Alþýðublaðið - 13.07.1947, Síða 8
Sunnudagur 13. julí 1947
Folaldið fœr sér hressingu.
Þessi fallega víðavangsmynd er frá Danmörku.
Meisfaramót Reykjavíkur í frjáls-
um íþróftum fer fram í vikunni
-------------------*-------
MEISTARAMÓT REYKJAVÍKUR í frjálsum íþróttum
fer fram í þessari viku og stendur yfir í fjóra daga; liefst á
mánudaginn og heldur áfram á þriðjudaginn og miðviku-
daginn, en lýkur á fimmtudaginn. Taka þátt í mótinu 50
keppendur frá þremur Reykjavíkurfélögunum, KR, ÍR og
Ármanni. Er ákveðin keppni í 18 íþrótíagreinum og í ráði
að bæta enn 2 við. Meðal þátttakenda á mótinu eru allir
beztu frjálsíþróttamenn höfuðstaðarins.
Fleiri bátar á sí!d frá
Austfjörðum í sumar
en nokkru sinni fyrr
SAMKVÆMT FRÉTTUM,
sem blaðið hefur fengið frá
Fiskifélagi íslands, verða
fleiri bátar gerðir út á síld-
veiðar frá Austfjörðum í
sumar en nokkru sinni fyrr.
I júnímánuði var útgerð
með minna móti á Austfjörð-
um, enda voru hinir stærri
bátar þá að búa sig á síld-
veiðarnar.
.Helzt voru það smærri bát
ar á hinum norðlægari fjörð
um, svo og frá Stöðvarfirði,
sem stunduðu_línu- og hand-
færaveiðar og hefur afli oft-
ast verið ssemilegur og stund
um góður.
Dragnótaveiðar voru stund
aðar á nokkrum bátum frá
Fáskrúðsfirði, Neskaupstað
og Djúpavogi og hefur afli
yfirleitt verið góður af kola
og-steinbít. Hafa frystihúsin
tekið á móti afla dragnóta-
bátanna en annar afli hefur
því þær allur verið saltaður.
/
Sfaðsefning hjúkrun-
arkvennaskóla á
Landsspííalalóðinni
Á BÆJARRÁÐSFUNDI á
föstudaginn var lögð fram til
laga skiþulagsnefndar um
staðsetningu hjúkrunar-
kvennaskóla á lóð landsspít-
alans.
Bæjarráð samþykkti tillög
una fyrir sitt leyti.
ANNAÐ KVÖLD teflir
Baldur Moller fjölskák í
Breiðfirðingabúð og samtím-
is teflir Ásmundur Ásgeirs-
son fjórar blindskákir.
Skákirnar hefjast kl. 7,30.
Ákveðið er að keppt verði
á mótinu í 100, 200, 400, 800,
1500 og 5000 rnetra hlaupi,
110 og 400 metra grinda-
hlaupi, 4x100 og 4x400 m.
boðhlaupi, fimmtarþraut,
kúluvarpi, kringlukasti, spjót
kasti, langstökki, hástökki
og stangarstökki, en einnig
er í ráði að keppt verði í
slekkjukasti og þrístökki,
í 100 metra hlaupi eru 11
þátttakendur, þar á meðal
Finnbjörn'Þorvaldsson, Clau
sensbræður, Þorbjörn Péturs
son og Ásmundur Bjarnason.
í 200 metra hlaupi eru einn-
ig 11 þátttakendur, flestir
þeir sömu og í 100 metra
hlaupinu. í 400 metra hlaup-
inu eru þátttakendur 8, og
mun keppnin um meistara-
tignina verða milli Kjartans
Jóhannssonar og Hauks Clau
söns. í 1500 metra hlaupi eru
8 þátttakendur, þar á meðal
Óskar Jónsson, Hörður Haf-
liðason og Þórður Þorgeirs-
son. í 5000 metra hlaupinu
eru þátttakendur 6, og munu
þeir Þórður Þorgeirsson og
Sigurgeir Ársælsson líkleg-
astir þar til sigurs. í 110 m.
grindahlaupi eru 5 þátttak-
endur, þeir Skúli Guðmunds
son, Pétur Sigurðsson, Ólaf-
ur Nielsen, Orn Clausen og
Finnbjörn Þorvaldsson. í 400
metra grindahlaupi eru 4
þátttakendur, Haukur Clau-.
sen, Árni Kjartansson, Reyn-
ir Sigurðsson og Sveinn
Björnsson. í 800 m. hlaupi
eru 8 þátttakendur, og mun
þar verða hörð keppni milli
Öskars Jónssonar, Kjart-
ans Jóhannssonar og Harðar
Hafliðasonar. í boðhlaupun-
um verða 2 sveitir frá KR,
en 1 frá hvoru hinna félag-
anna. I fimmtarþraut eru 4
þátttakendur, Jóel Sigurðs-
son, Örn Clausen, Ásmundur
Bjarnason og Gunnar Sig-
urðsson. í kúluvarpi eru
þátttakendur 5, þar á meðal
Gunnar Huseby. í kringlu-
kasti eru þátttakendur 6, þar
á meðal Huseby, Friðrik
Guðmundsson og Olafur Guð
mundsson. í spjótkasti eru
þátttakendur 7, og mun
Finnbjörn Þorvaldsson þar
líklegastur til sigurs. í lang-
stökki eru þátttakendur 6,
þar á meðal Finnbjörn Þor-
valdsson, Örn Clausen og
Torfi Bryngeirsson. í há-
stökki eru þátttakendur 3,
Skúli Guðmundsson, Örn
Clausen og Ilermann Magn-
ússon. I stangarstökki eru
þátttakendur 3, Torfi Bryn-
geirsson, Bjarni Linnet og
Þorsteinn Löve. Til þátttöku
í sleggjukasti hafa verið
skráðir 3 menn, Huseby, Vil-
hjálmur Guðmundsson og
Þórður Sigurðsson, en í þrí-
stökkinu 6, þar á meðal Torfi
Bryngeirsspn, Halldór Sigur
geirsson og Magnús Bald-
vinsson.
