Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. ágúst 1947. NYJA BIÓ GAMLA Blð Sonur ' Ævintýri sjó- refsinornarinnar mannsins (Adventure) (Son of Fury) Amerísk stórmynd. Söguleg stórmynd, mikil- Aðalhlutverkin leika: fengleg og spennandi. Að- CLARK GABLE alhlutverk: GREER GARSON Sýnd kl. 9. Tyrone Power Gene Tierney Börn innan 16 ára fá George Sanders ekki aðgang. Roddy McDowall. DANSINN DUNAR Bönnuð börnum yngri en (Step Lively) 12 ára. Söngvamyndin skemmti- lega með Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Frank Sinatra Gloria de Haven Sala hefst kl. 11 f. h. Sýnd kl. 5 og 7. BÆJARBIO TJARNARBIÖ Hafnarfirði Árás Indíánanna („Canyon Passage”) Rauður þráðarspoiti Stórbrotin mynd í eðli- legum litum. • (Pink String and Sealing Wax.) Aðalhlutverk: Enskur sakamálaleikur. Dana Andrews Susan Hayward Brian Dolevy Googie Withers Mervyn Johns Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5 — 7 — 9. Börn fá ekki aðgang. Sími 9184. Bönnuð innan 16 ára. TRIPOLi-BÍÓ Tryggur snýr aftur (Return of Rusty). Hrífandi og skemmti- leg amerísk mynd. Aðalhlutverk leika: ' Ted Donaldsson John Litel Mark Dennis Barbara Wooddeíl Robert Stevens. Sýnd kl. 5 — 7 — 9. Sími 1182. GOTT ÚR ER GÓÐ EIGN Guðl. Gísiason ÍJrsmiður, Laugaveg 63, Minningarspjöld Barna- spífalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Áusturbæjar, Laugavegi 34. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU hann staulaðist fram úr og var næstum feginn að geta ekki séð, hvernig hann leit út. Um morgunmatinn fékk hann að vita, hvernig mál- um var háttað. Gamla kon- an, frú Spelding, ætlaði að koma til að ræsta húsið, og hann varð að fela sig þær tvær stundir, sem hún var að hreyfa sig þar um í hús- inu. Hann þurfti ekki annað en vera kyrr í herbergi sínu, og þar sem gamla konan á- leit ekki vera búið í því, myndi hún ekki fara þar inn. Það vildi svo til, að þau voru næstum uppgötvuð; því að hann hafði varla lokið við að borða, þegar gamla kon- an var komin að dyrunum,- Hún var svo áköf að gera til hæfis, að hún kom fyrr en ákveðið hafði verið. Kinlock var í mesta skyndi troðið inn í skáp nokkurn i horninu á skálanum, sem þau borðuðu morgunmatinn í. En hún gat rétt aðeins lok- að dyrunum, þegar gamla konan opnaði útidyrnar. Hann heyrði allt sem fram fór. „Góðan daginn ungfrú. Ég hélt að það væri bezt, að vera svolítið snemma í því fyrsta morguninn, ef eitt- hvað hefði komið fyrir.“ „Það var vel gert af yður, frú Spelding. Hélduð þér að ég myndi brenna svínssíðuna eða hella niður mjólkinni?“ Frú Spelding hló. „Nei, ungfrú, ekki einmitt það. Ég hélt, að þér væruð ekki vön að hugsa um yður sjálf. Og það sem mér datt í hug, var, að þér væruð kannski orðin frávita af hræðslu svona fyrstu nótt- ina ein, þegar þessi flökku- lýður er alls staðar á ferð- inni, sem maður les um í blöðunum nú á dögum.“ Þegar stúlkan hló eða öllu heldur reyndi að hlæja, vissi Kinlock, að hún stóð með bakið alveg þétt upp að skápnum, hræddari við frú Spelding en hún hefði getað trúað. Hrædd um það einnig, hvað sú gamla kynni að segja svo hann heyrði. „Jæja; þú sérð, að ég er ekki hið minnsta hrædd.