Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. ágúst 1947. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 «-------------------------1 Bærinn í dag. -------------------------« Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. :: Næturvörður er í Laugavegs- ■Apóteki, sími 1618. Næturakstur annast Litla bílstöðin, sími 1380. Ljósatími ökutsekja er frá kl. 21,50 til 3,15 að nóttu. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Beryl Joy-Tongue og Andrés Kol- beinsson frá Stóra-Ási, Hálsa- sveit, Borgarfirði. Drengjameisiaramóf- inu lokið DRENGJAMEISTARA- MÓTINU lauk á miðvikudags kvöld. Á mótinu setti Hauk- ur Clausen tvö ný drengja- met og var annað þeirra jafn framt íslandsmet. Á þriðjudagskvöldið setti hann drengjamet í grinda- hlaupi en á miðvikudags- kvöldið í 400 metra hlaupi og var það jafnframt íslands- met. Úrslit í mótinu urðu þau, að ÍR og KR hlutu f jóra meist ara hvort félag, Héraðssam- hand Þingeyinga 2 meistara, en Ármann, FH, Selfoss og íþróttabandalag Vestmanna- eyja 1 meistara hvert. Sigur bæjarúfgerðar- innar (Frh. af 3. síðu.) sameignar- og hlutafélög og reka þau þannig. Áður börðust þeir gegn öll- tum opinberum rekstri, hvort sem það var ríkis- eða bæjar- rekstur. Nú standa þeir að bæjarrekstri, ásamt þeim, sem um langa tíð hafa fyrir því barizt, og sverja sig jafn- framt frá fyrri mótstöðu, ef þess væri kostur. Og svona imætti lengi telja. Hvað hefur skeð? Svbj. Oddsson. Guðm. Jónsson barytónsöngvari farinn til Svíþjóðar. GUÐMUNDUR JÓNSSON barytónsöngvar er lagður af stað til Svíþjóðar. Guðmundur hyggst stunda þar söngnám um nokkurt sk-eið. Hann hefur áður stund að nám í Bandaríkjunum. Þar tók hann og þátt í söng- för Karlakórs Reykjavíkur, sem einsöngvari, ásamt Stef áni íslandi og rómuðu söng- dómarar amerískra blaða mjög framm-istöðu hans. Áð ur en hann fór á brott héð- an að þes-su sinni, hélt hann söngskemmtun með Stefáni íslandi, en áður hafði hann sungið víðsvegar um land og haldið margar söngskemmtan ir hér í bænum við óvenju- lega góða aðsókn og góða dóma. Er óhætt að telja hann efnilegasta listamann á því sviði, sem við höfum lengi átt, en auk þess er hann þegar orðinn einhver vinsælast-i söngvari hér, sökum látlausr ar og stílhreinar túlkunnar viðfangsefna sinna. Ferðaskrifstof an: 4 ferðir um helgina UM NÆSTU HELGI efnir Ferðaskrifstofa ríkisins til fjögurra eftirgi’éindra ferða: 1. 3 daga ferð austur í Skafta fellssýslu. Lagt af stað kl. 2 á laugardag og gist í Kirkiubæjarklaustri. Á sunnudag skoðað umhverfi Klausturs, Systrastapi o. fl., enn fremur ekið austur 1 Fljótshverfi. Gist í Klaustri. Mánudag ekið heimleiðis um Dyrhólaeyj- ar og Fljótshlíð. 2. Ferð til Heklu. Lagt af stað kl. 2 á laugardag, komið heim um nóttina. 3. Ferð til GulLfoss og Geys- is. Lagt af stað 'á sunnudag kl. 8. Ekið austur Heliis- heiði til Geysis og Gullfoss. Sápa verður látin í hver- inn um eittleytið. Ekið heim um Þingvelli. 