Alþýðublaðið - 12.07.1947, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.07.1947, Qupperneq 2
2 r» n'wimrrriw ALÞÝÐUBLAÐID Laugardagur 12. júlí 1947 20 blla happdrætfi S.I.B.S. 1, dráffur n.k. þriðjudag, 15. júls Lokað verður vagna- sumarleyfa 21. júlí til 4. ágúat að báðum dögum meðtöidum. — Tekið á -móti fatnaði til 16. júlí. Nýja Efnalaugin h.f. Sími 4263. Ferðir Ferðafélagsins í þessum mánuði. Frakklandssöfnunin nam um 407 þús. kr, Norrænu útvarps- mennirnir ferðast um Suðurland á morgun EINS OG ÁÐUR hefur verið getið í blaðinu eru komnir hingað á vegum rík- isútvarpsins tíðindamenn frá Norðurlöndum, nema Dan- mörku, en þaðan koma tveir eða þrír mew síðar í mánuð inum. Á morgun ferðast út- varpsmennirnir um Suður land. Menn þeir, sem hingað eru komnir. eru þessir: Vilhelm Zilliacus lektor, frá finnska útvarpinu; Karl C. Lyche fréttastjóri, frá norska út- varpinu; Olov Forsen aðal- fréttastjóri, frá sænska út- varpinu, ásamt tveim aðstoð armönnum, Brandhill og Iyarsson. Menn þessir hafa með sér svonefndan upptökuvagn, þar sem komið er fyrir upp- tökutækjum, og ætla þeir að ferðast um landið þennan mánuð til þess að kynna sér hætti lands og þjóðar og safna fréttaefni og frásögn- um, er þeir við heimkomuna munu nota til kynningar í útvarpi landanna. Ríkisút- varpið leggur þeim til leið- sögumann, Jón Magnússon fréttastjóra, og greiðir hann för þeirra að öðru leyti eftir föngum. Um þessar mundir kynna 'þeir sér landþúnaðarsýning- una, en fara á morgun í för um Suðurland. Að þeirri ferð lokinni miunu þeir kynna sér ýmsar stofnanir í Reykjavík, verða síðan við- staddir Snorrahátíðina í Reykholti og fara að því búnu í för um Norðurland. 38 smálesia bát hleypi af stokk- unum á Seyðisfirði FYRIR síðustu helgi var hleypt af stokkunum 38 smá- lesta mótorbát í Skipasmíða- stöð Austurlands á Seyðis- firði. Bátur þessi var smíðaður fyrir ríkisstjórnina, og er síðasti þáturinn, sem ríkið samdi um smíði á við Skipa- smíðastöð Austurlands. — Bátur þessi mun vera óseld- ur ennþá. Elizabelh og Phillp Mountbalten hylif af miklum mannfjölda ELIZABETH PRINSESSA og Philip Mountbatten prins voru hyllt af miklum mann- fjölda í fyrradag, þegar þau sýndu sig saman á svölum Buckinghamhallarinnar. Þau hjónaefnin komu fyrst ein út á svalirnar, en síðar komu konungshjónin og veifuðu til mannfjöldans. Síðar voru prinsessan og unnusti hennar, svo og kon- ungshjónin og yngri prins- essan, Margaret Rose, við- stödd garðveizlu í Bucking- hamhöll, þar sem 6000 gest- ir voru þoðnir. Heillaóskaskeyti hafa bor- izt til London í tilefni af trúlofun Elizabethar prins- essu, þar á meðal eitt af Vincent Auriol Frakklands- forseta. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ráðgerir að efna til eftirtaldra skemmti- og orlofsferða í þessum mánuði og þyrjun [ næsta mánaðar: Breiðafjarðarför: Hefst ferðin 17 þ. m. og stendur yf- ir 8 daga. Farið með þifreið- um til Stykkishólms og með bát til Flateyjar. Ferðast ríðandi til Arnarfjarðar og ferðast á bátum um fjörðinn. Komið í Geirþjófsfjörð að Dynjuanda, Rafnseyri, Bildu dal. Farið xíðandi yfir Foss- heiði inn á Barðaströnd og í Vatnsdal. Farið sjóleiðis í Þorskafjörð. Farið ríðandi í Barmahlíðina og að Reyk- hólum og áttunda daginn til Reykjavíkur. Óbyggðaferð norður á milli Hofs og Langajökuls. Ferð- in hefst 19. þ. m. Verður fyrst farið að Hagavatni, gengið í jökulinn og Jarlshettur, svo farið í Hvítarnes, á bátum í Karlsdrátt, þá í Kerlingar- fjöll, Hveravelli, Þjófadali og víðar. Gengið á Kerlingar fjöll og skaðuð hin frægu hverasvæði á Hveravöllum og Kerlingafj ölíum. 