Alþýðublaðið - 13.08.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 13.08.1947, Page 3
Miðvikudagur 13. ágúst 1947. ALÞÝBUBLAÐIÐ Siour Sveinbjörn Oddsson: æiarútserðarinnar ÞEGAR stofnað var til bæjarútgerðar í Hafnarfirði, fundu blöð Sjálfstæðisflokks ins ekki nógu sterk orð til þess að fordæma fyrirtækið. Blöðin voru dag eftir dag með stórar fyrixsagnir, og j afmaðarmenn, sem þá höfðu hlotið meirihluta í bæjar- stjórn, voru taldir hættuleg- ir fyrir Hafnarfjarðarbæ, og kenningar jafnaðarmanna taldar háskalegar fyrir þjóð- félagið. Jafnaðarmenn væru búnir að ná klófestu í stjórn eins bæjarfélags, og ef ekki væri því betur staðið á verð- inum, væri ekkert líklegra ©n það kynni víðar að takast, frjálsari samkeppni til stór- tjóns, og einstaklingsframtak ið mundi stórlamað, en það hlyti að valda athafna kyrr- stöðu í landinu, fjárhagslegu hruni og menningarlegri aft- urför. Árin liðu hvert af öðru. Útgerð bæjarfélags Hafnar- fjarðar, var háð veðrum, fiskigöngum, mörkuðum og Verðlagi, eins og útgerð ein- staklinganna. Bæjarútgerðin birti reikninga sínia, hún sýndi gróða, eða tap, eftir því, sem áraði, og dró ekki idul yfir. Afkoma eiinstakling- anna var síður opinberuð, sízt gróðaárin; þannig var hentugra að hafa það, þann- ig var hægara að standa gegn, sívaxandi kröfum skipverj- anina og verkafólksins í landi. Kreppu- og erfiðleikaár komu. Einstaklingar, sem hugsuðu fyrst og fremst um eigin fjárhag, bundu þá skip sín við garða, eða lögðu þeim við botnfestar, þegar illa aflaðist, eða aflasala var ó- hagstæð, en bæjarútgerð Hafnarfjarðar lét sín skip ganga, þrátt fyrir bein út- gerðartöp. Útgerðarstjórnin skildi, að aflinn, sem á land kom, var verðmæti, var at- vinna, ekki einungis fyrir sjómennima, heldur einnig fyrir verkafólkið í bæinum, sem annars gekk ntvinnu- laust, og Hafnarfjarðarbær hefði þurft að skaffa atvinnu bótavirtnu, eða framfærslu- styrk elia, sem hvort sem Var, var bænum fjárhagslega um megn. Bæjarútgerðin tapaði, og upphrópanir um töp hemnar mættu bæði augum og eyrum manna- Á það var bent, að svona gengi bæjarútgerð. Ræðumenn og rithöfundar stjálfstæðismanna tóku sem texta fyrir orð sín, nokkrar slíkar upphrópanir, og hver og einn kom með nýja, eða nýjar sögur af eymdará- standi bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði, og ályktun ræðu manna og rithöfunda þeirra sjálfstæðismanma var sú, að svona og á engan annan máta gæti farið með bæjarútgerð. Tímarnir breyttust, en mennirnir, sem stjórnuðu bæjarútgerðimni í Hafnar- firði voru þeir sömu, og breyttust ekki. Bæjarútgerð- in græddi og það var opinber að almenningi. Hafnarfjarð- arbær varð bezt stæða bæjar félag á landinu; því varð ekki möti mælt. Á fyrsta þingi sambands íslenzkra sveitarfélaga sagði Bjarni Benediktsson, þáver-1 andi borgarstjóri Reykjavík- ur, í ræðu, að hin glæsilega fj árhagsafkoma Hafmarfjarð arbæjar sýndi, að takast mætti að stjórna bæjarfjár- málum á fleiri en einn veg. Fjárhag Reykjavíkur hefði verið stjórnað eftir öðrum leiðum, og einnig vel tekizt, að hams sögn, en í þessari ræðu heyrði ég sjálfstæðis- mann fyrst viðurkenna bæj- arútgerð Hafnarfjarðar sem fjárhagslega