4. Ferð til Heklu. Lagt af stað kl. 8 á sunnudags- morgun, komið til báka um kvöldið. Deila Egypfa og Breia aftur fyrir öryggisráðinu UMRÆÐUR hófust á ný í öryggisráðinu í fyrrad. um dei-lumál Egipta og Bret-a og endurtók Nokrashi Pasha, forsætisráðherra Egipta kröfu sínia um, að allur brezkur her yrði þegar í stað á burt úr Egiptalandi og -að Súdan yrði sameinað því. Fregnir frá London í gær hermdu, að tvær nefndir frá Súdan væru á leið til New York til þess að gera grein fyrir lafstöðu lands síns og vær.u þær hvor upp á móti anniarri: Önn-ur þeirra ætl- aði að tala máli sameiningar- innar við Egiptala-nd, en hin myndi krefj-ast fullkomins sj álf sákvörðun-arréttar og sjálfstæðis fyrir Súda-n-, svo sem Bretar telja, að landinu beri. Góður árangur á B-júníórmófinu NÝLEGA FÓR fram B- junior-mót í frjálsum íþrótt- um, fyrir drengi 16 ára og yngri. Yfirleitt náð-ist mjög góður árangur, og var þátt- taka mikil, yfir 10 keppend- ur í hverri grein. Helztu úr- slit urðu þessi: 60 m. hlaup: 1. Reynir Gunnarsson, Á. 7,2 sek. 2. Guðjón Guðmunds son, Á. 7,5 sek. 3. Rúnar Bjarnason, ÍR. 7,7 sek. Kúluvarp: 1. Halldór Halldórsson, Val, 15,99 m. 2. Árni Hálf- danarsson, UMSKr 15,13 m. 3. Hörður Þormóðsson, KR, 14,70 m. — Kastað 3,6 kg. kúlu. Langstökk: 1. Reynir Gunarsson, Á., 5,87 m. 2. Guðjón Guðmunds son, Á., 5,57 m. 3. Þorgeir Þorgeirsson, ÍR., 5,32 m. Hástökk: 1. Rúnar Bjarnason, ÍR., 1,50 m. 2. Gylfi Gunnarsson, ÍR. 1,50 m. 3. Baldur Jó- hannesson, ÍR. 1,45 m. 5x80 m. boðhlaup: 1. Ármann 50 -sek. 2. ÍR. 51 sek. 3. KR. 55 sek. | - Skemmtanir dagsim - | Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Æfintýri sjó- Mannsins,“ sýnd kl. 9. Dansinn dunar. Sýnd kl. 7, 9. NÝJA BÍÓ: „Sonur refsinornar- innar“, Tyrone Power, Gene Tierney, George Sanders, Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ,TJARNARBÍÓ: Rauður þráðar- spotti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRÍPOLIBÍÓ: „Tryggur snýr aftur. — Ted Donaldson. Jolm Litel. Barbara Woodell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: ,Árás Indíánanna'. Dana Andrws, Brian Donemy. ferð í Norðurlandaskákmót- Skemmtisfaðir: TIVOLI. Opnað kl. 7 síðdegis. DÝRASÝNINGIN í Örfirisey. Opinað kl. 8 árdegis. Samkomuhúsin: HÓTEL BORG: Danshljómsveit frá kl. 9—11,30 síðd. BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Lokað. TJARNARCAFÉ: Dans hljómsveit frá kl. 9—11,30. Ötvarpið: 19.30 Tónleikar: Lög leikin á orgel (plötur). 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Á flakki með framliðnum“ eftir Thorne Smith, IX. (Her- steinn Pálsson ritstjóri). 21.00 Tónleikar: Norðurlanda söngmenn (plötur). 21.20 Sitt af hverju (Karl ís- feld ritstjóri). 21.45 Lög leikin á celló (pl.). 22.00 Fréttir. 22.05 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Jarðarför frú Ingunnar Jónssdóttur •frá Kornsá, sem andaðist 9. þ. m., fer fram föstudagnin 15. ágúst og hefst með húskveðju að heimili hennar, Laufásvegi 71, kl. 3V2 síðdegis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Vandamenn. Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Ólafs Þorleifssonar. Fyrir hönd vandamanna. Hreiðarsína Hreiðarsdóttir. Til sölu Oldsmobile 1947 Bifreiðin er alveg ónotuð. BílamiSlunin Bankastræti 7. — Sími 7324 og 6063. Verkalýðssamlökin í Ámeríku Framhald af 5. síðu. 1 lögun-um. En -ekki haf-a öll fagfélög jafn sterka aðstöðu og námuverkamennirnir. Mörg þeirr-a horfa fram á langvinnar deilur meðan þau teru að sannprófa verk- anir nýju löggjafarinnar. Hver verða þá yfirl-eitt á- hrif þessarar löggjaf-ar? Ég myndi segj-a, ef atvinnu- möguleikar verða framvegis sem að undanförnu, munu k-aupkröfumáttur verka- manna vara. Eru lítil líkindi til að verkalýðssamböndin verði fyrir skyndilegum hrak förum. En hins vegar geta þau ekki vænzt -aðstoðar rík- isv-aldsins til þess að komast til frekari vegs og virðingar- Að-alhættan liggur í því að atvinnuleysi komi, og mu-ndi það veikja -aðstöðu verkalýðs ’sambandanna allverulega. Virðist svo sem verkalýðs- samböndin geti haft góðan bag af því, að styðja með allri orku áform Marsh-alls um Ián og leigu til viðreisn- ar í Ev-rópu. Mundi þá verða jafn mikil atvin-na og nú er um 1-angan tíma enn. Einnig mun löggjöfin þröngva verkamönnum Bandaríkj-a- manna til þess -að skipuleggja betur sitt eigið lið. Hafa kom ið fram raddir, er hvetja til þess -að samein-a Verkalýðs- sambandið og Samband iðn- aðarverkamanna. Bæði sam- böndin munu haf-a veitt þess -ari tillögu -athygli. Og vilji þau leggja áherzlu á að fá nýju verkalýðsfélögin unnin úr gildi, verða þau að koma fram sterk og saméinuð í þeim átökum. Eru líkur til þess að þriðji flokkurinn, svipaður brezka Alþýðuflokknum, komi fram? Það gæti hafa verið mögu- leiki, ef Trum-an forseti hefði ekki neitað að undirrita verkalýðslögin- En nú eru minni líkur til þess. Það er sapnleikur að margir demo- kratar gengu í lið með repu- 'blikönum, til þess að nægur meirihluti næðist, svo að heitunarvald forseta-ns kæmi ekki að haldi. Þessir demo- kratar greiddu atkvæði gegn forsetanum, sem er flokks- foringi þeirra. Mundi Bret- um sýnast þett-a undarl-egt, en slíkt kemur stundum fyr- ir í Band-aríkjunum, þa-r sem flokksagi er enginn. Voru næstum allir þessir demo- kratar frá Suðurríkjunum og öðrum landbúnaðarsvæðum, þar sem verkalýðshreyfingin er lítið áberandi. Hins vegar Igreiddu mest allir demokrat ar frá iðn-að-arríkjunum at- kvæði með forsetanum. Mundi þriðji flokkurinn eiga miklu fylgi að fagna í þess- -um ríkjum. En með því að stofna þriðj-a flokkinn og kljúfa -andstöðuna gegn trepulíkönum mundu verka- lýðsamböndin tryggja demo- krötum ósigur í þinginu en republíkönum sigur við næstu ikosningar- Þar af leiðandi er Isennilegt að við kosningarn- ar 1948 að minnsta kosti helgi verkamennirnir all-a krafta sína því áformi, að -fella alla öldungadeildar- rnenn og fulltrú-a frá iðnaðar svæðunum, sem greiddu at- kvæði gegn forset-anum, og þar eð flestir þeirra voru republíkanar, lítur út fyrir að verkalýðssamböndin m-unu verða jafn ótrauð í baráttunni með demokrötum um næstu kosningar og þau voru á dögum Roosevelts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.