Alþýðublaðið - 11.06.1947, Page 4

Alþýðublaðið - 11.06.1947, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. júní 1947 Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Kitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilia Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. láEdasfyrkur fi! pólifískra níðskrifa l FYRIR NOKKRUM DÖG- UM birtist í einu dagbiaði höfuðstaðarins auglýsing, sem töluvert umtal hefur vakið. Þar boðaði Halldór Kiljan Laxness, skáld og rit- höfundur, að hann myndi verja styrk beim til ritstarfa, sem þingkjörin nefnd hefði úthlutað honum 1947, kr. 4000,00, að viðbættri meðal- vísitölu þessa árs, en frá- dregnum opinberum gjöld- um, sem á upphæðina leggj- ast, til verðlauna fyrir ,,beztu ritgerð um uppgjöf íslenzkra landsréttinda haustið 1946,“ byggða á „hlutlægri rann- sókn á aðaraganda þessa verknaðar, svo og hvötum þeirra manna innlendra, er að honum stóðu.“ Eiga dóm- arar ritgerðanna, sem berast, að vera þrír, tilnefndir af Al- þýðusambandi íslands, Stúd- entafélagi Reykjavíkur og Félagi þjóðvarnarmanna, einn frá hverjum aðila; en sú kvöð á að liggja á ritgerðun- um, að hið kommúnistíska bókaútgáfufélag Mál og menning hafi forgangsrétt á kaupum á þeim til birtingar. Svo mörg eru þau orð skáldsins um þessa fyrirhug- uðu, frumlegu verðlauna- veitingu. / Það er ekki í fyrsta sinn í ár, sem Halldór Kiljan Lax- ness vekur á sér athygli fyr- ir einkennilegar ráðstafanir á því ríkisfé, sem honum er árlega úthlutað til ritstarfa. Fyrir tveimur árum lýsti hann opinberlega yfir því, að hann myndi leggja það i sjóð til styrktar „ofsóttum lista- mönnum“. í fyrra neitaði hann blátt áfram að veita fénu viðtöku. Og nú í ár ætl- ar hann, sem sagt, að verja því til „verðlauna fyrir beztu ritgerð um uppgjöf íslenzkra landsréttinda haustið 1946“. Það lítu ekrki út fyrir að Halldór Kiljan Laxness sé mikið þurfinn fyrir það fé, sem honum er veitt af litlum efnum þjóðarinnar til rit- starfa; enda mun hann, því betur, hafa mjög viðunan- legar tekjur af bókum sínum bæði hér og erlendis. En með því, að árlega er stofnað til eins konar styrjaldar um skáldastyrk hans, fer ekki hjá því, að mönnum komi það alleinkennilega fyrir sjónir, hvernig honum er varið. Nú síðast var um það deilt, hvort hefja skyldi Halldór Kiljan Laxness upp í sérstakan ,,heiðursflokk“ við úthlutun skáldastyrkj- anna og hækka stórlega þá fjárupphæð, sem honum er veitt; en á það var ekki fall- izt. Máske er í því að 'leita Verkfallið og nauðsynjarnar. — Börnin og mjólk- in. — Fiskurinn og kjötið. — Samúðin og fanta- brögðin. — Orlofsfé og sumarleyfin. — Frjáls- ræði sjúklinga. — Ekki fieiri bréf um það. VERKFALLIÐ setur svip sinn á Reykjavík, ekki aðeins að því leyti, að vinna liggur niðri, heldur hefur mannfjöld- inn aukist mjög í miðbænum um miðjan dag, svo að Austur- stræti lítur út eins og stór- borgarstræti. Þegar Dagsbrún- armenn leggja niður vinnu nálgast það allsherjarverkfall. Störf þeirra grípa svo mjög inn í störf annarra stétta og stöðv- un þeirra hefur áhrif á hvert eitt einasta heimili í bænum. FÓLK hefur mjög spurt um það, hvort mjólkurflutningar til bæjarins mundu stöðvast, Þeir stöðvast, ef bifreiðarnar, sem flytja mjólkina hingað, geta ekki fengið benzín. Ein- hverjar viðræður munu hafa farið fram milli stjórnar mjólk ursamsölunnar og stjórnar Dagsbrúnar um þetta mál, en lausn mun ekki fengin þegar þetta er ritað. Verður því þó ekki trúað, fyrr en það kemur í ljós, að stjórn félagsins stöðvi flutning á mjólk til bæjarins. Hún er aðalfæði barnanna og þeim ætti að minnsta kosti að forða frá afleiðingum verk- íallsins. SKORTUR á ýmsum fæðuteg undum mun gera vart við sig eftir einn eða tvo daga. Til tölnlega litlar kjötbirgðir munu vera til í bænum og erfitt mun reynast að fá fisk keyptan. Við skulum að þessu sinni láta það liggja milli hluta, hvort rétt hafi verið að hefja verkfalls- herferð nú, en yfir hinu er ekki hægt að þegja, að það er á- stæðulaust að koma í veg fyrir að almenningur geti keypt nauðsynlegustu fæðutegundir, þó að vinna sé stöðvuð við stærstu fyrirtækin í bænum. Enda mun verkamönnum vera það ijóst, að samúðin með verk falli þeirra verður enn minni en hún nú er, ef þeir láta stjórn sinni haldast það uppi áð beita fantabrögðum. VERKAMAÐUR skrifar mér þetta bréf: „Er það rétt, sem fullyrt er, að orlofsfé sé ekki borgað út meðan á verkfalli stendur? Ég spyr vegna þess, að ég ætlaði að fara að taka út orlofsfé mitt í dag og fékk það svar hjá flokksstjóra mínum, að orlofsfé væri ekki borgað út þegar á