Alþýðublaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 1
Veðyrhorfur: Þurrt veður. Alþýðublaðið vayitar börn til að bera biaðið í nokkur liverfi í bænum. XXVII. Sunnudagur 27. apríl 1947. 92. tbl. Umtalsefnið Fjárlögín og eldhúsum- ræðurnar annað kvöld. Forustugrein: Örþrifaráð kommúnista. Enginn skortor yfirvofandi. UNDANFAKINN hálfan mánuð hefur verið metsals á kartöflum hjá Grænmetif sölunni. Mun þetta' sumparl stafa af því, að fólk óttaðisl að kartöflubirgðirnar væru á þrotum, en sumpart vaxandi neyzlu, vegna verðlækkun- arinnar, sem. ríkisstjórnin ákvað nýlega, 'en það voru 30 aurar á kíló. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær hjá Grænmetissölunni, er ekki fyrirsjáanlegur neinn kar- töfluskortur, og hefur aðeins einu sinni áður verið selt jafn mikið af kartöflum frá Grænmetissölunni og síðast liðinn hálfan mánuð, svo segja má, að þörfinni hafi verið fullnægt, þótt eftir- spurninni hafi ef til vill ekki verið fullnægt í öllum til- fellum. Það, sem einkum mun valda því, að fólk óttast kartöfluskort, er í fyrsta lagi ð vereur þingbiu. Herbert Morrison er nú kom inn tii Bretlands aftur frá Suður-Frakklandi, þar sem hann hefur dvaiizt sér til heilsuibótar. Hann tekur nú við hinu mikilvæga starfi sem ráðherra framleiðslu- mála. hin mikla sala undanfarið, svo að gengið hefur á birgð irnar, sem Grænmetissalan hefur átt, og svo hitt, að erf- iðleikar hafa verið á flutn- ingum kartaflanna í bæinn, að undanförnu vegna bleytu á vegunum og annarra um- ferðartálmana. ri Nýja Esja" verSur búin öllum nýjusfy siglinpfækjum SmíSi skipsins hefjasi í Áiaiserg. ---------------------«--------- SAMKVÆMT SKEYTI, sem' Alþýðublaðinu barst í gær frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn, eru líkur ti!l að ..Aalborg Skibsverku geti innan ekki langs tíma hafið smíði hins nýja strandferðaskips skipaútgerðar ríkisins, sem almenningur er þegar far inn að kalla „Nýju Esjuu. Þess er ennfremur getið í skeytinu, að skipasmíðastöð- in hafi ekki getað byrjað á smíði skipsins vegna þess, að erfiðlega hefur gengið að fá stál til smíðarinnar frá Ame- ríku. „Þetta verður mjög fagurt skip,“ segir fréttaritarinn, —- „búið á hinn fulikomnasta hátt og með rúmum fyrir 200 farþega. Verða sett í það öll hin fullkomnustu siglinga- tæki, þar á meðal „Decca,“ en það er talið enn fullkomnara en Radar.“ Af tilefni skeytisins sneri blaðið sér til Pálma Loftsson- ar forstjóra. Hann sagði: -— „Smíði skipsins hefur seinkað vegna mikilla erfið- leka á útvegun járns.frá Ame ríku. Forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar fór hins vegar vestur um haf um páskana og mun honum hafa tekizt að leysa þetta vandamál. Enn hefur ekki verið tekin fulln- aðarákvörðun um það, hvort „Decca-tæki“ verður sett í skipið í stað „Radars,“ en helzt eru þó líkur fyrir því, að það verði gert.“ —. Hvenær veðrur skipið tilbúið? „Um það get ég ekki sagt með vissu, en gera má ráð fyrr, að það verði að minnsta kosti tilbúið fyrir áramót.“ Skip þau, sem Eimskpafé- lag íslands hefur í smíðum. í Danmörku, eru smíðuð hjá Burmeister & Wain. Keypti Eimskipafélagið sjálft efni til skipanna og flutti til Dan- merkur. Félag matvörukaupmanna heldur aðalfund í kaupþings salnum á mánudagskvöldið kl. 9 síðdegís. AUKAÞING sameinuðu þjóðanna um Palestínumálm lefst á morgucn, og ‘hefur Thor Thors sendiherra verið jkipaður fulltrúi íslands á þinginu. Eftir tvær tilpaunir Bretá t:I að finna lausn á Palestínumálinu. svo að bæði Arabar og Gyðingar geti við unað, sem báðar höfðu mis- heppnazt, sáu þeir sér ekki annað fært en að vísa málinu túl sameinuðu þjóðanna og fara fram á aukaþing banda- lagsins um þetta mikilvæga mál. Hermdarverkum Gyðinga í Palestínu heldur stöðugt á- fram, og síðast í gær var hátt settur lögregluforingi skot- inn