Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 1
UmtaSsefniS; & Veðurhorfur: Hæg sunnanátt. Skúrir. Alþýðubíaðið vantar börn til að bera út blaðjið í nokkur hverfi í bænuin, sími 4900. Mótmæli verkalýðsfélag- anna gegn verkfallsbrölti kommúnista. Forustugrein: Eignakönnunin. XXVII. Fimmtudagur 22. maí 1947. 112 tbl. Norrœnn utanríkismálaráðherrafundur í Stokkhólmi Utanríkismáiaráðherrar Svía, Dana og Norðmanna komu saman á fund í Stokkhólmi um miðjan þennan mánuð til þess að ræð a ýmis sameiginleg hagsmunamál þessara landa. Við það tækifæri heimsóttu ráðherr arnir Gustaf Adolf Svjakrónprins og var mynd þessi þá tekin. Á henni sjást (talið f rá vinstri): Halvard Lang'e, utanríkismála- ráðherra Norðmanna, krónprinsinn og Gus tav Rasmussen, utanríkismálaráðherra Dana. menflirmr BREZKI sendiherrann hef ur tilkynnt utanríkismála- ráðherra, að allir brezkir her menn séu nú farnir brott af Islandi, en eins og kunnugt er, hefur lítil sveit úr brezka flughernum starfað á Reykja víkurflugvellinum undan- farna mánuði til aðstoðar við rekstur hans samkvæmt ósk flugmálastjórnarinnar. Jafnframt hefur sendi- herrann fært íslenzkum stjórnarvöldum og einstak- lingum þakkir fyrir gott samstarf þessi ár, en minnist sérstaklega með miklu þakk- læti allra þeirra íslendinga, sem hafa lagt líf sitt í hættu til að hjálpa eða bjarga brezkum hermönnum úr yf- irvofandi lífsháska. Utanríkisráðherra hefur þakkað sendiherranum fyrir þessi ummæli og sagt, að ó- hætt væri að fuilyrða, að enda þótt koma hersins hing að í fyrstu hafi verið með þeim hætti, að skiljanlegt hefði verið að örðugleika leiddi af, þá hafi dvöl hers- ins hér einmitt orðið til þess, að íslendingar hafi fengið betri skilning á hinni brezku þjóð en áður og hafi aldrei fyrr borið til hennar slíkan vinarhug sem nú. 4 milljarðar doiiara af fjármagni Ameríku fil Evrópu og Asíu? ---------------*------ Brezka stórblaSiS „Times“ éttast af- leiðingarnar, ef tii nýrrar kreppu kermir Fá Rússar lán hjá LUNDÚNABLAÐIÐ „TIMESI£ segir, í sambandi við fyrirætlanir þær, sem nú eru uppi í Bandaríkjunum, að veita mörgum þjóðum í Evrópu og Asíu fjárhagslega hjálp, að Bandaríkin muni geta varið allt að 4 milljörðum dollara í þessu skyni. ' * Hið brezka stórblað lætur í ljós nokkrar efasemdir um það, að slíkur fjárstraurnur frá Bandaríkj unum til Ev- rópu og Asíu yrði til góðs fyrir heiminn er til lenigdar léti. Minnir blaðið í því sam bandi á það, að Bandaríkin hafi einnig lánað mikið fé til Evrópu, ieða lagt fé í fyrir tæki þar, eftir fyrri heims- styrjöldina; og það hafi orðið til þess, að draga ýmis Evrópulönd því fljótar og harkalegar inn í hina miklu viðskiptakreppu, sem hófst í Bandaríkjunum 1929. Lætur „Times“ þainn ótta í ljós, að svo gæti einnig far- ið í annað sinn, og afleiðing arnar orðið því alvarlegri sarn fjárfesting Bandaríkj- anna í Evrópu og Asiu yrði meiri. FREGN FRA LONDON í gærkveldi hermir, að hugs- anlegt sé talið þar, að Bretar veiti Rússum allverulegt lán í áframhaldi af viðræðum þeim um viðskipti Breta og Rússa, sem hófust í Moskva á