Alþýðublaðið - 22.06.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Vestan og síðar sunnan kaldi; skýjað, en úrkomu- laust að mestu. Alþýðublaðið blaðið í nokkur hverfi. vantar börn til að bera XXVII. árg. Sunnudagur 22. júní 1947 Í34. tbl. Umtalsefníö: Lygasögumar, sem komir. únistar breiða út til að blekkja Dagsbrúnarmenn. Forustugrein: Ósigur Alþýðusambands- stjómar. Keppir í hásfðkki hér. Hér sjást sænskar íþróttastúlkur óska hástökkvaranum j Bolinder til hamingju eftir sigur hans í Oslo í fyrra. Hann I verður meðal þeirra, er koma hingað á Í.R.-mótið og mun j þá keppa við hástökksmeistara okkar, Skúla Guðmundsson. Tasi fréffastoían ræðsf á hjáíp arfilboð Bandaríkjanna -------------»------ En IVIoiotov svarar því engu enni ---------------♦----- MOSKVAÚTVARPIÐ hefur nú endurtekið ummæli Tass fréttastofunnar rússnesku um hjálpartilboð Marshalls til Evrópulandanna, og er þar farið illum orðum um Mars- hall og það fullyrt. að Bandaríkin séu með þessu að reyna að auka áhrif sin í Evrópulöndunum og gera þau sér efna- hagslega háð. -----------------------------• Þepar (avalero gerði byiiingu é Ílalíu. CAVALERO heitir einn af foringjum ítalskra kommún- ista og er hann nú fyrir rétti fyrir byltingu og mannmorð í stórum stíl, og ineð honum hafa verið ákærðir 54 menn, en yfir 300 mæta sem vitni. Saga þessa kommúnista er sem hér segir. Hann var kos inn borgarstjóri í ítölskum bæ, skömmu eftir að Þjóð- verjar voru reknir þaðan. Þegar her bandamanna fór frá borginni, gerði hann byit ingu og lýsti yfir sjálfstæði borgarinnar. Setti hann á fót alþýðudómstól, sem dæmdi aíla andstæðinga Cavaleros til dauða og hreinsaði ræki- lega til í borginni. Bárust það an fregnir af hinum hörmu- legustu ofbeldisverkum, sem maður þessi og kommúnista- sveit hans hafði í frammi, er hún háfði á þennan hátt kom Tass fréttastofan breiðir það nú út um Rússaveldi allt 'að með þessu tilboði sínu um aðstoð við Evrópuþjóð- irnar samkvæmt þörfum þeirra og' samkvæmt þeirra eigin áætlun séu Bandaríkin að gera tilraun til aukinna á- hrifa í þessum löndum. Segir og, að Bandaríkin séu með þessu að reyna að gera Ev- rópulöndin sér fjárhagslega háð. Þessi frétt hefur vakið allmikla athygli um heim allan^ ekki sízt af því, að Moltov hefur enn ekki svar- 'að tilboði Bevins og Bidaults neönu og aðeins viðurkennt, að utanríkismálaráðuneytið rússneska hefi fengið tilboð- ið og að það sé í athugun. izt til valda samkvæmt kenn ingum stefnu sinnar. Innan skamms varð að senda her manns til borgar- innar, og voru forsprakkar kommúnista handteknir, og verða nú að svara til. saka fyrir framferði sitt í rétti. Viðskipíasamningur milli Islands og Svíþjóðar undirritaður- ---------------+-------- ^ FIMMTXJDAGÍNN 19. JÚNÍ undirrituðu Bjarni Bene- diktsson utanríkisrúðherra og Claes König sendifulltrúi Svía samkomulag um viðskipti milli íslands og Svíþjóðar, sem byggt er á viðræðum milli íslenzkrar og. sænskrar nefndar í Reykiavík, dagana 30. apríl til 21. maí. Sam- komulag þetta gildir frá undirskriftardegi og til 31. marz 1948. í tilkynningu um þetta frá utanríkismálaráðuneytinu segir: „í erindum, sem fylgja við skiptasamkomulaginu, eru á- kveðnr útflutningskvótar frá Svíþjóð fyrir símastaurum og staurum til rafveitu, girð ingastaurum, söguðu og hefl uðu timbri og síldartunnum. Hins vegar skuldbinda ís- lenzk stjórnarvöld sig til að veita útflutningsleyfi til Sví þjóðar fyrir ákveðnu magni af saltsíld og dilka- og ær- kjöti. Tilmælum Svía um sér- stök hlunnindi fyrir sænsk síldveiðiskip hér við land var svarað á.