til bana, en morðingjar hans, tveir ungir Gyðingar, komust undan. Ólöglegur flutningur Gyðinga hefur einnig aukizt og fjölgar stöð ugt í hebrúðum á Cyprus. Brezkur ráðherra, sem rædd mál þetta í efri deild enska þingsins fyrir nokkr um dögum, sagði, að Bret- ar vonuðust eítir að auka- þingið skipaði nefnd til að rannsaka málið og finna lausn á því fyrir reglulegt aðalþing í september n.k. Þessi sami ráðherra lýsti einnig yfir, að Gyðingar hefðu ekki getað haldið uppi slíkum hermdarverkum, ef ekki hefði verið fyrir utanað komandi aðstoð. Kvað hann um, og hefðu alls borizt til slíkra verka í Bandaríkjun- auglýst hafa verið eftir fé til Gyðinganna, þaðan og frá öðirum löndum, 25—30 millj. dollara. Arabar hafa þegar birt að- altillögur sinar um Palestínu málin. Leggja þeir til, að yf- irráðum Breta í Palestínu verði þegar lokið og sjálf- stætt ríki sett á stofn, þar Hljómleikar Mandó- línhljómsveifar Reykjavíkur. MANDÓLÍN-hljómsveit Reykjavíkur hélt í fyrrakvöld hljómleika fyrir styrktarmeð limi sína og fóru þeir fram í Tripolileikhúsinu fullskip- uðu áheyrendum. Auk hljómsveitarinnar allrar, sem lék fjögur lög og nokkur aukalög, lék Briem- kvartettinn, þá M.A.J.-tríóið og loks Kári Sigurðsson ein- leik á gítar. sem allir borgarar njóti jafn réttis og ábyrg stjórn fari með völd. I MARZMÁNUÐI nam verðmæti útfluttra iíslenzkra afurða kr. 15,613,800, en inn flutningurinn á sama tima nam kr. 49,168,746, og hefur verzlmiarjöfnuðurinn því verið óhagstæður um rúmar 33 milljónir króna í mánuð- inum. Atkvæðagreiðlunni um fjárlögin í ár lauk í sameinuðu þingi í gær -----------------------........- AHar tillögur meirihluta fjárveitinga- nefndar samþykktar; aðrar felldar. ATKVÆÐAGREIÐSLA fjárlaganna fyrir 1947 fór fram í sameinuðu þingi í gær. Hófst hún klukkan 2 og stóð yfír til klukkan 6 og var bá lokið. Urðu úrslit hennar þau, að allar breytingartillögur meirihluta fjárveitinganefndar voru samþykktar, en breytingartillögur einstakra þing- manna allar felldar, nema tvær. Þær 'breytingartiilögur ein stákra þingmanna, sem sam þykktar voru nú við þriðju og síðustu umræðu fjárlag- anna, voru tillaga Gylfa Þ. Gíslasonar, Gunnars Thor- oddsen, Ásmundar Sigurðs- sonar og Páls Zóphóníasson ar um að greiða listmálurun um Gunnlaugi O. Scheving, Sigurði Sigurðssyini og Frey móði Jóhannessyni 15 þús- und króna byggingarstyrk hverjum, og tillaga Emils Jónssonar og Steingríms Steinþórssonar um, að Gunn laugi Kristmundssyni fyrr- verandi sandgræðsluistjóra skuli veitt full laun frá 1. apríl síðastliðnum. Kommúnistar greiddu at- kvæði á móti ölium lækkun artillögum við gjaldaliði f j árlagaf rumvarpsins, en með öllum hækkunartillög- um við þá. Jafnt tillögum fjárveitinganefndar og ein- stpkra þingmanna. ER ÞAÐ TIL HÆKKUNAR? Meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir i gær vildi einu sinni svo til, að Brynjólfur Bjarnason gekk inn i þing- salinn, meðan nafnakall fór fr,am. Nefndi forseti nafn Brynjólfs um leið og hann kom inn úr dyrunum. Bryn jólfur vissi ekki um hvað var verið að greiða atkvæði, og innti eftir því. Fékk hann upplýsingar um, hver tillagan væri, en var jafn- nær. Brynjólfur sneri sér þá að þeim þlngmanni, sem næstur honum var og spurði: „Er það til hækkunar?“ Hinn þingmaðurinn kvað svo vera. „Þá segi ég já“, anzaði Brynjólfur. ELDHÚ SD AGSUMRÆÐ- URNAR Eldhúsdagsumræður fara fr;am á alþingi á morgun og þriðjudag. Verða þær að kvöldinu báða dagana, og er þeim útvarpað að vanda. Fyrra kvöldið verður ein umferð fyrir hvern flokk. Kommúnistaflokkurinn er fyrstur, þá Alþýðuflokkur- inn, síðan Sjálfstæðisflokk- urinn og iloks Framsóknar- flokkurinn. Stefán Jóh. Stef ánsson forsætisráðherra tal- ar fyrir Alþýðuflokkinn við umræðurnar annað kvöld. • •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.