Alþýðublaðið - 22.06.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.06.1947, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 22. júní 1947 vwiHim ALÞÝÐUBLAÐIÐ 98 NÝJA BIÚ ææ GAMLA BlÖ 88 „Leifið - og þér • Friðland munuð finna" ræningjanna („The Runaround") BADMANS TERRITORY Fyndin og spennandi Spennandi amerísk stór- gamanmynd. Aðalhultv.: mynd. Aðalhlutverkm leiika ELLA RAINES. Randolph Scott ROD CAMERON. Ann Richards Aukam'ynd: 1 George „Gabhy“ Hayes FRÁ JARÐARFÖR Sýnd klukkan 3, 5, 7 og 9. KIiISTJÁNS KONUNGS X. o. fl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sala hefst kl. 11 f. h. æ bæjarbío æ a tjarnarbio a Hafnarfirði (Somewhvere in the Night) Spennandi og viðburðarík stiórmynd. — Aðailtóutvérk: John Hodiak Nancy Guild Lloyd Nolan Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Skni 9184. BLESI (Hands Across the ROY ROGERS og hestur hans, (BEAD OF NIGHT) Dularfull og kynleg mynd. Michael Redgrave Mervyn Johns Googie Withers Bönnuð innan 16 ára. Sýning kl. 5 — 7 — 9. REGNBOGAEYJAN Amerí'sk mynd í eðMegum 'li'tum. Dorothy Lamour Eddie Bracken Sýning kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. í Örfirisey í kvöld frá klukkan 10. er opin alla daga frá kl. 8 árd. Gina Kaus: EG SLEPPI ÞER ALDREI með hita. „Já, einmitt — hvernig veit Sylvia, að ég er hér?“ Nú sá hann loksins eitt- hvað sérstakt við vegginn. Sólargeislinn skipti honum í tvo hvíta liti, gulhvítan, og gráhvítan. Hann hélt áfram að horfa á þetta og þá sagði Ánna: „Mamma þín hefur senni- lega sagt henni það.“ Albert snéri sér við og leit á hana, en hún horfði ekki í augu hans. Hún sat enn kyrr og horfði á gólfábreiðuna. „Hefi ég verið svo veikur, að þið yrðuð að senda boð eftir mömmu?“ sagði hann. Þetta var óheiðarleg spurn- ing, það vissi hann vel. En hann gat ekki borið þá einu spurningu, sem var mikil- væg, fram. Hann vissi, að það var aðeins hægt að fresta svarinu í nokkrar mínútur og að hann kvaldi Önnu að óþörfu. En hann gat ekki ann að. „Hvar er mamma?“ spurði hann. Anna grét. Fyrsta skipti sá hann hinn hughrausta og góða hermann gráta. Hún snéri sér undan, en hann sá kippina, sem fóru um herðar hennar. Bara hann gæti sagt eitthvað! Það var ekki nauð- synlegt að spyrja framar, hún vissi fyrir löngu, að hann hafði getið sér þess til. Bara, að hann gæti sagt eitt- hvað, svo að hún losnaði við að segja frá því, en hann gat það ekki. Og loksins sagði Anna fljótt og mjög lágt án þess að horfa á hann: „Mamma þín er við jarðar- förina.“ II. Þau höfðu bæði haldið, að allt yrði auðveldara, þeg- ar búið væri að segja það. Albert spurði einskis fram- ar. Anna sat við rúmstokk- inn. Litlu seinna sótti hún prjóna, og hvorugt sagði orð. Þau höfðu aldrei verið svo fjarlæg hvort öðru. Þegar nokkur tími var liðinn, þoldi hún ekki lengur við. Hún fór út úr herberginu, og Marta kom inn í staðinn. Hún kom úr eldhúsinu og var með rósótta hyrnu um höfuðið. Um leið og hún kom inn tók hún hana af sér. Augu hennar voru full af tárum, én samt sem áður gat það ekki eyðilagt gleðina í and- liti hennar. Albert hugsaði, eins og alltaf, þegar hann sá Mörtu, að hún hlyti nýlega að hafa meðhöndlað ferskt angandi brauð. „Veiztu,“ sagði hún og tók aðra hendi hans milli sinna. „Það var svo sorglegt að þú skyldir einmitt verða veik- ur. Annars hefðirðu áreið- anlega getað komið þessu allt öðru vísi og miklu betur fyr ir. En að þú skyldir verða veikur þá, það var mjög ó- heppilegt.