Alþýðublaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. apríl 1947.
ALÞÝÐUBLADIÐ
3
Nú horfir réff
Heyrt og lesið.
Á ÞESSU ARI er væntan-
legt nýtt smásagnasafn eftir
Guðmund Gíslason Hagalín.
Það á að heita Gestagangur og
mun flytja 16 sögur. Þetta verð
ur níunda smásagnasafn Haga-
líns. Fyrri smásagnasöfn hans
eru: Blindsker, 1921, Strandbú-
ar, 1923, Veður öll válynd,
1925, Guð og lukkan, 1929,
Einn af postulunum, 1934, Haga
lín segir frá, 1939, Barnings-
menn, 1941 og Förunautar,
1943.
FYRIR SKÖMMU er komin
út í Svíþjóð ferðabók frá íslandi
eftir Oskar Lindén, doktor í
Lundi. Nefnist hún Frán sagorn-
as ö og greinir frá því, sem höf-
undur sá hér og kynntist, þeg-
ar hann var hér á ferðalagi alda
mótaárið. Skrifaði hann ferða-
bréf fyrir Göteborgs Handels-
och Sjöfartstidning, meðan
hann dvaldist hér, og mun efrii
þeirra lagt til grundvallar við
samningu bókarinnar, en einnig
er bætt við ýmsum fróðleik frá
síðari árum. Lindén kynntist í
ferð sinni meðal annarra skáld-
unum Matthíasi Jochumssyni,
Einari Benediktssyni, Benedikt
Gröndal og Indriða Einarssyni
og minnist þeirra mjög. hlýlega.
BÆJARRÚSTIRNAR í
STÖNG heitir bæklingur eftir
Kristján Eldjárn mag. art„ og
er hans von í næsta mánuði.
Bæklingurinn fjallar um Þjórs-
dæli hina fornu, en þó eink-
um rústirnar í Stöng, sem varð-
veittar eru almenningi til sýn-
is. í ritinu eru 12 myndir til
skýringar efninu, bæði ljós-
myndir og feikningar. í bókar-
lok er útdráttur á ensku, og
hentar ritið því vel innlendum
og erlendum ferðamönnum, sem
rústirnar skoða.
l’fi
HIN FRÆGA SKÁLDSAGA
Ludwigs Lewisohns, Herbert
Crump og kona hans, er Alþýðu
blaðið flutti sem framhaldssögu
fyrir fáum árum, kom. út í Vest
urheimi í fyrsta skipti nú í ár.
Lewisohn skrifaði skáldsögu
þessa í París, og kom hún fyrst
út árið 1928. Hún vakti brátt
mikla athygli, og átti Thomas
Mann ekki lítinn þátt í því.
Bókin var þýdd á fjölmörg
mál og er víðkunnasta rit Lewi
sohns, sem auk skáldsagna-
gérðarinnar hefur getið sér
milda frægð sem gagnrýnandi.
Lewisohn er af gyðingaættum
cg fæddist í Berlín 1882, flutt-
ist til Bandaríkjanna með for-
eldrum sínum átta ára gamall.
*.
TVÆR NÝJAR BÆKUR eru
nýkomnar út í flokknum Nýir
pennar. Er það skáldsaga Odd-
nýjar Guðmundsdóttur, Velti-
ár, og Ijóðabók Harðar Þórhalls
sonar, Söngvar frá Sælundi.
Oddný hefur áður gefið út skáld
söguna Svo skal böl bæta, en
þetta er fyrsta bók Harðar.
Sfétfarþing á bókarblöðum
BLAÐAMANNABÓKIN,
sem kom út í fyrravor á veg-
um Bókfellsútgáfunnar og
undir ritStjórn Vilhjálms S.
Vilhjálmssonar, vakti at-
hygli almennings og þótti góð
söluvara. Nú fyrir skömmu
kom svo út önnur Blaða-
mannabók að tilhlutun sömu
aðila, og mun hún eí'ga líkum
viðtökum að fagna og hin
fyrri.
Útgáfa þessara bóka er góð
hugmynd, þótt að sjálfsögðu
megi sitthvað að framkvæmd
inhii finna. Fyrri bókin var
rituð af 16 nústarfandi og 8
fyrrverandi blaðamönnum,
og hin síðari flytur ritsmíðar
12 nústarfandi og 8 fyrrver-
andi blaðamanna. Hér er því
um að ræða nokkurs konar
stéttarþing á bókarblöðum.
Enn fer því þó víðs fjarri, að
allir nústarfandi og fyrrver-
andi blaðamenn landsins hafi
kvatt sér þarna hljóðs, svo að
Bókfellsútgáfan og Vilhjálm-
ur S. Vilhjálmsson geta hæg
lega haldið íleiroí ársfundi og
gefið landsmönnum kost á að
hlýða á það, sem aðrir blaða-
menn hafa fram að færa.
