Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 13. ágúst 1947. Ný jii Akureyrarhílarnir Þannig líta þeir út hinir nýju REO-bílar, sem póststjórnin heíur fengið á Akureyrarleiðina. — (Ljósm. Friðrik Clausen.) Þelr í.aks 27 farþega og eru rúmbetri og þáegilegri en áður hefur' tíðkéét. UM ÞESSAE MUNDIR er Póst- og súnamálastjórnin að taka í notkun nokkrar nýjar bifreiðar á leiðinni Akranes—Ak- ureyri. Eru bílar þessir amerískir af svo nefndri REO-gerð og taka 27 farþega. Yfirbygging bílanna er mun rúmbetri en tíðk- azt hefur á langferðabíium hér og sú nýbreytni er á þeim að gangur er efíir endilöngum bílunum, en tveggja manna sæti til hvorrar Iiliðar. Þá hafa bílar þessir helmingi meira burðar- þol en nær allir aðrir langferðabílar, eða 5 tonn. Margir bátar lögðu upp slld til söltunar á Sigiufirði sfðast liðinn sólarhring. ---------♦-------- SJÓMENN FYRIR NORÐAN gera sér vonir um að ný síldarganga sé að hefjast úti fyrir Norðurlandi. í fyrrinótt og í gær öfluðu nokkrir bátar síld á Grímseyjarsundi og þar í grennd og var sú síld annrs konar en síld sú, sem yeiðzt hefur að undanfömu. Yfirleitt var hún smærri en síldin, sem veiðzt hefur áður. Telja menn þetta benda til þess, að hér sé um 22 380 farþegar með áæflunarbílum til Akureyrar s.l, ár S millj, 150 þúsund farþegar milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. SAMKVÆMT upplýsingum frá umferðamálaskrifstof- dinni ferðuðust samtals 22380 farþegar milli Akureyrar og Akraness á síðastliðnu ári með bifreiðum póststjórnar- innar og sérleyfishafanna á þeirri leið, en nú hefur póststjórnin tekið þessa leið <ei'n í sínar hendur, eins og kunnugt er. í vor og í sum- ar hefur ferðamannastraum- urinn þó orðið enn meiri en hann var í fyrrasumar. Á annarri aðalleiðinni, isem laóststjórnin heldur uppi .ferðum á, það er Reykjavík — Hafnarfjörður, voru far- þegarnir 1 milljón 150 þús- und árið 1946. Nú ' hefur póststjórnin orðið 24 bifreiðar til fólks- flutninga, en auk framan- greindra leiða heldur hún uppi áætlunarferðum þrisvar á dag allt árið að Vatnsenda og Gufunesi. í þessari tölu eru þó innifaldir bílar þeir, sem notaðir eru á norður- Jeiðinni í vetrarferðunum, en þeir eru aftur á móti ekki 4 ferðum á sumrin. Sýning Unnar Ólafs- dóttur í Akureyrar- kirkju FRÚ Unnur Ólafsdóttir hefur um þessar mundir sýn- ingu í Akureyrarkirkju á kir-kjumunum og messuklæð um, en eins og kunnugt er, hafði frúin sýningu á mun- um þessum í háskólakaþ- ellunni fyrir /skömmu við mikla taðsókn og aðdáun. Sýning Urmar í Akureyrar kirkju var opnuð í gær klukk, an 14. Séra Pétur Sigur- geirsson bauð frúna vel- komna, minntist starfs henn- ar og snilli í þarfir kirkj- unnar, en kirkjuorganistinn Iék fyrir og eftir. , Ný flugfrímerki koma' á næsfunni NÝ FLUGFEÍMERKI bnunu koma til notkunar þ. 18- þessa mánaðar. Gilda þau 15, 30, 75 aura pg 1, 2 og 3 krónur. Hefur Póststjórnin þegar fengið fjóra slíka bíla til landsins, einn hefur þegar hafið ferðir milli Akraness og Akureyrar, annar byrjar ferðir á morgun, en hinir tveir eru í yfirbyggingu og eftir hálfan mánuð til þrjár verður annar þeirra tilbúinn vikur, en sá síðari síðast í september' eða fyrst í októ- ber. Þá hefur póststjörnin pantað frá Ameríku og feng ið gjaldeyrisleyfi fyrir 8 Wood-bifreiðum, og eiga þær að verða tilbúnar til af- g-reiðslu í þessum mánuði. Gerir póststjórnin sér vonir um, að lokið verði við að byggja yfir að minnsta kosti 6 þassara bifreiða næsta vor, þannig að þær geti orðið í ferðum næsta sumar. Yfir- bygging þessara bíla verðúr sams konar og á REO-bíIun- um- Að undanförnu hafa yfir- byggingar nær allra lang- ferðabifreiða hér á landi verið gerðar þannig, að þær hafa ekki verið með gegn- um-gangi, en hins vegar með þrem hurðum. Mun þetta fyrirkomulag hafa skapast af þeim orsökum, að brýr og vegir hafa verið mjóir og ekki þótt tiltækilegt að hafa gegumgang auk 4 manna í sætaröð, en ef aðeins þrír menn hefðu verið í hverri