Alþýðublaðið - 24.06.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.06.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Austan kaldi, lítilsháttar rigning öðru hvoru. AlþýSubiaðið vantar börn til að bera blaðið í' nokkur hverfi. XXVII. árg. Þriðjudagur 24. júní 1947 Uirftalsefnið: Boðskapur kommúnista til Dagsbrúnamanna í gœr- kvöldi. Forustugrein: Svar verkamanna í Borg- arnesi. 135. tbl. M0L0T0V ÞAÐI BOD BEVINS OG BIDAULT! Sljórn Trumans, sem slendur að iilboði Marshalls Fundur þeirra í Par ís sker úr um fyrir ■ - A r segj^ Myndin sýnir Truman og ráðuneyti hans á f undi í Washington. Forsetinn situr fyrir miðju til hægri á myndinni; en sitt hvoru megin við hann sitja þeir Marshall utanríkis- málaráðherra og Snydder fjármálaráðherra. Eftir hálfs mánaðar verkfall: li 15,36 á íösiudaginn SÆNSKI KÚLUVARP- VARPARINN Roland Nils- son kastaði 15,36 metra á anóti í Örebro á föstudaginn, eða 7 setntimetrum lengra en Gunnar Huseby á afmæl ismóti KR 10. júní. Þessi ár- angur Nilssons er hinn bezti á Norðurlöndum það, sem af er þessu sumri, en áður hafði hann kastað jafnlangt og Huseby 10. júní. Á þessu sama mgti hljóp hinn frægi sænski hlaupari Roland Sundin 1500 metr- ana á 3:52,8 mín. og sigraði glæsilega. Er þessi árangur Sundins annar bezti árangur í heiminum í þessari grei’n það, sem af er þessu sumri. Þeir Roland Nilsson og Roland Sundin verða báðir þátttakendur í afmælismóti ÍR nú um helgina ásamt sænsku Evrópumeisturunum þremur Anton Bolinder, Olle Læssker og Lennart Atter- wall. mönnum í siað abinnu EFTIR AD HAFA haft hálfsmánaðaratvinnu af Dags- brúnarmönnum með hinu pólitíska verkfallsbrölti sínu boð- uðu kommúnistar til félagsfundar í Dagsbrún í gærkvöldi, og skýrðu þeim frá bví, til bess að reyna að sætta þá við á- framhaldandi verkfall og atvinnumissi, að nú yrði byrjað að eyða sjóðum Dagsbrúnar í verkfallsstyrki og ennfremur gætu félagsmenn stofnað skuldir hjá KRON, sem samið hefði verið við, að veitti Dagsbrúnarmönnum úítekt upp að allt að 250 000 krónum, gegn tryggingu í sparisjóðsbók- um og skuldabréfum í eigu Dagsbrúnar. Upp undir 500 manns munu hafa sótt Dagsbrúnar- fundinn, sem haldinn var í Iðnó í gærkveldi. Var fund- urinn stuttur, enda gerðist þar lítið annað, en að komm- únistar fluttu Dagsbrúnar- mönnum þann boðskap. sem hér að framan greinir. Skýrði Eðvarð Sigurðsson þeim frá því, að ákveðið hefði verið að byrja að greiða verkfalls- styrk úr vinnudeilusjóði fé- lagsins 84 krónur á hjón yfir fyrstu vikuna og 35 krónur fyrir hvert barn að auki. En því næst skýrði Eggert Þorbjarnarson frá samkomulagi því, sem gert hefði verið við KRON,‘ að þeir mættu taka út vörur þar fyrir allt að 250 000 krónum samtals, gegn .tryggingu í sparisjóðsbókum* og skulda- bréfum Dagsbrúnar, sem hann sagði nema um 90 þús- und krónum. Þessi boðskapur kommún- ista vakti litla hrifningu fundarmanna. enda munu þeir vera búnir að fá nóg af því, að vera hálfan mánuð í verkfalli fyrir pólitískt of- stæki kommúnista, þó að þeim sé nú ekki boðað, að sjóðum félagsins skuli eytt og þeir sjálfir stofna persónu legar verzlunarskuldir til þess að geta haldið slíku verkfalli áfram. Urðu engar umræður um þessar tilkvnningar komm- únista, og var fundinum slit- ið