Alþýðublaðið - 24.06.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.06.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞYBUBLABIÐ Þriðjudagur 24. júní 1947 æ nyja bio „Leitið - og þér munuð finna" („The Runaround“) GAMLA Blð Heimkoman (Till The End af Time). Tilkomumikil amerísk Gina Kaus: EG SLEPPI ÞÉR ALDREI Fyndin og spennandi gamanmynd. AðalliuLtv.: ELLA RAINES. ROÐ CAMERON. Aukam'ynd: FRÁ JARÐARFÖR KRISTJÁNS KONUNGS X. o. fl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. | Sala hefst kl. 11 f. h. kvikmynd. Dorothy Mc Cuire Guy Madison Robert Mitchum Bill Williams Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. æ BÆJARBIO æ Hafnarfirði Sjömánasfaðir (Madonna of ht'e Seven Moons) Einkennileg og áhrifa- mikil ensk mynd. Phyllis Calvert Stewart Granger Patricia Roc Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 91-34. a TJARNARBIO E Svartnætti (DEAD OF NIGHT) Dularfull og kynL&g mynd. Michael Redgrave Mervyn Johns Googie Withers Bönnuð innian 16 ára. Sýning kl. 7 og 9. REGNBOGAEYJAN Amerísk' mynd í eðlileg'Um htum. Dorothy Lamour Eddie Bracken Sýning kl. 3. Sala hefst kl. 1. getur manni líka orðið á að segja það. En það er meining arlaust. Ég var hjúkrunar- kona, þegar ég var ung, og við urðum að sverja þess eið, að segja aldrei frá því, sem sjúklingar sögðu í hitaóráði. Það á sér enga stoð í raun- veruleikanum. Ég heyrði ekki, hvað þú sagðir.“ Albert leit rannsakandi á hana. Hefi ég talað í óráði?“ sagði hann. „Nei“, sagði Marra. „Ekki hið allra minnsta?“ Marta brosti til hans. „Nei, ekki hið allra minnsta. Býrðu þá yfir svona ógurleg- um leyndarmálum? Þú hef- ur að minnsta kosti ekki ljóstrað neinu af þeim upp við okkur. Þegar þú komst hingað, varst þú ákaflega til- finningasamur. „Þið eruð einu vinirnir, sem ég á í heiminum,“ sagðir þú aftur og aftur og svo hágréztu. Það eruð bara þið og Stefán. Þetta sagðir þú víst tuttugu sinnum. Það er þess vegna, ' sem við hringdum til Stef- áns.“ „En annars sagði ég ekk- ert?“ „Ekkert, sem nokkurt sam hengi var í. Ef satt skal segja, þá varstu svo fullur, að þú gazt varla talað í sam- hengi. Hvað þú sagðir ann- ars —? Þú kallaðir án afláts eittsvert kvenmannsnafn. Anna var komin þá, svo að mér fannst það hálf óþægi- legt í fyrstunni, en svo sagði hún, að þetta væri nafn vinnustúlkunnar.“ „Fríða?“ spurði Albert steinhissa. „Já, þú kallaðir oft á hana. Kannske var það af gömlum vana. Eða er hún ansi lagleg?“ spurði Marta og brosti eilítið. Hann svaraði ekki, en lá kyrr og hugsaði. „Eftir dálitla stund kemur móðir þín hingað,“ sagði Marta. „Treystir þú þér að tala við hana?“ í stað þess að svara því spurði hann: „Býr mamma hér líka? Hvernig getur þú komið svona mörgum fyrir?“ „Herra minn trúr, það er ekki mikill vandi að koma því í kring, ef vilji er fyrir hendi,“ sagði Marta. „Bygg- ingarfræðingur hlýtur að geta fengið nokkrar dýnur að láni og vinnustofan er stór.“ „Þú ert svo einstaklega góð,“ sagði Albert. „Ég vona að mamma hafi loksins kom- ið auga á það.“ Hún yppti öxlum. „Það þýðir ekki að setja fyrir sig svoleiðis smámuni, þegar þannig stendur á,“ sagði hún. Albert gat ekki annað en dáðst að henni. „Hvar er Anna?