lyftistöng Hafn arfjarðarkaupstaðar. í mörg ár, ég veit ekki hve mörg, báru jafnaðarmenn í bæjarstjóm Reykjavíkur fram tillögu um, að bærinn stofnaði til togaraútgerðar, en sjálfstæðismönnum datt ekki í hug, að ljá þeirri til- lögu atkvæði, af ástæðum, sem lýst er hér að fram- an- Tillaga um nýsköpun at- vinnutækja náði fram að ganga á alþingi. Samþykkt var, að fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar yrðu byggðir 30 nýir togarar. Og nú sam- þykkti bæjarstjórn Reykja- víkur að verða kaupandi að togurum og stofna til bæjar- útgerðar. „Ingólfur Arnar- son“ kom. Stofnað var til móttökuhátíðar og henni út- varpað, ræður fluttar af sjálfstæðismömnum, bæjar- útgerð fagnað með orðgnótt og húrrahrópum, og allir virt ust fullkomlega glaðir og á- nægðir með þessa nýju þró- ' un í félagsmálum. Ekki eitt ^ einasta af slagorðunum gegn bæjarútgerð Hafnarfjarðar kom nú fram, ræðprnar voru ij;i =^fi»n»í9y.Æ EZEMMSfcn 7. i b Ódýrir KJÓLAR fyrirliggjandi. bókstaflega allar í þeim anda, að ókuninugir hefðu getað trúað, að jafnaðarmenn væru að tala og staðfesta, að dag- draumar þeirra væru að ræt- ast. 29. júlí kom nýsköpunar- togari til Akraness- Honum hafði verið valið vinsælasta nafnið sem Akurnesingar eiga völ á, „Bjartni Ólafsson," og allir eru ánægðir með það. Forseti bæjarstjórnar Ólafur B. Björnsson flutti ræðu við komu skipsins. Þar sagði hann méðal annars; „Bæjar- stjórnin var þegar ráðin í því, og sammála um, að gera ítrustu tilraun til að bærinn gæti eignast, og haldið úti, einu af þessum skipum.“ Taugakerfi manna, sem geta meðhöndlað sannleikann á þennan hátt, hlýtur að vera af sérstakri gerð. Ólafur B. Bjömsson hefði með góðri isamvizku getað sagt: Að síð- ustu var samþykkt, án mót- atkvæða, að Akranesbær, gerði tilraun til að eignast og halda úti einu af þessum skip um- Það gleður áreiðanlega enga meira en Alþýðuflokks- ifólk á hverjum stað, að stefna og kenning lýðræðissósíalistia er að fara sigurgöngu víðs- vegar um heiminn. Þjóðnýt- ingarframkvæmdir brezku jafnaðarmanniastjórnarinn ' ar ha-fa náð þeim vinsældum, að íhaldsmenn hafa lýst því yfir að þeir mundu ekki af- nema þjóðnýtingu kolanám- anna, þó þeir kæmust aftur til valda. íslenzkir íbaldsmenn, und- ir nafninu sjálfstæðismenn, breiða yfir nafn og númer, berja sér á brjóst og segja: þetta höfurn við alltaf viljað. Hvað hefur skeð? Eru sósía listiskar hugsjónir að festa almennar rætur í íslenzku þjóðinni? Eru íslendingar að sjá og skilja, að hagkerfi j'afn láðarmanna, hagkerfi það sem íslenzki Alþýðuflokkurinn hefur frá öndverðu túlkað og barizt fyrir, er byggt upp þannig, að það horfir til heilla fyrir alþjóð, að það er fals laus efnahagsleg undirstaða þjóðfélagsheildarinnar, hvers bæjar og sveitarfélags og hvers eiinstaklings. Er þess nokkur kostur að festa ekki eftirtekt á flótta sjálfstæðismanna frá sínum höfuðkenningum? Áður börðust þeir gegn tryggingum. Héldu því fram að beinbrot gréri seimna á tryggðum mianni én ótryggð- um. Nú hafa þeir greitt at- kvæði með því að stofna al- miannatryggingar. 