Alþýðublaðið - 24.06.1947, Side 8

Alþýðublaðið - 24.06.1947, Side 8
Þriðjudagur 24. júní 1947 i Nýr forseti sænska Alþýðusambandsins I Fyrir tveimur mánuðum lét August Lindberg af forseta- störfum i ssenska Alþýðusambandinu, en við tók Axel Strand -fyrrverandi gjaldkeri sambandsins. Hér sést Lind- berg (til hægri) vera að afhenda hinum nýja forseta funda- hamar sambandsstjórnarinnar. Viðskiptaðamningar komnir á með Islandi og Sovéfríkjunum itússar kaupa síldartýsi, hraðfrystan físk g. fi>, en sei|a kol, sement og timhur. VISKIPTASAMNINGAR hafa nú tekizt með íslandi og Sovétríkjunum og hefur verið samið um sölu á verulegu magni af síldarlýsisfiamleiðslu íslendinga á þessu ári og á tilteknu magni af hraðfrystum fiski, sem þó mun fara eftir því, hve mildð síldarlýsi Sovétríkin fá héðan. Þá munu Sovétríkin og kaupa héðan verulegt magn af salt- síld og þorskalýsi. Frá Sovétríkjunum eiga íslendingar hins vegar að fá kol, sement, timbur og nokkuð af krossviði og salti. í fréttatilkynningu frá rík isstjórninni um þessa samn- inga segir: „í febrúarmánuði s. 1. sendi ríkisstjórnin sendi- nefnd til Ráðstjórnarríkj- anna til viðræðna um ýms viðskiptamál. Nefr^dina skipuðu: Pétur Benediktsson sendiherra, og var hann formaður nefndar- innar, Pétur Thorsteinsson senc^iráðsritari, varaformað- ur nefndarinnar, Björn Ólafs son fyrrv. ráðherra, Helgi Pétursson framkvæmda- stjóri, Erlendur Þorsteins- son framkvæmdastjóri og Ár sæll Sigurðsson framkvæmda stjóri, og ráðunautur nefnd- arinnar var Sveinn Jónsson útgerðarmaður. Árangurinn af sendiföriríni var sá, að hinn 21. þ. m. voru undirritaðir kaup- og sölusamningar milli íslands 1 norðurhiið hússins, en o- og Sovétríkjanna. Var sarnið um sölu á verulegu magni af síldarlýsisframleiðslu ís- lendinga sumarið 1947 og á tilteknu magni af hraðfryst- um fiski. Endanlegt magn hans verður þó ekki ákveð- ið og fiskinum ekki afskip- að fyrr en sýnt er, hversu mikið magn af lýsi fellur í hlut Ráðstjórnarríkjanna af sumarframleiðslunni. Enn- fremur var samið um sölu á verulegu magni af saltsíld og þorskalýsi. Frá Ráðstjórnáríkjunum munu íslendingar kaupa kol, sement timbur og lítilshátt- ar af krossviði og salti.“ AÐFARÁNÓTT sunnudags ins kom upp eldur í heild- verzlun Viðars Thorstensson ar, Aðalstræti 7. Mun eldur- inn hafa komið upp í skrif- stofuherbergi á annarri hæð kunnugt er um eldsupptökin, þar eð enginn var staddur í húsinu. Vélráðum kommúnlsta svarað á réttan háti: Verkamenn í Borgarnesi fóku samnings umboð af Álþýðusambandsssfjórn. Aftýsfu verkfallinn á síldveiðiskipum og sömdu um sömu kjör og önnur Faxa- llóafélög í vefur. --------♦--:----- VERKALÝÐSFÉLAG BORGARNESS hefur nú fyrir sitt leyti aflýst verkfalli því á síldveiðiskipum, sem hin kommúnistíska stjórn Alþýðusambands íslands lýsti yfir, meðal annars fyrir þess hönd, frá oy með 20. þ. m. Var þetta sambykkt í einu liljóði á félagsfundi í Borgarnesi á laugardag, samtímis því, að samþykkt var, einnig í einu hljóði, að svipta stjórn Alþýðusambandsins áður veittu umboði fyrir félagið til samninga um síldveiðikjör og fela það þriggja manna nefnd úr félaginu. Tókust samningár um síldveiðikjör á þeim þremur skipum, sem gerð verða út frá Borgarnesi, þegar á sunnudag og eru þeir í öllum atriðum þeir sömu og Sjómannafélag Reykjavíkur og önn- ur félög við Faxaflóa hafa samið um á síldveiðiskipum fyr- ir meðlimi sína. '* * kýs, og skal nefnd sú sénija um sömu kjör og of angreind félög hafá gjört, Vekur þessi skelegga fram koma verkamanna í Borgar- nesþ, gegn hinu pólitíska verkfallsbrölti kommúnista mikla athygli um land allt; enda er það einsdæmi í sögu verkalýðs hreyfingarinnar hér, að verkalýðsfélag hafi svipt stjórn Alþýðusambandsins samningsumboði, sem það var búið að veita henni. En sú ákvörðun Verka- lýðsfélags Borgarness sýn ir bezt, hve gjörsamlega stjórii Alþýðusambandsins er búin að glata öllu trausti verkalýðsins úti um land með gerræði sínu og misnotkun á samtökun um í sambandi við hið pólitíska verkfallsbrölt kommúnista. Verkalýðsfélag