sætaröð, hefðu fargjöld orð- ið að vera tiltölulega hærri. Nú á síðustu árum hefur verið unnið mikið að því að breikka bæði brýr og vegi og er nú svo komið, að á mörg- urn langleiðum, er unnt að nota breiðari bifreiðar en verið hefur. Bifreiðar þær, sem póststjórnin er nú að taka í notkun á leiðinni Akranes —- Akureyri, eru yfirbyggðar í Bílasmiðjunni h.f. í Reykjavík. Hefur for- stjóri hennar, Lúðvík Jóhann esson, gert teikningu af yfir- byggingunni í samráði við póst- og símamálastjórn og Jón Ólafsson bifreiðaeftir- litsmann. Er yfirbyggingin frábrugðin hinum eldri gerð- um, eins og áður segir, þar sem gangur er eftir bifreið- inni allri og tveggja manna sæti við hvora hlið- Þessi til- högun -eykur þægindi far- þega, sérstaklega þegar farið er úr og í bifreiðarnar. Einn- ig eru sætin rýmri e,n verið hefur. Á‘ bifreiðunum eru hins vegar aðeins einar dyr og verður yfirbyggingin á þann hátt mun sterkari en þegar fleiri dyr eru á bif- reiðinni. Þá eru þessar bifreiðar frá brugðnar hinum eldri áætl- nýja síldargöngu að ræða. SíðastliSinn sólarhring hef-4 ur nokkur síl-d borizt til Siglu- fjarðar í salt og 'hefur hún einkum verið veidd við Langa nes, en þar sá leitarfiugvélin nokkrar torfur í fyrradag. Enn fremur hefur nokkuð veiðzt við • Grímsey og utar- lega á Skagafirði. Samkvæmt ' sírutali, sem blaðið átti við fréttaritara sinn á Siglufirði í gær, hefur engin síld komið til bræðslu á Siglu firði síðan á föstudag, en síid sú, sem kom síðasta sólar- hring, fór öll í salt. Afli bát- anna var misjafn. Hæst var Erna frá Akureyri með um 500 tunnur. j I gær voru flestir bátar á síldarmiðum, aðallega á Þist- ilfirði og við Langanes og munu þeir hafa aflað nokkuð, en ekki var fyllilega vitað um afla einstakra báta í gær- kveldi, en búizt var við þeim inn í nótt. Veiðiveður var sæmilegt í gær. Þjóðverjar fá affur erlendan gjaldeyri HERYFIRVÖLD Breta og Bandaríkjamannai á Þýzka- landi hafa tilkynnt, að á- kveðið hefði verið, að Þjóð- verjar á hernámssvæðum þeirra fengju framvegis 10% af andvirði útfluttra vara af hernámssvæðunum í..erlend- um gjaldeyri, og yrði honum skipt til helminga m.illi verksmiðjueigendia og' verka mianna. Er. talið að þetta muni verða þýzkum útflutningi til örvunar. unarbifreiðum einnig að því leyti, að undii’vagn þeirra er gerður sérstaklega til far- þegaflutninga og hefur 5 tonna burðarmagn, en undir vagnar nær allra eldri lang- ferðabifr.eiða voru gerðir til vöruflutninga og höfðu að- eins 11/2—2 og hálfs tonns burðarmagn. Þessi breyting eykur mjög öryggi, og einnig þægindi farþega, því vagn- arnir verða þýðari í gangi og hreyfingin jafnari að framan og aftan.. Bandaríkin hafa látið lausa alla þýzka síríðsfanga Eina stórveldið, sem hefur gert það eno ÞAÐ var tilkynnt í fyrra- dag, af Clay, hershöfðingjaj yfírmanni Bandaríkjasetu- liðsins á Þýzkalandi, að Bandaríkin hefðu nú láíið lausa alla þýzka stríðsfanga, sera þau tóku á ófriðarárun- um og í ófriðarlok, samtals um 8 milljónir manna. Bandaríkin hafa þar með orðið fyrst allra til þess að láta alla þýzka stríðsfanga sína lausa. Eftir því, sem Rússar segja, hafa þeir hér um bil 1 milljón, eða nánar 900 000 þýzka stríðsfanga, og Bretar 344000. Um tölu þýzkra stríðsfanga hjá Frökkum er ekki vitað með vissu, en hún mun nema nokkrum hundruðum þús- unda- Ný rímnaútgáfa á 80 ára afmæli Wiillam A. Craigie Oigelrs rlmor danska eftir Guð- msind Bergþórss. r-■&-> LANDSBÓKASAFNIÐ OG ÍSAFOLDARPRENTSM.- hafa í tiíefni af áttatíu ára afmæli hins þekkta brezka rímnafræðings og íslandsvin ar, Sir William A. Craigie, í dag, gefið út Olgeirs rímur danska, hinn mikla rímna- bálk Guðmundar Bergþórs- sonar, frá 17. öld. Útgáfan er í tveimur stór- um bindum og hin vandað- asta að öllum frágangi. Hafa þeir Finnur Sigmundsson landsbókavörður og dr. Björn K. Þórólfsson búið rímurnar undir prentun, og hinn síðarnefndi ritað ítar- legan formála að þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.