verkfalli stæði. Mér þótti þetta illt, því að ég ætl- aði að nota tækifærið meðan verkfallið væri til þess að fara í sumarleyfi og þurfti ég þá á peningunum að halda. Ég skrifa þér af því að mér finnst þetta harla einkennilegt og undarleg lög, eins ágæt og þau eru að öðru leyti, — ef þetta er þá rétt“. ÞETTA ER FÁSINNA. Or- lofsfé er greit't þó að verkfall standi yfir. Upplýsingar flokks stjórans eru annað hvort sprottnar af fávizku eða ill- girni. Ég birti hins vegar bréf verkamannsins eingöngu vegna þess, að vel getur verið að fleiri hafi fengið svona upplýs- ingar en hann. Það er alveg rétt af verkamönnúm að reyna að nota tímann meðan verkfall ið stendur til að taka sér sum- arleyfi. Verkfallið getur staðið lengi, þó að maður voni að svo verði ekki. — Og rétt er því að nota tímann eins vel og hægt er. ÍBÚI í KLEPPSHOLTI skrifar: „Ég las með athygli bréfið frá „Sveitakonu" um sjúklingana á Kleppi og frjáls- ræði þeirra. Sögur hennar eru ljótar og til skammar fyrir það fólk, sem þannig kemur fram, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Hins vegar má ekki loka augunum fyrir því, að það verður að hefta að ein- hverju leyti frelsi hættulegra sjúklinga. Við höfum orðið fyr- ir leiðindum — og stundum miklum af völdum sjúks fólks frá Kleppi og fólk vill ekki þola það. Allir verða að bera sinn sjúkdóm eins og hvern annan kross. Því má þó ekki Framhald á 7. síðu. ástæðunnar til þess, að skáld- ið hefur nú ákveðið að verja styrk sínum til hinnar frum- legu verðlaunaveitingar, sem að framan getur, þó að erfitt eigi menn með að hugsa sér, að skáld og rithöfundur á borð við Halldór Kiljan Lax- ness geti látið stjórnast af slíkum hégómaskap. En hvað, sem því líður: Þjóðin er fyrir löngu orðin þreytt á hinum árlega met- ingi og þvargi einstakra rit- höfunda út af skáldastyrkn- um. Og það eru takmörk fyr ir því, hvaða skollaleik hún lætur bjóða sér, með það fé, sem hún af fátækt sinni ver til þess að styrkja þá eða sýna þeim viðurkenningar- vott. Þegar Halldór Kiljan Laxness auglýsir, að hann ætli að nota skáldastyrk sinn í ár til þess að verð- launa pólitísk níðskrif um meirihluta alþingis, til áróð- urs fyrir kommúnista, þá er þjóðinni meira en nóg boðið. Og fjöldi hugsandi manna, einnig þeirra, sem meta skáldskap Halldórs Kiljans mikið, spyrja í dag, hvort ekki sé tímabært, að hlífa honum fyrst um sinn við frekari skáldastyrk, sem hann bersýnilega hefur svo litla þörf fyrir og ekki veit annað með að gera, en það, sem hin boðaða verðlauna- veiting ber vott um. held ég í Þjóðleikhúsinu seinni hluta þessa mánaðar. Upplýsingar í síma 7240 11. júní 1947. Lárus Pálsson. Hringurinn hefur ákveoið að gera sérstakar ráðstafanir til að efla barnaspítalasjóð sinn, með því að safna sem fiestum styrktarfélögum. — Styrktarfélagar greiða 100 kr. árstillag í þrjú ár. Ef nógu margiT gerast styrktarfélagar, rís barna- spítalinn brátt af grunni. Hringurinn heitir því á alla, unga og gamla, að styðja hann í þessu starfi meðþví að gerast styrktarfélagar og hvetja aðra til þess. Þar sem hér er um velferðarmál barnanna að rlæða, fer vel á því, að foreldrar inn- riti börn sín sem styrktarfélaga. Hringkonur annast innritun styrktarfélaga í Soffíubúð á miðvikudaginn og næstu daga frá kl. 10—6. Einnig má alla daga hringja í síma 3146 — 3680 — 4218 — 422 — 4283, þar sem líka verð- ur tekið við nýjum styrktarfélgum. Þeir, sem hafa danska múrara í vinmi, eru vinsamiega beðnir að láta há vita, að Múrara- félag Reykjavíkur býður þeim í sameiginlega ltaffidrykkju að Tjarnarlundi föstudaginn 13. þ. m. kl. 8V2 síðdegis. Aðgnguömiðar verða afhentir í skrifstofu Sveinasambandsins fiimmtudaginn 12. þ. m. kl. 5—7 síðdegis. SKEMMTINEFNDIN H.f. Elmskipafélag íslands. Aðalfundur félagsíins, sem haldiimj var 7. jþ. m. samþykkti að greiða hluthöfum 4% — fjóra af hundr- aði — í arð fyrir árið 1946. Arðurinn verður greiddur á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslu mönnum þess um land1 allt gegn framvísun arðmiða. Hnnþá eiga allm‘argir hluthafar e'ftir aði sækja nýjar arðmiðaarkir fyrir árið 1943—1961. Eru þúð vin- samlíeg tilmæli félagsins, að hluthafar sæiki arðmiða- arkimar hið fyrsta, en þær eru afhentar gegn fram- vísun arðmiðastofnsins, sem fylgir hlutabréfum félags- ins í Reykjavík, stofnunum er ennfremur veitt við- taka hjá afgreiðslumönnum þess um land allt. Þá skal á það minnt, að arðmiði er ógildur, ef ekki hefur verið krafizt grieiðslu á honum áður en 4 ér eru liðin frá gjalddaga hans. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.