Alþýðublaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 8
Laugaveg 33. Sunnudagur 27. apríl 1947. Hrifning á ljóða og ; aríukvöldi Einars ' Kristjánssonar. EINAR KRISTJÁNSSON óperusöngvari hélt sitt fyrsta Ijóða og aríúkvöld að þessu isinni í Gárnla Bíó klukkan 7,15 í fyrrakvöld. Var söngv aranum afburða vel tekið og varð hann að syngja fjölda aukalög. Söngvaranum bár- iust margir blómvendir. Á söngskránni voru verk eftir Schubert, Brahms, Puccini, Leoncavallo, Mark ús Kristjánsson, Hallgrím Helgason, Árna Thorsteins- son og’ Sigvalda Kaldalóns. Við hljóðfærið var dr. V. Urbantschitsch. Helgi Elíasson fræðslu málasfjóri li! Eng- lands. i -—. HELGI ELÍASSON fræðslumálastjóri fer innan skamms til Englands í boði British Council til að kynna sér fræðslu- og uppeldismál þar. í samtali við Alþýðu- blaðið sagði fræðslumála- stjórinn: „Eg mun dvelja um mán aðartíma í Englandi. Eng- lendingar hafa nú gjörbreytt fræðslukerfi sínu og komu Iún nýju fræðslulög til framkvæmda 1. þ. m. Leik- ur mér mikil forvitni á að kynnast þessari byltingu í fræðslumálum Englendinga og er því mjög ánægður yf- 'ir því að hafa fengið tæki- færi til að fara þessa för ein mitt nú. 32. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fór fram á sumardaginn fyrsta og varð fyrstur að marki Þórður Þorgeirsson KR á 12,41,6 mín., en hann varð einnig fyrstur í hlaupinu í fyrra. Glímufélagið Ármann hlaut 9 stig og sigraði þar irieð í hlaupínu. Klippt var pað? skorið var það Hárið hennar Elorence Bitgood i .Providence í Bandaríkj- unurn var 70 cm. larigt, áður en hún var klippt. Hún grét fyrst, er hún sá hversu mikið var klippt af henni, en svo glaðnar aftur yifr henni, þegar hún sér að það er enn þá nóg eftir. Island viðurkennl sem Rofary- umdæmi vegna menningar —---------------♦-----■—■ Fyrsta umdæmisfiingiS sett í gærdag. ------» ÞAÐ VAR FYRST OG FREMST vegna menningar okkar, ekki aðeins að fornu, heldur og að nýju, að ísland hlaut viðurkenningu sem sjálfstætt umdæmi innan Rót- arýhreyfingarinnar, sagði dr Helgi Tómasson á fyrsta um- dæmisþingi hinna sjö Rótarýklúbba, sem starfa hér á landi. Vilhjálmur Þór setti þingið í Sjáifstæðishúsinu í gær, að viðstöddum Rótarýmeðlimum víðs vegar að af landinu, svo og hollenzkum Rótarýleiðtoga, sem mætir á þinginu sem fulltrúi forseta alþjóðasambands Rótarýklúbba. TITO hefur ráðizt á Banda ríkin fyrir afskipti þeirra af málum Grikkja, og segist ekki sjá -fyrir, að sambúð Júgóslavíu og Bandarikj- anna muni batna í bráð. JAFNAÐARMENN eru nú stærsti flokkur Japana, eftir kosningar, sem eru ný- tafstaðnar. Þeir fengu 143 irnenn, frjálslyndir 131, demókratar 123 og kommún istar 4, CONSTELLATION flug- vél BOAC hefur sett met á Atlantshafsflugi. Hún var 5 tíma og 28 min. milli Ný- jfhndnaiands og írlands. Dr Helgi Tómasson benti á það í ræðu sinni, að í litlu þjóðfélagi hætti mönnum mjög til að einblína á galla hvers annars og sjá ekkert nem.a illt í þeim. Væri því á slíkum þjóðfélögum, e-ins og hér á 'landi, sérstakur grundvöllur fyrir -slíkan fé- lagsskap, sem efcki er stað- bundinn, heldur nær um víða veröld. Hinn hollenzki fulltrúi tók 'til máls á fundinum, og lýsti han-n gleði sinni og erlendra RótarýjTianna yfir samtökun um hér á landi. Hann sagði frá þeirri þýðingu, sem þessi hreyfing hefði haft fyrir Hol lendinga á stríðsárunum, þó að hún væri bönnuð af Gesta po, og síðan skýrði hann frá verkefnu-m hreyf-ingarinnar nú, er hún leitaðist við að vinna á móti upplausn og vcmleysi æskunnar eftir styrjöldina, og vildi ala upp hcllan og góðan félagsskap, byggðan á vináttu, ekki að- eins rnilili einstaklinga, held ur og þjóða. Tilgangur