horfa á okkur"
---------*----------
Sviff Sml.eskaBijónin segfa f rá,
■---- 1 — 1 —
FYRIR SKÖMMU komu hingað dönsk hión, er sýna
sviffimleika í Tivoli, þær listir sýna bau í fimmtán metra
hæð yfir jörð, og þykir mörgum nóg um, hve djarft þau
tefla. En þetta er þeirra atvinna og ,,ef við teflum ekki
diarft, mundi fæstum þykja ómaksins vert, að horfa á okk-
ur,“ segja þau.
„Hefur þú séð þau, sem
sem sýna í Tivoli? Almátt-
ugur, að þau skuli þora
þetta.“
Ég var á gangi niður Banka
stræti. Tvær ungar stúlkur
gengu skammt á undan mér,
og það var önnur þeirra, sem
spurði stöllu sína þessari
spurningu.
Og það var síst að undra,
þótt hún spyrði. Fimleika-
listir, þær sem þau Larrowas
sýna í meira en fimmtán
metra hæð, eru nýstárleg
skemmtun hér á landi, og
bera vott um frábæra þjálf-
un, leikni, og frábæra dirfsku.
Nær undanteknarlaust allir
sviffimleikamenn, er sýna list
ir sínar á erlendum skemmti-
stöðum, hafa öryggisnet und
ir skammt frá jörðu, til þess
að draga úr fallinu, ef illa
fer, en þau kæra sig kollótt
um hættuna. Ef illa fer fyrir
þeim, er aðeins um limlist-
ingu eða dauða að ræða.
í gærkvöldi, skömmu eftir
að þau höfðu leikið listir sín
ar hátt yfir höfðum áhorf-
enda, klædd þunnum leikfim
isfötum, þrátt fyrir gust og
kalsaveður, hittu blaðamenn
þau að máli. „Tvisvar sinn-
um munaði minnstu, að ég
rnissti tak og félli til jarðar,
vegna þess að ég var króklopp
in“, mælti frúin. En . . .“
frúin opnar tösku sína og tek
ur upp talnaband með krossi
á. ,,Þetta er verndargripur
minn,“ segir hún. „Ég er ka-
þólskrar trúar,“ bætir hún
við. „Þið hafið ef til vili
veitt því athygli, að ég geri
alltaf krossmark fyrir mér,
þegar ég byrja að sýna. Hver
sem vill má kalla það hjá-
trú.“
Hann hefur einnig vernd-
argrip. Barnaskó, sem hann
fann á götunni í Stokkhólmi.
„Hjátrú,“ segir hann. „Þeir,
sem þessa atvinnu stunda.
verða flestir hjátrúarfullir.
Annars er ég trúleysingi. Vel
getur verið, að það stuðli að
hjátrú minni. Einhverju verð
ur maður að trúa, eða öllu
heldur, ■— maður verður að
svala trúarþörf sinni á ein-
hvern hátt.“
Við samræðurnar kemur í
ljós, að hann stundar nám við
danskan undirbúningsskóla
sem við höfum með hönd-
um,“ segir hann, „og því er
betra að hugsa eitthvað fyr-
ir framtíðinni.“
Þau hafa sýní listir sínar á
Noregi, Svíþjóð, Danmörku
og Sviss og hvarvetna hlotið
góða dóma. Á hernámsárun-
urn sat hann um hríð í þýzk-
um fangabúðum, fyrir út-
gáfu. óleyfilegs blaðs. ,,En nú
er sú tíð gleymd og maður er
frjáls eins og fuglinn. Við
höfum fengið samnings boð
frá Ameríku. Ef til vill tök-
um við því, en það tefur mig
við námið og mér finnst var-
hugavert að láta það sitja á
hakanum. Eftir 17. ágúst er-
um við fastráðin við sýning-
ar á Norðurlöndum, svo nóg
er að gera.“
„Finnið þið aldrei til
hræðslu, þegar þið eruð að
þessu hættulega starfi?“
„Það væri ef til vill of
mikið sagt, en maður er þess
auðvitað meðvitandi, að
betra sé að láta sér ekki fip-
ast tökin. Við höfum einu
sinni orðið fyrir slysi. Frú-
in hlaut þá nokkur meiðsl,
en við höldum áfram engu að
síður.“
Já, þau halda áfram. Og
fólk þyrpist að sýningum
joeirra og klappar þeim lof í
lófa fyrir djarfan leik. Sum-
ir kalla slíkt að leika sér við
dauðann. Og ekki verður því
neitað, að þau tefla djarft, og
margir starfsbræður þeirra
hafa beðið bana af slysum.
En margir bíða líka bana af
slysum, sam þeir hlutu við að
ganga yfir götu. . .
Að nokkrum árum liðnúm
ætla þau að hætta þessu
starfi og leggja stund á ann-
að, sem minni áhætta fylgir.
Eftir nokkur ár, ef — allt
gengur stórslysalaust.
Ólafur Túbals málari
ÓLAFUR TUBALS, list-
málari í Múlakoti, er 50 ára
í dag. í tilefni afmælisins
verða nokkrar myndir eftir
Túbals til sýnis í sýningar-
glugga Jóns Björnssonar,
Bankastræti 7.
„ Allar nánari upplýsingar
°S byggst verða byggmga- j varðandi myndirnar eru gefn
verkfræðingur. „Menn end- ar { listverzlun Vals Norð-
ast ekki lengi við það starf, | dahl.