eyrar-
bakka.
lokkrar sfúlkur
geta ferigið fasta atvinnu við afgreiðslu-
störf í mjólkurbúðum vorum. Upplýs-
ingar í skrifstofu vorri.
Mjólkursamsalan.
ÞAÐ MÁ MEÐ SANNI
SEGJA um alla, sem ber fyr-
ir okkur á lífsleiðinni, eins
og sáldið segir: -
Útan manninn allir sjá,
orð og gjörðir heyra,
én hyggjuranninn horfa upp á
held ég kosti meira.
Ekki á þetta síður við um
gamla fólkið, sem á vegi okk
ar verður. Við sjáum látlausa
búninginn, föstu skrefin og
finnum traústa handtakið, en
við sjáum ekki örin, sem það
ber eftir stríð lífsins, eða
hvað undir þeim býr. Það
hefur átt við sína eigin erfið-
leika að stríða, sem örlög lífs
ins höfðu áskapað því, og svo
var samtíðin, sem hafði upp
á elda og ísa að bjóða, ásamt
verzlunareinokun og sam-
gönguleysi á sjó og landi.
Þessar eldraunir lífsins hef
ur fólkið, sem nú er að hverfa
okkur sjónum, orðið að þola.
Það er því engin von, að það
bindi bagga sína eins og unga
fólkið. Kjörorð þessa fólks er
að spara, vinna og vera trúr.
Léttúð í hvaða mynd, sem er,
er í þess augum ódyggð.
Ég sá Ragnhildi fyrst aust-
ur í Fljótshlíð. Hún var þá
vinnukona hjá Teiti og Sig-
urlaugu á Grjótá. Síðan flutt-
ist hún í tómthúsbjúið í Heið
arko|i í Hraunshverfii. Þar
bjuggu þau Þorvaldur Magn
ússon og hún. Það voru slæm
kjör, sem margur átti í þá
daga, að búa í tómthúsi með
bairnahóp. Faðirinn fór 1
burtu tvisvar á ári, að leita
sér atvinnu (slátt og vertíð),
hinn tímann var enga vinnu
að hafa, en móðirin sat heima
með soltin böirnin og stund-
um, ef hart var í ári eða afla
lítið, kom heimilisfaðirinn
með litla björg í bú. Þannig
voru lífskjör íslenzku for-
mæðranna. Það er því ekki
að undra, þótt þær horfi undr
andi á það, sem nú gerist.
Þessari hetjubaráttu varð
Ragnhildur sáluga að berjast,
og hið ytra sýndist hún koma
heil hildi firá, en ekki er mér
grunlaust, að ströng lífsbar-
átta hafi bugað þrek hennar,
þó að hún héldi hið ytra
kjarki. Svo fór þó, að lífs-
kjörin breyttust tiLhins betra.
Það fór að lifna yfir atvinnu-
lífi á Eyrairbakka, og þangað
fluttust þau og stunduðu
bæði.vinnu, þótt gömul væru
og slitin. Hún vann eins og
víkingur heima og heiman,
og afkoman batnaði og varð
sæmileg. Vissulega hefðu
þau getað unnið svona fyrr
hefðu þjóðfélagsleg skilyrði
verið fyrir hendi.
Eftir margra ára dvöl á
Eyrarbakka fluttust þau til
Rreykjavíkur og bjuggu á
Bergstaðastræti 63. Þar dó>
Þorvaldur árð 1937.
Ragnhildur og Þorvaldur
eignuðust fimm börn, tvær
dætur og þrjá syni, sem öll
eru hér í Reykjavík.
Þorvaldur var móðurbróð-
ir Ársæls Árnasonar og’
þeirra systkina. Faðir hans
var Magnús Þorvaldsson frá
Stóra-Klofa á Landi. Magnús
var Íengi á heimili föður
míns, og eru fyrstu kynni mín
af Ragnhildi komin af því.
Ragnhildur sáluga var fædd í
Selkoti undir Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar voru:
Sveinn, síðar bóndi á Stóru-
borg undir Eyjafjöllum, Jóns
sonar bónda í Aurgötu, Ólafs
sonar bónda á Raufarfelli
(síðar Fit), Eiríkssonar í Pét-
ursey. Móðir Ragnhildar var
Þorbjörg Árnadóttir frá
Rauðafelli, Árnasonar ,og
Ragnhildar ísleiksdóttir í
Efstabæli, Árnasonar í Drangs
hlíð ísleikssonar. Allt voru
þetta þekktar og að góðu
kunnar bændaættir við Eyja
fjöll. Ragnhildur var í föður-
ætt af hinni kunnu Selkots-
ætt, en í móðurætt komin frá
Jóni Oddssyhi Hjaltalín sýslu
manni.
Ragnhildur ólst upp með
móður sinni fyrstu æviárin,
og var móðir hennar hin
mesta ágætiskona, að því er
merkur maður hefur sagt
mér, sem þekkfii hana frá
æskuárum sínum. Hún var
um margra ára skeið vinnu-
kona hjá Einari Jónssyni,
hreppstjóra í Yzta-Skála, en
síðar sjá syni hans, Guð-
mundi á Fit. Svo vel féli
þeim við hana, að synir Ein-
ars sáu henni alveg farborða
í ellinni.
Ragnhildur var vinföst og
raungóð, og alla tíð sýndi hún
mér traust og vináttu, sem ég
aldrei fæ nógsamlega metið.
Hún var mjög greinagóð á
menn og málefni og hélt sér
vel að útliti og kröftum, þótt
aldurinn væri hár. Ragnhild-
ur var mjög myndarleg í
verkum sínum. Útprjón eft-
ir hana og spuni gaf ekki eft-
ir því bezta, sem nú sést á
sýningum. Ekki voru það þó
skólarnir, sem hún hafði
Framhald á 7. síðu.