Ritstjóri Blaðamannabók-
anna hefur sett höfundum
þéirra efnisvalið mjög í
sjálfsvald, en þó gætir þar síð
ur en svo svipaðra sjónar-
miða. Efnið er mjög marg-
þætt og yfirleitt skemmtilegt
afJestrar. Mest er þó um það
vert, að höfundarnir koma til
dyranna eins og þeir eru
klæddir. Greinarnar eru
meira að segja birtar á þeirri
stafsetningu, sem höfundarn-
ir una bezt og telja sig kunna
skást. Höfundarnir hafa svo
í þokkabót lesið sjálfir tvær
prófarkir af greinum sínum.
Af þessu leiðir, að lesendur
fá við lestur bókanna rétta
mynd af hugkvæmni, ritfimi
og málkunnáttu hvers höfund
ar. En afleiðing þessa verð-
ur hins vegar sú, að sumir
höfundarniir komast varla
hjá dómum, sem yfirlestur og
prófarkalestur sérstaks
manns á greinunum hefði
firrt þá. Bækurnar eru sem
sé nauðalíkar því, sem blöð-
in væru, ef ritsmíðar blaða-
mannanna birtust í mynd
hinna upprunalegu handrita,
fjölluðu um þau efni, sem
hver og einn kysi helzt að
skrifa um, hefðu stafsetningu
hans óbreytta, sýndu hinn
raunverulega málsmekk hans
og geymdu þær prentvillur,
sem hann bæri ekki gæfu til
að reka augun í. Það fara
heldur ófagrar sögur af
starfshæfni íslenzkra blaða-
manna. Hver og einn telja
þeir sig þó auðvitað mestu
garpa og saklausa af áburði
hinna vandfýsnu lesenda.
Það er því satt að segja
meira en lítið þakkarvert, að
þeiir séu látnir ganga undir
próf frammi fyrir alþjóð.
Blaðamannabækurnar sýna
Viíhjálmur S. Vilhjálmsson.
það, sem var raunar fyrir-
fram vitað, að íslenzkir blaða
menn kunna mjög svo misvel
til verka. Greinarnar eru mis
jafnar að efnisvali og efnis-
meðferð. Nokkrar nálgast það
að hafa bókmenntalegt gildi,
margar eru þær meira og
minna athyglisverðar, en sum
ar lélegar — örfáar slíkir
gallagripir, að það er bjarn-
argreiði við höfundana að
biirta þær.
Mér telst svo til, að meira
en tveir tugir fyrrverandi rit
stjóra þeirra dagblaða og viku
blaða, sem þegar hafa sent
fulltrúa á stéttarþing Blaða-
mannabókanna, hafi enn
ekki notið fagnaðar ársfund-
anna, svo og álíka fjöldi nú-
starfandi blaðamanna. Fyrr-
verandi blaðamenn eru svo
margir, að vonlaust sýnist að
tilgreina þá og telja, nema
leggja á sig ærið erfiði. Það
er því augljóst, að ritstjóra
Blaðamannabókanna hefur
verið nokkur vandi á hönd-
um um val höfunda. Flestum
mun þó finnast, að’hann hafi
Framhald á 7. síðu.
EINU SINNI á bernskuárum
mínum var mér leyft að fara í
kaupstað. Kaupstaðurinn var
höfuðborg Dýrafjarðar, Þing-
eyri, sem mér er ávallt minnis-
stæð og ég kalla Fagureyri í
sögum mínum.
Fernt var það, sem vakti
mesta athygli mína í ferðinni:
1. Bækurnar í bókaverzlun-
inni.
2. Rit Ibsens í mörgum bind-
j um — en þau sá ég í bókaskáp
Gunnlaugs læknis Þorsteinsson-
ar.
3. Vasahnífur geipimikill í
i búðarglugga.
4. Vindill ákaflega stór •— líka
í búðarglugga.
í bókaverzluninní, — þar
voru þau feikn af bókum, að
bókaþefur yfirgnæfði lyktina
frá rúsínum og sveskjum, sem
máttu heita í hjáleigu við tún-
garðinn á stórbýli bókanna.
Þarna var Ofurefli, saga eftir
Einar Hjörleifsson, og aldrei
hafði ég séð jafnþykkan pappír.
Það hafði verið þiljað innan
margt húsið með þynnra efni.
Þá vakti athygli mína nýtt
bindi af Heiðarbýlissögum Jóns
vinar míns Trausta ■— og loks
allar ljóðabækurnar •— fínasta
„skrautband“ á þeim öllum.
En fjárinn mátti hafa allt skraut
band. Bækurnar, sem í því voru,
voru of dýrar fyrir mig og svo
var þetta ónýtt!