“ spurði hann. „Hún er að laga miðdags- matinn fyrir mig,“ sagði Marta og stóð upp. „Viltu fá súpuna þína núna?“ Það var gott að tala við 'Mörtu. Þegar Anna kom inn með súpuna litlu seinna, gat hann brosað. „Fyrirgefðu mér,“ tautaði hann út í bláinn. „Ég skal reyna að bæta úr þessu öllu ;seinna.“ Hún gat ekki brosað á móti. „Ég hef ekkert að fyrirgefa þér,“ sagði hún. „Ég get beðið eins lengi og þú vilt. Og ef þú vilt ekki, skal ég fara mína leið.“ Hann tók hönd hennar og kyssti hana. Húðin var orðin gróf aftur, og hann tók eftir því. Hún dró undir eins að sér höndina. ,,Ég hef gleymt að nota á- burð núna þessa síðustu daga,“ sagði hún í afsökun- arskyni. „Vertu nú svo góð- ur að drekka súpuna þína!“ Hún hélt súpubollanum upp að munni hans, og hann drakk. Hún var ágæt á bragðið. Hann varð undrandi yfir því, að hún gæti smakk- ast honum svona vel, þrátt fyrir allt, sem fyrir hafði komið. III. Þá heyrði hann rödd móð- ur sinnar. Kannske vissi hún ekki, að veggirnir í litlu her bergjunum voru svo þunnir, kannske vildi hún helzt, að Albert skyldi heyra til henn- ar. „Ég þarf engar reglur um, hvernig ég á að haga mér gagnvart syni mínum,“ sagði hún. „Ætlið þér að kenna mér háttprýði, frú?“ „Gerðu svo vel að kalla á mömmu hingað inn,“ sagði Albert við Önnu. Svolítið seinna sat hún við rúm hans. Hún var enn- þá með hattinn með svarta slörið, enginn hafði getað fengið hana til að taka hann ofan. Hún var alveg gagntek in af jarðarförinni og talaði ekki um annað, — það var rétt svo að hún spurði ann- að veifið hvernig Albert liði. Jarðarföirn hafði farið fram frá kirkju. Anger- mannshjónin höfðu komið því svo fyrir. Þau höfðu -líka sagt alls staðar, að Melanía hefði dáið vegna slysni. Það stóð líka í blöðunum. Hún hafði af tilviljun tekið of stóran skammt af veronali, og þá hafði farið svona illa. „En hver trúir því?“ sagði móðir hans. „Og það versta var að þú skyldir ekki geta verið við jarðarförina.“ Rödd hennar var þrungin á- sökun, hún taldi það auðsjá- anlega sem hálfgerðan ó- tuktarskap áf Albert að verða einmitt veikur þegar svona stóð á. „Allir töluðu um það — ekki við mig auðvitað, en á bak við mig. — Ég heyrði einhvern, -sem ekki þekkti mig, segja: „Maðurinn henn- ar hljóp frá henni, og nótt- ina eftir tók hún inn eitur.“ Það lá við að ég sykki ofan í jörðina af blygðun! Hefðirðu bara legið heima um nóttina eða orðið veikur heima -— þá hefði verið auðvelt að finna eitthvað upp. En eins og nú er málum háttað —!“ Ballefsýning Nokrir miðar á sýninguna í kvöld verða seldir í Iðnó kl. 2—4 í dag. Næst síðasta sýning verður á morgun miðviku- dag, kl. 8 e. h. — Miðasala á þá sýningu kl. 4—6. Sími 3191. AuglýsiS í Alþýðublaðinu. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING ttl&rdj HÖFÐINGINN: Sjáðu, hvíta stúlka. Áður en Pétur kom, all- ir .sveinarnir hraustir. Nú marg ir dauðir eða sjúkir af að vinna fyrir það svín á tveirn fótum. ÖRN: Ef Chet hefur heppnazt lendingin, kemur hann hingað innan skamms! LOVAINA: Þú ert alltaf með hugann ofar skýjum, Örn Eld- ing. CYNTHIA: Hvað ert þú að gera hérna, Tagu? Þú átt að gæta flugvallarins! PÉTUR: Skjóttu, Percy!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.