Alþýðublaðið - 24.06.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1947, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. júní 1947 ALÞVÐUBLAÐIÐ Amgríimir Krldjánsson: r ERINDI þetta er næstum samhljóða framsöguerindi því, er ég flutti á uppeld- ismálaþingi Sambands ís- lenzkra barnakennara, er haldið var hér í Reykjavík fyrir skömmu. Tillögur um almennan skyldusparnað hafa áður komið fram, og hafa þær á- vallt vakið athygli og átt sér formælendur þótt ekki hafi þær náð lögfestingu. Á síðara aukaþingi 1941 samþykkti efri deild alþing- is tillögu til bingsályktunar frá hr. Bjarna Snæbjörns- syni lækni, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að und- irbúa löggjöf um almennan skyldusparnað. Það sem lá til grundvallar fyrir þessum tillögum var fyrst og fremst hin viðurkennda varkárni hyggins manns, ,,að geyma fé til rnögru áranna“, eins og það var orðað í greinar- gerð læknisins, draga úr ó- hóflegri eyðslu, er hin ört- vaxandi kaupgeta alls þorra manna átti drjúgan þátt í að skapa. Þá er skyldusparnaður eða skyldulán algengt fyrirbrigði meðal nágrannaþjóða vorra, er eitthvað það ber að hönd- um, er þarfnast mikillar og skjótrar fjárfestingar. t. d. landvarnarstyrjöld eða í sam bandi við viðreisnarstörf eyddra héraða eða borga. í þessu erindi er ekki tóm til að skýra eða ræða nán- ar þann rökstuðning, er fram hefur komið, með tillögum um skyldusparnað, en hins vegar er það ætlun mín, eins og nafn erindisins ber með sér, að ræða einvörðungu um skyldusparnað unglinga. og þá sérstaklega að skýra þá þörf, er nú virðist fyrir hendi um lögfestingu skyldu sparnaðar í sambandi við það átak, er gera þarf um bætt uppeldi og uppeldisskil yrði hér á landi. Tillögur mínar eru í stuttu máli sem hér segir: Að stofnaður verði skyldu sparnaðarsjóður. með sér- stakri löggjöf. Að framkvæmdum - verði hagað svo: Unglingum 12 til 18 ára skal greitt kaup þannig, að 75% kaupupp- hæðarinnar greiðist þeim í peningum, en 25% í merkj- um, er skyldusparnaðarsjóð- ur gefur út og hefur til sölu í öllum póstafgreiðslum landsins. Merki þessi, er ung lingar fá að 14 fyrir vinnu sína_ eru gjaldgengur g.jald- miðill til greiðslu ríkis- tryggðra vaxtabréfa, er skyldusparnaðarsjóður gef- ur út ársfjórðungslega, og 'skulu vaxtabréf þessi fást i bönkum og sparisjóðum um allt land. .314.% vextir séu greiddir af vaxtabréfum þeim, er skyldusparnaðar- s.jóður gefur út. Fé skyldu- sparnaðarsjóðs skal vera rík istryggt. Fé úr skyldusparn- aðarsjóði má einungis lána út sem stofnkostnað til menn • ingarstöðva fyrir ungt fólk. Þegar (vaxtabréfaeigendur hafa náð 21 árs aldri, hafia þeir rétt til fullrar greiðslu, en skyidusparnaðarsjóður skal ávallt vera þess megn- ugur, að greiða vaxtabréfin út á tilskildum tíma. Uppeldismálaþingið mælti ERINDI þetta flutti Arngrímur Kristjánsson skólastjóri í ríkisúívarpið í vikunni, sem leið. Hefur hann góðfúslega leyft Al- þýðublaðinu að birta það í dálkum sínum. með því að tillögur þessar yrðu uppistaða í löggjöf um um þetta efni. er samþykkt verði á þessu ári og gangi í gildi um næstu áramót. — Stjórn kennarasambandsins var falið að vinna að fram- gangi málsins við hlutaðeig- andi yfirvöld. Uppeldismála þingið gerði að sínum rök- stuðning eftirgreint: Höfuðtilgangur þessarar lagasetningar yrði sá koma til móts við ungling- ana í landinu og varðveita fé þeirra til fullorðinsáranna og ávaxta það þeim í hag, með því að festa það í menn- ingarstofnunum, er reknar yfðu til aukinnar farsældar æskunnar í landinu. Þingið taldi rétt að lög þessi feli í sér framkvæmdaskyldu í kaupstöðum og kauptúnum með 500 íbúa eða fleiri, en gildd sem heimildarlög ann- are staðar. Ég vil sérstaklega taka það fram nú þegar, áður en ég færi fram nánari rök fyr- ir tillögum þessum, að þótt. í þeim felist tölur. t .d. um ákveðinn hundraðshluta, er tekimn sé til varðveizlu, um víst aldurstakmark o. fl., þá eru tölur þessar einungis settar inn í" tillögurnar til þess að gera bær ljósari og auðskildari. Ef til fram- kvæmda kæmi, yrði mönn- um ekki skotaskuld úr því að ná samkomulagi um hóflegt hlutfall og hæfileg aldurs- mörk. Skal nú horfið að því að gera grein fyrir þeim rök- um, er mæla með aðgerðum í þessu efni: Meðan verulegur hluti unglinga hefur .svo mikið fé umleikis, sem raun hefur bor ið vitni um. er málið mjög vandasamt, og unglingarnir oft dæmdir ómildum dómi eftir framkomu þeirra, án þess að aðstæður séu gaum- gæfilega athugaðar af þeim, sem kasta steininum. Allir