Borgarness ógilti, sem kunnugt er fyrir nokkru síðan samþykkt, sem kommúnistísk stjórn þess og trúnarráð hafði gert um, að boða samúðarverkfall með Dagsbrún. En sjálft átti fé- lagið eftir, að gera samninga um síldveiðikjör fyrir með- limi sína, því að Alþýðusam- bandið hafði í vetur hindrað, að það semdi um leið og önn ur félög við Faxaflóa og söls að undir sig samningsumboð fyrir félagið, með það fyrir augum, að geta notað það í verkfallsbrölti því, sem þá þegar var fyrirhugað. Sams- konar umboð sölsaði Alþýðu sambandsstjórnin undir sig fyrir sex önnur félög, en lét síðan alla samninga dragast á langinn og lýsti yfir verk- falli á síldveiðiskipum fyriir þeirra hönd frá og með 20. þ. m., eins og áður hefur ver- ið frá skýrt. Við slíka misnotkun á sam tökunum, hinu pólitíska verkfallsbrölti kommúnista til framdráttar, vildu verka-1 menn í Borgarnesi ekki sætta sig. 20 meðlimir úr verka- lýðsfélaginu kröfðust þess af stjórn félagsins, að kallaður væri saman félagsfundur til þess, að ræða síldveiðikjör- in, og þegar hin kommún- istiski formaður félagsins, Jónas Kristjánsson, þverskall aðist við því, — enda þótt það sé skylt að boða til fund ar, ef 10 meðlimir félagsins krefjast þess, — boðuðu þess ir 20 félagsmenn sjálfir til fundarins síðdegis á laugar- daginn og stjórnaði varafor- maður félagsins, Jón Guð- jónsson fundinum, en fundar ritari var Geir Bachmann. Formaður félagsins mætti og flutti langa ræðu til að sví- virða ríkisstjórnina og verja framkomu Alþýðusambands stjórnar, en reyndist eiga for mælendur fáa meðal fundar- manna. Bar Ingimundur Einars- son, fram svohljóðandi til- lögu fyrir hönd funaarboð- enda, og var hún samþykkt með 35 samhljóða atkvæð- um: „Með því að stjórn og trúnaðarráð Verkamanna- félags Borgarness hefur falið Alþýðusambandi ís- lands að annast samninga um síidveiðikjör á skipum frá Borgarnesi í siunar, en Alþýðusambandið neitað að semja á sömu kjörum og Sjómannafélag Reykja víkur, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Verkalýðs- félag Akraness hafa gert, þá ákveður félagsfundur, haldinn í Verkalýðsfélagi Borgarness 21. júní 1947, að svipta Alþýðusamband íslands ofangreindu um- boði til kjarasamninga á síldveiðum og felur það jafnframt 3ja manna samn inganefnd, er fundurinn og aflýsjir fundurinn því vinnustöðvun þeirri, er trúnaðarráð hefur lýst yf- ir á hendúr útgerðarfélag anna, jafnskjótt og undir skriftir aðila hafa fariðí fram.“ Eftir að þessi samþykkt hafði verið gerð, var þriggja. manna samninganefnd kosin og hlutu kosningu í hana þeir Ragnar Jónsson, Björn Ásihundsson og Þorbjörn Ás björnsson, en til vara voru kosnir Jón Guðjónsson, Skúll Bachmann og Þorkell Magn- ússon. Þá bar Ingimundur Einars son fram eftirfarandi tillögu sem einnig var samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn vítir harðlega stjórn og meirihluta trúnað- ráðs fyrir hina ólöglegu til- kynningu um samúðarverk- fall með verkfalli Verka- mannafélagsins Dagsbrún, þrátt fyrir ákveðnar sam- þykktir félagsfundar í gagn- stæða átt. Ennfremur vítir fundurinn þá framkomu formanns Verkalýðsfélagsins, að neita að boða til félagsfundar, þrátt fyrir áskorun 20 félagsmanna og sýnir sú framkoma full- komna lítilsvirðingu fyrir lög um félagsins.“ Strax á sunnudag tókust síðan samningar með verka- lýðsfélaginu og útgerðarfé- lögunum h. f. Grímur og h. r. Fjörður um síldveiðikjör á þeim þremur skipum, sem gerð verða út frá Borgarnesi, og eru þeir samningar, eins og áður segir, hinir sömu og önnur Faxaflóafélög hafa áður gert um kaup og kjör á síldveiðiskipum í sumar. Sjómenn Eyjum hafa verkfali kommún- i ista að engu FREGN frá Vestmannaeyj um í gær liermir, að þar séu allir sjómenn við vinnu, þrátt fyrir verkfall það, sem Alþýðusambandsstjórn lýstf yfir á síldveiðiskipum frá og með 20. þ. m. Vélskipið ;,Erna“ er ný- lega, eftir að verkfallið áttí að hefjast, farið frá Eyjum norður, á síldveiðar, án þess að kommúnistar fengju við það ráðið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.