strax á ellefta tímanum, eftir að ræðumenn kommún- ísta höfðu talað og nokkrar þýðingarlausar tillögur frá þ'eim verið samþykktar; en ÞAÐ varð kunnugt í gær, að Molotov hefði, þrátt fyrir a'llar svívirð- ingar Moskvaútvarpsins og Moskvablaðanna um hjálpartilboð Marshalls, þegið boð þeirra Bevins og Bidaults á þríveldafund til þess að ræða það. Fund- urinn verður haldinn í París og hefst á föstudag- inn. Moskvaútvarpið hefur í sambandi við þessi tíðindi algerlega snúið við blaðinu, og sagði í gær, að Bandaríkin hefðu látið mikið af hendi rakna til hjálpar Evrópu, og mikið gagn mætti verða af tilboði Marshalls, ef rétt yrði á málunum haldið. Það vakti mikinn fögnuð í brezka þinginu í gær, er Be- vin skýrði frá því, að Molo- tov hefði þegið boð þeirra Bidaults; og í franska þing- inu var því einnig tekið með mikilli gleði, er Bidault skýrði frá því sama. Brezka útvarpið hafði það í gærkveldi eftir fréttaritara sinum í Washington, að í Ameríku væri einnig látin í Ijó^ mikil ánægja yfir því, að Molotov skyldi hafa þegið boð þeirra Bevins og Bi- daults, þó að stjórnmála- menn þar teldu enn með öllu óvíst; hvað fyrir Rússum vakir. Ilins vegar væru þeir þeirrar skoðunar, að þrí- veldafundurinn i París myndi skera úr, hvort Rússar vildu virkilega vera með í efna- hagslegri viðreisn Evr.ópu, eða hvort þeir stefndu að auknu öngþveiti og eymd til þess að undirbúa jarðveginn undir kommúnistíska bylt- ingu. Sáftanefnd ræðir við báða aðila unnar í dag SÁTTANEFNDIN í DAGSBKÚNARDEIL- UNNI hefur boðað báða aðila á sinn fund í dag, hvorn í sínu lagi. Er það í samræmi við lögin um stéttarfélög og vinnudeil- ur, en þar er svo fyrir mælt, að sáttanefnd skuli ræða við deiluaðila ekki síðar en hálfum mánuði eftir að upp úr sáttatil- raunum siitnaði, til þess að kynna sér, hvort þeir hafi nokkuð nýtt að bjóða og hvaða mögúleikar séu á sættum. Ármenningar flognir fil Finnlands I GÆRKVÖLDI lagði fyrri hópurinn af sýningarflokk- um Ármanns af stað loftléið is til Stokkhólms, en síðari hópurinn leggur af stað á miðvikudag, en eins og kunn- ugt er, eru flokkar þessir á leið til Finnlands og verða þar viðstaddir íþróttahátíð mikla. Þar mun þeir hafa sýningar margar, en á hátíð þessa eru boðnir flokkar og einstaklingar frá flestum þ jóð um álfunnar og er hátíðin fal in einhver merkasti íþrótta- viðburður ársins. Flokkarnir, sem Ármann sendir, eru þrír, úrvals leik- fimisflokkar kvenna og karla og glímuflokkur. Þess ber að geta, að flokk- ar þessir hafa meðferðis fata bögla til gjafar nauðstödd- um í Finnlandi. Vegna blaða ummæla er einnig rétt að geta þess, að eini erlendi gjaldeyririnn, sem við þetta ferðalag eyðist, er fargjald- ið frá Stokkhólmi til Finn- lands eða alls kr. 140 á hvern þáttttákenda. Stjórnandi flokkanna er Jón Þorsteinsson fimleika- kennari, en fararstjóri Jens Guðbjörnsson, formaður Ár- manns. fjöldi fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um þær. Aðalfundur SÍS hófsf ö í gærmorgun AÐALFUNDUR Sambands íslenzkra samvinnufélajga hófst í gærmorgun á Þing- velli og var settur klukkan 10 fyrir hádegi. Fumdinn sitja 84 fulltrúar víðs vegar að af landinu, auk sambands- stjórnarinnar. forstjóra þess og gesta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.