Rótarýklúbba er að-efla vináttu, drenglyndi, samstarf og hjálpsemi milli manna, svo og að auka kynn ingu þjóða. Geta Rótarý- Vinnumarkaðuriran i Reykjavík: Mikil atvinna og skoríur á vinnu- krafíi í mörgum greinum Vinriumiðlunarskrifstofan réði um þús- und nrianns í ýmis konar vinnu. -------+------- VINNUMIÐLUNAR- SKRIFSTOFAN hefur gefið út skýrslu um atvinnu verkamanna í Reykjavík og ráðningarstörf sín fyrsta árs fjórðung þessa árs. Sam- kvæmt skýrslunni réði Viinnumiðlunarskrifstofan 991 mann til vinnu í þessa þrjá mánuði, 391 í jan., 304 í febr. og 298 í marz. Um vinnumarkaðinn í Reykjavík almennt segir m. a; í þessu yfirliti: Atvinna hér í bænum þrjá fyrstu mánuði ársins 1947 var mikil. Byggingar- vinna minnkaði þó verulega upp úr áramótum, og fór minnkandi út ársfjórðung- inn, bar hvorttveggja til, ó- hagstætt veður og efnis- skortur. Aðalatvinnan við byggingar þetta tímábil var innanhússvinna, mótaupp- sláttur og klæðning á þök- um. Vinna var hins vegar mik il í hraðfrystihúsum og fór vaxandi,: hu^fu margir að vinnu þar, sem hættu annars staðar, ' t. d, í byggingar- vinnu. Mikil eftir-spurn var á þess um tíma eftir mönnum til sjósóknar og til að vinna við báta í landi; réði skrifstofan u-m 200 menn, -háseta, vél- stjóra og landmenn til hinna ýmsu verstöðva -hér í ná- grenninu, yfir tímabilið, var þó ekki fullnægt eftirspurn inni. Hjá Reykj avíkurbæ og hinum ýmsu fyrirtækjum hans, t. d. höfninni, vatns- o-g hitaveitunni, rafveitunni og sand- o-g grjótnáminu, -unnu á þessu tímabili um 950 menn að meðaltali mán aðariega. Við höfnina var mikii vinna hjá hi-num ýmsu skipa afgreiðslum, og unnu hjá þeim að meðaltali, þess-a þrjá mánuði, um 450 menn. Auk þess var allmikil vinna við to-gará, sem veiðar- stund uðu, fiskuð-u þeir mjest á ís, en þó nokkuð í salt; ein-nig við affermingu -kola- og salt skipa, -sem hin-gað komu síð ari hluta marzmánaðar; þá m.enn, sem ferðast erlendis, leitað itil 6000 fclúbba í 75 löndufti, og fengið þar alla aðstoð og -hjálp sem þeir óska. hafa og ýmsar kolaverzlanir allmarga menn í þjónustu sinni. Hjá hinum ýmsu járn- og og blikksmiðjum, bifreiða- verkstæðum, . skipasmíða- stöðvum og trésmíðaverk- stæðum starfa um 1000 til 1200 verkamenn og fag- menn. í marzmánuði réði skrif- stofan lallmarga menn til American Overseas Airlines flugfélagsins til starfa á Keflavíkurflugvellinum, og munu nú um 100 íslenzkir menn vinna ýmis konar störf þar. Þá vinna einnig um 70 menn við Reykjavikurflug- vöillinn, og hefur svo verið .að undanfornu. Sumargjöf íékk í sumargjöf 112 þús. BARNAVINAFÉLAG- IÐ Sumargjöf áskotnaðist á sumardaginn fyrsta um 112 þúsund krónur. Urðu tekjur af starfsemi dagsins eins og hér segir, en Lsvigum eru sömu tölur s.l. ár.: Skemmtanir 45,200 (39,300) Merkjasala 29,500 (18,450) Sólskin 16,450 (14,000) Barnadagsbl. 15,100 (14,800) Blómasalan 3,200 (2,200) Gjafi-r 2,450 (1,050) Samtals 111,900 (89,750) HÁTÍÐAHÖLD barnanna á sumardaginn fyrsta voru fjölbreytt að vanda. Börn gengu fylktu liði um götur borgarinnar með lúðrasveit- ir í broddi fylkingar og var staðnæmst við Austurvöll, en Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti ræðu við það tækifæri af svölum Al- þingishússins. Skemmtanir Sumargjafar í samkomuhúsum bæjarins hófust laust fyrir klukkan 2 og var þar alls staðar ágæt- is aðsókn. ,J Afli Reykjavíkurbátanna var í gær, sem hér segir, tal- ið í smálestum: Dagur 8, Þor- steinn 8, Elsa 7, Skíði 7, Ásgeir 6, Hagbarður 6, Friðrik Jóns- son 5, Skeggi 5, Garðar 5, Suðri 5, Jón Þorláksson 5, Gautur 4, Svanur 4, Jakob 4 og Eiríkur 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.