Alþýðublaðið - 22.05.1947, Side 3

Alþýðublaðið - 22.05.1947, Side 3
Fimintudagur 22. maí 1947. ALÞÝÐUBLAOIÐ 3 45 stúlkur útskrifast úr Kvennaskólanum. Skólanum var sagt ypp á mánudaginn. KVENNASKÓLANUM í EEYKJAVÍK var sagt upp 19. maí. Sýning á hannyrð- um og teikmingum náms- meyja fór fram 14. og 15. maí. Sýninguna sótti fjöldi manns og létu ýmsir, er sýn- inguna sóttu, undrun sína í Ijósi yfir handbragði og af- köstum námsmeyja, ekki eldri en þær eru að árum. 157 stúlkur settuist í bekfei skólans s. 1. haust, en 154 íluku prófum í vor. 4 bekkir eru í skólanum, sem störfuðu í 6 bekkja- deiildum, 4. og 1. voru tví- slkiptir. 45 námsmeyjar út- skrifuðust úr skólanum. Af þeim höfðu 2 stúlkur 1. ágæt iseinkunn í bóklegum grein- um, Guðrún Þorkelsdóttir, Ránargötu 9„ Reykjavík, og Málmfríður Sigurðardóttir, Amarvatni, Mývatnssveit. Hlaut Guðrún 9.35 og Málm fríður 9.02. í 3. bekk hafði Guðrún Jónasdóttir hæsta einkunn í fcóklegum greinum, 1. ágætis einkunn 9.20, í 2. bekk Erla Björgvinsdóttir 8.57, í 1. fcekk A Ása Kristinsdóttir 8.57 og í 1. bekk B Unnur Júlíusdóttir 8.59. Verðlaun úr „Minningar- sjóði frú Thóru Melsted“ fyr ir b'ezta frammistöðu í bók- legum greinum hlutu af stúlkum þeim, er burtfarar- próifi luku, Guðrún Þorkels- dóttir og Málmfríður Sigurð ardóttir. Verðlaunin voru silfurskeiðar með merki skól ans á skeiðarskaftinu. Ein verðlaun voru veitt fyrir beztar og mestar hann- yrðir úr Thomsenssjóði (H. Th. A. Thomsens kaup- manns). Þessi verðlaun hlaut Guðbjörg Árnadóttir, Innri- Njarðvík, námsmær í 3. bekk. Námsmeyjar er útskrifazt höfðu fyrir 25, 10 og 5 ár- um síðan voru við skólaupp- sögn. Valgerður Helgadóttir, forstöðukona Reykjakindar, hafði orð fyrir 25 ára aldurs flökkinum. Færðu þær skól- anum að gjöf peninga til bókakaupa handa bókasafni skólans og heilsufræði-mynda flokk Winslows, 10 ára flokk urinn gaf fimleikahússsjóði skólans álitlega fjárupphæð og 5 ára flokkurinn gaf fé til bókakaupa. Frú Karitas E. Sigurðsson, Sólvallagötu 10, mætti og við skólauppsögn og færði „Minningarsj óði frú Thóru Melsted“ peningagjöf. Forstöðukona, Ragnheiður Jónsdóttir, þakkaði gestun- um komuna, ræktarsemina og vinarhug þeirra til síns gamla skóla. Inngöngupróf til 1. bekkj- ar að vetri fóru fram í lok aprílmánaðar. Skólinn er fullskipaður að vetri. Getraun um knattspyrnulið. Síðustu forvöð til að skila ,,atkvæði“ við getraun um knattspyrnuliðin, sem getið var í blaðinu nýlega, er í dag. Þurfa þau að hafa borizt til af- greiðslu blaðsins fyrir kl. 5. Innan örfárra daga kemur út seinnilhluti íslendingasagn a. Hafa enn bæízt við nýjar sögur frá því sem upphaflega var lofað, svo að nú eru í útgáfunni samtals 127 sögur og þættir og þar af 33 sögur og þættir, sem ekki eru í fyrri út- gáfum og 8 þeirra hafa aldrei verið prentaðir áður. Þeir áskrifendur, sem e'kki hafa fengið fyrri hluta sagnanna, eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra í Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1, eða í skrifstofu Islendi ngasagnaútgáfunnar í Kírkjuhvoli, sími 7508. Enn er hægt að eignast útgáfu þessa á lága verðinu me ð því að gerast áskrifandi. Öll bindin kosta aðeins kr. 300,00 óbundin, en kr. 423,50 í vönduðu skinnbandi. Því aðeins eignist þér allar Islendinga sögurnar, að þér kaupið þessa útgáfu. MUNIÐ: Ekki brot, heldur heildir. Saman í heild, það, sem saman á. íslendingasagnaúfgáfan Pósthólf 73, Reykjavík. Ég undirrit. ... gerist hér með áskrifandi að íslendingasögum ■ íslendingasagnaútgáf- unnar, og óska að fá þær bundnar, óbundnar. Nafn................................ Póststöð ........................... Heimili ............................ ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN Pósthóif 73,' Reykj avík. Verður hafin úfgáfa árbókar á ensku fil fræðslu um Island ? Nýf! fímarif ungra rifhöfunda kemur úf hér i dao Jónas Jónsson flytur þingsáíyktunar- tillögu um útgáfu slíks rits. -—-------»------- JÓNAS JÓNSSON flytur í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um útgáfu árbókar á ensku til að kynna ísland erlendis, en samkvæmt henni ályktar alþingi að skora á ríkisstjórnina að hefja á þessu ári útgáfu árbókar á ensku um ísland, og sé utanríkismálanefnd falin umsjón með verkinu. í greinargerð segir flutn- ingsmaður, að landsbankinn hafi um nokkurt skeið gefið út á ensku mjög góða og gagnlega bók með saman- þrengdum