6 daga ferð. Gist í sæluhúsum félags ins. — í Landmannahelli og Laug ar. 2—-Vz dags ferð og hefst 19. þ. m. Til Mývatns, Dettifoss og Ásbyrgis: Ferðin hefst 22. þ. m. og stendur yfir 9 daga og verður komið á alla merkustu staði Norðanlands. Ferð austur á Síðu og í Lakagígi hefst 22. þ. m. og stendur yfir 5 daga. Ekið aust ur að Klaustri en farið ríð- andi í Lakagígi. Til Gullfoss og Geysis 27. júlí. Eins dags ferð. Reynt að ná fallegu gosi. Komið að Brúarhlöðum og í heimleið farið upp með Sogi og Þing- vallavatni og um Mosfells- heiði heim. — Um helgina yfir frídag verzlunarmanna: 2. til 4. á- gúst verða farnar tvær ferð- ir. Önnur ferðin um Snæfells AÐ TILHLUTUN félagsins Alliance Francaise í Reykja- vík var hafin fjársöfnun og 1 fatnaðar handa nauðstöddu fólki í bænum Avranches í Normandí snemma árs 1945. Auk margs konar fatnaðar bárust margar gjafir víðs vegar að af landinu, bæði peningar og lýsi, og var keyptur fatnaður og lýsi fyr- ir andvirðið og námu þessar gjafir samtals, samkvæmt á- ætluðu verði framkvæmda- nefndarinnar, kr. 407.336,62. Fyrir allar þessar gjafir vill nefndin færa öllum gef- endunum alúðarfyllstu þakk- ir og sömuleiðis öllum þeim, er á einn eða annan hátt greiddu fyrir sendingum þessum, m. a. Eimskipafélagi íslands og fjármálaráðuneyt- inu, er veitti undanþágu frá innheimtu útflutningsgjalda af öllu því, er sent var. Frk. Thora Friðriksson veitti miklum hluta gjafanna j viðtöku og vann að söfnun- inni. Enn fremur vann sendi- herrafrú Vollery um langt skeið að því að undirbúa fatasendingarnar, bæði að innkaupum og að endurbót- um, af óvenjulegum dugnaði og áhuga, en sendiherrann veitti nefndinni alla þá að- stoð, er honum var unnt. Borgarstjórinn í Avranch- es hefur með bréfi dags. 30. des. ’46. beðið formann fram- kvæmdanefndar, hr. stor- kaupm. Pétur Þ. J. Gunnars- son, að flytja hjartanlegar nes og út í Breiðafjarðareyj- ar, en hin norður að Hvítar- vatni, Kerlingarfjölluni og Hveravöllum. Ferðirnar verða farnar, verði nægileg þátttaka og er ráðlegast að panta far snemma. Nú standa yfir ferðirnar til Siglufjarðar. Flogið er fram og til baka í Öræfin, því ekki er hægt að komast landleiðina vest- an frá. Ú&jiig® Es. Reykjafoss fermir í Antwerpen 17. og 19. þ. m. EINARSSON, ZOÉGA & CO. HF. Hafnarhúsinu. Sirnar: 6697 og 7797. þakkir sínar til íslendinga, sem ,,þótt þeir séu fáir að tölu, hafi stórt hjarta“. MaSur slasast hjá i Akureyri. Einkaskeyti frá AKUREYRI ÞAÐ slys vildi til í fyrra- dag á veginum norðan Akur eyirar, að Valdimar Helgason, jbílstjóri, Kjarna Arnarnes- 'hreppi slasaðist :er hann var að gera við bifreið sína. Féll vörupallur-inn á öxl hans og háls og klemdist mað urinn. Var hann meðvitund- arlaus þegar að var komið. Var Valdimar fluttur á sjúkra hú-s og þar gert að meiðslum hans og líður nú -sæmilega eft i.r atvikum. Nánari orsök að slysinu eru ókunn. —Hafr— ÖRYGGISRÁÐIÐ hefur samþ., að taka inntökubeiðni Austurríkis í bandalag hinna sameinuðu þjóða tií umræðu og afgreiðslu innan skamms. ÞEIR, sem tóku myndir á landsmótinu að Hvann- eyfli, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofuna í Alþýðu- húsinu og gefa samband- inu kost á að eignast myndirnar. STJÓRN S.U.J. i G O U í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.