“ „Já, það var mjög óheppi legt,“ sagði Albert gramur „og ef þið viljið gera mér mikinn greiða þá verið svo góð að tala ekki um það!“ Marta reiddist ekki, hún hélt fast í.hendina á honum og hélt áfrarn án þess að láta hann trufla sig: „Ég skal víst þegja. En það er skakkt af þér að tala ekki um það; við Önnu. Henni finnst hún sek alveg eins og þú.“ „Þetta er helber vitleysa og þvaður,“ sagði Albert æstur. „Hún er ekkert við þetta riðin. Þetta kemur bara mér við, og ég vil ekki tala um það við neinn.“ „Þú mátt ekki halda, að þú gerir það auðveldara fyr- ir hana á þennan hátt. Það bezta fyrir hana væri ef þú létir hana bera sökina með þér — ef annars er hægt að tala um sök í þessu sam- bandi.“ „Ég vil ekki bera sökina með neinum! Það er það sama fyrir mig, hvort Önnu fellur það létt eða erfiðlega.“ Hann ætlaði að draga að sér hendina aftur, en Marta hélt í hana. „Góði minn vertu ekki svona æstur! Við hefð- um helzt viljað fresta því að tala um það nokkra daga enn þá, þangað til þú værir orð- inn svolítið hressari, en það var ekki hægt að leyna þessu lengur, og Stefán sagði, að það væri betra, að þú feng- ir að vita það með vissu, — því að þig hefir grunað það allan tímann ■— er það ekki?“ „Jú, það er betra, að ég veit það upp á víst.“ „Jæja, nú er því versta lokið! Þú bátt ekki vera reið ur, þó að ég talaði af svona m(ikilli breinskih(i, en það er ástæðu laust, að þú liggir hér og sért að kveija sjálfan þig og iðrast. Hugsaðu um þá, sem lifa —■ hugsaðu um Önnu! Þú mátt ekki sleppa mikilvægasta atriði í lífi þínu! Þegar þú ert orðin heil brigður aftur, getur það ver- ið orðið of seint.“ „Hvað er það sem getur orðið oý seint?“ „Þegar þú tekur þessu svona,“ sagði Marta lágt, „hlýtur Anna að komast á þá skoðun, að þú elskir sig ekki i lengur.“ Hún þagði. Albert sagði ekkert heldur lengi. Og þeg ar hann talaði fór hrollur 'um hann allan yfir því, sem hann sjálfur sagði: „Ég' veit ekki, hvort ég elska hana lengur“, sagði hann. Marta hélt hendinni fyr- ir munn hans. „Ég heyrði það ekki“, hvíslaði hún fljótt. „Þú hefur ekki sagt það. Þú hefur kannske hugsað það rétt sem snöggvast — manni getur dottið svo margt í hug., og þegar maður hefur hita ÖRN: Þarna leiftrar Ijós á milli trjánna! HÖFÐINGINN: Velkomnir, hvítu vinir! CHET: Læknir! Það leikur eld- bjarmi um þc.rp -þeirra inn- fæddu. En hvar eru leiðareld- arnir á flugvelldnum? ÖRN: Hlustið! Þrýstiloftsflugvél! Chet er kominn aftur. Ég verð að hraða mér til flugvallarins. HÖFÐINGINN: Pétur og menn hans gæta fiugvallarins. Chet fer margar ferðir og flytur ávallt með sér hingað slæma síðskeggjaða náunga frá fjar- lægum eyjum. ÖRN: En nú kemur hann með lækni til þess að græða fótar- mein Twitts. HÖFÐINGINN: Ah! Sveinninn þarf læknis við-------Sjáið! MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.