“ Af styrknum í rödd henn- ar hefði Kinlock sagt, að hún væri dauðskelkuð. En gamla konan skríkti: ' „Nei, ungfrú, — frú á ég við. Þér hafið tapað roðan- um úr vöngunum. Þér eruð alveg náföl. í gærkveldi kenndi ég ferðinni um, en nú sé ég að það er ekki það.“ Þá hætti röddin skyndi- lega, og svo kom spurningin hálfóstyrk: „Hvað er það, frú Speld- ing?“ „Ég hélt, að þér væruð ein hérna.“ Hvað gamla konan hafði séð, gat Kinlock ekki getið sér til, en hann fann, að nú myndi brátt draga til úrslita. „Af hverju haldið þér, að ég sé aþð ekki?“ heyrðist sagt dauflega hinum megin við dyrnar. „Það er lagt á borð fyrir tvo, og tveir hafa notað á- höldin:“ í því heyrðist gamla kon- an hlæja. „Ó; ég skil. Þegar ég sá báða bollana, varð ég svona rugluð. En þessi bolli á hinum endanum hlýtur að vera sá, sem þér notuðu í gær, býst ég við.‘“ „Ég var svo þreytt í gær- kveldi, frú Spelding.“ Það heyrðist smellur, þeg- ar gamla konan fór að safna saman diskunum. Kinlock beið eftir annarri upphrópun. En til allrar ham- ingju var hún svo önnum kafin að masa, að hún tók ekki eftir fleiru athugaverðu í herberginu. ,,Ég býst við, að loftið hér muni hressa yður. Þér voruð vanar að þrífast af því, þeg- ar þér voruð krakki.“ Hún andvarpaði. „Fólkið hér hef- ur ekki gleymt yður, ungfrú Stella. Og það minnir mig á, að við sáum öll myndina af yður í 'blaðinu, þegar þér giftuzt. Herra Tolputt á pósthúsinu — þér munið eft- ir honum — setti blaðið utan um sírópskrukku fyrir frú Prebble og tók. ekkert eftir því, að það voruð þér. Menn taka aldrei eftir neinu, nema þeir reki sig beint á það. Frú Prebble sá, hver þetta var. Og hún klippti út myndina og sýndi öllum hama. Það var myndin af yð- ur, þar sem þér eruð að fara út úr kirkjunni; og þér hald- ið á blómvendinum. Þér vor- uð svo sæl á svipinn! Ég hefði þekkt brosið yðar hvar sem var. Ég býst við, að það hafi verið brosið, ssm við þekkt- um fyrst..“ Það brast í dyrunum, sem Kinlock var á bak við, eins og einhver hallaði sér þungt að þeim, og þegar hin káta frú Spelding hafði staulazt burtu með hlaðinn bakkann, þá heyrði hann í tómu her- berginu eitthvað sem hálf- partinn líktist andvarpi eða kjökri. Og þetta var í það minnsta meira en hann bjóst við að heyra. Frú Spelding kom þjótandi inn aftur rétt undir eins og burstaði dúkinn og tók upp sitt fyrra mas. „Jóna Prebble setti mynd- ina í bænabókina sína til þess að geta sýnt fólki hana, við kirkjuna næsta sunnudag. Það var dásamlegt að sjá, hvað það lífgaði alla upp. Öll flykktust þau utan um hana. Noaks bóndi hafði hana MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSíNSi ÖRN ELDING TOFRAMAÐURINN: Þið ekki blekkja mig. Hann dauður! Þið bara veifa höndum hans! CYNTHIA: Ósannindi! Æ, nú hvarf flugvél Arnar sjónum mínum- ÖRN: Eftir landabréfinu að dæma, hlýtur þetta að vera eyjan. TWITT: Fljótur að opna kexkass- ann! Og ég fæ helminginn, — rrmnHn haöl PÉTUR: Æ, nú hef ég gleymt að- ferðinni. — Hjartað og taug- arnar, — allt í ólagi!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.