fróðleik um at- vinnulíf og fjármál íslend- inga. Allir þeir, sem þurfi að fá glöggar heimildir um fjármál landsins, leiti þar fræðslu. En við hlið þessarar bókar þurfi aðra heimild um landið, sem sé gerð með þeim hætti, að önnum kafnir menn opni hana með nokkr- um áhuga og lesi meira af því, að þeiha þyki efnið skemmtilegt og hressandi, heldur en af hagfræðilegri nauðsyn. Það sé vitaskuld vandi að rita slíka bók. Það yrði að vera áhugaverk margra manna og unnið í sama anda og þegar Arn- grímur lærði ritaði norður í Húnavatnssýslu varnar- og fræðibækur um ísland, sem voru lesnar með athygli hvarvetna um hinn mennt- aða heim. Þá sögu þurfi að endurtaka í riýju formi. Ritgerðirnar í þókinni ættu að gefa skynsömum út- lendingum áhuga fyrir ís- landi og málefnum þess. Þó að landið sé ekki stórt og þjóðin ekki fjölmenn á heimsmælikvarða, sé hægt að segja margt um ísland og íslendinga, sem geti orðið þjóðinni til framdráttar í nú tíma stairfi og samkeppni. Frásagnir um gæði lands og hafs, þættir úr sögu landsins og sagnir um þjóðlíf og at- vinnuhætti'geti vákið áhuga manna í framandi löndum fyrir tilverubaráttu íslend- inga. Þegar þurfi að sækja og verja málefni íslands á al- þjóðavettv.angi hafi þjóðin enga tungu. Sárafáir erlend ir menn skilji íslenzkt mál. Þess vegna heyrist íslenzk- ar röksemdir sjaldan utan við landsteinana. Jón Sig- urðsson hafi svarað Larsen á dönsku og ritað auk þess, þegar því varð við komið, varnarriitgerðir í djönsk og norsk blöð. Góðvinir hans skrifuðu um ísland í hans anda í þýzk og ensk blöð. Lengra varð ekki kornizt á þeirri tíð. Nú eigi þjóðin sjálf að geta skýrt sín vanda mál og á þeirri tungu, sem sé lesin og skilin um allan heim. Knattspyrnumót III. flokks - heldur áfram í kvöld á í- þróttavellinum á Grímsstaða- holti kl. 7.30. Fyrst keppa Vík- ingur og Fram. og strax á eftir KR óg Valur. --------4--------- „Nýlr penitar", 64 síHur ©g fjölforeyft aö sögum ©g grelnum. NÝTT - TIMARIT hefur göngu sína her í hæ 1 dag. Heitir það Nýir pennar, og er Benedikt Gröndal blaðamað- ur, ritstjóri þess. Ritið er 64 blaðsíður að stærð, í litlu broti, eins og mjög tíðkast um nútíma tímarit, og sett drjúgu letri. Er þetta fyrsta hefti ritsins fjölbreytt að efni og prýtt mörgum myndum. Er gert ráð fyrir, að Nýir pennar komi út fjórum sinnum á ári í framtíðinni. Nýir pennar hafa meðal annars það markmið að greiða fyrir ungum og nýj- um rithöifundum og lista- mönnum. Ritstjóri tímarits- ins skýrir nafn ritsins þann- ig, að það hafi upphaflega verið hugsað sem fylgirit með bókaflokki Helgafel'ls, Nýjum pennum, en síðar hafi það verið slitið úr tengslum við hann, þótt það haldi sama nafni og tilgang- ur ritsins og bókaflokksins sé hiinn sami. Björn Sigfússon háskóla- bókavörður ritar í þeta fyrista hefti Nýrra penna ýtarlega grein um Ijóðabókina Arf öreigans og höfund hennar, Heiðrek Guðmundsson frá Sandi. Grein Björns fylgja kvæðin „Haustljóð11, „í Hall- ormsstáðaskógi“ og „Móðir- in í dainum“, sem öll eru í bók Heiðreks, en hún er komin út fyrir nokkrum dög- um og er í bókaílokki Helga- fells, Nýjum pennum. Þá er og í heftinu þýdd grein eftir John L. Brown- um franska rithöfundinn og heimspekinginn Jean-Paul Sartre og existentialismann, en heimspekistefna sú kom upp í Frakklandi í styrjald- arlokin og hefur vakið geysi- lega athygli, ekki aðeins í heimalandi Sartre heidúr og um heim allan. Þá fiytur heftið einnig tvær smásögur eftir íslenzka höfunda og tvær þýddar smá sögur._ Frumsömdu sögurnar eru „í þá daga“, eftir Guð- mund K. Eiríkssom, sem gaf út smásagnasafnið Hótelrott- ur fyrir nokkrum árum, og „Heitrof", eftir Einar Guð- mundsson,, sem kunnur er, fyrir þjóðsagnasöfn sín og þýðingar. Þýddu smásögurn- ar eru „Happdrættið um unigfrú Cocette", eftir ame- ríska rithöfundinn Alexander Woolcott, og „Ljósaskipti“, eftir nonska rithöfundinn Amulf Överland. Ein af nýjungum Nýrra pénna er sú, að þeir ætla að kynna lesendum sínum borg ir heims í myndum, og er byrjað í þessu hefti með myndasyrpu frá Washing- ton, höfuðbqrg Bandaríkj- anna. Auk þeirra kranza, sem bárust við jarðarför Sig- urðar Ólafssonar, gjaldkera Sjómannafélags Reykjavíkur, og tilgreint var, hverjir höfðu sent, í frásögn blaðsins af út- förinni, bárust kranzar frá Sjómannadagsráðinu og Lands- sambandi íslenzkra útvegs- manna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.