þá leið, að ís- lendingar gætu ekki veitt nein réttindi, sem væru ó- „samræmanleg fiskveiðalög- gjöfinni". ásmundur vann 15 af 30 skókum. ÁSMUNDUR ÁSGEIRS- SON tefldi í fyrrakvöld fjöl- skák við 30 manns, og var skákin tefld til styrktar Finnlandsför íslenzku skák- mannanna. Vann Ásmundur 15 skákir, gerði 6 jafntefli og tapaði 9 skákum. Þjéðir Suðausiur- Evrépu njóia ekki mannréttinda — segir Atiiee* MARGAR ÞJÓÐIR í suð- austur Evrópu njóta ekki frumstæðustu mannréttinda, sagði Attlee forsætisráðherra í ræðu í gær. Hann ræddi á- standið í heiminum og- ut- anríkismálastefnu jafnaðar- mannastjórnarinnr ensku, og sagði, að grundvöllur þeirrar stefnu væri sá, að allar þjóð- ir ættu að njóta frelsis og öryggis, og bæri að styrkja þær þjóðir, sem væru í hættu af einræði og ofbeldi minnihluta. Attlee sagði, áð Bretar vildu frelsi og öryggi fyrir alla, hverrar stéttar, sem þeir væru, og hvaða pólitísk ar skoðanir, sem þeir hefðu. Forsætisráðherrann kvað það ekki einkennilegt, þó að ekki væri kominn á friður í heiminum aðeins 2-—-3 árum eftir styrjaldarlok, en brezka stjórnin mundi vinna að því af fullum krafti. Myndin var tekin á Evrópumeistaramótinu í Oslo í fyrra og sýnir sigurvegarann í kúluvarpá; Gunnar Huseby, ásamt aðalkeppinautum sínum Rússanum Gorjainov, sem varð annar (til hægri), og Finnanum Lehtil, er varð þriðji (til vinstri). Þetta var harðasta keppni, sem Huseby hefur fengið til þessa, en nú fær hann sennilega enn harðari keppni, þegar hann mætir Svíanum Roland Nilsson á af- mælismóti ÍR um næstu helgi. Einlygasaganídag önnur á ntorgun. AlIar'tH aö biekkja dagsbrúnarmenn KOMMÚNISTAR hafa síðan Dagsbrúnarverkfáll- ið hófst breitt út þagleg- ar slúðursögur til þess að blekkja Dagsbrúnarinenn og vekja hjá þeiin vóiiir um bráðlega lausn deil- unnar. Einn daginn hafa þeir sagt, að byrjað væri áð semja, annan, að verk- fallið váeri að leysast, hinn þriðja, að verið væri að kalla saman þing, og oftar en einú sinni látið í. það skína, að ríkisstjórnin myndi innan skamms verða að fara frá. Allt hefur þetta verið tilhæfulaust, og ættu Dagsbrúnarmenn nú fram úr þessu, að fara áð vara sig á bæjarslúðri komm- únista, sem til þess eins er ætlað að blekkja þá og spenna þá áfram fyrir hinn pólitíska vagn Kom múnistaflokksins. (hurchlil ákveölnn að lifa iengi enn. . WINSTON’ CHURCHILL veiktist fyrir nokkru og var fluttur á sjúkrahús í Lond- on. Vakti frétt þessi þegar mikla áthygli og ugg, og menn óttúðust um líf gamla mannsins. En innan örfárrs. daga var Churchill kominn. á fætur og í fulltí fjörí. Um sama leyti var Chur- chill með áætlanir .um hina nýju byggingu fyrir .meðri. deild lenska þingsins, en deildin var eyðilögð í loftá- ‘rásum. Það mun táka mörg ár að endurreisa húsið, en. W. C. lýsti því fastléga yfir., að hann múndi verða við- staddur vigsluna. „Ég verð viðstaddur,“ sagði hann og blés út úr sér vindlareyk. Denskur verkaiýðs- lelðiogi látinn. Einkaskeyti. KHÖFN AXEL OLSEN, formaður sambands danskra daglauna verkamanna, lézt á föstudags nótt, 71 árs að aldri. Olsen varð formaður sambandsins, er Lyngsies lézt 1932, og hef ur verið einn af fremstu mönnum dönsku verkalýðs- I hreyfingarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.