Þá voru það rit Ibsens. Mig
hafði beinlínis óað við því, hve
mikið lá eftir sum íslenzku
skáldin, en nú sýndist það ekk-
ert, séð í Ijósi nýrrar reynslu.
Ég spurði Gunnlaug lækni:
— Yrkja . þeir fleiri svona
mikið í útlandinu?
Já — og miklu meira. Ég veit
um einn, sem hefur skrifað 56
bindi. Og Gunnlaugur kímdi.
Mér þóttu nú fæst orð hafa
minnsta ábyrgð og spurði ekki
frekar, en í flestu voru íslend-
ingar nú á dögum eftirbátar
annarra. Og svo fannst mér mik
ið til koma rita Ibsens ■— bara
svona í sjón — að ég heyrði
varla til furðusöngvarans, sem
skóf þó innan á mér eyrun með
I.B.R.
I.S.I.
K.R.R,
fer fram í dag, sunnudaginn 27. apríl, kl. 2 e. h.
MILLI
Komið og sjáið
spennandi leik.
þessum líka litla gjallanda, er
kom út úr trektarfjanda. Það
eina, sem ég sagði við hinn
verðandi vin minn, Gunnlaug
lækni, um sönginn og söngvar-
ann var þetta:
— Sá hefði getað kveðið svo
hátt Númarímur í Lokinhamra-
baðstofu, að Halldóra gamla
hefði heyrt hvert orðið.
Þá hló Gunnlaugur, því að
hann þekkti heyrn Halldóru og
mæðu hennar!
Vasahnífurinn — hann var á
lengd við mig, stór vasahnífur
það, þó að ég væri lítill seni
karlmaður. En vasahnífur var
það. Ég skyldi ekki, hvers kon-
ar bjánaskapur það gæti verið
að búa til annan eins vasahníf.
En svo kom þó lausnin. Ég var
ekki beinlínis alimr upp í virð-
ingu fyrir Danskinum, og nú
þóttist ég vita, að Danir héldu,
asnar eins og þeir voru, að enn-
þá væru á lífi tröll á íslandi, —
og þeim mundi hnífurinn ætlað
ur. Jú, skyldi það ekki koma
sér vel fyrir tröllkarl að hafa
svona hnífagrélu í vasanum.
Nú, vindillinn — það var þá
auðvitað tröllavindill. Og allfc
í einu sá ég geysimikinn íröll-
karl koma og kaupa vindilinn
og hnífinn og borga með krónu
peningum, sem voru eins stór-
ir og hlemmurinn á lifrar-
bræðslupottinum heima. Svo
sá ég hann standa við stærðar
bál. Hann greip vindilinn og
hnífinn, ■— og skar af endanum
á vindlinum. Því næst greip
hann eina af þessum stóru jú-
fertum, eins og notaðar voru
undir steinbít á hjöllum í Arn-
arfirði, og júfertuendanum
stakk hann í eldinn, og svo
kveikti hann með honum í vind
linum. Mikið þeir skyldu ekki
hafa bækur handa tröllum! Þá
flaug mér í hug, að ef öll skáld
rit Ibsens væru gefin út í'einni
bók og prentuð á sams konar
pappír og var í Ofurefli, þá
mundi það vera hæfileg bók
handa tröllum til að stinga í
vasa sinn og hafa með sér í hjá-
setu — eins og þegar ég stakk
á mig Sögum og kvæðum eftir
Einar Eenediktsson og Þjóðsög-
um Ólafs Davíðssonar. En á Ib-
sensverkum skyldi standa:
Útgáfa handa tröllum.
Öllu þessu gleymdi ég, unz ég
var að skoða hina miklu útgáfu
af Njálu. Þá datt mér í hug'
vasabnífurinn, vindillinn, og
hin hugsaða útgáfa af ritum
Ibsens í einni bók, ritin prentuð
á sömu pappírstegund og var í
Ofurefli. Og ósjálfrátt varð mér
það fyrir, að líta á tililblað
Njálu hinnar miklu, athuga,
hvort þar stæði Njáls saga. Út-
gáfa handa tröllum. En það var
nú eitthvað annað. Nýtt nafn á
sögunni, o. s. frv. Svo fór ég að
fletta bókinni, og enn hvarflaði
að mér tröllaútgáfuvitleysan,
því að ekki gat ég betur séð,
en surnar myndirnar væru til-
valdar til þess að hræða með
þeim tröllabörn, börn, Gelli-
varar mömmu — eða einhverr-
ar annarrar myndar-tröllkonu.
Síðar sá ég nýja útgáfu af
Grettis sögu með eftirmála og
ennfremur af ritum listaskálds-
ins góða. Og þó að vel væri
vandað til þessara útgáfa, þá
virtist mér, að svo sem eftir-
Framhald á 7. síðu.