dögunum. Jafnframt segir í fregnum frá London, að þar sé borinn til baka orðrómur, sem upp hefur komið um það, að brezka stjórnin væri í þann veginn að senda nefnd manina vestur um haf til að leita fyrir sér um nýtt lán hjá Bandaríkjunum eða jafn vel um endurnýjun láns- og l'eigulaiganna til aðstoðar Bretum. Erfiff a5 fara frí Islandi effðr Uirsrrsæii Johanssons, sendiherra Svia, við brottför hans héðan í gær. —-----------------— 9 „ÞAD ER ERFITT að fara frá landi eins og íslandi, þegar maður hefur verið þar í 10 ár“, sagði Otto Johans- son, sendiherra Svía, rétt áður en hann yfirgaf landið með „Dronning Alexandrine“ í gærdag. „Ég hafði gert mér vonir um að verða liér það sem eftir er“, hélt sendiherr- ann áfram, „en bá gleymdi ég þjónustunni, og stjórn mín var á öðru máii.“ Síðasta. embættisverk JoT hanssons hér var að undir- rita verzlunarsamninga milli Svía og íslendinga. Eftir það fór hann til skips og var þar fyrir mikill fjöldi manna, sem vildi kveðja hann, enda hefur hann verið hér vinmargur, lært íslenzku mjög vel og kynnzt íslenzk- um málum ýtarlega. „Ég mun eiga héðan kær- ar éndurminningar,“ sagði Johansson við blaðið. „Ég mun minnast landsins, nátt- úrunnar og ekki sízt fólks- ins. Ég og kona mín höfum fest mikla ást á þessu landi og hvergi eigum við eins marga vini og hér. Við viljum þakka íslend- ingum fyrir allt það, sem þeir hafa fyrir okkur gert og við munum ávallt minnast með hlýleik dvalar okkar hér. íslendingar geta reikn- að með því, að hvert sem við förum, munum við gera það, sem við getum fyrir ís- land, til þess að vinna því samúð og skilning.“ Truman við sjúkra- sinnar Otto Johansson Dr. Jinnah heimfar algerlega sjálfsiætt Pakistan á Indlandi i Skrifstofur hans fEuttar þangað i biSi. TRUMAN Bandaríkjafor- set hefur í bili látið flytja skrifstofur sínar heim til átthaga sinna í Missouri, þar sem móðir hans, 93 ára göm- ul, liggur nú þungt haldin af lærbroti, og forsetinn vill geta verið við sjúkrabeð hennar. Fregn frá Washington í gær hermir, að Truman muni undirrita lögin um lán veitinguna til Grikkja og Tyrkja þar vestra einhvern næstu daga. Var í því sam- bandi frá því skýrt, að öll skjöl, sem til þess þyrfti, hefðu þegar verið send hon- um þangað. DR. JINNAH, forustu- maður Múhameðstrúar- manna á Indlandi, lýsti því í gær, hvernig hann hugsaði sér sérstakt ríki þeirra á Indlandi, Pakistan, við hlið Hindúaríkisins, Hindústan. Dr. Jinnah igerði í því sam- bandi kröfu til þess, að Mú- hameðstrúarmenn fengju eins konar „pólsk göng“ í gegnum Hindústain til þess að halda uppi sambandi milli þeirra héraða, sem Múha- meðstrúarmenn byggðu á Norðaustur- og Norðvestur Indlandi. Hann sagði og að þeir vildu hafa algerlega sjálfstæðan her, þó að þeir væru reiðubúnir 'til varnar- bandalaigs við Hindústan, og myndu sækja um upptöku fyrir Pakistan í bandalag hinna sameinuðu þjóða. Athygli skal vakin á því, að í dag kl. 1,30 e. h. eiga þau börn, sem fædd eru á árinu 1940, að mæta til prófs og inn- ritunar í barnaskólum bæjar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.