1 Áður börðust þeir gegn öll íum sarnvinnufélagsskap. Nú er mestur hluti þeirra sjálf- stæðismanna í samvinnufé- lagi. Áður héldu þeir því fram, )að hvert fyrirtæki ætti að vera eign einstaklings og rek \ið af honum. Nú hafa þeir breytt fyrirtækjum sínum í Framhald a 7. siðu. 3 Skömmfun á byggingarefni Vér leyfum oss að beina þeim tilmælum til viðskiptamanna vorra, að þeir kynni sér reglu- gerð Viðskiptamálaráðuneytisins um skömmtun á byggingarefni, svo og fyrirmæli Fjárhagsráðs um framkvæmd skömmtunarinnar. — Sérstök at- hygli skal vakin á því, að vér getum hvorki selt né afhent sement, steypustyrktarjárn, timbur, kross við og aðrar þilplötur, nema leyfi Fjárhagsráðs komi til, og er þýðingarlaust að senda eftir þess- um vörum eða panta þær hjá oss, öðrum en þeim, sem slíkt leyfi hafa í höndum. Reykjavík, 12. ágúst 1947. Félag ísl. byggingarefnakaupmanna óskast til Kleppjárnsreykjahælis í Borgarfirði. Hátt kaup. Upplýsingar hjá skrifstofu ríkisspítalanna í Fiskifélagshúsinu; sími 1765. Þrjú Isíandsmef og eitt drengja- met á meistaramófinu í gærkveídi IVSétið heldur áfram kl. 8=15 í kvöld ----------------------*---------- FJÖGUR MET voru seít á meistaramótinu í gærkveldi, 3 íslandsmet og eitt drengjamet. I 110 m. grindahlaupi setti Skúli Guðmundsson, KR Islandsmet á 15,8 sek., gamla mietið var 16,1 sek. í stangarstökki setíi Torfi Bryngeirsson, KR ís- landsmet, stökk 3,75 m., gamla metið var 3,72 m. Og í 100 m. undanrás setti Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR íslandsmet á 10,7 sek. Haukur Clausen setti nýtt drengjamet í sörnu vegalengd öðrum --------------------------- á 10,9 sek. ísiandsmeistarar í íþróttagreinum urðu þessir: í 1500 m. hlaupi Óskar Jóns- son, ÍR á 4:0,7 sek. í þrí- stökki Stefán Sörensson HSÞ, stökk 12,27 metra; í 400 m- hlaupi Reynir Sigurðs son, ÍR, á 55,5 sek. í kringlu- kasti Ólafur Guðmundsson ÍR, kastaði 41,84. í sleggju- kasti Símon Vaagfjörð, Ve. kastaði 38,61 m. Eins og áður segir, fór í gærkvöldi fram undanrás í 100 m. hlaupi, en úrslit í því fara fram í kvöld. Þá heldur mótið áfram og hefst kl. 8,15- Aðrar íþróttagreinar er keppt verður í eru 4x100 m. boðhlaup og 4x400 m. boðhlaup. Enn fremur fer fram aukakeppni í stangar- stökki og kúluvarpi. HOLLENDIN G AR haía boðizt til þess að stuðla að myndun 'bráðabirgðasam- steýpustjórnar í Indónesíu, þar sem jafnvæ.gis sé gætt með Julltrúum indónesísku lýðveldisstjórnarinnar á Java, fulltrúum þeirra héraða, sem eru á valdi hollenzka hersins og fulltrúum fyrir Bandaríki Indónesíu. Frá Norðurlanda- skákmófinu SKÁKFRÓÐIR menn ræða nú um mjög um viðureign þeirra Ásmundar Ásgeirsson ar og Guðm. S. Guðm. í ní- undu umferð Norðurlanda- skákmótsins í Helsingsfors, sem þeir telja með hörðustu kappskákum mótsins. Tíundu umferð mótsins lauk þannig, að Barða sigr- aði Enevoldsen; Guðmufidur S. Guðmundsson sigraði Fr.ed- Ásmundur Ásgeirsson háði harða orustu við Böök, en enginn virðist mega við Finhanum,. sem nú er talinn viss sem sigurvegari mótsins og hefur hann þegar hlotið 8 ¥2 vinning. Aðrar skákir umferðarinnar urðu bið- skákir. Stoltz hefur nú 6V2 vinning; Enevoldsen 6; Carl- son 6, Lundin 5. Aðrir þátt- takendur koma ekki til gxeina, hvað sigur snertir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.