kannast við hina gegndarlausu og hóflausu eyðslu unglings.. Unglingum er að vissu leyti vorkunnar- mál. Það er ekki eins auðvelt fyrir foreldra að hafa hem- il á börnum sínum í þessu og ætla mætti, þegar vinkon an fær eftirtölulaust þennan eða hinn hlutinn. Þá er oft gengið inærri sér að láta eftir barninu, svo að það geti bein línis staðist samkeppni í hópi leikfélaga. Það er tízka að fara gálauslega með fjár- muni. Allir kannast við sög- una um drengina. sem komu inn á veitingastofu hér í bæ ! og báðu um að skipta ,,ein- um grænum“ fyrir sig. —: Þeir ' ætluðu að fá sér öl- glas. Það má með sanni segja að tálbeita hins slungna fé- sýslumanns sé við hvert fót- mál unglingsins, bæði hér í Reykjavík og öllum hinum stærri bæjum. Dr. Matthíasi Jónassyni fara.st þannig orð um áhrif þessa fyrirbrigðis i þjóðlífinu, á skapgerð ung- linganna, í hinn nýju bók sinni „Athöfn og uppeldi“: „Til þessa mætti nefna óhóf lega nautnafíkn. Ef ungling- lingurinn öðlast rétt og hon- um bjóðist tækifæri til þeirra nautna, sem fullorðn- um eru tamar áður en við- námsþróttur hans er nægi- lega öflugur að alls hófs sé gætt, er hætt við að ástrið- urnar nái tökum á honum. dragi- úr andlegri grósku hans, lami vilja hans, geri hann þröngan, einsýnan og sérplæginn.“ Og síðar í sama kafla •— Uppeldi og stjórnmál: ,,A tímum auðs og óhófs “g. hafa það jafnan verið örlög æskunnar að sýkýx.t fyrir örlög fram af munaðar- hneigð og glysgirnd feðra sinna og mæðra, svo að af þessum sökum hefur dregið úr andlegum og siðferðileg- um þroska hennar. Þetta var það, sem framar öðru beit bakfiskinn úr æsku Róma- borgar á hnigmunarskeiði hennar. Hið sama ógnar æsku þessa lands. Reykjavíkur- börnin vaxa allt of snemma inn í yfirborðslegt skemmt- analíf fólksins í þessu fiski- þorpi, sem við köllum höfuð borg“. Þetta voru orð dr. Matthíasar Jónassonar, þar sem hann varar alvarlega við hættum þeim er að steðja 1 þessum efnum, ef ekkert er aðhafst. (Niðurlag á morgun.) J, . SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Ferðir flóabáta SKAGAFJARÐARBÁTUR M/b „Mjölnir11 fer frá Siglu- firði til Hofsós og Sauðár- króks kl. 7 árd. alla þriðju- daga og laugardaga, og til Haganesvíkur kl. 10,30 alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, fyrst um sinn. En til baka fer báturinn eftir komu áætlunarbifreiða. IiÚNAFLÓABÁTUR M/b ,,Harpa“ fer frá Ing- ólfsfirði alla þriðjudaga og föstudaga um Strandhafnir inn til Hólmavíkur. í þriðju- dagsferðinni fer báturinn einnig inn til Hvammstanga. Til baka frá Hvammstanga og Hólmavík fer báturinn eftir komu áætlunarbifreiða. í_J4jáipi(> i til aÍ> grœ$a landic). Jde^ic íLerj^ í cJdandcjrceÍi ínijáÍ SLrifitofa Jdapparitífi 29 Áuglýsing frá Viðskipfaráði Viðskiptasamningar hafa nú verið undir- ritaðir milli íslands annars vegar og Ráðstjórnar- ríkjanna og Svíþjóðar hins vegar. I undirbúningi er svo viðskiptasamningur við Finnland. Skv. samningum þessum kaupa íslendingar timbur, kol og sement frá Ráðstjórnarríkjunum og timbur frá Svíþjóð og væntanlega frá Finn- landi einnig. Viðskiptaráðið auglýsir hér með eftir um- sóknum innflytjenda fyrir vörum þessum og þurfa umsóknirnar að hafa borizt ráðinu í bréfi eða símskeyti eigi síðar en 28. þessa mánaðar kl. 12 á hádegi. Umsóknum, sem berast ráðinu eftir tilskil- inn tíma, má búast við að ekki verði sinnt. Umsóknunum skulu fylgja ítarlegar skýr- ingar innflytjenda til hvers umræddar vörur eigi að notast. Ennfremur skulu innflytjendur gera ráðinu grein fyrir á hvern hátt þeir hugsi sér að flytja vörurnar til landsins og hvort þeir hafi gert nokkr ar ráðstafanir í því skyni. — Skriístofa ráðsins, Skólavrðustíg 12, veitir allar nánari upplýsing- ar að því er snertir magn og tegund þeirra vara, er hár um ræðir. Reykjavík, 23. júní 1947. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. Sænskf hús óuppsett, er til sölu. — Teikning þess er óvenju íburðarmikil. Efnið í húsið er f jölbreytt og vand- að. — Tækifærisverð. — Nánari upplýsingar gefur Pétur Jakobsson löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12. Sími 4492. Viðtalstími kl. 1—3. tíEdarsf úlkur ií b£k Símanúmer okkar er 1366. VÆNGIR H,F. Nokkrar góðar síldarstúlkur vaníar til síldarsöltunar á söltunarstöð Kaupfélags Siglfirðinga á Siglufirði. íbuð með Ijósi og hita í góðu húsnæði og ferðakostnaður. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi Guð- mundssyni, Sambandinu. Sími 7080.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.